Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Vinsælu dönsku inniskórnir Alveg úr skinni Egilsgötu 3. Sími'18519. Barónsskór Barónsstíg 18, s. 23566 %$$*&*** við l‘pp a *, , ^seyð* iurid»brl KÚ 5o9kr- ARNA.RHÓLL *SS Samningar á vinnustöðum eftir Guðmund Einarsson Eitt fyrsta baráttumál BJ var tillaga um breytingar á lögum um verkföll og vinnudeilur. Þar var lagt til að starfsmannafélögin á vinnu- stöðum væri heimilt að taka frumkvæði í samningum úr höndum heildarsamtaka og semja fyrir allt starfsfólk á staðnum. Þessar tillög- ur hafa fengið mjög slæmar móttökur á Alþingi og í verkalýðs- hreyfíngunni. En sem betur fer virðast augu margra vera að opnast fyrir gagn- semi þeirra. Þetta samningaform hefur verið við lýði í Álverinu í Straumsvík. Sumar ríkisverksrniðj- urnar hafa tekið upp hliðstætt fyrirkomulag. í Kísiliðjunni við Mývatn er samið innan fyrirtækis- ins á grundvelli framleiðslunnar og rekstursins. Hluti af heildarmynd Vinnustaðasamningar eru hluti af þeirri heildarsýn BJ að fólk eigi að hafa áhrif á umhverfi sitt. Séð í því ljósi verður stefnumál eins og beint kjör forsætisráðherra að kröf- unni um að fólk hafi beinni áhrif á stefnu ríkisstjómar heldur en nú er. Jöfnun atkvæðisréttar verður að skilyrðislausri kröfu um jöfn áhrif allra landsmanna á samsetn- ingu löggjafarsamkomunnar. Á sama hátt leggur fylkisstjórnarmál- ið áherslu á að fólk ráði stefnumörk- un og þróun mála á heimaslóð. Þannig ber að leggja áherslu á að vinnustaðasamningarnir eru hluti af þeim heildarmynd að fólk eigi að taka til sín völd og ráða umhverfi sínu miklu meir en nú er. Lýðræði á vinnustað Fólk eyðir jafnvel helmingi ævi sinnar á vinnustaðnum. Því er aug- Guðmundur Einarsson. „Vinnustaðasamning'ar eru hluti af þeirri heild- arsýn BJ að fólk eigi að hafa áhrif á um- hverfi sitt. Séð í því ljósi verður stefnumál eins og beint kjör forsætis- ráðherra að kröfunni um að fólk hafi beinni áhrif á stefnu ríkis- stjórnarinnar heldur en nú er.“ Hvaða bækur eigum við að lesa í sumarleyfinu? JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Diana Stainforth: Bird of Paradise. Útg. Graftonbooks 1986. I upphafi sögunnar erum við stödd í Þýzkalandi eftir fyrri heims- styijöldina. Þjóðveijar hafa beðið ósigur og neyð og hörmung er hlut- skipti hins almenna borgara. Stúlkan Mara Vogel er aðalpersón- an. Faðir hennar hafði verið blaða- útgefandi og var hnepptur í fangelsi, af því að hann var friðar- sinni og neitaði að beijast. Móðirin andast úr angri og eymd og bróðir hennar lætur lífíð á vígvellinum — líklega. Mara býr ein í stórhýsi fjöl- skyldunnar, en hún hefur hvorki í sig né á og framtíðin er heldur óhijáleg. Hún kynnist ungum brezkum herforingja Alexander Rushton, sem reynist henni betur en enginn — af hvaða hvötum sem það nú er. Húsið er tekið undir sjúkrahús bandamanna og Jamie Tumer, bandarískur læknir, ræðst inn í hús Möru og þar með líf henn- ar, svo að ekkert verður aftur eins og áður. Mara giftist síðan Alex- ander og flytur til Englands. Fjöl- skyldan á bílafyrirtæki og Mara fer að spreyta sig á að tilraunakeyra bílana og tekur síðan þátt í kapp- akstri, óhugsandi fyrir konu á þeim árum. Hjónabandið með heilsuveil- um eiginmanni er ekki beinlínis ólukkulegt, en mynd Jamie hverfur naumast úr huga Möru. Þrátt fyrir að hún reyni að má hana út með öllum ráðum. Leiðir hennar og læknisins liggja saman síðar en þeim virðist ekki