Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Frá sérsýningu: List og vísindi. F eneyjabíennall III Á Italíu eru listamenn taldir vera ungir fram að fertugsaldri. „Opna sýningin“ á bíennalnum er nokkurs konar ungmennadeild þar sem alþjóðleg dómnefnd valdi 49 unga listamenn til þátt- töku. Tilskilið var að þeir hefðu aldrei verið með áður. Þennan þátt bíennalsins er að finna í „Kaðlagerðinni" (Corderie dell’Ars- enaie; sjóhershúsakynnum). Fljótt frá er að segja að ungu lista- mennimir björguðu engu andliti. Kannski var dómnefndin of rugluð til að valda hlutverki sínu; dómnefndir hafa gjarnan til- hneigingu til að vera úti að aka. Nunzio, sá er hlaut ungmenna- styrkinn að þessu sinni, (jafnvirði ca. 40 þús. DM) gerir myndir sem eru á mörkum skúlptúrs og mál- verks. Hann málar ávallt í dökkum litum. Það er svo mikið af birtu á Ítalíu allan ársins hring, að það felst talsverður munaður í því að mála dökkt. En ... Meiningin var að minnast að- eins lítilsháttar á temasýninguna „List og vísindi". Þessi sérsýning innan ramma bíennalsins ein- kenndist talsvert af glappaskot- um. Ekki er þó ætlunin hér að fara að segja ítalska glappaskota- brandara. „Listum og vísindum“ er skipt niður í sjö einstakar heildir sem bera yfirskriftimar „Rúmið", „Liturinn", „Tækni og upplýsing", „Líffræði og list“, „List og al- kemía“, „Furðuherbergið" og „Vísindi í þágu listar". Vísast er þessari sýningu ætlað að trekkja að mannfjölda. Fýrir þá sem ekki eru mikið inni í listum gefur þama á að líta ýmsan þann misskilning sem almenningur telur vera list, en er það ekki í ströngum skiln- ingi. Eins konar rússíban. Það þarf að laða fólk að bíenn- alnum. Hann er kostnaðarsamt fyrirtæki, sem eilíflega berst í bökkum Qárhagslega; 1974 féll hann t.d. niður vegna fjárskorts. Vonast er eftir rúmlega tvöhundr- uð þúsund borgandi gestum á bíennalinn í sumar. Eru þetta mest ferðamenn sem skilja eftir sig vænar fúlgur í Feneyjum. Að öðru leyti eru það ýmis stóriðnað- arfyrirtæki sem borga brúsann. Áður íyrr var það kirkjan og aðall- inn sem studdi við bakið á menningunni. Nú eru þessir aðilar blankir en iðnaðarfyrirtæki hafa tekið við hlutverki, sem er að reisa í samtímanum þá minnisvarða er seinna meir verða kallaðir glæst afrek fortíðarinnar. Er ekki nær fyrir Seðlabankann að fara að gera út á list? Og önn- ur ámóta fyrirtæki? Stolt þjóð- anna er nú einu sinni menningin sem þau hafa upp á að bjóða. Þýzka sjónvarpið sendi út 45 mínútna þátt um Feneyjabíenn- alinn. Eftir gondólainngang byijaði það á íslandi Errós og endaði á Polke, sjálfu sér; pró- grammið var í dúr þessara greina, tónarnir áþekkir og kurteisin látin sitja í fyrirrúmi; mörgu sleppt af ásettu ráði! Myndlistarpáfinn í Róm heitir Achille Bonito Oliva; eða hann gegndi þessu óopinbera embætti a.m.k. til skamms tíma. Hann setti fram hugtakið „transavant- gardia" yfir það málunaræði sem ýmist var kallað „nýja málverkið" eða „villta málverkið". Nú er þetta víkjandi fyrirbæri í myndlistar- heiminum og því er hann krítískur í blaðadómi um bíennalinn í ár. En ekki alveg óréttilega. „Stóra svarta holan afskrifar Beuys." Þannig