Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Brezka alfræðiorða- bókin gefm út í Kína Peking, AP. ^ BREZKA alfræðiorðabókin Encyclopaedia Britannica hefur verið gefin út á kínversku og að sögn fulltrúa brezka útgáfufyr- irtækisins heldur bókin hlut- lægni sinni þótt gera hafi þurft ýmsar breytingar vegna „hug- myndafræðilegs" ágreinings. Um 500 kínverskir fræðimenn störfuðu að undirbúningi kínverskr- ar útgáfu orðabókarinnar í sam- fleytt sex ár. Það er að frumkvæði Deng Xiaoping, leiðtoga Kínvetja, sem hún er gefin út. Að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua eru yfirvöld mjög ánægð með hvemig til hefur tekizt. Skipuð var sérstök ritstjóm bandarískra og kínverskra sérfræð- inga til að leysa hugsanlegan ágreining við þýðingu bókarinnar. Ágreiningur var jafnan leystur og var t.d. aðeins sagt frá bardögum í Kóreustríðinu, en ekki lagt mat á hver átti upptökin, þar sem Kínveij- ar vildu halda því fram að Suður- Kóreumenn hefðu átt upptökin. Þá er Maó lýst sem miklum leiðtoga, sem orðið hafi á alvarleg mistök í lok stjórnartíðar sinnar, en sú út- gáfa er í þökk núverandi leiðtoga. Þá er Formósu lýst sem kínversku héraði, sem lúti sérstakri stjórn þjóðemissinna, en staðreyndin er hins vegar sú að kínverskir þjóðem- issinnar stofnuðu þar sérstakt ríki. Yfirvöld á Formósu og í Peking gera tilkall til alls Kína. í aðeins einu tilfelli tókst ekki að leysa ágreining, sem upp kom í ritstjóminni, en hann varðaði Jósef Stalín, fyrrum leiðtogá Sovétríkj- anna. Grein um pólitíska afstöðu hans til hinna ýmsu mála var klippt út og aðeins birtar nokkrar línur um lífshlaup hans. Stalín átti stóran þátt í vinslitum Sovétmanna og Kínveija á sjötta áratugnum. AP/Símamynd Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Nancy, kona hans, bera saman bækur sínar fyrir ræðuna, sem þau fluttu í beinni útsendingu í sjónvarpi á sunnudag. Ræðan sem sjónvarpað var um öll Banda- ríkin, fjallað um eiturlyfjavandamálið. Reagan hvetur til herferðar # gegn eiturlyfjum Washington, Chicago, New York, AP. RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti og kona hans Nancy hvöttu til þess á sunnudag að hafin yrði herferð gegn misnotkun eiturlyfja í Bandarikjunum. Reagan sagði að þremur milljörðum dala yrði varið til herferðarinnar. Forsetinn sagði í sjónvarpsræðu að það væri sjálfsblekking að ætla að aukin flárframlög leystu vand- ann: „Stjómin mun halda áfram að grípa til gagngerra ráðstafana en mest áhrif hefði í baráttunni ef Bandaríkjamenn hættu einfaldlega að nota ólögleg eiturlyf." Nancy Reagan talaði aðallega um áhrif eiturlyfja á ungt fólk og sagði: „Vegna bamanna grátbæni ég ykkur um að vera föst fyrir og ósveigjanleg í andstöðu ykkar gegn eiturlyíjum." Forsetafrííin hvatti því næst alla til að taka þátt í her- ferðinni. Sjálfmorð, áfengi og- eiturlyf Sjálfsmorð táninga, áfengi og eiturlyíjamisnotkun er enn helsta vandamál bandarískrar æsku að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem gerð var meðal menntaskóla- nema í Bandaríkjunum. Tvö þúsund námsmenn voru spurðir og sögðu fjörutíu og sex prósent að þeir þekktu ungt fólk, sem framið hefði sjálfsmorð eða reynt að svipta sig lífí. Þijátíu og eitt prósent að- spurðra kváðust hafa velt fyrir sér að fremja sjálfsmorð. í könnuninni kom í ljós að sjötíu og sjö prósent töldu áfengisdiykkju helsta tómstundagaman náms- manna um helgar og þijátíu og fimm prósent sögðu að eiturlyfja- notkun væri algeng hjá námsmönn- um í upphafi skóladags. Nærri sjötíu prósent aðspurðra í nýrri skoðanakönnun kváðust hlynnt því að starfsmenn fyrirtækja yrðu látnir taka próf um það hvort þeir neyttu eiturlyfja. Sjötíu og fimm prósent töldu að eiturlyfja- notkun í Bandaríkjunum væri alvarlegt vandamál. Eitt þúsund og Qórtán manns voru spurðir í könnuninni, sem gerð var fyrir fréttatímaritið Time. Atta- tíu og eitt prósent þeirra kváðust mundu gangast undir slíkt próf, en sautján sögðu að þeir myndu ekki gera það af fúsum og fijálsum vilja. Við könnunina kom einnig í ljós að aðeins 35 prósent aðspurðra töldu eiturlyf alvarlegt vandamál í sínu byggðarlagi, þótt þeir héldu fram að eiturlyfjamálið væri alvar- legt á