Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Alþjóðlegt skákmót ekki haldið í haust AKUREYRI Hress hópur ungmenna fyrir utan skólann sinn á Akureyri í gær. Morgunbiaðið/Skapti Grunnskólar Akureyrar: Samfelldur skóladagur hjá yngstu nemendunum YNGSTU nemendum grunnskóla Akureyrar er boðið upp á sam- felldan skóladag í vetur. Öll börn frá sex ára upp í 5. bekk þurfa nú aðeins að fara i skólann einu sinni á dag. Undantekning regl- unnar eru þó tímar sem sækja þarf í Sundlaug Akureyrar. Þessi nýbreytni er tilkomin að beiðni skólanefndar bæjarins síðastliðið vor. í Glerárskóla er einnig samfelld- ur skóladagur í 6. og 7. bekk, og í Oddeyrarskóla í sjötta bekk. Vegna húsnæðiseklu Síðuskóla þurfa nemendur að sækja tíma í heimilisfræði og ieikfimi í Glerár- skóla. Er skóladagur þeirra rofinn af þessum sökum. Mjólkursamlagið hefur gefið kælikistur í alla grunnskólana og verður nemendum boðið að kaupa sér mjólkurvörur í nestistímum. Að sögn Indriða Úlfssonar, skólastjóra Oddeyrarskóla, verður mjólkin af- hent gegn framvísun miða sem kosta 8 kr. stykkið, þeir verða seld- ir í 5-25 miða örkum. Sölunni verður líkt háttað í hinum skólun- um. BÆJARRÁÐ hefur synjað beiðni Jóhanns Þóris Jóns- sonar, fyrir hönd Tímarits- ins Skák, um stuðning við að halda alþjóðlegt skákmót í bænum í haust. Forsaga málsins er sú að í vor stóð til að halda slíkt mót, strax að loknu Reykjavíkurskákmótinu, en af því varð ekki. Þá hafði bæjarráð gefið Jóhanni Þóri vil- yrði fyrir fjárstuðningi. „Þegar það stóðst ekki sem um var talað var hætt við þetta," sagði Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjómar, í samtali við Morgunblaðið er hann var inntur eftir þessu. „Þegar þetta datt upp fyrir á sínum tíma var talað um að taka þetta ef til vill upp aftur og það er einfald- lega ekki vilji fyrir því nú.“ Jóhann Þórir sagðist, í samtali við Morgunblaðið í gær, líta svo á að Akureyrarbær væri skuld- bundinn tii að veita þann stuðning sem lofað hefði verið á sínum tíma. „Ég lít svo á að mér hafi verið heitið stuðningi með bæjar- stjómarsamþykkt í vor og það er skrýtið ef því er svo neitað nú. Ég er ekki að reyna að þröngva móti upp á neinn en þetta var samþykkt og ég fékk staðfestingu á því. En hún kom seint þannig að allir sem vom hér á Reykjavík- urskákmótinu vom annaðhvort famir eða búnir að ráðstafa sér annað.“ Jóhann sagði ákvörðun bæjarráðs nú hljóta að vera á misskilningi byggða því í vor hefði mótinu í raun verið frestað til haustsins. „Ég fékk mjög góðar undirtekt- ir hjá fyrirtækjum á Akureyri varðandi stuðning — svo góðan að mér finnst synd að þurfa að hætta við mótið,“ sagði Jóhann. Hann sagði hugmynd sína hafa verið að hafa mótið tvíþætt, ann- ars vegar 8 manna mót með „súper stórmeisturum" og hins vegar alþjóðlegt mót þar sem heimamönnum gæfist kostur á að vera með og reyna að ná í áfanga að alþjóðlegum titli. í fyrri hluta mótsins sagði Jóhann að Bent Larsen og Hort hefði gefið vilyrði um að taka þátt og Boris Spassky „lét ekki ólíklega," eins og hann orðaði það. LANDSÞING SVEITARFÉLAGA Forseti borgarstj órnar: J öfnunarsj óður lagður niður - gegn samsvarandi lækkun útgjaldapósta Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði á landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga í gær, að álitamál væri, „hvort ekki eigi að taka tilvist jöfnunarsjós sveit- arfélaga til rótækari endurskoð- unar en gert er ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum" að tekju- stofnalögum sveitarfélaga, sem verða til umfjöllunar á þinginu, jafnvel að leggja sjóðinn niður. Forseti borgarstjómar sagði sitt- hvað horfa til bóta í þessum frumvarpsdrögum, svo sem afnám hámarks í útsvarsálagningu, fækk- un lögbundinna undanþága frá fasteignaskatti, samræmi í reglum um landsútsvör og aðstöðugjöld. Hins vegai' geti þéttbýlissveitarfé- lög ekki sætt sig við ákvæði þessefnis að aukin hluti jöfnunar- sjóðs gangi til sérstakra framlaga, efcir skerðingu á lögbundnum fram- lögum ríkissjóðs til sjóðsins. „Eg tei,“ sagði forseti borgar- stjómar, „að það eigi að vera verkefni ríkissjóðs að jafna búsetu í landinu en hana eigi