Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 49 Með aðra hönd á stýri - eða bylting í umferðaröryggi eftir Þórð Kristinsson Seint verður gengið of langt í að brýna fyrir fólki varkámi í um- ferðinni og bættar venjur bæði bílstjóra og gangandi vegfarenda. Ástæðan er einfaldlega sú að flest okkar sem erum rólfær verðum að taka þátt í umferðinni, stundum oft á dag við margbreytt skilyrði gatna, veðra, vinda, birtu, bíla og heilsu- fars. í Reykjavík er byggð dreifð og vegalengdir töluverðar og því ver fólk dijúgum tíma vöku sinnar við það að ferðast frá einum stað á annan. Til siðs er að kalla allt það sem fram fer við þessa iðju umferðarmenningu; a.m.k. í við- tölum í útvarpi og blöðum við postula umferðar. Eins og við flest vitum eru til lög og reglur umferðar sem m.a. sér stað í allskyns skiltum og ljósum til leiðbeiningar, hersveitum lög- regluþjóna sem þeytast um í dýrum farskjótum til að sinna umferðar- gæslu og halda uppi þessum lögum og reglum. Allt er þetta náttúrulega menningarauki. Þá eru bflamir uppfullir af alls- konar öryggisútbúnaði, ljósum, hemlum, hemlaljósum, speglum, aurhlífúm, öryggisbeltum o.s.frv., auk þess sem viti borið fólk situr undir stýri. En tilefni þessara skrifa er einmitt að kynna nýtt öryggis- tæki sem bæst hefur í hópinn og ætti að vera handhægt sérhveijum ökumanni, auk sjónauka og bflút- varps með FM-bylgju. Sennilega er nauðsynlegt að setja sérstök lög sem gera skylt að tól þetta sé í hveijum bfl og gefa síðan út reglu- gerð þar sem lögin eru nánar útfærð. Slík lagasetning er ekki einungis jafn nauðsynleg og laga- setning um að aka með logandi ljósum um hábjartan daginn eins og Svíar gera og að ökumenn brosi hver framan í annan í tíma og ótíma, heldur yrði hún í senn mik- ill menningarauki og skapar auðvit- að ný atvinnutækifæri. Enn fremur er ljóst að tólið yrði mikill styrkur tannhjólinu sem ökuþórar eiga að ímynda sér á gatnamótum mikillar umferðar, engu að síður en brosið sem þeim ber siðferðisskylda til að setja á andlitið er þeir mæna á nærstaddan ökuþór. Hið nýja ör- yggistæki er náttúrulega farsíminn. Ávinningur þessa nýja tækis er slíkur að nánast er þarflaust að minnast á hann. Verður því látið nægja að nefna eitt dæmi þar sem öryggi farsímans er skýlaust. Segj- um að ekið sé úti á landsbyggðinni þar sem vegur er hlykkjóttur og skyggni e.t.v. slæmt og maður sér bfl nálgast á ógnar hraða af hliðar- vegi eða úr gagnstæðri átt, t.d. á blindhæð, og verður strax ljóst að ökuþórinn hefur ekki komið auga á bifreiðina sem maður ekur. Árekst- ur er óumflýjanlegur. En þá kemur farsíminn til bjargar. Maður tekur aðra hönd af stýri og leggur frá sér vindilinn, þ.e.a.s. ef maður er að reykja vindil, þrifur í gírstöngina og skiptir niður um nokkra gíra, tekur sjónaukann og kíkir eftir skrásetningamúmeri bílsins sem nálgast, festir það í minni eða ritar niður á laust blað sem er við hönd- ina, lýkur upp símaskránni og finnur bls. 20, lætur fingurinn renna niður síðuna með hjálp augn- anna uns númer bflsins er fundið, les farsímanúmerið sem á við skrá- setningamúmerið, festir það í minni eða ritar á sama blað og fyrr (sem er við höndina), fálmar eftir farsím- anum, velur 002 og biður röddina sem svarar um viðeigandi farsíma- númer, bíður í augnablik og er þá þegar kominn í samband við öku- þórinn sem nálgast og vekur athygli hans á sér. Eina hættan hér er að hinn ökuþórinn sé að tala í símann eða að hann geri slíkt hið sama og maður sjálfur og hringi til manns jafnsnemma þennig að hvorugur nái sambandi. En þótt þetta sé ijar- lægur möguleiki þá er séð við honum; því eins og gildir um öll dýrðartæki þá er farsíminn þeirrar náttúru að hann er ekki á lokuðu kerfí, sé útvarpið opið og stillt efst á FM-bylgju má hlýða á farsíma- samtölin og vera þannig ávallt inni á línunni ef svo má orða. Á meðan þessu fer fram er önnur hönd á stýri, en hin í tengslum við hin nýju hjálpartæki og athygli skipt á milli tveggja verkefna; að aka bifreiðinni og eiga við sjón- auka, símaskrá og síma. Til við- bótar því að komast þannig í beint samband við ökumann sem nálgast eða hvaða ökumann sem er og hvar sem er á landinu ef því er að skipta, þá eykst öryggið við aksturinn til mikilla muna við það eitt að ökuþór getur leyft sér að dreifa athyglinni og láta báðar hendur og augu vinna „Þá eru bílarnir upp- fullir af allskonar öryggisútbúnaði, ljós- um, hemlum, hemlaljós- um, speglum, aur- hlífum, öryggisbeltum o.s.frv. En tilefni þess- ara skrifa er einmitt nýtt öryggistæki sem bæst hefur í hópinn og ætti að vera handhægt sérhverjum ökumanni, auk sjónauka og bílút- varps með FM-bylgju.