Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER ,1986 Sigríður dóttir — Fædd 12. apríl 1906 Dáin 9. september 1986 Frú Sigríður Jóakimsdóttir frá Hnífsdal lést 9. september sl., 81 árs að aldri. Hún fæddist 12. apríl 1906. Foreldrar hennar voru Margrét Kristjana Þorsteinsdóttir og fyrri maður hennar Jóakim Páls- son í Hnífsdal, sem lést 35 ára að aldri, er Sigríður var 8 ára. Sigríður flutti til Reykjavíkur sem ung stúlka og réðst til hús- starfa hjá Kristni Péturssyni blikk- smið og Guðrúnu Ottadóttur, sem lengi bjuggu við Vesturgötu. Það var á heimili þeirra, sem Sigríður kynntist eiginmanni sínum, Snæ- bimi Ólafssyni skipstjóra frá Gesthúsum í Bessastaðahreppi, sem var móðurbróðir minn. Þau giftust 1927 og hófu búskap í nýju húsi á Túngötu 32 í Reykjavík, sem var heimili þeirra um 25 ára skeið. Þau eignuðust 8 börn og komust 7 þeirra til fullorð- insára. Þau hjón nutu sambúðar í Jóakims- Minning 54 ár. Snæbjörn lést fyrir tveimur árum, 9. ágúst 1984. Margir af vöskustu sjómönnum landsins komu af VestQörðum hing- að til Faxaflóahafna á 2. og 3. tug aldarinnar. Þeir leituðu margir starfa á togumm, sem fór sífjölg- andi á þessum tíma. Margir þeirra lærðu til skipstjómar í Stýrimanna- skólanum, sem var undir stjóm Páls Halldórssonar 1911—1935. Hann var Vestfirðingur frá Hnífsdal og frændi Sigríðar Jóak- imsdóttur. Tvær systur Sigríðar vom giftar þekktum togaraskipstjómm. Helga Jóakimsdóttir var gift Halldóri Ingi- marssyni skipstjóra á Karlsefni og hálfsystir Sigríðar, Margrét Elísa- bet Hjartardóttir, var kona Bjarna skipstjóra Ingimarssonar, bróður Halldórs, og vom þeir frá Hnífsdal. Aðalbjörg Jóakimsdóttir, systir Sigríðar, var gift Geir Ölafssyni loftskeytamanni sem var um langt árabil í áhöfn Snæbjörns. Þau hjón + Eiginmaður minn, sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN FRIÐGEIRSSON, Vfkurbakka 40, Reykjavik, lést laugardaginn 13. september sl. Ásdís Magnúsdóttir, Friðgeir Þorsteinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, GUÐBJÖRN SUMARLIÐASON, simvirkjameistari, Birkimel 8, lést í Landspítalanum að morgni laugardagsins 13. september. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna. Valgerður Jónsdóttir. + Bróðir minn, BALDVIN MAGNÚSSON, málarameistari, lést þann 7. september á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins iátna. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Ó. Magnússon. + Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Egilsgötu 26, andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 12. september. Þórarinn J. Einarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐGEIR GUÐJÓNSSON, vörubifreiðastjóri, Álfhólsvegi 111, Kópavogi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans þann 14. september. Ólöf Sigurbjörnsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. + Maðurinn minn, faðir, sonur og afi, SVEINN ÞORGRÍMSSON, bifreiðastjóri, Hlíðargötu 28, Sandgerði, lést 13. september. Fyrir hönd aðstandenda, Svanbjörg Eiriksdóttir. voru meðal bestu vina foreldra minna. Heimili Sigríðar og Snæbjöms á Túngötunni var frá upphafi mikil- væg miðstöð fyrir ættingja, vensla- menn og aðra sem völdust í áhöfn Snæbjamar á 34 ára skipstjómar- ferli hans. í minningarsafni æskuára minna hefur heimili þeirra sérstöðu. Það var ekki fyrr en löngu síðar á ævinni að það rann upp fyrir manni, að hlutskipti eiginkonu tog- araskipstjórans hlaut að hafa verið erfitt oft á tíðum. Auk heimilis- starfa á bammörgu heimili varð Sigríður eins og aðrar sjómanns- konur að sinna mörgum skyldum, sem vanalega vom viðfangsefni landvinnandi eiginmanna. Persónutöfrar Sigríðar vom miklir og í hugum okkar systkin- anna skipaði hún ætíð sérstakan tignarsess. Hún var glæsileg kona og hið sérstæðá milda og tígulega yfiibragð hennar heillaði. Það var því mikið tilhlökkunarefni að koma í heimsókn á Túngötuna til Snæa frænda og Sigríðar. Sigríður sýndi foreldmm mínum og okkur systkinum alla tíð mikla ræktarsemi og stuðning. I vina- hópnum sem jafnan kom heim á tyllidögum var Sigríður alltaf mætt. Með henni kom líka Aðalbjörg syst- ir hennar og eiginmenn þeirra þegar þeir vom