Morgunblaðið - 11.09.1986, Side 45
r, t
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
ingarmikill liður í viðhaldi þess."
(Lbr. mín.)
3. „I þriðja lagi sé fijóvgun upphaf
nýrrar kynslóðar. Þetta felur í sér
annars vegar, að eggið heldur
áfram að þroskast og ný efnasam-
setning verður til við samruna
erfðaþátta frá báðum foreldrum."
Athugasemd mín við 2. og 3.:
Að halda því fram, að frjóvgun sé
ekki upphaf „mannlegs lífs“ (þ.e.
mannlegs einstaklings), er nokkurn
veginn hið sama og að segja, að
hann eigi sér ekkert upphaf. Sáð-
frumugreyin, milljörðum saman,
eru, sekúndu fyrir getnað, ekki
mannlegir einstaklingar, né heldur
eggfruman. En um leið og einn
verður fljótastur, gerist nokkuð ein-
stætt og óafturkallanlegt. Drög eru
lögð að nýjum líkama og heilu ævi-
skeiði, drög sem í öllum aðalatriðum
eru gild næstu 40 vikur + 90 ár.
Að segja að myndun eineggja
tvíbura úr sömu frumu stuttu síðar,
hrindi þessum skilningi, tel ég vera
rangtúlkun, skylda því að leggja
að jöfnu tvær óháðar kynfrumur,
sem ekki hafa sameinazt, annars
vegar, og hins vegar tvær aðgrein-
ar tvíburafrumur, sem hafa orðið
til í framhaldi af sameiningunni.
4. „I fjórða lagi, að enda þótt ein-
frumungurinn, sem verður til við
samruna fijós og eggs, hafi nýja
og sérstæða erfðasamsetningu, sé
hann samt ekki ennþá nýr einstakl-
ingur, þ.e.a.s. ekki ný persóna,
hvorki út frá vísindalegum né al-
mennum sjónarmiðum ...“ (Lbr.
hér — framhaldi tilv. sleppt.)
Þama kemur fram mjög athygl-
isvert einkenni á hugsun próf.
Grobsteins, sem reyndar er ekki
neitt einsdæmi hjá „mekanískum"
(vélrænum, vélgengis-) líffræðing-
um. (Sem dæmi um gagnstæða
stefnu í líffræði má nefna kenningu
Ruperts Sheldrake, sem flokkuð er
með „organískum“ líffræðikenning-
um — hafa rit hans valdið miklu
umróti á síðustu árum). Þeir virð-
ast líta á samhengið í mannsævinni
sem algert aukaatriði, ganga fram
hjá því að þróun og stigbreytingar
líkama og sálar fylgja mjög ná-
kvæmlega þeirri „áætlun" eða
„mynztri", sem verður til með samr-
una eggs og sáðils, þegar í upphafí.
Það að sum einkenni fullskapaðs
manns eru ekki greinanleg hjá
fóstri í fyrstu, á að hafa sem rök-
semd til að dæma frá því mannseðl-
ið. Próf. Grobstein heldur því fram
að fóstrið sé ekki nýr einstakling-
ur, en það er nokkurn veginn
samsvarandi því að segja, að barnið
sem fæddist árið 1896, sé ekki sami
maður og níræði öldungurinn árið
1986. Það er hægt að segja með
réttu, að barnið var þá ekki orðið
að því, sem það síðar varð, en það
er allt annað en að segja að það
sé ekki sami maður.
5. „I fimmta lagi má. .. á fyrstu
dögum eftir frjóvgun . . . auka við
og eyða vissum hlutum frumanna,
án þess að fóstrið skaddist. Þetta
þýðir að í upphafi frumuskiptingar-
innar verða til einstakar frumur,
sem myndað geta heilan einstakl-
ing ...“ Hér fæ ég ekki betur séð
en verið sé að endurtaka tvíbura-
röksemdina, aðeins með tilbrigðum
í orðalagi.
6. „I sjötta lagi líða enn nokrir
dagar, þar til greina má 2 tegundir
af fmmum, sem annars vegar
mynda fóstrið sjálft, en hins vegar
himnur og fylgju. Ennþá 2 vikum
eftir fijóvgun getur fósturvefurinn
skipt sér og myndað 2 einstaklinga.
