Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Fróðlegt að sjá það starf sem unnið er í sambandi við landuppgræðslu á Islandi — seg’ir Louis Rey, formaður Alþj óða-norðurheimskautsráðsins „ALÞJÓÐA NORÐURHEIMSKAUTSRÁÐIÐ, Comité Artique Inter- national, er alþjóðlegur hópur sérfræðinga í málefnum norðuheim- skautsins og hefur aðsetur í Mónacó“, sagði Louis Rey, formaður ráðsins, i samtali við Morgunblaðið. Alþjóða norðurskautsráðið hefur undanfarna daga haldið ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um landupp- græðslu á norðurslóðum. síðustu aldamót einn af frumkvöðl- unum í því að kanna norðurheim- skautssvæðið." Alþjóða-norðurheimskautsráðið hefur allt frá stofnun þess árið 1979, haldið marga fundi og ráð- stefnur víðsvegar um heiminn. Meðal annars hafa verið haldnar ráðstefnur um haffræði Norður- íshafsins og hvað verður um efnaúrgang á því svæði, um sam- vinnu við vinnu neðansjávar á svæðum þöktum ís og orkumálefni norðurheimskautssvæðisins. Einnig hafa verið starfandi vinnuhópar á vegum ráðsins, sem hafa unnið að ýmsum málefnum, s.s. áhrifum hljóðmengunar á spen- dýr sjávarins og hvemig best er staðið að menntun meðal þjóðflokka „I ráðinu eru ekki emungis vísindamenn, heldur einnig sér- fræðingar á ýmsum sviðum er snerta norðurheimskautssvæðið beint eða óbeint. Þrjár meginástæður eru fýiir því að ráðið var sett á stofn í Mónakó. Sá staður varð fyrst og fremst fyr- ir valinu vegna þess að aðsetur ráðsins átti að vera í ríki, sem hafði engra pólítískra hagsmuna að gæta á norðurheimskautinu, en allar rannsóknir sem framkvæmdar eru á vegum ráðsins eiga að vera óháð- ar vilja einstakra ríkisstjóma. Það átti líka sinn þátt í þessari ákvörðun að Rainer, fursti af Mónako, er mikill áh'ugamaður um náttúru- vemdun og langafi hans, Albert fynum fursti af Mónakó, var um HRAÐLESTUR — NÁMSTÆKNI Vilt þú auðvelda þér námið og vinnuna? Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú eiga meiri frítíma frá náminu og vinnunni? Vilt þú læra árangursríkar aðferðir í námstækni? Svarir þú þessum spurningum játandi, skaltu ekki hika lengur, heldur drífa þig á næsta hraðlestr- arnámskeið, sem hefst þriðjudaginn 23. septemb- er nk. Síðast komust færri að en vildu, svo þú skalt skrá þig snemma. Skráning öll kvöld kl. 20.00—22.00 í síma 611096. HRAÐLESTRARSKÓLIIMN. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON & CO. Skúlatúni 4, 105 R., S. 20350 — 20351. á norðursvæðum. Ráðinu er þó ekki ætlað að hafa neitt framkvæmdavald. Það er ein- vörðungu ráðgefandi sérfróður aðili. Erindi og niðurstöður þessara ráðstefna hafa verið gefnar út í bókaformi og eru mikilvæg upp- sláttarheimild á bókasöfnum og fyrir sérfræðinga er vinna að mál- efnum norðurheimskautsins. Ráðstefnan um uppgræðslu lands á norðurslóðum er sú sjötta sem Alþjóða-norðurheimskautsráðið gengst fyrir. „Það var mjög fróðlegt fyrir okk- ur að sjá það starf sem unnið er í sambandi við landuppgræðslu á Is- landi. Ekki einungis á þeim svæðum sem hafa orðið eldgosum að bráð heldur einnig á þeim svæðum, sem komið hafa undan jöklum þegar þeir hörfa. Það hafa sum landsvæði tekið geysilegum stakkaskiptum síðan ég kom hingað fyrst árið 1968, s.s. svæðin við Gullfoss og Heklu. Þau hafa breyst frá því að vera að mestu Louis Rey Morgu nblaðið/RAX svartar auðnir í fagurgræna gróð- urreiti. Hér á íslandi höfum við líka séð hversu gagnlegt það er að þjóðir, sem búa við nokkuð svipaðar að- stæður, skiptist á ýmiss konar reynslu. Tré frá Alaska virðast, svo dæmi sé tekið, dafna sérlega vel á íslandi. Á ráðstefnunni var talað um að við verðum að læra, að náttúru- Fatasöfnun Rauða krossins er hafin um land allt FATASÖFNUN Rauða krossins er hafin um allt land. Þegar hefur mikið magn af fatnaði borist til aðalstöðva félagsins í Reykjavík og eins til margra deilda úti á landsbyggðinni. í fyrra efndi Rauði krossinn líka til fatasöfnunar, og þá bárust tæp- lega áttatíu lestir af mjög góðum fatnaði, bæði á