Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
3. deild:
Leiftur
sigur-
vegari
• íslandsmeistar Leifturs f 3.
deild í knattspyrnu. Efri röð frá
vinstri: Ólafur Björnsson, Sigur-
björn Jakobsson, Fylkir Sig-
urðsson, Rúnar Guðlaugsson,
Friðgeir Sigurðsson, Óskar
Ingimundarson þjálfari og leik-
maður, Einar Askelsson og
Hafsteinn Jakobsson. Neðri röð
frá vinstri: Gunniaugur Sigur-
sveinsson, Þorsteinn Þorvalds-
son, Þorsteinn Sigursveinsson,
Helgi Jóhannsson, Þorvaldur
Jónsson, Guðmundur Garðars-
son fyrirliði, Róbert Gunnars-
son og Halldór Guðmundsson.
Á myndina vantar Kristinn
Eiríksson.
Ekkert jafntefli
MARKAHÆST í 1. deild kvenna
»"j«arð Kristín Arnþórsdóttir úr Val
en hún skoraði 21 mark í deild-
inni f sumar. Karftas Jónsdóttir
úr ÍA varð í öðru sœti með 19
mörk og Ingibjörg Jónsdóttir úr
Val skoraði 12 mörk en hún lók
ekki með liðinu nema sfðari um-
ferðina og þvf er þetta góður
árangur hjá henni.
Það verða Haukar sem falla í
2. deild en upp koma Stjarnan og
KA því það eiga að vera átta lið í
deildinni og því verður kippt í liðinn
^ZÍI
sta sumar.
Það er margt athyglisvert er
lokataflan er skoðuð. Fyrir það
fyrsta þá lauk engum leik í deild-
inni i sumar með jafntefli og það
Úrslit
REYKJAVÍKURMÓTIÐ f hand-
knattieik f meistaraflokki karla og
kvenna hófst á laugardaginn og
var fram haldið á sunnudag.
Meistarafiokkur karla:
KR-ÍR 18:12
Ármann —Valur 19:19
Ármann — ÍR 20:31
íkingur —Valur 18:25
leistaraflokkur kvenna:
Fram —Víkingur 20:10
Valur —Ármann 14:18
hlýtur nú bara að jaðra við heims-
met. Annað sem er athyglisvert
er að Haukastúlkurnar skora ekki
eitt einasta mark í þeim 12 leikjum
sem þær léku og er greinilega
mjög mikill munur á efstu og
neðstu liöum deildarinnar. Vals-
stúlkurnar vinna með fullu húsi
stiga og skora 50 mörkum fleira
en þær fá á sig og hafa þær því
verið með langbesta liöið í sumar
og eiga alla þá titla sem þær hafa
unnið til í sumar fyllilega skilda.
1. deild kvenna:
Loka-
staðan
LOKASTAÐAN í 1. deild
kvenna varð þannig:
Valur 12 12 0 0 54: 4 36
UBK 12 10 0 2 40:10 30
ÍA 12 8 0 4 34:16 24
KR 12 6 0 6 24:22 18
ÍBK 12 4 0 8 15:34 12
Þór 12 2 0 10 13:31 6
Haukar 12 0 0 12 0:67 0
Fyrsta opna mótið
á Hlíðavelli
GOLFKLÚBBURINN Kjölur hélt
sitt fyrsta opna golfmót á hinum
nýja velli klúbbsins, Hlfðavelli við
Leiruvog, sunnudaginn 7. sept-
ember.
Mótið var öldungamót þar sem
67 öldungar kepptu um Pfaff-
bikarinn bæði með og án forgjafar.
í keppni án forgjafar sigraði Gísli
Sigurðsson GK á 85 höggum. í
öðru sæti varð Knútur Björnsson
GK á 87 höggum og í þriðja sæti
Jón Árnason GN einnig á 87 högg-
um.
í keppni með forgjöf var hart
barist. Fjórir keppendur voru jafnir
á 75 höggum. Lokastaðan varð sú
að í fyrsta sæti hafnaöi Sveinn
Þórðarson GL (Gkl. Leynir, Akra-
nesi), f öðru sæti Baldvin Haralds-
son GR og í þriðja sæti Ástráður
Þóröarson GR. Næst holu á 9.
braut varð Sigríður Flygenring GR.
Pfaff-bikarinn verður framvegis
árlegur viðburður á Hlíðavelli. Veð-
urguðirnir voru mótsgestum
sérlega hliöhoilir og þegar smá
stopp varö á brautum lá við að
keppendur legðust i sólbað á með-
an.
Stórmót eldri
a í
kylfing
Grafarholti
NÆSTKOMANDI sunnudag,
þann 14. sept., efnir Landsam-
band eldri kylfinga til opins móts
fyrir alla kylfinga, sem náð hafa
50 ára aldri og er þetta fyrsta
mótið sem Landsambandið sjálft
gengst fyrir.
Þarna verður keppt í þremur
flokkum og glæsileg verðlaun í
boði, bæði með og án forgjafar í
öllum flokkunum. I fyrsta lagi er
keppt í flokki karla 50—54 ára, í
öðru lagi í flokki senjóra 55 ára
og eldri og loks í kvennaflokki 50
ára og eldri. Leikið verður af
hvítum teigum en þeir eru hafðir
framarlega.
Þetta er orðinn stór hópur því
senjórar (55 ára og eldri) eru á
annað hundrað. Þetta er einnig
ákaflega virkur hópur og leikið með
golf og þátttaka í keppnum er
stundum með ólíkindum góð.
Það er von stjórnar Landsam-
bands eldri kylfinga að þeir fjöl-
menni til þessa móts og verður
ekki boðið uppá bikara eða verð-
launapeninga til að hengja um
hálsinn, heldur alvöru verðlaun:
nytjahluti og annað sem hægt er
að nota eða neyta.
Þátttakendur geta skráö sig í
síma 82815 og eru þeir beðnir um
að gera það tímanlega til að auð-
velda framkvæmd mótsins. Þeir
geta einnig valið sér rástíma, að
minnsta kosti þeir sem láta skrá
sig fljótt.
Golfmót f
Leirunni
Á SUNNUDAGINN verður haldið
í Leirunni golfmót, Tékk-kristall,
en það er árleg keppni þar syðra.
Keppt verður í karla- og kvenna-
flokki með og án forgjafar og
verður hafist handa klukkan 9
árdegis á sunnudaginn. Skráning
fer fram í golfskáia á föstudag
og laugardag.
ÍR-ingar
fyrsta
sinn í
2. deild
• Lið ÍR, sem vann sér rétt til
að leika í 2. deild f knattspyrnu
næsta ár og er það í fyrsta
skipti í sögu félagsins. Efri röð
frá vinstri: Þorkell Ragnarsson
stjórnarmaður, Guðmundur
Kolbeinsson aðstoðarþjáifari,
Pétur Finnsson, Halldór Hall-
dórsso' , Birgir Blomsterberg,
Óðinn Svansson, Hlynur Elís-
son, Páll Rafnsson, Sigurfinnur
Sigurjónsson og Einar Ólafs-
son. Fremri röð frá vinstri:
Magni Þórðarson, Þorleifur
- Óskarsson, Heimir Karlsson
þjálfari og leikmaður, Karl Þor-
geirsson fyrirliði, Þorsteinn
Magnússon, Guðjón Ragnars-
son, Þorvaldur Steinsson og
Einar Svavarsson.