Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Vegna Valtýs Péturssonar - eftir Hallgrím Helgason Undanfarin þrjú ár hef ég haldið einar sjö einkasýningar hér í borg og stendur nú sú áttunda yfir í sýningarsalnum Hallgerði á horni Laufásvegar og Bókhlöðustígs. Inn á tvær af þessum sýningum hefur rekist inn maður að nafni Valtýr Pétursson og er einatt kynntur sem „þjóðkunnur listmálari" á síðum Morgunblaðsins, en skrifar jafn- framt myndlistargagnrýni í það sama blað. Það vill svo til að í öll þessi þijú skipti hef ég sjálfur verið viðstaddur skemmtilegar innkomur Valtýs og lengi eftir á getað dáðst að þeirri árvekni og snerpu sem hann virðist búa yfir og vera eld- fljótur að átta sig á þeim fjölda mynda sem ég hef á borð fyrir hann borið og aldrei hafa verið færri en á fímmta tuginn og stund- um hátt á annað hundrað. Því að í kjölfar hins andstutta innlits hafa síðan ætíð fylgt nokkrir dálkar af mis-föðurlegri umfjöllun um þenn- an „unga og óráðna listamann" í skjóli fasteignaauglýsinga á innsíð- um Morgunblaðsins. Og enn á ný hef ég orðið fyrir því óhappi að Valtý hefur tekist að hafa upp á verkum mínum sem ég reyndi þó að hóa saman á lítinn og óþekktan stað. í Morgunblaðinu í dag, 10. september, birtist sem sagt, af ýmsum ástæðum ekki langur, „list- dórnur" um sýningu Hallgríms í Hallgerði. Og enn vill svo heppilega til, í þriðja skiptið, að ég er sjálfur við- staddur þegar gagnrýnandinn gengur í salinn. En lærður af fyrri reynslu hef ég vaðið fyrir neðan mig í þetta sinn og tek af ná- kvæmni tímann sem líður frá því að dyr opnast og þar til þær lokast á ný. Eg get því glatt lesendur Morgunblaðsins með því að Valtýr bætti tíma sinn verulega frá fyrri sýningum og hefur hér að öllum líkindum sett persónulegt met: 57 sekúndur. Frúin þurfti því sannar- lega ekki að hafa fyrir því að finna stæði né drepa á bflnum en gat beðið róleg eftir þvf að bóndi henn- ar tæki út stöðuna hjá yngstu kynslóð myndlistarmanna. En af þessum 57 sekúndum fóru sex nið- ur tröppumar, tíu í gestabókina, átta í spuminguna „Hallar veggur- inn? Er þetta útveggur?" og svar við henni auk sex sekúndna í tröpp- ur á upp- og útleið. Þetta gera 30 sekúndur og þá eru eftir 27 sem ætti að vera nokkuð rúmur tími til þess að skoða þær 37 olíumyndir og 16 teikningar (auk annarra 143ggja í bók) sem sýningin telur. Ekki minnist hann á nokkrar teikn- ingar í dómi sínum svo sjálfsagt hafa þær farið fyrir ofan gleraugu og neðan, og ef við gerum ráð fyr- ir því að hann hafi sleppt eins og tíu málverkum, sem ekki ættu að vera óalgeng hlutföll fyrir mann í hans stöðu, þá er eftir ein sekúnda á mynd. Nú er sjálfsagt nokkuð glöggt það auga Valtýs Péturssonar sem gægist yfir gleraugu hans og e.t.v. jafn glöggt þvf hinu sem hann gýtur á eigin striga, en þó held ég að enginn erfi það við mig þó ég tæpi hér aðeins á þeim vinnubrögð- um sem liggja að baki myndlistar- greinum hans og ættu samt sem áður að liggja í augum uppi við lestur þeirra. Nú hef ég ekki áður haft eirð í mér til þess að æsa mig yfir þessum skrifum Valtýs en nú nenni ég ekki lengur að brosa við þessu meinleys- islega hjali sem með tímanum Á meðan þú lest þessa auglýsingu verða til 60 Ijósrit í U-BIX Ijósritunarvélum á íslandi. Að meðaltali eru það 5 Ijósrit á sekúndu, allan daginn, allan ársins hring. Það er vegna þess að U-BIX Ijósritunarvélarnar eru öflugar og hraðvirkar, hljóðlátar og einfaldar í notkun og hafa lága bilanatíðni. U-BIX Ijósritunarvólar fást í 12 mismunandi útfærslum, eru með sjálfvirka lýsingu og yfirleitt allt það er prýðir góðar Ijósritunarvélar. Þess vegna er U-BIX sjálfsagður kostur þegar Ijósritun er annars vegar. U-BIX LJÓSRITUNARVÉLAR VERÐ FRÁ.......KR. 72.000 stgr. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560 Helstu söluaðilar: Bókaversl. JónasarTómassonar ísafirði • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th. Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga hJf. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum Hallgrímur Helgason verður ekki annað en eintóm van- virðing og andlegur dónaskapur. Því það sorglegasta er að á þessum síðum eina stórblaðsins sem út kem- ur hér á landi skuli birtast þessar greinar sem ekki hafa hin minnstu áhrif nema helst á meðal bama og gamalmenna. Og reyndar eru þessi áhrif svo lítil að þau snúast jafnan við og verka öfugt á fólk. Það sem Valtýr leggur blessun sína yfir á sér varla viðreisnar von eftir það og því sem hann hallmælir geta menn nokkuð vel treyst til þess að vera gott. Það er fyrmefndu áhuga- leysi hans að kenna, almennri vanþekkingu á nýjungum auk óná- kvæmni sem alltaf slæðist inn í greinar hans. Hann fer rangt með nöfn, segist ekki átta sig á því hvert maður sé að fara (enda þá löngu farinn út sjálfur), notar klisjur eins og „einhverskonar súrrealismi“ sem sveitamenn grípa jafnan til þegar eitthvað framandi fyllir augu þeirra, setningar eins og „persónulega finnst mér“ sem aldrei ættu að finnast í texta gagnrýnenda. En í þessu mínu tilviki sendi ég út ítar- lega fréttatilkynningu þar sem ég gaf vissar vísbendingar gáfuðum listáhugamönnum, en hún tekur að vísu á aðra mínútu í flutningi. Að lokum beini ég máli mínu til Morgunblaðsins í eigin persónu, sem er að sönnu blað allra lands- manna og hefur talsverðan metnað til að bera í menningar- og þjóðem- isátt. Það er því grátlegt þegar það dæmir sig algjörlega úr leik í þeirri umræðu og umfjöllun sem nauðsyn- leg er okkar ftjóa listalífi og óneitanlega er til staðar hjá hinum blöðunum. Það er bara ekki tekið mark á Mogganum sem væri kannski ókei ef hann væri ekki les- inn af sjálfri þjóðinni þar sem margt síast inn að lokum. Þá hef ég heyrt hjá kunningjum mínum úr öðmm stéttum lista að þar sé ástandið í gagnrýnismálum blaðsins ekki skárra og í sumum jafnvel verra. Hvemig væri nú að ráða víðsýna, unga, sérmenntaða og duglega menn í stað þeirra gömlu sem feta aftur og aftur sína vikuvissu dálk- sentimetra af gömlum vana. Þeir gætu þá jafnvel haldið úti sérstök- um „listasíðum“ í líkingu við íþróttasíðumar eins og þeir gera svo glæsilega á öðmm bæjum aust- ar á nesinu. Höfundur býr i Reykja vík og starfar sem listmálari. Agnar Friðriksson, Hörður Einarsson og Slimane Bendjedid, for- stjóri og stjómarformaður Air Algerie, ræða málin í Algeirsborg um síðustu helgi. Verklok hjá Arnarflugi í Alsír: Fluttu 52 þús- und pílagríma LOKIÐ er pUagrimaflugi Arnar- flugs i Alsír á þessu ári og voru fluttir alls 52 þúsund pilagrimar frá sjö borgum í landinu til Jedda i Sádi-Arabíu. Til þessa verks voru notaðar fimm DC-8-61- flugvélar, sem flytja 250 farþega í hverri ferð. Að auki tók Amarflug að sér talsvert áætlunarflug fyrir Air Alg- erie frá því í júlí og fram í þennan mánuð. Flogið var milli borga í Alsír og Frakklandi. Alls unnu 170 manns af fimmtán þjóðemum við þetta verkefni. Höfuðstöðvar þess vom í Jedda en auk þess var tölu- verður fyöldi starfsmanna í þeim borgum í Alsír, sem flogið var frá. í fréttatilkynningu frá Amarflugi segir að við lok verkefnisins um síðustu helgi hafi þeir Hörður Ein- arsson stjórnarformaður, Agnar Friðriksson framkvæmdastjóri og Goði Sveinsson átt fund með Slim- ane Bendjedid, forstjóra Air Al- gerie, og öðmm yfirmönnum félagsins í Algeirsborg. Hafi heima- menn þar lýst yfir mikilli ánægju með frammistöðu Amarflugs í pflagrímaflutningunum. Niðurskurði fjárveitinga mótmælt Á FUNDI framkvæmdastjórnar Landssambands framsóknar- kvenna 1. sept. sl. var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Framkvæmdastjóm Landssam- bands framsóknarkvenna mótmælir harðlega aðför menntamálaráð- herra Sverris Hermannssonar að jöfnum rétti bama til náms með hugmyndum sínum um niðurskurð fjárveitinga til skólaaksturs."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.