Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Jarðhitaráðstefna SÞ haldin hér í fyrsta sinn Frá jarðhitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Morgunbiaðið/Bjami Jarðhitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í gær á Hótel Loftleiðum. Ráðstefna þessi er haldin árlega og er þetta í fyrsta sinn, sem hún er haldin hérlend- is. Utanríkisráðuneytið og Orkustofnun standa að ráðstefn- unni í samvinnu við „Landsvirkj- un Ítalíu“. Tæknisamvinnudeild Sameinuðu þóðanna í New York hefur skipulagt ráðstefnuna og býður til landsins um 40 fulltrú- um 30 landa, sem flest eru v þróunarlönd. Að auki sækja ráð- stefnuna 10 nemendur Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna og um 40 íslenskir þátttakendur. Ingvi Ingvarsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu setti ráð- stefnuna, en að því búnu hófust fyrirlestrar. Fulltrúar ýmissa landa fluttu skýrslur um þróun og stöðu jarðhitamála í sínum löndum og sérfræðingar fluttu fyrirlestra um ýmis efni. Meðal íslenskra fyrirles- ara á ráðstefnunni eru Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri og Ingvar B. Friðleifsson fyrrverandi skólastjóri Jarðhitaskólans og starfsmaður Norræna Iðnaðarbankans. Föstudaginn 19. september verð- ur farið í skoðunarferð í Hitaveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og Hita- veitu Suðumesja. Laugardaginn 20. september verður farið á Nesja- velli, Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Erlendu þátttakendumir halda síðan á sunnudag til Ítalíu og skoða þar jarðhitasvæði og orkuver. Tilgangur ráðstefnunnar er að §alla um rannsóknir, virkjun og nýtingu jarðhita í þróunarlöndun- um. Islendingar hafa haft afskipti af þessum málum frá upphafi jarð- hitaverkefna Sameinuðu þjóðanna og hafa um 20 íslenskir sérfræðing- ar farið til um 30 þróunarlanda sem ráðgjafar Sameinuðu þjóðanna. Jarðhitaskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna verið í Reykjavík undan- farin átta ár og útskrifað um 60 styrkþega og 20 aðra nemendur. I tengslum við jarðhitaráðstefnu SÞ: Sölukynning á íslensku hugviti SAMHLIÐA jarðhitaráðstefnu i. Sameinuðu þjóðanna fer fram á Hótel Loftleiðum sölukynning á vegum Orkustofnunar erlendis hf. Orkint Ltd., eins og þetta fyrir- tæki er kallað („Orkustofnun Intemational") var stofnað af iðn- aðarráðherra síðastliðið ár til þess að markaðssetja sérþekkingu Orku- stofnunar á erlendum vettvangi. Orkustofnun er mjög sérhæfð á sviði rannsókna og vísinda. Nýtur Afmæli á Þingeyri , í DAG þriðjudaginn 16. september, er 75 ára þúsundþjalasmiðurinn og forstjórinn Matthías Guðmundsson, Aðalstræti 9, Þingeyri. Þeir sem sjá hann við iðju sína í smiðjunni sjá kannski að maðurinn er farinn að eldast. Hinir sem sjá hann mússis- era í heimboðum eða á dansgólfi á mannamótum segðu hann ekki eldri en sextugan. Hann og kona hans, Camilla Sig- mundsdóttir, verða Qarrverandi úr bænum í dag, en Þingeyringar óska þeim góðra stunda þennan dag, og alla aðra dag. Vinur hún álits víða um heim, einkum S þeim ríkjum, þar sem jarðorka er nýtt eða stefnt að henni, og gildir það bæði um einstaka starfsmenn sem stofnunina í heild. Frá því að fyrirtækið var sett á laggimar hefur að sögn Ingvars Níelssonar framkvæmdastjóra bor- ist fyöldi fyrirspuma víðs vegar að úr heiminum, bæði frá opinberum stofnunum sem einkafyrirtækjum. Meirihluti þessara fyrirspuma krefst sérþekkingar í verkfræði, framleiðslu og framkvæmdum og falla því að hluta til utan hefð- bundins verksviðs Orkustofnunar. Leitar Orkint þá samvinnu við sér- hæfð fyrirtæki í samræmi við fyrirliggjandi óskir og sameinar hagsmuni þeirra um verkefnin. Orkint vinnur í samvinnu við Virki og Jarðboranir að verkefnum í Grikklandi og Tyrklandi og vinnur einnig að öflun verkefna í Costa Rica og Tyrklandi í samvinnu við Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsen og fleiri. Öll verkefna Orkint eru að