ekki að jafna með tilfærslu á fjármagni frá þétt- býlissveitarfélögum til strjálbýlis- sveitarfélaga. Ef fjárveitingavaldið ætlar að viðhalda skerðingu á framlögum til sjóðsins, og einstakir ráðherrar ætla að leysa fjárhagsvanda ráðu- neyta sinna, á hausti hveiju, með því að varpa auknum útgjöldum á sjóðinn, er e.t.v. bezt að semja um, að Ieggja hann niður gegn samsvar- andi lækkun á útgjaldapóstum, sem sveitarfélög hafa ekkert vald yfir, „Algjör uppstokkun á launasamningum ... Björn Friðfinnsson, formaður stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga, varpaði fram þeirri spurningu á 13. landsþingi sambandsins í gær, hvort ekki væri ástæða til að gera „algera uppstokkun á launasamningum starfsmanna sveitarfélaga sem trySflP starfsmönnum jafnrétti og sambærileg kjör og almennt gilda á vinnumarkaðinum en tryggi jafnframt bætt skipulag á kjarasamningum og dragi úr truflunum í starfi sveitarfélaga vegna deilna um kaup og kjör?“ Stjómarformaður sveitarstjóm- nefndi hópurinn hafði meiri skyld- arsambandsins sagði að taka þyrfti samningsaðilad opinberra starfs- manna sveitarfélaga til endurskoð- unar í grundvallaratriðum, þar á meðal skiptingu í opinbera starfs- menn annarsvegar og félags- menn annarra verkalýðsfélaga hins vegar. „Sú var tíðin að fyrr- ur við sveitarfélögin og naut af því tilefni sérstakra kjara.“ Af sér- stökum kjörum nefndi formaðurinn eftirlaunarétt umfram aðra laun- þega og skyldu til að rækja störf án verkfallsréttar. Þetta hafi nú breyzt. Opinberir starfsmenn hafi víðtækan verkfallsrétt og „taki sér með fjöidauppsögnum þegar þeim þykir henta. BSRB hefur nýlega lýst yfír almennum stuðningi við slíkar fjöldauppsagnir. Þegar þessi atriði eru virt, þá hlýtur maður að spyija sig, hvort ástæða sé til að halda í þá skiptingu, sem tíðkast hefur milli opinberra starfsmanna annars vegar og félagsmanna al- mennra verkalýðsfélaga hins vegar. Hvort ekki þurfi algera uppstokkun á launasamningum starfsmanna sveitarfélaga sem tryggi starfsmönnum jafnrétti og sambærileg kjör og almennt gilda á vinnumarkaðinum." F ormaður sveitarstjórnarsambandsins: svo sem greiðslum til sjúkratrygg- inga, atvinnuleysistrygginga og óinnheimtra meðlaga sem Trygg- ingarstofnunin hefur greitt. Eftir stæði þá að jafna búsetuaðstöðu landsmanna og til þess yrði ríkis- stjóm og Alþingi að finna fé úr öðrum sjóðum en úr sjóðum þétt- býlissveitarfélaganna.“ Morgunblaðið/Júlíus Frá setningu 13. landsþings Sambands íslenzkra sveitarfélaga á Hótel Sögu í gær. Magnús L. Sveinsson, forseti þingsins, í ræðu- stól. Björn Friðfinnsson, formaður þess, sitjandi. Mörg mál rædd á árs- þingi sveit- arstjórna ÞRETTÁNDA Landsþing Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga var sett á Hótel Sögn í gær að viðstöddum um 250 manns, þing- fulltrúum og gestum. Meðal gesta vóru Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra, og fulltrúar sveitarstjórnarsam- banda í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð. Síðasta þing sambandsins var háð árið 1982. Bjöm Friðfínnsson, formaður sambandsstjómar, setti þingið, en forseti þess var kjörinn Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Ávörp fluttu við þing- setningu: Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og Peter Gorm Hansen frá Dan- mörku, sem var talsmaður hinna erlendu gesta. Erindi fluttu á þessum fyrsta þingdegi: Magnús Olafs^on, hag- fræðingur, sem talaði um sveitarfé- lögin árið 2000; Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, sem fjall- aði um samstarf Pósts og síma við sveitarfélögin um uppbyggingu staðbundinna sjónvarpsdreifikerfa; Magnús Guðjónsson, framkvæmda- stjóri sveitarstjórnarsambandsins, sem ræddi um nýju sveitarstjórnar- lögin og tillögur um breytingar á tekjustofnalögum sveitarfélaga — og Sigurgeir Sigurðsson, varaform- aður sveitarstjómarsambandsins, sem gerði starf sambandsins 1987-1990 að umræðuefni. Þinginu verður fram haldið í dag, fimmtudag, og verður þá m.a. fjall- að um sveitarfélögin og gróður- vemd, vistlegri vetrarbyggðir, stjómsýslu ríkisins í héraði o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.