Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐÍÓ, ÞRIÐJUÖAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Sókn úr höfuðvígi frjálslyndis á Islandi - segir Eyjólfur Konráð Jónsson, sem gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosn- ingarnar „MIG langar til að styrkja pólitíska stöðu mína til fram- dráttar þeirri frjálslyndisstefnu, sem ég hef sett á oddinn og lengi barist fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að bjóða mig fram hér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, höfuðvígi frjálslynd- isins, þar sem fylgi Sjálfstæðis- flokksins er mest og traustast," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Eyj- ólfur Konráð, sem verið hefur þingmaður fyrir Norðurland vestra, tilkynnti stjórn kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins þar á sunnudaginn að hann hefði ákveðið að leita ekki eftir fram- boði í kjördæminu við komandi alþingiskosningar. „Undanfarin ár hef ég verið að reyna að móta þá leið, sem fara bæri tii að komast út úr vítahring verðbólgu og heimatilbúinnar kreppu," sagði Eyjólfur Konráð. „Ég hef haidið því fram, að þessar ógöngur stafi annars vegar af því, að ríkið hafí gengið of langt í að heimta fé af borgurunum með sköttum og hins vegar af þeirri pólitísku skömmtun á peningum, sem hér hefur viðgengist. Okkur hefur nú orðið verulega ágengt í viðureigninni við verðbólguna, en það verður að ganga lengra ef árangur á að nást í efnahagsmálum. Mikilvægast er, að endurreisa pen- ingakerfið, sem er hrunið, með því að afnema alla skömmtunarstjóm á peningum, en hún hefur leitt til óarðbærra fjárfestinga og óviðun- andi mismununar einstaklinga og fyrirtækja. Ég vil t.d. efla einka- banka og losa bankana sem mest undan ríkinu og þeirri pólitísku stjóm, sem hér hefur tíðkast, eink- um eftir að vinstri öflunum, stjóm- lyndisöflunum, óx fiskur um hrygg í upphafi sfðasta áratugar." An efa verðurðu spurður, hvort þú sért að flýja úr þínu kjördæmi? „Ég hef verið sakaður um ýmis- legt í pólitík, en mér hefur al,drei verið borið hugleysi á brýn. Ur kjör- dæminu þarf ég ekki að flýja. Sjálfstæðisflokkurinn á þar 1. og 4. þingmanninn, en hefur venjulega verið með 2. og 5. Ekkert bendir til annars en að við höldum okkar styrkleika og vel það, þannig að ég gæti gengið að ömggu sæti vísu. Ég er alls ekki að flýja, heldur að hefja sókn í þágu fijálslyndisafla I/EÐURHORFUR I Heimild: Veðurstofa islands TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað n Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r f r r f Rigning r r f * r * r * r * Slydda f * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða 5 , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [y Þrumuveður VEÐURYFIRLIT: Á hádegi í gær var grunnt lægðardrag yfir landinu sem þokaðist í suðaustur, en 1032 millibara hæð um 900 km suður í hafi sem þokaðist einnig í suðaustur. Við suðvesturströnd Grænlands var vaxandi lægðadrag á hreyfingu í norðaustur. I/EÐURHORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestan átt verður ríkjandi og fremur hlýtt um land allt. Dálítil rigning eða súld verður um vestanvert landið, en þurrt um landið austanvert. VEÐUR VÍÐA UMHEIM Bergen 9,2 hélfskýað Helsinki 10,0 rlgning Kaupmannah. 14,0 skýjað Narssarssuaq 8,7 rigning Nuuk 9,2 skýjað Osló 9,7 skýjað Stokkhólmur 10,1 skýjað Þórshöfn 7,7 hálfskýjað Algarve 23,2 Þokumóða Amsterdam 10,1 rigning Aþena 33,8 heiðskírt Barceiona 26,4 hálfskýjað Berlín 13,2 alskýjað Chicago 15,6 skýjað Glasgow 11,9 hálfskýjað Feneyjar 24,5 þokumóða Frankfurt 18,6 rígning Hamborg 13,6 skýjað Jan Mayen 1,4 snjókoma Las Palmas 28,2 léttskýjað London 9,8 rígning LosAngeles 12,5 heiðskýrt Lúxemborg 18,1 rígning Madríd 25,3 skýjað Malaga vantar Mallorca 30,0 heiðskírt Miami 27,6 léttskýjað Montreal 8,4 skýjað Nice 24,1 léttskýjað NewYork 14,4 alskýjað París 21,2 alskýjað Róm 26,0 heiðskírt Vín 24,6 skýjað Washington 17,8 mistur Winnipeg -2.3 iéttskýjað Þessar veðurlýsingar höfðu borist Veðurstofu íslands á hádegi í gaer. Morgunblaðið/RAX Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður og þá sókn tel ég mig best geta háð úr höfuðvígi fijálslyndis á Is- landi, Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. I hreinskilni sagt, langar mig til að láta á það reyna hér í minni heimaborg, þar sem ég hef búið og