skapað nema skilja og þetta er ósköp raunalegt. Sagan er skrifuð af mikilli frá- sagnargleði, persónur eru einfaldar og andúð höfundar á sumum þeirra mætti vera dempaðri. En hér segir á læsilegan hátt frá konu sem hef- ur mikið hugrekki til að bera, vill vera þátttakandi í lífínu og láta meta sig og virða eftir eigin verð- leikum. Og er þetta þó alls ekki „kvennabók“ í hefðbundnum skiln- ingi. Dr. Connell Cowan & Dr. Melvyn Kinder: Smart Women, Foolish Choices, — Finding the right men, avoiding the wrong ones. Útg. Bantam-bækur 1986. Þessi bók kom út í Bandaríkjun- um fyrir ári og var umsvifalaust komin þar á metsölulista, enda efti- ið gómsætt. Ég skal viðurkenna að kynning á kápusíðu er ekki til að laða mann að bókinni í fyrstu: læsi maður hana eina gæti lesandi hneigzt til að telja að hér væri á ferðinni enn ein ráðleggingabókin konum til handa skrifuð af banda- rískri yfirborðsmennsku eins og hún gerist hvimleiðust. En þar sem ég las mjög athyglisverða grein um bókina nýlega ákvað ég að festa kaup á henni og sannleikurinn er sá, að það er heilmikið á henni að græða, einkum fannst mér fyrri hluti hennar áhugaverður. Lögð er áherzla á hina breyttu stöðu konunnar í nútímaþjóðfélagi, konan verður að standa jafnfætis karlmanninum í starfí en hún ætl- ast samtímis til þess að halda í ákveðin „kvenleg forréttindi". Og þetta endar allt i klúðri, því að hvorki konan né karlinn geta áttað sig á hvar hinn gullni meðalvegur er. Af þessu hlýzt ýmis vandi, sam- bandsleysi milli kynja, ótti og kreppa beggja tveggja. Höfundar telja að þrátt fyrir sjálfstæðisvilja og metnað nútímakonunnar sé tölu- vert til í kenningu Colette Dowling, sem skrifaði hina umtöluðu bók Öskubuskukomplexinn. Inntak hans var hinn duldi ótti kvenna við sjálfstæði. Hins vegar kafa höfund- ar miklu dýpra í málið en Dowling og íhuga það frá ýmsum sjónar- homum. Það má bæði hafa skemmtun af að lesa þessa bók og sennilega gagn af henni líka — hvort sem maður er nú upptekin við það að reyna að ná sér í réttan mann eða ekki. Zvi Barlev: Natten var min venn. Útg. Ansgar, Osló 1986. Þýð. á norsku Olav Hæreid. Auðvitað má færa rök fyrir því að þetta sé ekki beinlínis afþreying- arbók. En því skyldum við svo sem lesa eingöngu afþreyingarbækur í sumarleyfí eða hvenær sem er? Og þar sem þessi bók á erindi til okkar þótt hún fjalli um efni sem ekki er nýtt af nálinni, er vert að geta henn- ar. Zvi Barlev fæddist í Krakow í Póllandi árið 1926. Hann nam við hebreska skólann í Mizrachi. Þegar heimsstyijöldin síðari brauzt út tók fljótlega að kreppa að fjölskyldu hans og hann var fluttur í nauðung- arvinnubúðir á þeim aldri sem flestir unglingar eru að njóta umtal- aðs og dáðs frelsis og spennings unglingsáranna. Þann 5. maí var hann loks laus úr prísundinni, þegar skriðdrekasveit bandarískra her- manna kom til Mauthausen-búð- anna. Hann var þá nítján ára. Faðir hans og nokkrir frændur höfðu ver- ið með honum í búðunum, en voru þá látnir, faðir hans lézt aðeins örfáum dögum áður. Árið eftir flutti hann til Palestínu og eftir að ísra- elsríki var stofnað gekk hann til liðs við utanríkisþjónustu landsins og er nú fyrsti sendiráðsritari við sendiráð Israela í Stokkhólmi. Hann hefur sérstaklega unnið að málefn- um sovézkra gyðinga sem vilja fá að flytjast úr landi. Saga Zvi Barlev er greinargóð og skilmerkileg. Hún er sögð af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.