Morgunblaðið - 16.09.1986, Síða 57

Morgunblaðið - 16.09.1986, Síða 57
Maður hér á ströndinni hefur tekið á leigu bát sunnan af Snæfellsnesi og svo var að flytja hingað maður með bát. Kvótinn sem eftir er skipt- ist þá á þessa báta. Hafnaraðstaðan er aðalhöfuð- verkur okkar héma. Aðstaðan er eins og í Bolungarvík um aldamót. Við getum ekki landað nema hálf- fallið sé að og við verðum að láta bátinn liggja við bólverk á firðinum. Þetta endar með slysum. í desem- ber þurftum við að halda sjó á firðinum í tvo sólarhringa, og þá vorum við í sjö vikur samfleytt í bátnum. Það er búið að lofa manni garði héma en menn hjá Vita- og hafnamálastofnun heyktust á að gera nokkuð núna, sögðu að það færi allt í sjóinn í vetur ef það yrði ekki gijótvarið, en hér er smá- garður sem var ýtt upp, smásteinar, ekki nema svona 50 kíló, og þeir hafa ekki haggast á hvetju sem hefur gengið," sagði Konráð að lok- um. Búskapur á undanhaldi Blaðamaður athugaði hljóðið í nokkmm ungum Barðstrendingum sem vom við vinnu á Bijánslæk. Hákon Bjamason frá Haga, skip- veiji á Halldóri Sigurðssyni, sagði að búskapur væri á undanhaldi í sveitinni. Flestir hefðu meirihluta tekna sinna af öðm, fyrst og fremst sjósókn, bæði hjá Flóka hf. og af grásleppuveiði, en hún brást að mestu í ár. Einar Kristinsson, sem er einnig á bátnum, er aðfluttur á Barða- strönd frá Gufudal í Austur-Barða- strandarsýslu, og býr hann í byggðarkjarna sem hefur risið á Krossholti. Hann sagði atvinnu- ástand ekki nógu gott. Tímabundið atvinnuleysi geri vart við sig. Þá þoli menn ekki mjög lengi hafn- leysið. Þá þótti honum alveg sjálf- sagt að veiða hvali ef það skapaði atvinnu. Ungmenni sem rætt var við í vinnslustöðinni létu ágætlega af vinnunni og einnig af félagslífi á Barðaströnd. Halldóra Ragnars- dóttir frá Bijánslæk hafði unnið þama svo lengi sem hún myndi eftir sér, sagði hún. Kvaðst hún kunna betur við að vinna í hrefn- unni en í skel, en skelin væri ömggari. Hún er í Bændaskólanum á Hvanneyri á vetmm og fræddi hún okkur um að rúmur þriðjungur nemenda þar væri stúlkur. Jakob Pálsson frá Hamri, Þórður Sveinsson, Innri-Múla, og Arni Her- bertsson, Amórsstöðum vom sammála um að það væri gott að vinna og búa á Barðaströnd, fé- lagslíf hefði verið ágætt, einkum hefði verið fjör í kringum verslunar- mannahelgina. Þá hefðu þeir sem unnu um veturinn við skel farið í skemmtiferð til Þýskalands í apríl, alls 48 manns. Allir viðmælendum- ir létu í ljós bjartsýni á framtíðina í byggðarlaginu. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 . 57 TEXTI: BIRGIR ÞÓRISSON MYNDIR: ÞORKELL ÞORKELSSON Morgunbladið/Þorkoll Einar Guðmundsson bóndi á Seftjöm og oddviti Barðstrendinga tel- ur allt of mikið gert úr offramleiðsluvandanum. laxaseiðin í eldisstöð fjölskyldunnar, en þeir vilja hafa þessa iðju út af fyrir sig og líst illa á að erlendu fjármagni sé hleypt inn í landið í þessa grein. „Vilji menn fækka bændum um helming verður vandinn ekki offramleiðsla heldur eyðibýli“ segir Einar Guðmundsson oddviti BARÐASTRÖND er byggðarlag sem hefur átt við mótstreymi að stríða síðustu árin, allt sauðfé var skorið niður í lireppnum 1984, i vor brást grásleppuveiðin að mestu sem margir hafa treyst á, og nú hefur hrefnuveiðum verið hætt, en þær hafa verið mikilvægair liður í afkomu hreppsbúa. Samt var