fullorðna og böm. Fötin sem söfnuðust í fyrra voru send til Afríkuríkja og til Nicaragua eftir að búið var að ganga þannig frá þeim að samræmist reglum sem Alþjóða Rauði krossinn setur, en það var gert í Danmörku. Samvinna var milli RKÍ og danska Rauða krossins um flokkun og pökkun fatnaðarins og eins flutninginn. Þetta kostar allt mikla vinnu og talsvert fé. Þannig eru þau föt sem send hafa verið á vegum RKÍ met- in á um þijár milljónir króna og bendir allt til að í ár verði kostnað- urinn ekki minni. Af hálfu félagsins hefur þess ekki verið krafist að fólk legði fram fé með fötum sem það gefur en hitt má vera ljóst að með því að gera það létta gefendur mjög mikið undir og veita mikilsverðan stuðn- ing um leið og tryggt er að unnt verður að senda héðan meira magn en annars væri hægt. Áætlaður kostnaður við fatasendingar á veg- um félagsins í ár er um 50 krónur á hvert kílógramm. Iþróttakennarar - íþróttakennarar Nú mætum við öll 3. og 4. okt. Dagskrá: Föstudagur 3. okt. í íþróttamiðstöð í Laugardal. Kl. 14.00. Pallborðsumræður um framtíð íþrótta- kermaramenntunar á íslandi. Frummælendur: íþróttafulltrúi ríkisins, fulltrúi ÍKÍ, fulltrúi ÍKFÍ, fulltrúi KHÍ. Fyrirspurnum beint til frummælenda og almennar umræður. Lok umræðna kl. 17.00. Kl. 20-23: Aðalfundur ÍKFÍ. Venjuleg aðalfundarstörf. Laugardagur 4. okt. í íþróttamiðstöð, Laugardal. Kl. 10.00. Fyrirlestur: Sigríður Soffía Sandholt. Hreyfiþroski. Æfingar fyrir yngstu nemendurna. Markmið æfinganna. Kl. 13.00-17.00 í íþróttahúsi KHÍ. Leikfimi: Þórir K. og Jónas T. Ýmsir leikir með músík: Hafdís Árnadóttir. ÍKFÍ. vemd og endurgræðsla lands eru hlutir sem þarf að skipuleggja vel áður en hafnar eru ýmiss konar framkvæmdir er valda röskun á gróðri. Við sáum gott dæmi í Hvera- gerði þar sem staðið hefur verið vel að þessum málum. Þar var byggt stórt hótel með tilheyrandi jarð- raski, en okkur var sagt að lóðin umhverfis hótelið hafi verið kláruð á undan sjálfri hótelbyggingunni. Annað atriði sem snertir Island og var mikið til umræðu á ráðstefn- unni var þáttur nautgripa og sauðfjár í landeyðingu. Það er mik- ilvægt að menn átti sig á því að ekki er hægt að sleppa dýrum á beit á hvaða svæðum sem er. Ann- að getur haft afdrifaríkar afleiðing- ar í för með sér og sáum við nokkur miður fögur dæmi um slíkt í grennd við Búrfell. Meginávinningurinn með þessari ráðstefnu held ég að hafi verið að hún hefur hjálpað okkur að skilja betur hvernig náttúran er að þróast á norðurslóðum og hversu nátengd sú þróun er efnahagslegri þróun á sömu slóðum. Það má segja að sið- menningin hafí sinn fórnarkostnað. Ef við viljum framkvæma eitthvað verðum við að þola þann kostnað, það tjón, sem af því kann að hljót- ast. Þó má einnig segja að tæknilega séð höfum við nú leiðir til að fyrir- byggja landeyðingu í ríkari mæli en áður og jafnvel möguleika á að snúa þróuninni við og breyta um- hverfismálum til batnaðar." Ungnr Afríkumaður í íslenskum fatnaði. Gunnar G. Schram kjör- inn formaður norrænna háskólamanna ÁRSFUNDUR bandalaga há- skólamanna á Norðurlöndum var haldinn í Uppsölum í Svíþjóð 2. september sl. Á fundinum var Gunnar G. Schram, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), kjörinn formaður samtaka há- skólamanna á Norðurlöndum, en félagsmenn þeirra eru um 800.000 talsins. í tilkynningu frá BHM segir að á ráðsfundinum hafi verið rætt um sameiginleg hagsmunamál háskóla- manna á Norðurlöndum og hafi sérstök áhersla verið lögð á eftirfar- andi þijú atriði: í fyrsta lagi að menntun yrði að vera arðbær bæði fyrir einstakling- inn og þjóðfélagið og því yrði ,/að bæta kjör háskólamenntaðra manna og auka kaupmátt launa þeirra. í öðru lagi þyrfti að að breyta námslánakerfínu á Norðurlöndum þannig að skuldabyrðin léttist og fleiri veldu því háskólanám. í þriðja lagi væri mikil nauðsyn á því að veija auknu fé til háskóla- rannsókna og bæta starfsaðstöðu þeirra, sem þær stunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.