Þetta þýðir að á þessu stigi hafa
einstaklingseinkenni ekki náð að
myndast."
Að segja, að einstaklingseinkenni
hafí ekki „náð að myndast" á þessu
stigi, þýðir ekki annað en það, að
þau eru ekki komin fram. Að vísa
til þess, að tvíburar geta orðið úr
„áætlun um einn mann“, sem rök-
semd fyrir því, að einstaklingsein-
kenni séu þá ekki til, er sama og
að segja að hin sameiginlegu ein-
kenni tvíbura séu ekki nein ein-
kenni. Það eru einmitt dæmi
eineggja tvíburanna sem sanna, að
öll aðaleinkenni mannsins ákvarð-
ast við fijóvgunina. Þó að slíkir'
tvíburar séu ekki „sami maður",
bera þau alveg ótvíræðan vott um
það, að ftjóvgunarfrumdrögin fela
í sér það sem á eftir kemur. Bæði
Auðólfur Gunnarsson og próf.
Grobstein eru fallnir á þessu auð-
velda prófi.
„Eg held að við eigum að forðast
að þröngva persónulegum skoðun-
um okkar upp á aðra í þessu efni,
enda mun væntanlega hver og einn
svara fyrir sig, þegar hann mætir
fyrir hinum æðsta dómi,“ segir
Auðólfur Gunnarsson í niðurlagj
greinar sinnar. Þetta þýðir með
öðrum orðum, að umræður um
málið eiga að bíða til dómsdags!
Eða hefur Auðólfur Gunnarsson
einhvetjar aðrar hugmyndir um
hinn æðsta dóm en þá fomu trúar-
kenningu?
Höfundur er skrifstofumaður í
Kópavogi.
Magnús Grímsson svlfur yfir hindrunarlínunni i síðustu lendingu á
Cessna 172 Skyhawk flugvél sinni, TF-KRA.
Morgunblaðið/PPJ.
TEFLI KYNNIR TEFLI KYNNIR
nýjar myndbandsspólur frá
TEFLI KYNNIR TEFLI KYNNIR TEFLI
XAARNER HOME VIDEO
WVRNERHOME VIDEO
WVfNERHOME VDEO
Leikið rétta leildnn
TPU
takiðmyndfráTEFLI
Tafli Kf. Siðumula 23. 108 R«vk]>vik S9I M 62SO UIOM
Tefli hf., Síðumúla 23, 108 Reykjavík, símar 91-686250 og 688080
I
tískuverslun, sími 23566
Ath.: Verslunin er bakatil i lóðinni
með fslenskum texta
Væntanlegar á allar helstu myndbandaleigur
Hugtakið „spennandi” öðlast nýja
og stórbrotna merkingu þegar
„The Shining" bar fyrst fyrir augu
almennings. Jack Nicholson og
Shelly Duvall fara hamförum und-
ir styrkri stjórn Stanley Kubrick i
þessari frábæru mynd, sem
byggð er á samnefndri metsölu-
bók hins eina og sanna Stephen
King.
Stærðir 36—50
DAG
Spennumynd Ástarmynd
í þessari mynd leiða saman hesta
sína tveir af vinsælustu gaman-
leikurum heims, Burt Reynolds
og Goldie Hawn. Útkoman er
stórgóð gamanmynd sem enginn
verður svikinn af.
m
m
NÝ KVENFATAVERSLUN VIÐ BARÓNSSTÍG 18
mht,
MtfOT STREtP JEREMY iRONS
"TheFrengh
Lseutemnfs Wbmari’
Mögnuð stórmynd sem hvarvetna
hefur hlotið frábæra dóma og
aðsókn eftir því. Þær bregöast
sjaldan myndirnar sem Meryl
Streep leikur i, en hún fer á kost-
um i henni þessari. Myndin er
byggð á samnefndri metsölubók
eftir hinn víðlesna rithöfund John
Fowles.
MJÖG VANDAÐAR
VÖRUR FRÁ V-ÞÝSKA
FYRIRTÆKINU