Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 43

Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR ll. SEPTEMBER 1986 Morgunbladið/Bjöm Guðmundsson Tíkin Skotta. Ólafsvík: Lagfæringar í Sjómanna- garðinum Ólafsvík. Sjómannadagsráð í Ól- afsvík hefir að undanfömu látið gera miklar lagfær- ingar á Sjómannagarðin- um hér. Göngustígur frá hliði að sjó- mannastyttunni hefir verið hellulagður og einnig hliðarstíg- ur að kaffihúsinu Kaldalæk, sem er innan garðsins. Ymislegt Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Geirlaug Geirsdóttir við styttuna til minningar um látna sjómenn. fleira hefir orðið til þess að Sjó- mannagarðurinn er hinn snyrti- legasti. Björn Guðmundsson tók þess- ar myndir á dögunum. Geirlaug Geirsdóttir, sem snyrt hefir garðinn undanfarin sumur, var þá stödd þar ásamt tíkinni Skottu, sem aðstóðar húsmóður sína. Helgi Reykjavíkurflugvöllur: Girðingin var sett upp til að minnka óviðkomandi umferð „VERÐMÆTI hér inni á vallarsvæðinu eru upp á tugi milljóna króna og ástæðan fyrir því að sett var upp girðing var sú að hér hefur fólk getað rápað um án þess að nokkuð hafi verið því til hindrunar og slökkviliðið hefur þurft að hafa afskipti af fólki í hátt á annað þúsund skipti á ári,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli, þegar hann var spurður að því hvernig á þvi stæði að vírgirðingu við austanverðan flugvöllinn hefði verið komið fyrir. Guðmundur sagði dæmi þess að hættu stafa af mannaferðum inn á inn á svæðið hefði komið fólk án þess að eiga þangað beint erindi og hefði komið fyrir að það hefði valdið tjóni. Þá kvað hann einnig flugbrautirnar og vissi hann dæmi þess að manneskja hefði þurft að leggjast kylliflöt á braut vegna þess að þota var að koma inn til lending- ar. „Þá höfum við einnig dæmi um Slátrun hefst eftir helgina Kirkjubæjarklaustur o g Húsavík fyrst af stærri sláturhúsunum að þessu sinni Blönduós: Mikill ferða- mannastraumur Blönduósi. FERÐAMÁLAFÉLAG Húnvetn- inga gengst fyrir kynningu á Húnavatnssýslum dagana 11. og 12. sept. Fyrirkomulag þessarar kynningar verður með þeim hætti að fulltrúum frá fjöimiðl- um og ferðaskrifstofum verður boðið í útsýnisferð um Húna- vatnssýslur og kvöldvöku á Hótel Blönduós. Bessi Þorsteinsson hótelstjóri á Hótel Blönduós er formaður Ferða- málafélags Húnvetninga. í tilefni af þessu ferðamálaátaki Húnvetn- inga var Bessi spurður hvernig rekstur Hótels Blönduóss hefði gengið í sumar. Að sögn Bessa hefur fjöldi gesta á Hótel Blönduós aldrei verið meiri og er um 20% aukningu að ræða milli ára. íslend- ingar eru í meirihluta eða um % gesta. Nýting á gistirými í júlí var 74% og dvöldu á hótelinu júlímánuð samtals 826 gestir. í tengslum við hótelið er aðstaða fyrir þá sem vilja gista á ódýran hátt í svefnpoka- plássi og var nýting þar einnig góð. Hótel Blönduós er staðsett utan við alfaraleið í rólegu umhverfí í gamla bænum. Stutt er niður í fjöru þar sem fjöldi sela á laxveiðum hafa skemmt hótelgestum og öðrum. Sólarlag við Húnaflóa er eftirminni- legt hverjum sem upplifað hefur það og það hafa margir ferðamenn upp- lifað sem