ekki annað að heyra á oddvita þeirra, Einari Guðmundssyni bónda á Seftjörn, en að menn litu björt- um augum til framtiðarmnar. Barðstrendingar hafa lagt áherslu á að gera unga fólkinu kleift að setjast að í sinni heima- byggð. í því skyni hefur verið komið upp vísi að byggðakjama á Kross- holtum í kringum skólann og félagsheimilið Birkimel. Þar voru teknar í notkun fjórar nýjar íbúðir í vor og búa þar nú um 40 manns. Á sama tíma hafa jarðir farið í eyði. Á Krossholtum var einnig til skamms tíma rekið útibú frá Kaup- félagi Vestur-Barðstrendinga, en því var lokað í sumar og það selt. „Ég held að KVB hafi bara gefist upp á að reka verslunina," sagði Einar um það mál. „Það er mitt álit að það hefði mátt halda rekstr- inum áfram ef vilja hefði ekki brostið til þess. Það var dregið sam- an í rekstrinum í vor og mér er sagt að eftir það hafi hún verið rekin í tvo mánuði með hagnaði. Ég tel að það hafí lítt létt undir með kaupfélaginu að selja hana.“. Tilraunir til að auka fjölbreytni atvinnulífsins hafa gengið brösu- lega. Saumastofa, Strönd hf, var stofnuð og starfar hún enn, en hef- ur samt ekki farið varhluta af vanda þeim sem að þeim iðnaði steðjar nú seinni árin. Einnig var stofnuð þurrkunarstöð sem átti að þurrka skreið, en hún hefur staðið ónotuð lengst af, þar sem skreiðarmarkað- ur lokaðist um leið og hún var fullbyggð. Sjórinn er nú ein helsta stoð byggðarinnar, en í vor brást grá- sleppuveiðin í fyrsta sinn, en á hana treystu margir, og hafa 15 til 17 trillur verið gerðar út á hana undan- farin ár. Það fyrirtæki sem best hefur gengið er Flóki hf. á Bijáns- læk, sem hefur byggst upp í kringum hrefnuveiðamar, en nú hefur henni verið hætt og slæm hafnaraðstaða gerir mönnum út- gerð erfiða þaðan. „Maður vonar bara að Matthíasi Bjarnasyni endist aldur í starfi til að bæta úr því. Hann má eiga það að hann hefur staðið sig vel, þótt aldrei hafi ég kosið hann,“ sagði Einar. Á sama tfma olli riðuveiki slíkum búsifjum að menn sáu sér þann kostinn vænstan að skera niður allt fé í hreppnum. Einar brást við því eins og margir fleiri með því að auka kúabúskapinn og hyggst hann ekki fá sér fé aftur nema kannski örfáar kindur. En kúabúskapur á við sinn vanda að stríða, sem er offramleiðslan, og þegar blm. hitti hann að máli, hafði Einar nýlega fengið bréf upp á að hann mætti framleiða 0 lítra af mjólk, en hann sagði rólega að það kæmu svo margir pappírar úr kerfinu að hann kippti sér ekki upp yfir svona mis- tökum. „Hinir lærðu menn fyrir sunnan sem ráða nú örlögum bænda láta eins og þessi fáu % sem eru fram- leidd umfram söluna sé eitt mesta vandamál landsins, sem haldi niðri launum í landinu," sagði Einar. „Það er jafnvel talað um að bændur séu helmingi of margir, en menn hafa reiknað það út að fýrir hvert starf í landbúnaði skapist fjögur til fimm í þjónustu, og er þar líklega vanreiknað. Menn verða að athuga að ef bændum er fækkað um helm- ing, þarf að finna aðra atvinnu fyrir hátt í fimmtán þúsund manns, auk þess sem gífurleg verðmæti sem varið hefur verið til uppbyggingar í sveitum glatast, og varla verður það til að hækka launin. Ef of mik- ið er hert að bændunum verður vandinn ekki of mikil framleiðsla heldur of mörg eyðibýli. Þeir lærðu fyrir sunnan skilja ekki vanda undirstöðuatvinnuveg- anna. Ef menn halda áfram að láta eins og þeir haldi að verðmætin verði til í bönkunum endar það með því að fólkið verður að éta peninga- seðlana. Vandinn er sá að allar afæturnar hafa safnast saman fyrir sunnan, og taka til sín hluta af gæðunum. Þær eru eins og Þor- steinn matgoggur í „Pilti og Stúlku" eftir Jón Thoroddsen, sem sat í stofudyrum og tók toll af hverjum bakka sem borinn var inn, nema að matgoggar nútímans eru miklu stórtækari en Þorsteinn var.