Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 39 AKIJREYRI Leikfélag Akureyrar 70 ára: Fimm verkefni á fjölunum í vetur SJÖTUGASTA starfsár Leik- félags Akureyrar hefst með frumsýningu á barnaleikritinu „Herra Hú“ eftir Hannu Makela laugardaginn 27. apríl nk. Verk- efni leikfélagsins verða fimm í vetur. Sextánda apríl 1987 á LA afmæli og gefur af því tilefni út bók um sögu leiklistar á Akur- eyri frá upphafi. Hana skrásetur Haraldur Sigurðsson. „Ég tel að Gangnamenn í ógöngum LIÐSMENN Hjálparsveitar skáta á Akureyri voru kallaðir út á sunnudag til aðstoðar tveimur gangnamönnum. Annar lenti í sjálfheldu í brattri skriðu, hinn kom ekki fram á fyrirframreikn- uðum tíma en fannst svo. Hvorugum varð meint af. Fyrmefndi gangnamaðurinn lenti í sjálfheldu í brattri skriðu í vestanverðum fírðinum, við Skjóldal — rétt við bæinn Ystagerði í Saur- bæjarhreppi. Þegar Hjálparsveitar- menn komu á staðinn höfðu heimamenn hjálpað viðkomandi úr prísundinni. í sama mund kom beiðni um leit að öðrum gangnamanni austan megin við fjörðinn. Hann hafði ekki komið á tilsettum tíma. Voru þá kallaðir út fleiri sveitarmenn svo og félagar í Flugbjörgunarsveitinni. Maðurinn fannst svo um kl. 20.30 á sunnudagskvöld eftir um tveggja tíma leit. Hann hafði lent í brattri skriðu þar sem hann treysti sér ekki niður, en þar sem maðurinn vissi af annarri leið niður gekk hann alla leið inn í dalbotn í Þver- árdal og þar niður. Hann mætti síðan leitarmönnum á leið sinni fram dalinn, heill á húfi og hress. þessi bók verði mikilsvert fram- lag til íslenskrar leiklistarsögu. Þar kemur glögglega i Jjós hversu öflugt leiklistarlíf hefur verið hér í bænum alla þessa öld,“ sagði Pétur Einarsson leik- hússtjóri. Makela verður viðstaddur frum- sýninguna á leikriti sínu. Hann hefur skrifað leikrit, ljóð og skáld- sögur auk þess að veita forstöðu stærsta bókaforlagi Finnlands „Otava". Það hefur gefið út fjölda þýðinga á íslenskum bókum og á næstu dögum er væntanleg útgáfa þess á íslendingasögunum. „Herra Hú“ fjallar um lítinn, skrítinn karl sem hefur erft það hlutverk for- feðra sinna að hræða lítil börn. Það kemur hinsvegar á daginn að Hú er hræddastur allra. Skúli Gautason leikur aðalhlutverkið en önnur hlut- verk verða í höndum Ingu Hildar Haraldsdóttur og Einars Jóns Briem. Þórunn Sigurðardóttir leik- stýrir og þýðinguna gerði Njörður P. Njarðvík. Næsta viðfangsefni leikfélagsins verður sambland af revíu og kaba- rett. Það nefnist „Marblettir" og er byggt á revíu eftir Finnann Bengt Alfons. Pétur leikstýrir verk- inu og hefur aukið það ásamt Kristjáni frá Djúpalæk. Tónlistin í Marblettum kemur úr ýmsum átt- um og að hluta úr smiðju Alfons. Revían skopast að „nútímamannin- um“ og fá allir á baukinn, ekki síst leikarar og leikhúsfólk, að sögn Péturs. Verkið verður frumsýnt um miðjan október. í lok nóvember heíjast leiklestrar undir nafninu „Dreifar af dag- sláttu". Þessi dagskrá er helguð ljóðum, söngvum og frásögnum Kristjáns frá Djúpalæk sem varð sjötugur 16. júlí sl. Sunna Borg tekur dagskrána saman og leikstýr- ir. Pétur sagði að líklega yrði Pétur Einarsson, leikhússtjóri. dagskráin flutt í Sjallanum. Sýning- ar verða síðdegis um helgar og áhorfendum boðið upp á kaffi og afmælistertu. RIÐA hefur fundist í fé á þrem- ur bæjum í Saurbæjarhreppi. Sveitarstjórn og riðunefnd hreppsins reynir nú að fá bænd- ur á þessu svæði til að samþykkja niðurskurð ef riða finnst í fé þeirra. „Við teljum mjög ólíklegt að riðan sé bundin við þessa þrjá bæi. Til þess að geta hafið að- gerðir er frumskilyrði að allir bændur í sveitinni hafi fallist á að skera niður finnist veiran í fé þeirra. Ég tel mjög brýnt að samstaða náist um þetta sem allra fyrst," sagði Ólafur Vagns- Fyrsta viðfangsefni nýársins verður „Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari?" eftir Mark Mel- doff. Stefán Baldurson þýddi leik- ritið, var það sett upp í fyrra af Nemendaleikhúsinu. Atta leikarar taka þátt í sýningunni. Leikritið gerist á litlu veitingahúsi í Banda- ríkjunum. Fjallar það um samskipti gestanna og þær skörpu andstæður sem eru milli borgarbúa og dreif- býlinga. Viðamesta leikverk ársins verður söngleikurinn „Cabarett", sem áætlað er að