hljóðar fyrirsögn á grein Oliva. Svarta holrúmið er að hans áliti sá partur bíennalsins er kallast „List og akademía". Erró hélt líka vatni af hrifningar- leysi yfir þessu tilleggi til bíenn- alsins, og talaði um að mestan part væri þarna að finna þriðja klassa listaverk. Hann sagðist hafa þekkt Arturo Schwarz, er skipulagði þetta framlag, en væri feginn núna að hafa ekki séð hann í fimmtán ár. Sjálfur þykist ég vita, jafn hallærislegt og það er kannski að segja það, að þama er túristabeitan. En svo var það ekki ætlun mín að fara að segja ítalska glappaskotsbrandara. Hvemig í ósköpunum hinir ítölsku skipuleggjendur fóm að því að yfirsjá Joseph Beuys, minnir mig óhjákvæmilega á íslenzkan kmmmaskuðshátt, sem ég er allt- af að vona að fari nú bráðum að líða undir lok. Beuys var á alkem- istalínunni og þótt ég hafi aldrei verið persónulega aðdáandi hans, tekst mér ekki að líta fram hjá þeirri staðreynd, hver áhrif hann hefur haft í þessum heimi sem kallaður er myndlistarheimur, á þessari öld; hann var þýzkur áður en hann hvarf til jarðarinnar í janúar síðastliðnum. Jarðneskur heitir það að vera dáinn. Alkemistalínan. Hvernig á að útskýra hana í sem allra stystu máli? Stundum held ég að íslensk- an sé jafn blönk og ríkiskassinn, og jafn mikið á hvínandi kúp- unni. Það góða, hins vegar við íslenzkuna er þó það, hversu tak- markað svigrúm hún hefur til að fara út í verðbólguorðaleiki. Eða er mér að skjátlast? Hugtök í myndlist em, eins og í lífínu sjálfu, ákaflega mikið á reiki. Allir láta samt sem þeir séu með á nótunum. Orðið gullgerðar- list kemur hér ekki fyllilega að notum nema höfð sé í huga þráin eftir hinu óræða og næstum því óhöndlanlega í mannssálinni. List- in er ólík vísindunum að því leyti að hún reynir að gera leyndum mannsins skil, þegar henni tekst best upp. Vísindin í dag virðast hins vegar blunda yfir lítt dulbú- inni mannkynssjálfsmorðshneigð. Sú miðaldahugmynd að umbreyta mætti óæðri málmum í gull, heppnaðist reyndar aldrei í önd- verðunni, þótt mikið væri reynt af alkemistum. Þeir reyndust flestir vera loddarar á sinni samtíð þótt gullgerðarlistin hafi aftur á móti lagt grundvöllinn að nútíma efnafræði. í dag er vitað með vissu að eitt frumefni getur breyst í annað. Sólin sem skín á okkur annast t.d. slíka starfsemi. Hvað snertir listamenn í dag og al- kemíu þá er eftirsóknin ekki eftir gulli, kannski fremur eftir breyttu vitundarástandi mannsins, þar sem skilningur situr í fyrirrúmi og maðurinn verður frjáls: þjóð- félagslegi skúlptúrinn vaknar til vitundar um sjálfan sig. Listin þráir nýtt endurreisnartímabil. I heildina tekið þá sýnir sú list sem bíennallinn í Feneyjum hefur upp á að bjóða í ár, að vandamál líðandi stundar eiga ekki mikið upp á pallborðið. Hinar þungu vafir fyrirtækisins valda því. Engu að síður er ástæða til þess að óska eftir a.m.k. þijátíu svona bíennölum til viðbótar, þrátt fyrir allt. Heimurinn stendur þá í það minnsta á meðan. TEXTI OG MYNDIR: Einar Guðmundsson BORNIN VEUA pkiumobil JLívesrpnai t LAUGAVEGI 18A - 101 REYKJAVlK - SlMAR 11135, 14201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.