“ mörg verk samtímis. Einungis það smávægilega atriði að geta svarað í síma í mikilli umferð er stór akk- ur menningunni, herðir öryggið og hlýtur að lokum, er nokkur æfíng hefur fengist, að leiða til þess að árekstrar verða úr sögunni. Enda hlæja menn sig máttlausa nú til dags er þeir reka augun í skilti sem bannar viðræður við vagnstjóra strætisvagna í akstri. Hvílík fá- sinna! Hvflík forneskja! Með hinum nýju tólum fá skynfæri sjónar, heymar og snertingar auk þess kærkomna æfíngu, sem ekki er lítið atriði í samfélagi þar sem æfing hverskyns og þjálfun er lykilnauð- syn. Vindil og viðbit má svo grípa með sér áður en lagt er í för til eflingar bragðlaukum og lyktar- skyni. Augljóst er að farsíminn er af hinu góða hvemig sem á er litið og sætir vissulega furðu hversu menn taka seint við sér er þvflíka gersemi rekur á fjörur; reyndar kann að vera að hátt verð ráði ein- hveiju um að hann er ekki þegar orðinn almenningseign, þrátt fyrir ríkjandi góðæri, eða að öryggis- þætti símans hefur ekki verið veitt nægileg athygli. Er það því vissu- lega verðugt verkeftii stjómvalda og sérfélaga ökuþóra að taka nú rækilega við sér og linna ekki látun- um fyrr en farsími er í hveijum bíl; að ógleymdum sjónauka og út- varpi. Til að auðvelda baráttuna ætti þegar í stað að niðurgreiða þessi tæki eins og landbúnaðarvör- umar, setja nefndir og koma á fót nokkmm sjóðum, t.d. stofnlána- sjóði, nýmælasjóði, öryggissjóði og farsímasjóði, svo menn fái tólin endurgjaldslaust og jafnvel verði nokkurt fé lagt með þeim til aug- Ijósrar búbótar 'í góðærinu. Stað- reyndin er nefnilega sú að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Höfundur er prófstfári Háskólans. íbúðir fyrir aldraða á Hvolsvelli Verkalýðsfélagið Rangæingur hefur Iokið byggingu tveggja 70 fermetra íbúða sem ætlaðar eru öldruðu verkafólki. íbúðirnar, sem eru í steinsteyptu einnar hæðar parhúsi, standa gegnt fyr- irhugaðri aðalbyggingu Dvalar- heimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli og í næsta nágrenni við önnur mannvirki Dvalar- heimilisins, sem og heilsugæslu- stöðina á Hvolsvelli. íbúðimar afhendast fullfrá- gengnar að öllu leyti, utan og innan, með frágenginni lóð. í íbúðunum er gert ráð fyrir því, að þeir sem em hreyfíhamlaðir eða bundnir hjólastólum geti hindmnarlaust ferðast um og miðast staðsetning tækja og aðstaða í eldhúsi og bað- herbergi við sérþarfír þeirra. í hvorri íbúð er gert ráð fyrir að setja megi kallkerfi, sem tengja má nær- liggjandi vaktþjónustu og einnig er annar öryggisbúnaður fyrir hendi, m.a. sérstakt eldvarið efni í milli- veggjum. íbúðimar em með skjól- veggjum út á lóðir og hellulögðum sólpöllum fyrir allri suðurhlið. Þeir félagsmenn í Verkalýðsfé- laginu Rangæingi sem orðnir eru 63 ára eða eldri, eiga rétt á að kaupa þéssar íbúðir. Félagar sem náð hafa 67 ára aldri eiga þó for- kaupsrétt. Frávik frá þessum mörkum em einungis ef um er að ræða líkamlega örorku. íbúðirnar em seldar á byggingar- kostnaðarverði með forkaupsrétti og innlausnarskyldu Verkalýðsfé- Iagsins Rangæings. Með byggingu þessara íbúða er lokið fyrsta áfanga áformaðrar 10 íbúða byggingarframkvæmdar fyrir aldrað verkafólk í Rangárvalla- sýslu, sem Verkalýðsfélagið Rangæingur hefur látið hanna og skipuleggja á sama byggingarsvæði á Hvolsvelli. in ■H — E3NFALT ÖRUGGT OG ARÐBÆRT Höfum í umboðssölu BANKABRÉF - lausn sem hefur vantað • Mjöggóðávöxtuu - 16.4%-17.4%. • Öryggi - Veðdeildlðnaðarbankanserskuldari. • Stuttur binditími — frá 3 mánuðum. • Einseinfaltaðkaupabréfínogaðleggjaféábók. • Iðnaðarbankinn leggur féð inn á reikning þinn, ef þú vilt. • Hægt er að selja bréfín fyrir gjalddaga. Gerum ekki einfalt dæmi flókið. Bankabréfin eru til sölu í öllum útibúum bankans. © lönaðarbankinn -nút'm IwHki * ■ r'i," /V’ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.