frumsýna um miðjan mars. HÖfundur hans er Fredd Ebb og John Kandler samdi tónlistina. Óskar Ingimarsson þýddi verkið. Leikstjóri verður valinn á næstu dögum en leikfélagið hyggst fá er- lendan dansstjóra honum til aðstoð- ar. Sala áskriftarkorta á verkefni leikársins hefst í dag. Pétur sagði að stefnt væri að því að gera leik- húsgestum auðveldara að nálgast miða og í því skyni verður opnuð son, búnaðarráðunautur. Bæir á hættusvæðinu munu vera um 40-50 talsins. Ólafur sagði að riðan hefði verið viðloðandi bæina Villingadal og Hóla um nokkurt skeið. í síðustu viku greindist síðan tilfelli á Krónu- stöðum. Þama er ekki um stórar hjarðir að ræða, 300-400 fjár alls. Viðræður eru nú í gangi við bænd- ur í hreppnum. Miðast þær að því að þeir skuldbindi sig til þess að skera niður ef riða greinist í §ár- stofni þeirra. Nokkrir bændanna segjast ekki samþykkja, nema bæt- ur komi bæði fyrir kindur og hey ef til niðurskurðar kæmi að hausti. „Á stóru búi hefur þá verið lagt i kostnað við heyöflun sem gæti num- ið 600 til 700 þúsund krónum," sagði Ólafur. „Erfitt gæti reynst að koma heyinu í verð, en bóndinn þarf að farga því áður en hann getur keypt nýjan fjárstofn. Þetta tjón vilja bændur að verði bætt.“ Sagði hann að nú væri beðið eftir svörum ráðuneyta landbúnaðar og Qármála við þessum kröfiim. Einnig hefur verið rætt um þann möguleika að þeir bændur sem skera niður geti fengið framleiðslurétt í öðrum búgreinum á móti, t.d. mjólkur- kvóta. Ólafur sagði að í Svarfaðardal og sveitunum kringum ólafs§örð og DaJvík standi nú yfir tilraun með fjárskipti í áfongum. Þar hefur riða greinst á svo mörgum bæjum að niðurskurður alls fjár er ekki talinn koma til greina. Nokkrir bændur hafa því keypt líflömb úr öðrum héruðum, sem alin eru í fjárhúsum, einangruð frá sýktu ánum. Leitast er við að halda samskiptum kind- anna í lágmarki. Tilraunin hófst fyrir þremur árum. Næsta haust miðasala í Skipagötu í „Ánni“ svo- kölluðu. Verð áskriftarmiða á þijú aðalverkin er 2.205 krónur. Bifreiðastuldur: Ólæstir og lyklamir í TVEIMUR bifreiðum var stolið á Akureyri um helgina og höfðu þær ekki fundist í gær. Hér er um að ræða drapplitaðan Lancer, A-10604, og bláan Dai- hatsu Charmant, A-7538. Talið er öruggt að báðar bifreiðamar hafi verið skildar eftir ólæstar og með lyklana í ræsinum. Að sögn lög- reglu er það ótrúlega algengt að bifreiðar séu skildar þannig eftir að næturlagi og vill hún biýna fyr- ir mönnum að læsa vögnum sínum. verður búið að ala upp nýjan stofn og hinum gamla verður þá slátrað. „Kosturinn við þessa aðferð er sá að hún er skattborgurum mjög ódýr. Bóndinn kaupir lömbin, en hið opinbera borgar aðeins flutn- ingskostnað. Við vitum ekki enn hvort þessi tilraun tekst þvf sýking virðist ekki verða fyrr en á fyrsta vetri og sjúkdómseinkennin koma ekki fram fyrir en á öðra aldurs- ári,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að riða væri mjög hægfara smitsjúkdómur. Mesta hættan fylgir sauðburði, en þá get- ur ær með riðuveiki sýkt allar kindur i fjárhúsi. Rannsóknir Bandaríkjamanna hafa sýnt fram á að riðuveiki er ekki hættuleg mönn- um. Því er óhætt að nota kjöt af sýktu fé til manneldis. Oldrunarþj ónusta: Staða forstöðu- manns auglýst STAÐA forstöðumanns öldr- unarþjónustu Akureyrarbæjar hefur verið endurauglýst til um- sóknar með umsóknarfresti til 18. september. Ástæða þessa er að staðan var upphaflega auglýst á óheppilegum tíma að mati ráðamanna og bárast þá fáar umsóknir. Hér er um að ræða nýtt starf á vegum Akureyrarbæjar sem felur í sér rekstur á dvalarheimilum bæjar- ins og skipulagningu öldranarþjón- ustu. Tekistá við sauðina RÉTTAÐ var á nokkrum stöðum norðan heiða um helgina, þar á meðal í Akur- eyrarrétt - neðan við hest- húsahverfið Breiðholt. Um kl. 13 á laugardag var al- menningurinn orðinn þétt- skipaður bæði af fé og fólki. Ungir sem aldnir tókust á við sauðina og að lokum hafði hver bóndi endur- heimt fé sitt af fjalli. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson ' 1 f: f i' fy. Húsmæður á Akureyri Hafiö þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905. Riða í Saurbæjarhreppi: 40 til 50 bændur á hættusvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.