Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 68

Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 68
SEQÐU RNARHÓLL ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚTAÐ BORÐA SÍMI18833------ ffgmt&Ijifetfe STERKT KORT FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Kröfur Rússa auka óvissu um sölu síldar Hljótum að endurskoða öll okkar viðskipti við Sovét- menn náist ekki samningar segir Kristján Ragnarsson ENN EYKST óvissan hvað varðar fyrirhugaða saltsíld- arsamninga á milli Síldarút- vegsnefndar og Prodintorg. Prodintorg sendi nefndinni sl. mánudagskvöld drög að samningi, þar sem m.a. er krafist þess að síldin verði afgreidd í hálftunnum, en þær eru hvergi fáanlegar í heiminum, auk þess sem .slíkar umbúðir eru um 30% ' “^&ýrari en þær tunnur sem síldin er afgreidd í. Þá krefj- ast þeir verðs sem Síldarút- vegsnefnd er sammála um að ekki komi til greina að fallast á. Eru sfldarsaltendur því svartsýnni en nokkru sinni fyrr á að síldarsölusamn- ingar geti tekist. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri viðskiptaráðuneytisins, sem ^g^efur leitt íslensku viðræðunefnd- ína í almennu viðskiptaviðræðunum við Sovétmenn í þessari viku, telur að allt of snemmt sé að segja til um niðurstöður samninga, sem séu ekki einu sinni hafnir. Segir hann Sovétmennina sem hér eru staddir jafnframt telja að Síldarútvegs- nefnd geri of mikið úr því sem á milli aðila ber. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði m.a. í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær: „Ég dreg í efa að Rússar vilji halda þessum viðskiptum áfram þegar þeir eru að biðja um umbúðir sem ekki eru fáanlegar í heiminum." Kristján sagðist telja að Sfldarút- vegsnefnd ætti hvergi að gefa eftir í viðræðunum, hvorki hvað verð né umbúðir snertir. Það yrði að láta á það reyna hvort Rússar vildu þessi viðskipti eða ekki og ef þeir vildu þau ekki, þá hlytu öll okkar við- skipti við þá, þ.á m. olíuviðskipti að koma til endurskoðunar. Einn sfldarsaltandi sagði í gær- kveldi: „Mér sýnist sem Rússamir, með þessum skilyrðum sínum, séu að reyna að losa sig undan sfldar- kaupum, á sama hátt og þeir hafa losað sig við ullarkaup og lagmetis- kaup." Sjá nánar bls. 4. Jafnt gegn Evrópu- meisturunum Landsleik íslands og Frakklands í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli í gærkvöldi lauk án þess að mark væri skorað en íslenska liðið átti betri marktækifæri í leiknum. Frakkar era núverandi Evrópumeistarar og urðu í þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó í sumar. Tæplega 14.000 áhorfendur fylgdust með viðureign liðanna og má nærri geta að mikil spenna var í loftinu er Islendingar fengu tækifæri það er myndin sýnir. Pétur Pétursson komst þá á milli frönsku varnarmannanna Genghini og Bola en skalli hans fór rétt yfir. Sjá nánar á íþróttasíðum, Morgunblaðið/RAX Enn skelfur Ljótipollur VÆGIR jarðskjálftakippir urðu í Flóanum í fyrrakvöld. Fyrst ®*?.omu örlitlir skjálftar um kvöld- matarleytið og síðan einn sem mældist 2,5 stig á Richters- kvarða seinna um kvöldið. Þyrluslysið í Jökulfjörðum: Vitni yfirheyrð vegria málshöfðunar ríkisins Enn er skjálftavirkni á Land- mannaafrétti. Þar hafa verið 20-30 litlir jarðskjálftakippir á dag síðan 24. ágúst, eða í tvær og hálfa viku. Stærstu skjálftarnir era um 1 stig á Richter, en flestir minni. Þeir mælast aðeins á einum jarðskjálfta- mæli, við Ljótapoll á Landmannaaf- rétti, og hefur því ekki verið hægt að staðsetja upptök þeirra nákvæm- lega. Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans sagði að þessir skjálftar ^efðu valdið vísindamönnum heila- brotum því þeir væra nokkuð sérkennilegir, til dæmis með lága tíðni og stæðu þetta lengi. Sjá nánar samantekt um skjálftavirkni og jökulhlaup á bls. 36 og37. BANDARÍSKIR lögmenn íslenska ríkisins og Sikorsky- flugvélaverksmiðjanna hafa undanfarna daga verið hér á landi til að taka skýrslur af vitn- um vegna málshöfðunar rikisins á hendur verksmiðjunum vegna slyssins í Jökulfjörðum í nóvem- ber 1983, þegar þyrla Landhelg- isgæslunnar, TF-RÁN, fórst. Níu vitni hafa verið yfirheyrð, meðal annars nefndarmenn í rannsókn- amefnd flugslysa, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Flug- málastjórnar og skipstjóri rækjubátsins sem fann hurð þyrl- unnar. Ríkið höfðaði málið á hendur Sik- orsky fyrir dómstóli í Connecti- cut-ríki í Bandaríkjunum. Að sögn Gunnlaugs Claessen ríkislögmanns byggist málshöfðunin á niðurstöð- um rannsóknamefndar flugslysa sem telur að rennihurð á þyrlunni hafi rifnað af á flugi og slegist upp í þyril hennar með þeim afleiðingum að hún missti- flughæfnina og hrap- aði í sjóinn. „Við teljum að ekkert annað en galli hafi getað valdið því að þetta gerðist og framleiðandi flugvélarinnar beri ábyrgð á því,“ sagði Gunnlaugur. íslenska ríkið gerir kröfu um að Sikorsky-verk- smiðjurnar greiði yfir 3 milljónir dollara í skaðabætur, en það er jafn- virði yfír 120 milljóna íslenskra króna. Gunnlaugur sagði að samkomu- lag lögmanna beggja aðila um að taka skýrslurnar hér á landi hefði verið íslendingum mjög til þæginda og sparað ríkinu kostnaðinn við að senda vitnin til Bandaríkjanna. Hann sagði að á næstunni yrðu yfírheyrð vitni í Bandaríkjunum. Eftir það verður málið væntanlega tilbúið til flutnings og bjóst Gunn- laugur við að það gæti orðið á miðju næsta ári. Loðnuverðið frjálst P SAMKOMULAG varð á fundi í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins í gær um að gefa verðlagningu á loðnu til bræðslu frjálsa frá 15. september til 14. október næstkomandi. Er þetta í fyrsta skipti í 25 ára sögu Verðlagsráðs sjávarút- vegsins sem fískverð er gefíð frjálst. Forsvarsmenn útgerðar- manna og loðnuverksmiðjanna segjast ekki gera sér grein fyrir áhrifum þessarar ákvörðunar á loðnuverðið. Því má búast við að spenna ríki þegar verð verður fyrst tilkynnt eftir helgina. Sjá nánar „Tímamóta- ákvörðun" á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.