Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
25
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Sagt er að ekkert geri okkur eins
gramt í geði og skynsemin þegar
hún er ekki á okkar bandi.
Fiskrétturinn sem hér fylgir er
tilvalinn til að létta lund. Rétturinn
er, auk þess að vera bragðgóður,
mjög einfaldur í matargerð. Þetta
eru
Grilluð smá-
lúðuflök með
sinnepssósu
800 gr smálúðuflök (3 stk.),
'fa sítróna (safinn),
salt og pipar,
3 matsk. mayones,
1 matsk. sinnep (Dijon),
1 matsk. söxuð steinselja,
eða 1 tsk. þurrkuð (parsley),
2 matsk. smjörlíki.
1. Smálúðuflökin eru roðflett og
skorin í tvennt eftir endilöngu. Þau
eru sett á disk og er sítrónusafanum
dreypt yfir þau og síðan salti og
pipar.
2. Eldfastur diskur er smurður
vel með smjörlíki. Fiskstykkin eru
lögð saman og þeim raðað á diskinn.
3. Mayonesi, sinnepi og saxaðri
steinselju er blandað saman og síðan
smurt jafnt yfir fiskstykkin.
4. Fiskinum er síðan brugðið und-
ir grillið í ofni í u.þ.b. 7—8 mín. eða
þar til fiskurinn er steiktur í gegn.
Með fiskinum er gott að bera fram
soðnar léttsteiktar kartöflur og hrá-
salat með rifnu hvítkáli, eplum og
gulrótum.
Kartöflumar eru léttsoðnar, nið-
ursneyddar og steiktar í feiti
skamma stund.
Verð á hráefni
800 gr smálúða kr. 204,00
V2 kg kartöflur kr. 24,50
kr. 228,50
Vítamínríkt grænmeti og ávextir
geta bætt útlitið (húðina, hárið,
tennur og bein).
Broecoli (sprotakál) er mjög víta-
mínauðugt grænmeti. Það er mjög
auðugt að C-vítamíni, A-vítamíni,
steinefnum, kalki og járni.
Gulrætur hafa mikið af beta car-
otin-efnum sem breytast í A-vítamín
í líkamanum. Suða brýtur niður
harðar trefjar, en þær geta hindrað
fulla nýtingu efnisins.
Tómatar eru mjög auðugir að
C-vítamíni og beta carotin-efnum
eins og gulrætur, en þau eru sögð
aukast ef tómatarnir em soðnir rétt
áður en þeir eru borðaðir. Það em
um 30 kaloríur í 1 ferskum tómat.
Melónur eins og Cantalópur eiga
einnig að vera mjög auðugar að A-
og C-vítamíni. Þær em einnig kalor-
íusnauðar. I V2 melónu em aðeins
60 kaloríur.
GARÐHÚS
Framleiðum sérhönnuð
garðhýsi úr plastprófílum
eftir þínum smekk.
n-"r VIPHA—
-rr.TAFSEMNTn;
ZfireftTr niáli ■ hverskona
kvaqin 9°r
KOMIÐ OG SKOÐIÐ GÆÐAFRAMLEIÐSLU í SÝNINGARSAL OKKAR AÐ SMIÐSBÚÐ 8 GARÐABÆ.
GARÐHÚS — GLUGGAR — HURÐIR
PLASTGLUGGAR
Framleiðandi: íbúðaval hf., Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ. Sími: 91-44300
APTON - SMIÐAKERFIÐ
Ef APTON — Smíðakerfið hentar þörfum þínum, af
hverju hefur þú þá ekki samband við okkur í dag?
Pú gaatir litið við hjá okkur eða hringt. Okkur væri
sérstök ánægja að gera tillögu að hugmynd þinni
síðan gætir þú smíðað þetta sjálf(ur).
Við eigum efnið á lager — sjáumst.
LANDSSMIÐJAN HF.
SÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVÍK • ÁRMÚLA23 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI (91) 20680 • TELEX 2207 GWORKS • PÓSTHÓLF 1388