leið hafa átt um Húna- vatnssýslur nú í sumar. Klæðningar á tvo vegarkafla Borg í Miklaholtshreppi. f SÍÐUSTU viku var klárað að setja seinna klæðningarlagið á nýja vegarkaflann frá Vegamót- um að Stóru-Þúfu. Þá var einnig sett fyrra klæðningarlagið á kaflann frá Kolbeinsstöðum að Haffjarðará. Á miðvikudag í þessari viku var verið að setja þar seinna klæðningarlagið. Er hér um góða samgöngubót að ræða. Einnig stendur til að und- irbyggja fleiri vegarkafla sem sett verður klæðning á næsta sumar. Við hljótum að fagna hveijum kíló- metranum sem þannig vinnst, því nóg er hér af holóttum og illa upp- byggðum vegum. Ennþá er blíðskaparveður. í nótt varð vart við frost og hélu við jörðu. Er það fyrsta frostnóttin hér sunn- an fialls. - Páll Norræna húsið: CarlNiel- sen í tali og tónum SUNNUDAGINN 14. septem- ber kl. 16.00 les danska leikkon- an Birte Sterup Rafn úr bréfum tónskáldsins Carls Nielsen og konu hans Anne Marie Broder- sen, sem var myndhöggvari. Með upplestrinum leikur Jorg- en Westh tónlist eftir Carl Nielsen á píanó. Þau Birte Starup Rafn og Jacob Westh hafa sett saman dagskrá í tali og tónum um hjónaband Carls og Anne Marie Nielsen undir nafn- inu „Facetter af et kunstnerægte- skab“ (Fletir á hjónabandi listamanna) og flutt hana víða í Danmörku auk þess sem þau komu fram í Munch-safninu í Ósló í mars síðastliðnum. Birte Sterup Rafn er þekkt leik- kona í Danmörku, en hún hefur einnig starfað um árabil sem upp- lesari og jafnframt kennt mælsku- list (retorik) við Kaupmannahafn- Birte Sterup Rafn arháskóla. Hún hefur gert mikið af því undanfarin ár að flytja slíka dagskrá um tónskáld ásamt píanó- leikurum og sjálfsagt ininnast margir komu hennar og norska píanóleikarans Einars Steen- Noklebergs sumarið 1984, þegar hún las úr bréfum Griegs og Chop- ins og hann lék verk þeirra á píanó. Carl Nielsen-dagskráin í Nor- ræna húsinu hefst eins og fyrr segir kl. 16.00 á sunnudaginn. Aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn. Haustslátrun sauðfjár hefst í fyrstu sláturhúsunum í byrjun næstu viku, en í mörgum sláturhúsum hefst slátrun ekki fyrr en eftir 20. september. Matthías Gíslason fulltrúi for- stjóra Sláturfélags Suðurlands sagði að regluleg haustslátrun hæfist í sláturhúsi SS á Kirkjubæj- arklaustri næstkomandi þriðjudag, 16. september, og síðan hæfíst slátrun í öðrum húsum SS fljótlega upp úr því. Síðasta sláturhús SS fer í gang 24. september. I sumar- slátrun sem fram fór í sláturhúsi SS á Hvolsvelli var slátrað um 4.000 dilkum. SS rekur 6 sláturhús og sagði Matthías að flest benti tvö dauðsföll og alvarlegt slys vegna þess að manneskjur fóru í skrúfur flugvéla sem voru í gangi. Þessi girðing er því ekki til annars en að reyna að stemma stigu við ferðum óviðkomandi inn á svæðið, og í framtíðinni er meiningin að girða allt svæðið af, en það veltur á fjárveitingu hvenær það tekst. Það er því alveg ástæðulaust að gera veður út af þessu því það eru einungis 25 metrar sem menn þurfa að labba í viðbót til að komast inn á svæðið um hlið sem fylgst er með,“ sagði Guðmundur að lokum. til að slátrun yrði svipuð