Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
Hópurinn í kaffisamsæti hjá Ellihjálpinni á Litlu Grund.
Danskir Islending-
ar í boði Grundar
KVENSKÓR
m.a. í no. 42 til 44
í ótrúlegu
r 1 •
Spariskór, götuskór, töfflur og
leðurstígvél. T.d. eru 150 gerð-
ir til í no. 42.
í TILEFNI af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar á dögunum bauð
Elliheimilið Grund öldruðum Islendingum, sem búsettir hafa verið
í Danmörku undanfarna áratugi, til Islands. Komu 7 manns til Is-
lands I fylgd með sendiráðsprestinum, Ágúst Sigurðssyni. Dvaldi
hópurinn i Asi í Hveragerði í vikutíma. Fór hópurinn um Suðurland
og skoðaði Gullfoss og Geysi og var við guðsþjónustu í Hveragerðis-
kirkju, þar sem Agúst prédikaði.
Að lokinni dvölinni í Ási í Hvera-
gerði kom hópurinn til Reykjavíkur
og fóru sumir af stað aftur ti! Dan-
merkur strax að lokinni vikudvöl-
inni í Hveragerði, en sumir ætla
að dvelja aðeins lengur hjá ættingj-
um og vinum á íslandi áður en farið
verður aftur út.
Sumir íslendingamir höfðu ekki
■'Jcomið til íslands í áraraðir, og sú
sem lengst hafði dvalið ytra sam-
fellt hafði ekki komið til landsins í
24 ár. Sagðist hún verða 70 ára á
næsta ári, og sennilega yrði þetta
í síðasta sinn, sem hún fengi að sjá
Gullfoss.
Hópurinn var ánægður með dvöl-
ina í Hveragerði og þakklátur Gísla
Sigurbjönssyni forstjóra fyrir þetta
rausnarlega boð til þessara öldruðu
Islendinga í Danmörku að gera
þeim kleift að komast enn einu sinni
til Islands áður en yfír lyki.
Þing sambands ungra jafnaðarmanna:
Alþýðuflokkurinn verði
í næstu ríkisstjórn
SAMBAND ungra jafnaðar-
manna (SUJ) telur, að Alþýðu-
flokkurinn eigi að taka sæti í
næstu ríkisstjórn. Aftur á móti
telur sambandið einsýnt, að
Framsóknarflokkurinn verði ut-
an stjórnar fyrst um sinn eftir
næstu kosningar. Þetta kemur
fram í stjórnmálaályktun SUJ,
sem samþykkt var á 37. þingi
sambandsins í Kópavogi um
síðustu helgi.
Orðrétt segir í ályktuninni:
„íslenska þjóðin stendur á
pólitískum tímamótum. í næstu
kosningum stendur val kjósenda um
það, hvort þeir vilji áfram feta braut
..jjarkaðshyggju og fijálshyggju,
þkr sem leiðarljósin eru þau að
skammta launafólki úr hnefa, en
lyfta undir fjármagnseigendur til
aukins gróða, eða hvort íslenskir
kjósendur velji leið jafnaðarmanna,
sem beijast fyrir gnindvallarmann-
réttindum fólksins í landinu;
mannréttindum á borð við þau að
fólk geti lifað mannsæmandi lífí af
dagvinnutekjum, það geti komið
þaki yfír höfuðið án þess að tapa
líkamlegri sem andlegi-i heilsu, að
þjóðarauði verði réttlátlega skipt,
að íslenskt þjóðfélag verði grund-
vallað á jafnrétti, frelsi og bræðra-
lagi-
Um þessi höfuðmarkmið snúast
k.omandi þingkosningar. Þær fjalla
um það hvort Alþýðuflokurinn fái
stóraukinn styrk til að koma brýn-
um framfaramálum í framkvæmd
sem forystuafl í nýrri ríkisstjórn,
eða hvort ftjálshyggjuöfl Sjálfstæð-
isflokksins, afturhald Alþýðubanda-
lagsins og blóðlaust íhald
framsóknar verði áfram við stjórn
þjóðarskútunnar eins og verið hefur
hlélítið undanfarin fímmtán ár.
37. þing Sambands ungra jafnað-
armanna telur einsýnt að áhrifa
jafnaðarmanna á landsstjómina
verði að gæta í stórauknum mæli.
