Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 9 ’/2 SVI'IM NÝTT EÐA REYKT Napoleon Minríi fita Betra eldi Lægra verð gæði 235 kr. kg. Tilbúið í kistuna. KJÖTMIÐSTÖPIN Simi 686511 TSíttamcLlkadntinn M. Benz 300 Diesel 1984 Blár, ekinn 89 þús. km. Gullfallegur og vel með farinn bfll. Verð 770 þús. Escort 1,3 1984 Grásanseraöur, ekinn aðeins 27 þús. km. Gullfallegur smábfll. Verð 340 þús. Toyota Tercel 4x4 1983 Sílfurgrár, ekinn aðeins 39 þús. km. Útvarp + segulband o.fl. Verð 385 þús. Mazda 323 1,3 1985 Grásanseraður, ekinn 31 þús. km. Sem nýr. Verð 300 þús. Audi 100cc 1984 Hvitur, vandaður vagn með yfirgír, höf- uðpúðum á aftursœti o.fl. Verð 650 þús. M. Benz 280 CE 1979 2ja dyra bill fyrir vandláta. Saab 900 GLS 1983 5 gíra. Verð 400 þús. Volvo 244 GL 1982 Vinrauður, ekinn 47 þús. km. M. Benz 280 S 1983 6 cyl. m. sóllúgu o.fl. Verð 1075 þ. MMC Pajero Turbo Diesel 1985 Blásans. Góður jeppi. V. 690 þús. M. Benz 190 E 1983 Einn sá fallegasti. Range Rover 1977 Góður bfll. Skipti á ódýrari. Mazda 929 Hardtop '83 Ljósblár, 2ja dyra. Verð 425 þús. Ford Sierra GL1600 '84 Grásans. Ekinn 50 þ. km. V. 395 þ. Fiat Panorama stat. ’85 Ekinn 14 þús. Verö 220 þús. BMW 320 1982 Ekinn 54 þús. Verð 395 þús. Lada Lux Canada 1985 Blár, ekinn 5 þús. Verö 210 þús. Citroén GSA Pallas ’82 Gott eintak, góð lán. Verö 240 þ. BMW 628 Sport 1981 Vandaöur alvöru sportbill. V. 850 þ. Toyota Corolla 1986 Ekinn 4 þús. km. Skipti á ódýr- ari. Verð 400 þús. VW Golf GLS 1981 Gott eintak. Verð 165 þús. Sjáandi sjá þeir ekki! Össur ritstjóri Skarphéðinsson spyr í forystugrein Þjóðviljans 13. september sl.: „Hvar er góðærið?" Það hefur ekki gert vart við sig á höfuðbóli hins róttæka sósíalisma á íslandi, Alþýðu- bandalaginu, né hjáleigu þess, Þjóðviljanum. Þar horfa menn í sortann og sjá ekki handa sinna skil. Það er jafnvel ekki ratljóst til uppáhaldsíþróttar brotabrotanna, sem enn hafa ekki yfirgefið hið sökkvandi fley, að berja hvert á öðru. Staksteinar virða Al- þýðubandalagið lítillega fyrir sér í haustblíðunni. Góðærið Það er ekki einungis veðurfarslegt góðæri sem gengur yfir þjóð og land. Hagvöxtur í þjóðar- búskapnum mælist nú 5%, á mælikvarða lands- framleiðslu, í stað 3,5%, sem fyrri spár Þjóð- hagsstofnunar stóðu til. Þetta þýðir að þjóðar- tekjur 1986 vaxa um 6-7%. Viðskiptahallinn við umheiminn, sem enn er risavaxið vandamál, verður sennilega í ár 2,2 milljarðar króna í stað 3,5 miljjarða, sem spár stóðu til. Kaupmáttur ráðstöfunartekna vex á árinu meir en ráð var fyrir gert og innlendur sparnaður í bankakerf- inu reynist verulega meiri. Framboð á atvinnu er afgerandi meira en eftirspum, enda atvinnu- leysi nánast úr sögu. Verðbólga, sem var 130% fyrir rúmum þremur árum, er komin niður í um 15%. Erfiðara að gætaenafla Ytri ástæður eiga riku- legan þátt f þessum bata: aflabrögð, kjör i milliríkjaverzlun, svo sem oliuverðslækkun, er- lend vaxtaþróun og verðþróun sjávarvöru í V-Evrópu og N-Ameríku. Fram hjá þvi verður hins- vegar ekki gengið að árangur þeirrar efna- hagsstefnu, sem stjóm- völd hafa fylgt, í sátt við verkalýðshreyfinguna, er hluti