og á síðastliðnu hausti, eða um 137 þúsund íjár. Er það tæplega 73% af því fé sem slátrað var á félags- svæðinu, en 51 þúsundi var slátrað í 5 einkasláturhúsum á Suðurlandi. Magnús Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri búvörudeildar SÍS sagði að sláturhúsið á Húsavík hæfi slátrun strax eftir helgi, fyrst þeirra sláturhúsa sem eiga aðild að búvörudeildinni. Síðan færu húsin í gang eitt af öðru, en mörg þó ekki fyrr en eftir aðra helgi. Sumarslátrun fór fram á vegum búvörudeildarinnar í sláturhúsun- um í Borgarnesi og Hvammstanga í tengslum við námskeið fyrir starfsfólk sláturhúsanna og var 1.600 lömbum slátrað. -43 Loðnuveiðin: Rúmlega sjö þúsund tonn á tveimur dögnm ÁGÆT veiði hefur verið á loðnu-1 miðunum norður af landinu að undanförnu. Á þriðjudag til- kynntu fimm bátar um afla, samtals 3.110 tonn, og á hádegi á miðvikudag höfðu fimm til við- bótar tilkynnt um afla, samtals 4.060 tonn. Bátarnir sem tilkynntu afla á þriðjudag voru Ljósfari RE 530 tonn, Hákon ÞH 800 tonn, Þórs- hamar GK 600, Magnús NK 530 tonn og Skarðsvík SH 650 tonn. Fimm bátar tilkynntu um afla frá því um miðja nótt og fram á há- ^ degi á miðvikudag. Þeir voru: Gísli Árni RE 640 tonn, Öm KE 580, Þórður Jónasson EA 700 tonn, Svanur RE 740 tonn og Eldborg HF 1420 tonn. Nýtt verð á hörpudiski ÁKVEÐIÐ hefur verið nýtt lág- marksverð á hörpudiski og gildir það frá 1. september til áramóta. Verðið var ákveðið af oddamanni nefndarinnar og fulltrúum kaup- enda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. Heildarverð hvers kflós af hörpu- diski í vinnsluhæfu ástandi, 7 sm á hæð og yfir, er 22 krónur en skipta- verðið 15,62 krónur. Verð á hörpudiski 6-7 sm á hæð er 18 krónur kílóið en skiptaverð 12,78 krónur. Afhendingarskilmálar eru óbreyttir og verðið er uppsegjanlegt með viku fyrirvara frá 1. nóvember næstkomandi, að þvi er segir í fréttatilkynningu frá Verðlagsráði sjávarútvegsins. í yfimefnd ráðsins áttu sæti þeir Bolli Þór Bollason, sem var odda- maður, Ámi Benediktsson og Marías Þ. Guðmundsson af hálfu kaupenda og Helgi Laxdal og Sveinn Hjörtur Hjartarson af hálfu seljenda. Tvö skip seldu í Bretlandi * Gott verð á gámaf iski GOTT verð hefur verið á gáma- fiski á Bretlandsmarkaði það sem af er vikunni. Á þriðjudag voru seld 524 tonn á meðalverði 63.60 krónur á kíló, sem er gott verð. Tvö skip seldu í Bretlandi í gær- morgun, Álbert Ólafsson KE seldi í Grimsby 39,5 tonn, mest þorsk fyrir tæpar 2 milljónir, eða 49,54 krónur að meðalverði. Þá seldi Hafnarey SU í Hull 97 tonn fyrir tæpar 5,2 milljónir eða 53,64 krón- ur að meðalverði. 55,5 tonn aflans — var þorskur og fékkst fyrir hann 69,23 krónur, sem er gott verð. Gráröndungar í Þorlákshöfn GRÁRÖNDUNGAR hafa veiðst víðar en á Húsavík í sumar þvi maður í Þorlákshöfn hafði sam- band við blaðið og sagði að þar f hefðu að minnsta kosti tveir slíkir fiskar veiðst í sumar. Maðurinn sagði að gráröndung- amir hefðu veiðst í silunganet alveg við land skammt frá Þorlákshöfn. Annar var 40 sm löng hrygna, en hinn var nærri 60 sm langur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.