í landi. Nú þegar Sigríður Jóakimsdóttir er kvödd hinstu kveðrju, lýkur ævi- ferli konu, sem hefur verið heilladís og góður örlagavaldur í lífi Qöl- skyldu okkar. Fyrir það allt þökkum við af alhug. Við systkinin sendum allri fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Jensson í dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Sigríðar Jóakimsdóttur. Sigríður andaðist í Hrafnistu í Hafnarfirði 9. september sl. Sigríður fæddist í Hnífsdal 12. apríl 1906. Foreldrar hennar vom Margrét Kristjana Þorsteinsdóttir og Jóakim Pálsson útvegsbóndi á Brekku í Hnífsdal. Föður sinn missti Sigríður er hún var átta ára gömul, vom þær þá fimm systumar á lífi en þrjú systk- ini Sigríðar létust í æsku. Erfitt er fyrir okkur nútíma fólk að ímynda okkur þá erfiðleika sem ung móðir með fimm böm, það elsta tíu ára, hefur þurft að glíma við eftir missi eiginmannsins. Móðir Sigríðar giftist aftur tveim ámm eftir lát Jóakims Hirti Guð- mundssyni. Var Hjörtur þeim stjúpdætrum sínum sem besti faðir. Hálfsystkini Sigríðar vom fjögur, var systkina- hópurinn því stór og oft glatt á hjalla í Brekkubænum. Mjög mikil samheldni og innilegt samband hefur ávallt ríkt á milli þeirra systkina gegnum árin og þau stutt hvert annað í erfíðleikum. Snemma fóm systkinin að vinna fyrir sér og réðist Sigríður ung að ámm í vist til þeirra hjóna Kristins Péturssonar blikksmiðs og konu hans í Reykjavík. Þar hitti hún mannsefni sitt, Snæbjörn Ólafsson skipstjóra, sem dvaldi þar á náms- ámm sínum. Gengu þau Sigríður í hjónaband árið 1927. Eignuðust þau átta böm en misstu einn son, komabam. Böm þeirra em Guðfínna, Jóakim, Margrét, Helga, Anna, Guðrún og Ólafur Tryggvi. Mann sinn missti Sigríður 10. ágúst 1984 eftir fimmtíu og sjö ára gæfuríka sambúð. Sigríður starfaði meðan heilsan leyfði í Kvenfélaginu Öldunni og kvennadeild Slysavamafélags Is- lands. Tók hún virkan þátt í starfí þessara félaga. Líf sjómannskonunnar er oft ein- manalegt á dimmum vetrarkvöldum þegar illviðri geisa. Ekki hvað síst hefur þetta verið erfítt hjá Sigríði með stóran bamahóp, er stríðstímar geisuðu en eiginmaðurinn einhvers- staðar á hafí úti, ef til vill í hildar- leiknum. Uppeldi barnanna hvíldi þvi fyrst og fremst á móðurinni vegna fjar- vem eiginmannsins sem stundaði sitt starf af elju og dugnaði. Við fundum það fljótt tengda- bömin er við komum inn á heimili þeirra hjóna, hversu vel Sigríði hafði tekist að búa eiginmanni og börnum þeirra hlýlegt og rausnar- legt heimili. Hlýtt viðmót og einlægni ein- kenndi Sigríði tengdamóður okkar og var gott að leita til hennar ef erfiðleikar steðjuðu að, því ævinlega var hún reiðubúin að hjálpa og að- stoða. Sigríður var trúuð kona og hefur trúin vafalaust verið henni stoð og styrkur í gegnum lífíð. Við tengdabörn Sigríðar viljum með þessum fátæklegu línum þakka henni samfylgdina og góð kynni og góðvild hennar og gæsku við böm okkar. Við vottum ættingjum hennar dýpstu samúð á þessari kveðju- stund. Tengdaböm Blömastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,- éínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Maðurinn minn, MAGNÚS AMLÍN, Þingeyri, andaðist 13. september. Ingunn Angantýsdóttir. + Móðir okkar, LIUA MAGNÚSDÓTTIR, Langholtsvegi 200, lést á Grensásdeild Borgarspitalans föstudaginn 12. september. Börnin. + Útför eiginmanns míns, föður og tengdafööur, STEINDÓRS ÁRNASONAR, skipstjóra, verður gerð frá Fossvogskirkju miövikudaginn 17. september kl. 10.30. Blóm og kransar afbeöin, en þeim sem vildu minnast hans er vinsamiega bent á líknarstofnanir. Guðmunda Jónsdóttir, Jón Steindórsson, Guðný Ragnarsdóttir. + Útför elsku litlu dóttur okkar og systur, SIGURBORGAR EVU SIGURÐARDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. september kl. 15.00. Sigurður H. Sigurðsson, Þuríður Jónsdóttir og systkini hinnar látnu. + Eiginmaður minn og fósturfaöir okkar, JÓN KOLBEINSSON, Hátúni 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. septem- ber kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir. Valgerður Guðmundsdóttir, Ella Kolbrún Kristinsdóttir, Pálina M. Kristinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.