“ Þegar þrengir að í landbúnaði reyna sumir bændur fyrir sér í svo_- kölluðum aukabúgreinum. Á Barðaströnd er nú einn refabóndi og Einar hefur staðið í tilraunum með laxeldi. „Þetta er fjölskyldufyr- irtæki. Við eigum þetta hjónin ásamt dóttur okkar, tengdasyni og öðrum syni okkar, sem fer reyndar á svokallaða „sporðbraut" við Bændaskólann á Hólum í haust. Við fórum út í þetta til að skapa vinnu héma heima fyrir bömin. Peningamenn hafa sótt í þetta hjá okkur, en við viljum halda þessu fyrir okkur sjálf. Það er mín skoðun að Islendingum liggi ekki á að ráð- stafa öllum tækifæmnum strax. Það ætti að eftirláta bömunum eitt- hvað af þeim möguleikum sem landið bíður upp á. Mér finnst 4_. ískyggilegt allt norska fjármagnið sem er komið í stóm fiskeldisfyrir- tækin. Þetta hefur gengið vel til þessa hjá okkur, nema að við urðum fyrir óhappi í sumar. Það minnkaði svo mikið vatnsrennslið að nokkur þús- und seiði drápust úr súrefnisskorti. Við höfum mætt góðum skilningi hjá lánastofnunum til þessa. Það er ekki aðstaða héma til stóriðju á þessu sviði, það vantar vatn, bæði heitt og kalt. Það er slæmt að þurfa að nota yfirborðsvatn. Það er erfitt að ráða við rennslissveiflur, og svo er meiri hætta á sjúkdómum sem er það alversta sem hægt er að lenda í, en dýralæknir fylgist vel með öllu hjá okkur.“ Þeir em fyrst og fremst með seiðaeldi. „Við höfum verið að prófa okkur áfram og læra af reynslunni í 5 ár,“ sagði tengdasonur Einars, Einar Pálson, þar sem hann var að sinna um seiðin. „Fjárfestingin í þessu er mest eigin vinna." Hann er frá Patreksfirði, og lærður húsa- smiður. Sagði hann að sú vinna væri það sveiflukennd að menn yrðu að hafa eitthvað með því. Flestir væm á sjó á vetmm, en hann hefði í staðinn farið í fiskeldið. Nú em þeir’ með u.þ.b. 2.000 laxa, 1 til 4 kfló að þyngd, frá 1984 í þremur stómm keijum. Þá em þeir með á annað hundrað þúsund seiði í 6 keijum og em að fjölga þeim um 10. Þá hafa þau byggt klakhús í sumar. Þijú störf em við umhirðu laxanna. Kaupfélagið — hefur dregið stórlega saman í rekstri Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga á Patreksfirði er ekki gamalt fyrirtæki, það var formlega stofnað 1980, og varð til við samruna margra smærri kaupfélaga í sýslunni við Kaupfélag Patreksfjarðar. Mikið tap var 'a rekstrinum síðustu árin, og fór svo í sumar að útibúin á Barðaströnd og í Tálknafirði voru seld, og rekstri sömuleið- is hætt á Bíldudal. Þá var og sláturhús félagsins selt rækjuvinnslu- stöð. Þetta er gert til að reyna að bjarga KVB frá gjaldþroti. Kjaminn í KVB varð Kaupfélag Patreksfirðinga á Patreksfirði. Það í erfiðleikum Mjólkurstöðin á Patreksfirði bjarg- aði miklu." Hann sagði að kvótinn væri óhjá- kvæmilegur, menn yrðu að sætta sig við hann. En það væri opinbert leyndarmál að bændur á sterku svæðunum sunnanlands og í Eyja- firði hafi aukið framleiðsluna sem mest þeir