Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 37 Laxá í Dölum: Mesta veiðin síðan 1973 „Það eru komnir 1.700 laxar á land og sá hópur sem nú hefur verið í einn sólarhring hefur feng- ið 23 laxa. Þetta hefur verið gott í það heila, í raun furðugott miðað við hversu vatnslítil áin hefur ver- ið í sumar. Það hefur satt best að segja nánast ekkert rignt hér síðan 20. júlí,“ sagði Gunnar Björnsson í veiðihúsinu við Laxá í Dölum í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sumarið 1973 veiddust um 2000 laxar í Laxá. Það er veitt til 20. september og hugsanlegt að veiðin nái 1800 löxum. í fyrra veiddust 1600 lax- ar í meira vatnsleysi, en veiðin nú er sú mesta síðan umrætt sum- ar ’73. Veitt er á 6 stangir í Laxá og sést þá enn betur hversu góð veiðin hefur verið. 25 punda lax veiddist í Svarf- hólsgijótum fyrir stuttu, Bragi Jónsson veiddi laxinn og notaði maðk. Er þetta stærsti lax sum- arsins, en einir 15—20 20—23 punda laxar hafa auk þess veiðst í ánni og sagði Gunnar í gær, að þau 14 sumur sem hann hefði verið við ána myndi hann ekki eftir öðru eins af stórlaxi. veiðimaður sá fram á sigur, var búinn að ná laxinum upp á brún- ina sem þarna er. En þegar leikurinn virtist unninn, tók laxinn dýfu, rann framaf brúninni og sargaði línuna í sundur í leiðinni. Mikill lax er í ánni, veiðimenn töldu t.d. um 150 stk. í Skarðshyl um helgina. Góður afli í Korpu ... Það hefur aflast betur í Korpu heldur en frá hefur verið greint og er gaman að geta leiðrétt með þeim hætti. Veiðst höfðu 375 lax- ar á hádegi í gær, en fyrir nokkrum dögum var talan 200 nefnd. Hún kann að hafa verið í fullu gildi fyrir fáum vikum, en veiðitölur eru fljótar að úreldast ef þær eru ekki sagðar strax, sérstaklega þegar laxinn gengur grimmt eins og í sumar. Annars er með ólíkindum hvað hefur veiðst í Korpu, því mikinn hluta sumarsins hefur hún „varla runn- ið“ eins og sagt er þessi síðustu þurrkasumur. Mikill hluti aflans hefur verið tekinn í fossholunum og Berghyl niður undir sjó og stundum mikið í einu, enda eiga þessir staðir til að bókstaflega fyllast af físki þegar göngurnar koma. Grímsá yfir 1800 laxa múrinn Grímsá og Tunguá hafa nú gefíð yfír 1800 laxa, en veiði lýk- ur á miðvikudag svo enn bætist eitthvað við. Þetta er lang mesta veiði í ánni síðan metveiðisumarið 1978, en þá veiddust í ánum 1952 laxar. Enn hefur ekki veiðst 20 punda lax eða stærri í Grímsá, en fyrir nokkrum dögum var háð drama- tísk viðureign við fisk sem var Iangt yfír 20 pund í Strengjunum. Greip laxinn maðk hjá veiðimanni og var togast á vel og lengi. Barst leikurinn upp og niður alla á og Dauft á Laugar- bökkum Skv. veiðibók höfðu 34 laxar veiðst í Ölfusá fyrir landi Laugar- bakka á laugardaginn. Veitt er á tvær stangir, en veiðistaðurinn er skammt neðan vatnamóta Sogs og Hvítár, svo skammt, að þar er veitt í nokkum veginn tæru Sogsvatni. Þetta er einn af þeim veiðistöðum þar sem ýmsa grunar að ekki sé allt skráð sem veiðist, aðrir andmæla því harðlega. Hvað um það, veiðistaðurinn er snotur og kostar lítið. Stærsti sem bókað- ur hefur verið í sumar vó 17 pund. Lax þreyttur f Skarðshyl í Grimsá f sumar. Hylurinn er sagður fullur af laxi. Akureyri: Bæjarstjórn samþykkir áskorun j afnréttisnef ndar Jafnréttisnefnd Akureyrar hefur samþykkt að beina þeirri áskorun til bæjarfógetans á Ak- ureyri að hann sjái til þess að stefnu embættisins við ráðningu lögreglumanna verði breytt og færð til samræmis við lög nr. 65/1985. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti síðan þessa áskorun jafnréttisnefndar með 11 sam- hljóða atkvæðum á fundi sínum 19. ágúst sl. í frétt frá jafnréttisnefnd Akur- eyrar segir að nefndin hafi beint þeim tilmælum til Jafnréttisráðs að það rannsakaði ummæli Erlings Pálmasonar yfírlögregluþjóns á Akureyri en hann lýsti því yfír í blaðaviðtali að engar konur skyldi ráða til afleysinga í lögreglu Akur- eyrar í sumar. í viðtalinu sagði yflrlögregluþjónninn m.a. að það hafi verið samdóma álit sitt og bæjarfógetans, sem jafnframt er lögreglustjóri á Akureyri, að ráða ekki konur í þessi störf. Jafnréttisr- áð telur að Erlingur Pálmason yflrlögregluþjónn á Akureyri hafí brotið gegn 6. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Leiðrétting RANGT var farið með nafn eins fyrrverandi ritstjóra vestur-íslenska blaðsins Lögbergs-Heimskringlu í grein í blaðinu 9. september sl. Þar var sagt að einn_ ritstjóranna, sem komið hefðu frá íslandi til að stýra blaðinu um tíma, hafí heitið Birna Bjömsdóttir. Þetta er rangt, rit- stjórinn heitir Fríða Björnsdóttir. Gallabuxur stæröir 6—16 verö kr. 825,- Úlpur m/hettu stærðir 6-8-10-12-14 mjög gott verð Jogging-gallar margir litir verð kr. 890—950 Háskólabolir stærðir 2—14 verð 550,- Glansbolir m/mynd verð 740,- Stuttermabolir m/mynd verð 340,- Barnapeysur frá kr. 290,- Gammósíur stærðir O—16 verð frá 190,- Ennfremur Gallabuxur verð kr. 995,- — 2300,- Kvenbuxur stærðir 25—32 kr. 1.050,- íþróttasokkar kr. 69,- Þunnir kvenjakkar kr. 595,- Vinnuskyrtur stærðir 38—44 kr. 535,- Peysur í miklu úrvali s-m-1 verð frá 740,- Þykkir herra-mittisjakkar kr. 2.400,- og 2.990,- Handklæði kr. 145,- til 238,- Sængurverasett með myndum kr. 840,- Lakaléreft 240 cm á breidd kr. 222,- pr. m Lakaléreft 140 cm á breidd kr. 140,- pr. m Sængurveraléreft 140 cm á breidd kr. 155,- Viskastykki kr. 67,- Pólóskyrtur verð kr. 690,- Greiðslukortaþjónusta Opið frá 10.00—18.00 Föstudaga 10.00—19.00 Laugardaga 10.00—16.00 Vöruloftið SIGTÚNI 3, SÍMI 83075.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.