Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
49
Minning:
Sveinn Sveinsson
múrarameistari
Fæddur 14. júní 1917
Dáinn 3. september 1986
Engu er maður jafn óviðbúinn
og dauðanum. Þó er ekkert jafn
víst og að hann kemur er minnst
varir, og hjá öllum birtist hann ein-
hvem tímann.
Afi minn, Sveinn Sveinsson
múrarameistari, lést þann þriðja
þessa mánaðar eftir stutta sjúkra-
hússlegu. Þegar hann er nú í dag
kvaddur hinstu kveðju ri§ast margt
upp fyrir mér.
Fyrstu minningar mínar um hann
em úr aftursætinu á hvítri Volvo-
bifreið hans á leiðinni niður að höfn.
Þær urðu býsna margar bílferðimar
með honum þangað og vítt og
breitt um bæinn. Einnig em mér
minnisstæðar ferðir austur í Þrasta-
skóg, en þar reisti hann sér
sumarbústað fyrir nokkmm ámm.
Sá staður var honum kær, og veran
þar veitti mikla hvíld frá amstri
hversdagsins.
En skýmst er í huga mér mynd-
in af honum úr heimsóknum mínum
til þeirra ömmu upp í Drápuhlíð.
Þá ræddum við alla heima og geima
mér til mikillar ánægju. Eg man
að það var ekki svo lítils virði fyrir
mig, tíu eða ellefu ára gamlan, að
hann skyldi ræða við mig landsins
gagn og nauðsynjar eins og fullorð-
inn mann.
Oft vomm við ósammála, enda
hafði hann dálítið gaman af því að
setja sig upp á móti skoðunum ann-
arra. Og þótt heimsóknum fækkaði
með árnnurn var alltaf jafn gott að
ræða við afa, einkum til þess að
skoða nýjar hliðar á hveiju máli,
en þær var hann fljótur að fínna.
Afi var alinn upp í stómm systk-
inahópi og fór snemma að vinna
hörðum höndum. Það mótaði hans
viðhorf mikið. Hann vildi að hver
maður nyti sinna verka, og hafði
litla samúð með því fullfríska fólki,
sem leitast við að lifa á annarra
kostnað. Hann ætlaðist til þess að
aðrir stæðu á eigin fótum, eins og
hann gerði sjálfur.
Það er erfítt að trúa því, að nú
muni afí aðeins vera meðal okkar
í minningunum. En víst er að þar
mun hann alltaf lifa. Ég bið Guð
að styrlcja ömmu mína, missir henn-
ar er mikill. Það er okkur huggun
að hann hverfur héðan í nýjan heim,
því eins og séra Matthías Jochums-
son sagði:
„Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú.“
Birgir Armannsson
í dag, fímmtudag, verður gerð
frá Dómkirkjunni útför Sveins
Sveinssonar múrarameistara til
heimilis í Drápuhlíð 13 hér í borg.
Sveinn fæddist í Skarðdalskoti í
Siglufírði, sonur Sveins Sveinssonar
og Gunnhildar Sigurðardóttur.
Systkinahópurinn var stór og var
Sveinn næstyngstur níu bama
þeirra Sveins og Gunnhildar, en þau
eru nú öll látin. Fimm ára að aldri
fluttist Sveinn með fjölskyldu sinni
til Sigluíjarðarkaupstaðar. Eins og
svo margir í því ágæta byggðarlagi
varð Sveinn ungur að árum góður
skíðamaður og síðar keppnismaður
í skíðastökki og bmni, þar sem
hann vann til verðlauna og viður-
kenninga. Á Siglufirði lauk Sveinn
námi í múraraiðn, en þá atvinnu
stundaði hann alla tíð. Sveinn flutt-
ist til Reykjavíkur í ársbyijun 1941,
þá 23 ára að aldri. Á árunum þar
á eftir fór Hliðahverfið að byggjast
upp. Það var ekki í lítið ráðist, þeg-
ar þessi ungi utanbæjarmaður fékk
úthlutað lóð við Drápuhlíð og með
fyrstu mönnum lauk hann við að
byggja glæsilegt 4ra hæða hús við
þá götu. Á jóladag 1946 var íbúð
Sveins, efri hæð og ris, fullbúin,
en þann dag kvæntist Sveinn glæsi-
legri stúlku, Margréti Lilju Eggerts-
dóttur. Margrét er dóttir Eggerts
Theodórssonar kaupmanns og Sig-
urlaugar Sigvaldadóttur en þau
hjón bjuggu lengst af á Urðarstíg 8.
Ég var aðeins 4ra ára gamall
þegar ég kynntist Sveini og Mar-
gréti en foreldrar mínir fluttu um
svipað leiti í næsta hús við þau í
Drápuhlíðinni. Ármann sonur þeirra
var minn nánasti vinur og á annan
áratug leið vart sá dagur að ég
dveldi ekki lengri eða skemmri tíma
á heimili þeirra. Heimili Sveins og
Margrétar var gott og traust heim-
ili þar sem samheldni og snyrti-
mennska einkenndu heimilisbrag.