einhverju leyti unnin af Orkustofnun og sum einvörðungu. Snemma á þessu ári sameinuðust tuttugu íslenskir aðilar undir for- ystu Orkint um átak til kynningar og sölu orkuhugvits á erlendum vettvangi. Verða haldnar þrjár sölu- Morgunblaðid/RAX Ingvar Nielsson framkvæmda- stjóri Orkint: Árangur af kynn- ingarstarfinu er þegar farinn að koma i Ijós. sýningar samtímis alþjóðlegum tækni- og vísindaráðstefnum. Fyrsta sýningin var í Lögbergi, aðsetri lagadeildar Háskóla Islands, þar sem fram fór ráðstefna vatna- líffræðinga í ágúst, önnur sýningin í röðinni er sýningin að Hótel Loft- leiðum og þriðja sýningin verður í Cannes, samhliða alþjóðlegri ráð- stefnu um orkumál. Er þar búist við 4-5.000 gestum víðs vegar að úr heiminum. í stjóm Orkint sitja Jónas Elías- son aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra, formaður, Valdimar K. Jónsson prófessor og Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri. Fram- kvæmdastjóri Orkint er Ingvar Níelsson. Frá minningarmessunni í Kristskirkju. 50 ár frá strandi Pourqoui Pas?: Dr. Charcot og skipveija minnst með ýmsum hætti SVO SEM lesendum Morgun- blaðsins er kunnugt eru 50 ár liðin frá strandi franska rannsóknarskipsins Pourquoi Pas? I tilefni þess var sungin minningarmessa um skipveija í Kristskirkju í Landakoti á sunnudag. Meðal gesta var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. I morgun siglir franska herskipið Vauquelin eins nálægt strand- stað og auðið er í fylgd varð- skipsins Týs. Hingað til lands er kominn Georges Petit, forseti félagsins Societé Philatique Polaire Jean Baptiste Charcot, sem er minn- ingarfélag um dr. Charcot, leiðangursstjóra á Pouquoi Pas? Á miðvikudag mun Petit af- henda bæjarstjóm Akraness minningartöflu um dr. Charcot. Minningartaflan góða. Ono afbendir Ólafi Kagnari Grímssynf friðarverðlaun samtak- 'aiina BétteÍF World. Þingmannasamtökin „Hnatt- ræm átak“ fá friðarverðlaun ÓLAFUR Ragnar Grímsson, prófessor og varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins, tók á miðvikudag í fyrri viku við friðarverðlaunum bandarísku samtakanna Better World (Betri heimur) fyrir hönd al- þjóðlegu þingmannasamtakanna Global Action (Hnattrænt átak), sem hann er í forystu fyrir. Athöfnin fór fram fram í Waldorf Astoria- hótelinu í New York og það var hin heimsfræga söngkona Yoko Ono, sem afhenti Ólafi Ragnari verðlaunin. Alþjóðlegar fréttastofur hafa ekki skýrt frá þessari verðlauna- veitingu, en Ólafur Ragnar sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær, að hennar hefði verið getið í sjónvarpi í New York. Ólafur sagði, að þingmannasamtök- in hefðu fengið' verðlaunin vegna - tveggja . vetkefna sinna. í fyrsta lagi fyrir að koma saman leiðtoga- hópnum frá.lörkium sex - Indlandi, Argéntínu, Svíþjóð; Mcxíkó, Grikk- landi og Tanzaníu - en þessi leið- togahópur hefði með markvissum tillögum skapað nýjan giundvöll í afvopnunarmálum. I öðru lagi væru verðlaunin veitt fyrir að hrinda í framkvæmd eftirliti bandarískra vísindamanna innan Sovétríkjanna til að tryggja að bann við tilraunum með kjarnorkuvopnum. yrði haldið. Grundvöllur að þessu óháða eftirliti hefði verið lagður þegár Ólafur Ragpar og þrír aðrir fulltrúar Glob- al Action áttu í apríl viðræður í Moskvu við Shevardnadze utanrík- isráðherra Sovétríkjanna. Að sögn Ólafs Ragnars voru samtökin Better World stofnuð á síðasta ári og er hlutverk þeirra að veita viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfísmála, afvopnunar- og friðarmála og mannúðarmála og vekja athygli á nýjum hlutum á sviði alþjóðamála. Hann sagði, að í stjórn samtakanna væru margir heimskunnir menntamenn, stjóm- málamenn, vísindamenn og lista- menn-, þ. á m. Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, Cyrus Vance, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Gro Harlem Brundt- lánd, forsætisráðherra Noregs. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.