starfað frá unglingsárum, hvort þær hugmyndir, sem ég hef sett fram í ræðu og riti, njóta nægi- lega mikils trausts í Sjálfstæðis- flokknum. Ég hef líka áhuga á því, að koma til starfa í sjálfstæðis- félögunum í Reykjavík, þar sem starfsvettvangur minn var í gamla daga." I bréfi, sem Eyjólfur Konráð rit- aði stjórn kjördæmisráðsin s í Norðurlandi vestra, bendir hann m.a. á, að hann telji tímann til þess- arar ákvörðunar sinnar heppilegan, þegar litið sé til þess að margt sem hann hafi barist fyrir í atvinnumál- um norðlenskra byggða sérstak- lega, og efnahags- og fjármálalífí almennt sé að sjá dagsins ljós. „Ég held, að það sé líka styrkur fyrir þingmann Reykvíkinga að þekkja vel til sjónarmiða lands- byggðarinnar. Það er hagsmunamál Reykvíkinga, að byggð haldist í landinu og ég hef ekki orðið var við annað en að skilningur sé á því hér í höfuðborginni,“ sagði Eyjólf- ur. Hvernig heldurðu að þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lítist á að fá þessa samkeppni? „Ég stefni ekki að því að fella einn eða neinn núverandi þing- mann. Aðeins íjórir af núverandi þingmönnum flokksins í Reykjavík hafa lýst því yfir, að þeir hyggist í framboð. Við getum átt von á því, að fá ekki færri en átta menn kjöma í höfuðborginni eftir að nýju kosningalögin taka gildi. Auðvitað verður um keppni að ræða, til þess er leikurinn gerður. Og auðvitað væri það hræsni og hugleysi, ef ég viðurkenndi ekki að í prófkjöri keppa menn um að ná eins góðum árangri og mögulegt er.“ Eyjólfur Konráð Jónsson er 58 ára að aldri. Hann er lögfræðingur að mennt og hæstaréttarlögmaður. Hann var fyrsti framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1955 til 1960, en þá tók hann við starfi rit- stjóra Morgunblaðsins, sem hann gegndi til ársloka 1975. Hann hefur verið alþingismaður fyrir Norður- landskjördæmi vestra frá 1974. Morgu nblaðið/Þorkel 1 Ólafur Ragnarsson formaður og Sigurður Pálsson varaformaður Bókasambands íslands. Bókasamband Islands stofnað: „Viljum auka veg bókarinnar“ - segja fulltrúar átta félaga sem hafa tekið höndum saman BÓKASAMBAND ÍSLANDS hefur verið stofnað, en að því standa átta félög og samtök sem tengd eru bókum og bókaútgáfu hér á landi. Markmið með stofnun sambandsins er að sögn sjórnarinnar að stuðla að auknum bókalestri íslenskri menningu og þjóðlífi. Þau átta félög og samtök er standa að stofnun Bókasambands- ins eru; Bókavarðafélag íslands, Félag bókagerðarmanna, Félag íslenskra bókaútgefenda, Félag íslenskra bókaverslana, Félag íslenska prentiðnaðarins, Hagþenk- ir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, Rithöfundasamband íslands og Samtök gagntýnenda. Fyrstu hugmyndir um stofnun slíkra landssamtaka komu fram fyrir u.þ.b. tveim árum. Á bóka- þingi í Borgamesi í fyrrahaust var formlega samþykkt að kanna möguleika á stofnun samtaka sem tengjast bókaútgáfu í landinu og var kjörin undirbúningsnefnd sem starfað hefur síðan, samið lög og undirbúið fyrstu ráðstefnu samtak- anna um bækur og stöðu þeirra hér á Iandi. Ráðsteftian nefnist Bóka- þing 1986, yfírskrift hennar er „Bókaþjóð á krossgötum", þingið verður haldið 23. september nk. að Hótel Loftleiðum og er opið öllum. Á fundi með fréttamönnum komu fram ýmsar hugmyndir meðal stjómarmeðlima hvemig unnt væri landinu og styrkja stöðu bóka í að auka hlut bókarinnar í íslensku þjóðlífí. í undirbúningi er margs konar kynningarstarfsemi, reynt verður að fínna leiðir til að dreifa bókaútgáfu og bóksölu yfír lengra tímabil ársins en verið hefur, en talið er að um 75-80% íslenskra bóka seljist á haustmánuðum fram til jóla. Þá er í ráði að sambandið reyni að hafa áhrif á niðurfellingu söluskatts á bókum. Þá vom rædd- ir möguleikar á aukinni vor og sumarsölu bóka, m.a. með því að gefa fleiri bækur út í kiljuformi. í fyrstu stjórn sambandsins sitja; Ólafur Ragnarsson formaður frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, Sigurður Pálsson varaformaður frá Rithöfundasambandi íslands, Hild- ur G. Eyþórsdóttir ritari frá Bókavarðafélagi íslands og Kristján Aðalsteinsson gjaldkeri frá Félagi íslenska prentiðnaðarins. Með- stjómendur em dr. Ingimar Jóns- son, Hagþenki, Jón Kristjánsson, Félagi íslenskra bókaverslana, Svanur Jóhannesson, Félagi bóka- gerðarmanna og dr. Om Ölafsson, Samtökum gagnrýnenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.