Sveinn var með myndarlegri mönn-
um og hafði til að bera mikla
mannkosti. Fáum mönnum hef ég
kynnst sem hafa búið yfir jafn-
mikilli skapfestu og æðruleysi í
daglegri umgengni. Sveinn var
maður sem flíkaði ekki skoðunum
sínum og ætíð gerði hann meiri
a kröfur til sjálfs sín, en annarra.
Hörð lífsbarátta í stórum systkina-
hópi hefur örugglega mótað mjög
líf og starf Sveins. Hvert starf var
tekið alvarlega og unnið af vand-
virkni. Þó var ávallt stutt í bros og
mildan hlátur ef því var að skipta.
Fyrstu 15 árin eftir að Sveinn flutti
til Reykjavíkur vann hann sjálf-
stætt með félögum sínum, en frá
1956 starfaði Sveinn sem verkstjóri
hjá stórum byggingarfyrirtækjum,
fyrst Brú, þá Breiðholti hf. og síðast
hjá Stjóm Verkamannabústaða.
Sambandið við æskuslóðirnar á
Siglufirði og vini þar var ætíð náið.
Á hveiju sumri fóru þau Sveinn
og Margrét norður, og í Drápuhlíð-
inni var alltaf opið hús fyrir Siglfirð-
inga. Fyrir 13 árum byggðu Sveinn
og Margrét sumarbústað í landi
Öndverðarness í Grímsnesi. Þar
dvöldu þau flestar helgar sumarsins
hin síðari ár.
Sveinn og Margrét eignuðust 4
böm:
Ármann fæddur 14. apríl 1946.
Giftur Helgu Kjaran, þau áttu einn
son, Birgi. Ármann lést 10. nóvem-
ber 1968.
Sveinn héraðsdómslögmaður
fæddur 2. febrúar 1948 giftur
Ragnheiði Valtýsdóttur. Börn
þeirra em Sveinn Valtýr og Bjarki
Þór.
Sigurlaug meinatæknir fædd 1.
október 1952 gift Sigurði Vil-
hjálmssyni. Böm þeirra em Vilhelm
Sveinn og Margrét Björk.
Gunnhildur kennari faídd 28. júlí
1958, gift Halldóri Árnasyni tölvu-
fræðingi. Eiga þau eina dóttur,
Hörpu.
Við andlát Sveins Sveinssonar
leita á hugann margar minningar.
Allt eru það undantekningarlaust
góðar minningar um mannkosta-
mann, sem gott var að kynnast.
Ég votta fjölskyldunni samúð mína
og bið guð að blessa þig og styrkja,
Margrét, í sorg þinni.
Pétur Sveinbjamarson
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar fmmort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins em birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar em birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lÖgð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
Eutectic
RRST IN
MAINTENANCE
WELDING
TECHNOLOGY
Castolin
VELAVERKSTÆÐI
EF ÞETTA ERU EINHVER AF ÞÍNUM
DAGLEGU VANDAMÁLUM HAFÐU ÞÁ SAMBAND.
Eutectic
FIRST IN
MAINTENANCE
WELDING
TECHNOLOGY
Castolin
Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir eru
vaxandi þáttur í starfsemi verkstæða.
Ótrúlegur árangur hefur náðst nú þegar
með málmsprautun og rafsuðu á hinum
ýmsu slitflötum véla og tækja.
CASTOLIN + EUTECTIC hefur frá upp-
hafi verið fremst á þessu sviði og býður
upp á mikið úrval tækja og efna til málm-
sprautunar og viðgerðarsuðu.
Upplýsiingar og ráðgjöf færðu hjá ÍSTÆKNI
HF. eða biðjið vélaverkstæði yðar um
CASTOLIN viðgerð.
CASTOLIN + EUTECTIC er fyrsta fyrirtækið sem sér-
hæfir sig eingöngu í fyrirbyggjandi viðgerðar- og við-
haldstækni með raf- og logsuðu.
CASTOLIN + EUTECTIC hefur 80 ára reynslu að
baki (framleiðslu sérvíra og efna til viðhalds- og við-
gerðarsuðu. Reynsla CASTOLIN + EUTECTIC
kemur íslendingum nú að góðum notum við lausn á
mörgum viðgerðar- og viðhaldsvandamálum. Notkun
CASTOLIN efna er ört vaxandi þáttur í starfsemi fjölda
vélsmiðja, vélaverkstæða, jarðvegsverktaka, útgerð-
arfélaga og verksmiðja.
ÍSTÆKNI HF. er umboðsaðili CASTOLIN + EU-
TECTIC á Islandi og hefur á að skipa úrvalsliði
fagmanna sem sérhæfa sig ( lausn þinna mála.
O
Ármúla 34 - Pósthólf8556 -128 Reykjavík Sími 91-34060-34066