Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 33
MORGUNBLAЌ), FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
33
Pólland:
Samið um erlendar
TRIUMPH
viðskiptaskuldir
Vinarborg, AP.
PÓLSK stjórnvöld og vestrænir bankar hafa gert með sér samning
um nýtt greiðslufyrirkoniulag á skuldum að fjárhæð yfir 2 milljarð-
ar dollara, sem gjaldfalla á þessu
Það var Dresdner Bank í Vestur-
Þýzkalandi, sem annaðist þessa
samninga. Erlendar skuldir Pól-
veija nema nú yfir 31 milljarði
dollara og þar af eru 7 milljarðar
dollara skuldir við viðskiptabanka
á Vesturlöndum.
Pólveijar hafa gert samninga af
þessu tagi áður, síðast 1984. Samn-
ári og því næsta.
ingamir nú ná til vanskilaskuldaj
sem þar með verður komið í skil. I
yfirlýsingunni, sem gefín var út,
sagði að markmiðið með þessum
samningum væri að „aðstoða Pól-
veija við að halda áfram að standa
í skilum með skuldbindingar sínar
við erlenda lánardrottna."
Ekkja meints morðíngja sonar Lindberghs:
Vill að þingið lýsi
mann sinn saklausan
Trenton, New Jersey, AP.
ANNA Hauptmann, ekkja Brunos Richard Hauptmann, sem líflátinn
var fyrir hálfri öld fyrir að ræna og myrða son flughetjunnar
Charles A. Lindbergh, fór þess á leit við ríkisþing New Jersey að
það lýsti mann hennar formlega saklausan.
„Guð veit að maðurinn minn var
saklaus. Hann sá aldrei son Lind-
bergs," sagði ekkjan, sem boðist
hefur til að láta niður falla mála-
ferli, þar sem krafizt er 10 milljóna
dollara skaðabóta, ef þingið hreins-
ar nafn manns hennar. Fordæmi
er ekki fyrir samþykkt af því tagi
í sögu ríkisþingsins.
Forseti öldungadeildar þings
New Jersey, John Russo, sagði það
vera hlutverk dómstólanna að
dæma menn eða sýkna. Robert
Bryan, lögfræðingur Anna Haupt-
mann, hefur talað máli hennar við
Russo og ritað öllum þingmönnun-
um bréf þar sem þess er farið á
leit að hann fái að mæta á þing-
fund og skýra frá máli hennar.
Lögfræðingurinn heldur því fram
að nýlega hafi komið fram í dags-
ljósið skjöl, sem sanni sakleysi
Bruno Richards Hauptmann, en þau
höfðu verið týnd í um hálfa öld.
Díana prinsessa:
Glæsilegust allra Breta
London, AP.
DIANA prinsessa af Wales er
glæsilegust og tollir best í
tískunni allra Breta, samkvæmt
Gallup-könnun sem birt var í
London sl. þriðjudag. Ríkisarf-
inn, maður hennar, var í öðru
sæti.
Sjö meðlimir bresku konungs-
fjölskyldunnar voru í tíu efstu
sætunum. Andrew prins varð í
þriðja sæti ásamt sjónvarpsmannin-
um Terry Wogan og kona hans,
Sara, vatð í fimmta sæti.
Þúsund manns tóku þátt í könn-
uninni og var hver og einn beðinn
um að nefna 10 konur og 10 karla.
Díana prinsessa fékk 534 tilnefn-
ingar í fyrsta sæti og Karl prins
158. Elísabet drottning lenti í sjötta
sæti og drottningamóðirin í því
níunda.
Bandaríkjamaður og forseti
Lionsklúbba:
Fórnarlömb mannræningja
Beirút, Washington, AP.
FORSETA samtaka 39 Lionsklúbba í Líbanon og Jórdaníu, Victor
Kenou, sem er af sýrlenskum ættum, var rænt í gær, rétt við franska
sendiráðið í Beirút. Daginn áður var Frank Herbert Reed, banda-
rískum yfirmanni libansks skóla í Beirút, rænt, er hann var á leið
frá heimih sinu í Vestur-Beirút
17 útlendinga í haldi.
Reed er fyrsti Bandaríkjamaður-
inn sem rænt er í Líbanon í 15
mánuði og er litið svo á, að ránið
sé bein ögrun við Sýrlendinga, sem
í júní skipulögðu aðgerðir til þess
að tryggja öryggi í Beirút. Samtök
öfgasinnaðra múhameðstrúar-
manna, Heilagt stríð, er talin eru í
tengslum við ríkisstjómina í íran,
hafa lýst ábyrgð á ráninu á Reed
á hendur sér. Segja þau að hann
sé njósnari leyniþjónustu Banda-
ríkjanna, CIA. Reed hefur búið í
Líbanon undanfarin 8 ár og unnið
út á golfvöll. Hafa skæruliðar nu
við skólastofnanir. Hann er kvænt-
ur sýrlenskri konu og tók múham-
eðstrú fyrir nokkrum árum.
Larry Speakes, talsmaður Hvíta
hússins, sagði í gær að Bandaríkja-
stjórn hvetti þá, er rænt hefðu Reed
og öðrum er haldið væri í gíslingu
í Líbanon, til þess að láta þá lausa
nú þegar. Ekki er vitað hve margir
Bandaríkjamenn dvelja enn í Líban-
on, mjög margir þeirra hafa flutt
úr landi á síðustu árum, en giskað
er á að þeir gætu verið um fimm
hundruð
7aTRIllMPH Einar J. Skúlason hf.
Gott merki hjá traustii fyrirtæki Grensásvegi 10- Sími 68 69 33
Vestur-þýsk gæðavara.
RS 232 raðtengi eða
centronics hiiðartengi.
Hefur verið tengdur flestum
tölvutegundum.
Gott verð, góð greiðslukjör.
SKÓL'NN
dansnýjung
Og nú í frábærum sal á Hverfisgötu 46,
Frostaskjóli í KR-húsinu og Hlégarði, Mos-
Innritun hafin í síma 46219 frá
kl. 10.00-18.00.
AJhending skirteina er i
Tónabæ frá kl. 13.00—17.00
og í Hlégaröi frá kl. 18.00—
20.00 sunnudaginn 14. sept.
ATH. NÝTT NÝTT
Hjónatímar og konu-
tímar i léttum dansi og
dansæfingum.
Tiskusýningarnámskeið
fyrirbörnogunglinga frá
4ra ára aldri, og nú leitum
við eftir fólki i sýningar-
hópa.
Burt með feimni og ófram-
fæmi, bæði dans- og
tískusýningarnámskeið
stuðla að öryggi og góðri
framkomu.
SKILABOÐTIL ALLRA UNGLINGA
Á STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU
ísplunkunýjum sal byrjum við að dansa meðfrá-
bœra dansa, allir nýjustu dansarnir úr Harlem show
auk fjölda annarra dansa.
Dansarnir okkar eru góðir, það hefur
árangur.