Þess verður áþreifanlega vart, sbr.
niðurstöður síðustu sveitarstjómar-
kosninga, að styrkur Alþýðuflokks-
ins fer vaxandi með hveijum
deginum. Því ber Alþýðuflokknum
að taka sæti í nýrri ríkisstjóm að
afloknum kosningum og taka sam-
an höndum við þau öfl í öðrum
flokkum sem vilja vinna á grund-
velli þeirrar lífsstefnu jöfnuðar og
réttlætis sem jafnaðarstefnan
byggir á. í bæði Sálfstæðisflokki
og Alþýðubandalagi er að fínna
fólk sem skynjar mikilvægi þess að
gmnntónar jafnaðarstefnunnar
verði hafðir að leiðarljósi í íslensku
þjóðfélagi framtíðar.
Þingið telur einsýnt að Fram-
sóknarflokkurinn verði utan stjóm-
ar fyrst um sinn og noti þann tíma
vel til endurhæfíngar og upprifjunar
í þeim fræðum sem flokkurinn var
í upphafi stofnaður til að koma á
framfæri og í framkvæmd.
37. þing SUJ telur nauðsynlegt
að áhrif ungs fólks verði stóraukin
á framboðslistum Alþýðuflokksins
fyrir komandi þingkosningar.
Ferskri og framsækinni stefnumót-
un jafnaðarmanna verður að fylgja
eftir með framboðslistum sem bera
með sér endurnýjun og nýja kraft-
mikla talsmenn unga fólksins."
Auk stjómmálaályktunar sam-
þykkti þing SUJ ályktanir um
utanríkismál, velferðarkerfíð á ís-
landi, húsnæðismál, atvinnumál og
verkalýðsmál. Þá var sambandinu
kosin ný stjóm. María Kjartans-
dóttir var kosin formaður, en með
henni í stjórn eru Kristinn H. Grét-
arsson, Öm Karlsson, Gylfí Þ.
Gíslason, Erlingur Kristinsson,
Magnús A. Magnússon og Kristín
Knútsdóttir.
Suðurnes
Niarðvík — Keflavík
Hvernig væri að koma línunum og skapinu í lag og skella
sér í hressandi leikfimi hjá Birnu og láta góða líkamsþjálfun
verða hluta af lífsmynstrinu. Allir finna flokk við sitt hæfi
í íþróttahúsi Njarðvíkur og íþróttasal Myllubakkaskóla
Keflavík.
Dag- og kvöldtfmar 2 og 4 sinnum í viku.
Kennsla efst 15. september.
„Lausir" tímar fyrlr vaktavinnufólk.
Rólegar æfingar við allra hæfi. Byrjendaflokkar
Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir dömur
á öllum aldri. Framhaldsfiokkar
Góðir teygju og þoltímar fyrir hresst fólk á öllum aldri. Eróbikk
Barna- og unglingaflokkar frá 6 ára aldri Jassballet
Upplýsingar og innritun í síma 6062.
Birna Magnúsdóttir.
OG REGUUGEFOR
MARKMIO ÞESSA NÁMSKEIÐS ER AÐ KENNA ÞÁTTTAKENDUM AO GERA
AÐFLUTNINGSSKÝRSLUR OG VERÐÚTREIKNINGA. AUKIN ÞEKKING Á ÞEIM
GRUNDVALLARATRIÐUM ER VARÐA INNFLUTNING OG TOLLMEÐFERÐ
STUÐLA AÐ TÍMASPARNAÐI OG KOMA í VEG FYRIR ÓÞARFA TVÍVERKNAÐ
VEGNA ÞEKKINGARLEYSIS.
Efni:
— Kennt að fylla út hin ýmsu skjöl og eyðu-
blöó við tollafgreiðslu.
— Meginþættir laga og reglugeröa er gilda
við tollafgreiðslu vara
— Grundvallaratriöi tollflokkunar.
— Helstu reglur við verðútreikning.
— Raunhæf verkefni.
NÁMSKEIÐIÐ ER ÆTLAÐ ÞEIM ER STUNDA INNFLUTNING í EINHVERJU
MÆLI OG EINNIG FYRIR ÞÁ ER ÆTLA AÐ HEFJA SLÍK STÖRF OG VANTAR
VIDBÓTARUPPLÝSINGAR OG FRÆDSLU.______________________________
Leióbeinandi: Karl Garóarsson, viöskiptatræðingur. Deildarstjóri á skrifstofu tollstjóra.
A
Ánanaustum 15 • Slmi: 6210 66
Stjórnunarfélag
íslands
JHttgmifrliifetfe
Gódan daginn!
NÝTT SÍMANÚMER
69-11-00