Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 56
56 félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 „Mig dre ymdi um 1 PlllG AO* dU V d Uö Janis t L Cillo Uí; íoplin“ - segir söngkonan Helen Terry, sem nú hefur sagt skilið við hljómsveitina Culture Club fyrir fullt og allt ar til fyrir skömmu síðan var Helen Terry helst þekkt fyrir að vera stelpan sem stóð á bak við Boy George og skrækti. Nú stendur hinsvegar enginn á bak við Boy og skrækir, nema þá helst blaðamenn- imir úr Fleet Street. Helen hefur sagt skilið við sveitina Culture Club og hafíð sólóferil. Nýlega sendi hún frá sér smáskífu sem hefur að geyma lagið „Act Of Mercy", ró- legt, þroskað og grípandi lag og senn mun stóra platan hennar, „Blue Notes", koma á markað. „Ég vona svo sannarlega að fólk muni gefa sér tíma til að halla sér aftur í sófa sínum og hlusta á þessa plötu," segir Helen. „Ég er nefni- lega mjög ánægð með hvemig tekist hefur til, en óttast að allt það umstang sem verið hefur í kringum Boy George og heróínneyslu hans komi til með að skaða söluna. Ég hef nú þegar fengið á mig dágóðan skammt af sögusögnum og fjölmiðl- amir hafa svo sannarlega ekki legið á liði sínu við að gera mig grunsam- lega. Þeir virðast halda að það eitt, að ég þekki Boy, hljóti að þýða að ég sé líka á kafí í dópi. Þetta er þó hinn mesti misskilningur. Ég hef aldrei komið nálægt neinu eiturlyfí, nema þá áfengi, og ég skal alveg viðurkenna að af þeim veigum er ég óhóflega hrifín," bætir hún við. „Allur þessi kjaftagangur um eitur- lyfjaneysluna er hinsvegar hættur að vera fyndinn, hann er farinn að skaða mannorð mitt og fer því óskaplega í taugarnar á mér. Það var þó ekki fyrr en lögreglan réðst inn í íbúð mína og heimtaði að fá að gera húsleit sem mér var endan- lega nóg boðið. Ég get ekki séð að kunningsskapur okkar Boy sé neinn glæpur og neita því að sætta mig við svona meðhöndlun. Meira að segja veit ég afskaplega lítið um þessi vandamál hans, hann vildi aldrei ræða þau við mig eða nokk- um annan, var orðinn var um sig og afskaplega lokaður. Ég er þeirr- ar skoðunar að þeir sem beri ábyrgð á því, hvemig komið er fyrir hon- um, séu blaðamennimir í Fleet Street. Þeir hafa elt hann á röndum í nokkur ár, búið til alls konar ós- mekklegar sögur um hann og ekki tekið minnsta tillit til tilfínninga hans. Allt þetta álag, eltingaleikur Helen Terry mótmælir því harðlega að þær Alison Moyet séu líkar. „Við erum báðar svolítið bústnar en ólíkar að öllu öðru leyti,“ segir hún. og stöðug athygli fóru bara með drenginn, og lái honum hver sem vill. Ég er voðalega hrædd um að þeir séu ekki margir, sem standast myndu þessa raun án þess að reyna að forða sér, flýja inn í einhvem annan heim, sem í þessu tilviki var heimur heróínsins. Stundum fínnst mér sem í Fleet Street séu saman- komnar allar ógeðslegustu sképnur veraldar — sumir slúðurdálkahöf- undamir em nefnilega óvægnari og grimmari en nokkur villidýr. Við verðum bara að vona að þeim hafí ekki tekist að ganga gjörsamlega frá George — hann eigi sér viðreisn- ar von,“ segir Helen Terry. Rödd Helen Terry er afskaplega sérstök frir margra hluta skir. Hún er hrein, tær og tilfínningarík, læt- ur engan ósnortinn. Af samtíma- söngkonum svipar henni mest til Alison Moyet, sem þekkt er fyrir lögin „Invisible", „All Cried Out“ og „That Ole Devil Called Love“ — en vill þó ekki láta bera sig saman við hana. „Þessi endalausi saman- burður fer í taugamar á okkur báðum. Það eina sem við eigum sameiginlegt er að við emm báðar aldar upp í Essex og emm báðar dálítið bústnar — en að öllu öðm leyti emm við mjög ólíkar. Hún er miklu yngri og stærri en ég og radd- imar em alls ekkert líkar — Hún er mjög djúp — ég er hátt uppi. Við emm báðar ágætar söngkonur en syngjum hvor með sínu nefi,“ segir Helen. — En hver er mann- eskjan á bak við röddina og nafnið Helen Terry. „Ja, ég veit nú vart hvað segja skal. Ég er andvíg ríkis- stjóminni (í Bretlandi) svo og aðskilnaðarstefnunni, fínnst kókos- hnetur vondar en æðislega gaman að fá mér í glas þó ég forðist að verða full. Að nostra svolítið við heimilið mitt finnst mér algjört æði, ég vil hafa hlýlegt og notalegt í kringum mig og á þess vegna tvo ketti, svona til að kúra með. Svo ér ég ferlegt fatafrík, á heilu skáp- ana af fötum. Þegar ég var sextán ára langaði mig mest til að vera Janis Joplin, aka um á máluðum Porsche, drekka einhver ósköp af viskíi og eiga heilan helling af kær- ustum. — En eins og sjá má hefur sá draumur ekki orðið að vemleika. Ég á ekki bíl og þó svo ég hafí næstum því þrammað upp að altar- inu í fyrra er ég nú ein á báti, eða svona næstum því. í það minnsta skipta kærastamir engum tugum. — En ég elska það að syngja og er því alsæl með lífíð og tilvemna — og það er jú allt sem máli skipt- ir, ekki satt?“ spyr Helen Terry og brosir út að eyrum. Við verðum víst að jánka því. Megas og Sykurmolamir í Stálsmiðjunni að lagði enginn niður vinnu í Stálsmiðjunni á dögunum þó að heil rokkhljómsveit tæki sér bólfestu í miðju neistafluginu um stundarsakir, ásamt sjónvarps- mönnum vopnuðum viðeigandi útbúnaði til þess að festa allt sem fram fór á fílmu. Þama var verið að taka upp um hálfrar klukkustundar langan þátt fyrir sjónvarpið þar sem Megas flytur eigin lög í nýstáriegu umhverfí og nýtur við það aðstoð- ar þriggja vaskra sveina úr hinni nýstofnuðu hljómsveit Sykurmol- unum, Braga Ólafssonar, Sig- tryggs Baldurssonar og Friðriks Erlingssonar. En þeir vom áður meðlimir Kuklsins, sem nú er nið- ur lagt. Stjómandi upptökunnar var Björn Emilsson, en hann mun einnig hafa átt hugmyndina að upptökustaðnum. Sagði Bjöm að menn væm ánægðir með útkom- una, en þátturinn kemur væntan- lega fyrir sjónir almennings á skjánum með haustinu. Megas og sykurmolarnir þrír taka lagið í Stálsmiðjunni við upptökur á tónlistarþætti, sem væntanlega kemur fyrir augu sjón- varpsáhorfenda með haustinu. F.v. Bragi Ólafsson, Sigtryggur Baldursson, Megas og Friðrik Erlingsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.