landsvísu. Sextíu og þijú prósent aðspurðra á aldrinum átján til þijátíu og fjög- urra ára sögðu að nánir vinir eða vandamenn hefðu neytt kókaíns. Tuttugu og þijú prósent manna eldri en þijátíu og fjögurra ára sögðust þeklqa fólk, sem prófað hefði kókaín. Á heildina kváðust þijátíu og níu prósent þekkja einhvem, sem notað hefði kókaín. Fjórtán prósent sögð- ust hafa notað kókaín. Fimmtíu og átta prósent sögðu að fólk hefði rétt til að neyta að gangast undir lyQapróf og fjörutíu og fjögur prósent kváðust sammála um það að lyfjapróf væru óáreiðan- leg og ónákvæm. Miami: Ungfrú Bandaríkin krýnd AP/Símamynd Kellye Gash var kjörin fegurðardrottning Bandaríkjanna í Atlantic City á laugardag. Þessi mynd var tekin þegar Susan Aikin, fráfarandi fegurðardrottning, krýndi arftaka sinn. Pólitískir fangar til Bandaríkjanna Sumir höfðu verið 28 ár í fangelsum Castros Miami, AP. RÚMLEGA 100 Kúbumenn, sem sumir hveijir höfðu setið í fangelsi síðan Fidel Castro braust til valda á Kúbu fyrir tæplega 28 árum, komu til Miami í Bandaríkjunum í gær. Fólkið, pólitískir fangar og skyld- menni þeirra, fékk leyfi til að flytja frá Kúbu eftir tveggja ára samn- ingaviðræður milli Kúbustjórnar, kaþólsku kirkjunnar og bandarískra stjómvalda. Margir farþeganna 111 vom með tárin í augunum er þeir gengu frá borði flugvélarinnar er flutti þá í frelsið. Domingo Suarez Espinosa, sem látinn var laus nokkmm klukkustundum áður en flugvélin fór frá Havana, sagði að eftir 28 ára fangelsisvist væri erfitt að útskýra hvemig sér liði nú, þeg- ar hann væri loksins kominn til Bandaríkjanna. Kona hans og tvö böm héldu frá Kúbu skömmu eftir valdatöku Castros og sagði hann fréttamönnum að frekar hefði hann getað sætt sig við þá tilhugsun að sjá þau aldrei aftur, en að þau byggju við hið ómannúðlega stjórn- arfar á Kúbu. Hópurinn í gær er einn sá fjöl- mennasti er kemur frá Kúbu um árabil, en stjóm Reagans hefur neitað að taka við flóttamönnum þaðan eftir að Castro sendi fjölda glæpamanna til Bandaríkjanna árið 1980 undir því yfirskini að þeir væm flóttamenn og neitaði síðan að taka við þeim aftur. Fyrir 3 vik- um lýsti Reagan því yfir, að allir pólitískir fangar er setið hefðu í fangelsi á Kúbu í meira en 10 ár, gætu sótt um að flytja til Banda- ríkjanna. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins, Charles Redman, sagði' að Bandaríkjastjórn gleddist með vinum og skyldmennum þessara hugrökku einstaklinga er setið hefðu í fangelsi vegna skoðana sinna. Grænland: Heimasljórnin hækkar löndunargjöld á rækju Frá fréttaritara Morgunblaósins á Grænlandi, NJ.Bruun. GRÆNLENSKA heimastjómin hefur ákveðið að hækka löndun- argjald á rækju. Nú greiða útgerðarfyrirtækin 80 aura fyrir hvert kíló, sem skipað er á land, en fyrirhugað er að hækka það upp í eina og hálfa til tvær krón- ur danskar. Hækkun þessari verður komið á fyrir gerð fjár- laga næsta árs. Fulltrúar útgerðarfyrirtækjanna hafa deilt hart á þessa ákvörðun heimastjómarinnar. Sören Brandt, einn helsti talsmaður þeirra, sagði í viðtali við útvarpið í Grænlandi að hækkunin gæti riðið útgerðinni að fullu. Brandt sagði ennfremur að aukin löndunargjöld þýddu í raun að 60 krónur danskar yrðu að fást fyrir hvert kíló af rækju ef útgerð- in ætti að standa undir sér. Taldi hann óhugsandi að slíkt verð feng- ist. Grænlenska heimastjómin áætl- ar að á næsta ári muni veiðast rækja að verðmæti 1,8 milljarðar danskra króna. Samtök útgerðar- manna telja þessa tölu óraunhæfa og segja að verðmæti rækjukvót- anna muni liggja á bilinu 700 til 800 milljónir króna. Moses Olsen, sem á sæti í græn- lensku heimastjórninni, segir að tekjum af löndunargjöldum verði einvörðungu varið til atvinnuupp- byggingar. Sprengja í MUnchen, AP. SPRENGJA sprakk fyrir framan bygginga sem hýsir upplýsingaskrifstofu NATO í Miinchen snemma í gær- morgun. Miklar skemmdir urðu á byggingunni í sprengingunni, en enginn Miinchen slasaðist að sögn lögreglu. Enginn hefur lýst á hendur sér ábyrgð á sprengingunni, en að sögn lögreglu liggja samtök vinstri hryðrjuverkamanna undir grun. Tjónið á byggingunni er metið á fimm milljónir islenskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.