af batanum. Enn eigum við þó ófama dtjúga leið inn á lygnan sjó stöðugleika i efnahagsmálum. Eriend- ar skuldir verðbólguár- anna hafa lítið lækkað. Viðskiptahallinn er enn alltof mikill. Ríkisbú- skapurinn er rekinn með miklum lialla. Og skulda- söfmrn fylgir vaxtabyrði og óumflýjanlegir gjald- dagar. Ýmsir verðbólgu- hvatar em eins og falinn eldur i þjóðarbúskapn- um. Og nýir heildar- samningar á islenzkum vinnumarkaði em fram- undan, ekki að baki. Við eigum því ærið verk fyr- ir höndum. Það er og oft erfiðara að gæta fengins fjár en afla. Hyggindi þurfa áfram að ráða ferð i þessu þjóðfélagi. Komiðaf fjöllum Þjóðviljinn kemur hinsvegar af fjöllum i hverri forystugreininni af annarri. Góðærið hef- ur alveg farið fram hjá honuru. Hann sér að visu einn og einn smáplús i tilverunni. Smáplúsa, sem hafa tyllt tám á Frón, „þrátt fyrir ríkis- stjómina". Að öðm leyti er allt veira en áður var á gömlum og góðum dög- um ráðherrasósialismans (1971-83), þegar okkur hlotnaðist óðaverðbólg- an, erlendu skuldimar og viðskiptahallinn; þeg- ar hundrað gömlum krónum var steypt í eina nýkrónu, sem smækkaði jafnvel hraðar en sú fyrri; þegar meintar kauphækkanir brunnu á verðbólgubálinu áður en þær komst i launaum- slagið o.s.frv. Þá var sól i sinni, úti og inni, og Hjörleifur í önnum við að halda orku fallvatna okkar óbeizlaðri. Helltur fullur af myrkri Það er ekki bjart fyrir augum ritstjóra Þjóðvilj- ans. Þeirra næturhiminn er helltur fullur af myrkri óáranar til lands og sjávar. Sökudólgur- inn, ríkisstjómin, er höggvin í spað i hverri forystugreininni eftir aðra, en stendur ósár eftir! Hún er líka svo heppin að niðhöggur hennar er Þjóðviljinn, sem margt er betur gefið en ganga með sigur af hólmi í orðræðum, þegar sjálfsgagnrýnin er und- anskilin. Alþýðubandalagið, sem fékk langleiðina i 23% kjörfylgi 1978, hangir i 15,2% fylgi í þjóðmálakönnun Fé- lagsvisindastofnunar Háskólans fyrir stuttu. Fylgi Alþýðubandalags- ins meðal yngstu kjós- endanna, 18-24 ára, var hinsvegar aðeins 9,6%. Skoðanakannanir segja að visu ekki allt, en stundum athyglisverða hluti engu að siður. Þjóð- viljinn, sem hefur öðrum fremur þrengt Alþýðu- bandalaginu ofan i öldudalinn (þökk sé hon- um fyrir það), sér hins- vegar litið góðæri í þessum köldu könnunar- staðreyndum. Sárast er þó að þetta gerist „þrátt fyrir ríkisstjómina". Og orsökin er sögð „ytri að- stæður"! Það er máske mannlegt að vilja ekki axla ábyrgð á horfelli Alþýðubandalagsins, en stórmannlegt er það naumast, eins og allt er í pottinn búið. stórútsölumarkaður stendur sem hæst í nýja bílaborgarhusinu, Fosshálsi 1, (gengid inn Draghálsmegin). KRISTJAN SIGGEIRSSON HANS PETERSENl 5^ Opnunartími: Föstudaga 13—19 Laugardaga 10—16 Aðra daga 13—18 Sími: 83725. Strætisvagn 15B V0GUR •- - STORUTSOLUMARKAÐURIIMIM í HÚSI BÍLAB0RGAR EES - v: FJOLOI FYRIRTÆKJA Karnabær — Torgið — Steinar — Vogue — Garbó — Hummel — Útilíf — Theodóra — Yrsa — Friðrik Bertelsen — Bonaparte — Zikk Zakk — Blómabásinn — Japis Frítt kaffi — Hægt að fá heitar vöfflur m/rjóma, kleinur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.