máttu til að prósentu- skerðingin yrði sem minnst, en það hafi bændur á útkjálkum eins og fyrir vestan ekki getað gert fyrir- varalaust, þannig að þeir hafi farið verr út úr þessu en ella. Menn á Barðaströnd sagði hann byggja mikið á sjávarútvegi, en þá bráðvanti höfn. Þá verði þeir að fá eitthvað í staðinn fyrir hrefnuna. Hún hafi gert unga fólkinu á ströndinni kleift að vinna fyrir skól- anum á sumrin á heimaslóðum. Það sé hættulegt fyrir byggðina þegar fólk fer að sækja vinnu út fyrir sveitina. Taldi hann nálægðina við Patreksfjörð hafa valdið því að ysti hluti Barðastrandar væri kominn í eyði, fólk hafi farið að sækja vinnu þangað með búskapnum og á end- anum flutt þangað. yfirtók 1973 rekstur Kaupfélags Arnfirðinga á Bfldudal, sem hafði gefist upp á verslunarrekstri árið áður. Það gekk formlega inn í KVB árið 1984. 1980 gekk Kaupfélag Rauðasands, sem þá hafði að mestu hætt starfsemi, inn í KVB. Form- lega var KVB stofnað þegar nýstofnað Kaupfélag Barðstrend- inga og Kaupfélag Patreksfjarðar voru sameinuð 1980. Síðar gekk Sláturfélagið Örlygur í Rauða- sandshreppi inn í KVB. Réðst KVB í að byggja ný verslunarhús á Krossholtum á Barðaströnd og í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi. 1983 varð Kaupfélag Tálknafjarðar gjaldþrota og keypti stofnlánadeild Samvinnubankans nýbyggt hús Kaupfélags Tálknafjarðar, en KVB tók það á leigu og rak verslunina frá 1984 til 1986. Þá var hafin smíði sláturhúss á Patreksfirði sem var ætlað að koma í stað eldri húsa á Barðaströnd, f Örlygshöfn og á Bíldudal, en þegar til átti að taka héldu Amfirðingar áfram að slátra sjálfir á Bíldudal. Sláturhúsið nýja varð þungur baggi á KVB, einkum eftir að fé var skor- ið niður á Barðastrandarhreppi. Gerð var tilraun með að starfrækja rækjuvinnslu í sláturhúsinu utan sláturtíðar, en illa gekk að fá vinnsluleyfí fyrir hvorutveggja. Fór svo að sláturhúsið var selt Matvæla- vinnslunni hf. sem er í eigu KVB, Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf., sem KVB er stór hluthafi í, auk nokkra smærri aðila, tengdum fyr- irtækinu. Á sama tíma er allt í óvissu með slátrun á fé bænda. Rekstur KVB hefur gengið erfíð- lega undanfarin ár og mikið tap verið á rekstrinum flest árin. 1985 nam tapið 6,9 milljónum króna, sem er 5,2 % af veltu, 1984 14,1 millj- ón, sem var 13,9 % af veltu, og 1983 4,1 milljón sem er 5,9 % af veltu. Var svo komið í ár að útibú- unum var lokað og þau seld. Heimamenn em að vonum ekki ánægðir með að sjá á bak verslun- ^ unum. Á Bíldudal tók hlutafélag heimamanna, Dalkaup hf., sem er í eigu nokkurra einstaklinga, þ.á m. eins stjómarmanna KVB, versl- unina á leigu og reka hana í nokkra mánuði í tilraunaskyni. Einn þeirra, Magnús Bjömsson, sagði það ganga þokkalega, en ekki vildi hann segja hvert framhaldið yrði. Á Tálknafirði keypti einstaklingur, Bjami Kjart- ansson, verslunarhúsnæðið og rekur þar alhliða versiun undir nafninu Bjarnabúð. Útibúið á Barðaströnd keypti einn stjómar- manna KVB, Ragnar Guðmundsson y bóndi á Bijánslæk, en hann hyggst ekki reka verslunina. Útibúið í Orl- ygshöfn hefur ekki verið selt, að sögn stjómarformanns KVB, vegna þess að það er svo lítið að ekki munar verulega um það, og eins á Olíufélagið hf. hálft verslunarhúsið á móti KVB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.