Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLÁÐÍÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 16. SÉPTEMBER 1986 Morgunbladid/Einar Falur Húsfyllir var í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn þegar minnst var aldarafmælis eins merkasta og áhrifamesta ritskýranda íslenskra bókmennta. Afmælishátíð í minningu Sigurðar Nordal: Hátíðardagskráin flutt fyrir fullu húsi Aldarafmælis Sigurðar Nordal prófessors var minnst með ýmsum hætti og á sunnu- dag var sérstök afmælishátíð haldin í Þjóðleikhúsinu. Þar voru m.a. flutt erindi um Sig- urð og kynnt menntastofnun, sem sett verður á laggirnar með nafni hans. „Það var ótrúlegt hvað fóík sýndi þessu málefni mikinn áhuga,“ sagði Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra eftir að hátíðardagskráin hafði verið flutt í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi. „Þetta gekk frábærlega fyrir sig og mér finnst sérstaklega ánægjulegt hve vel og virðulega hefur verið staðið að minningu aldarafmælis Sigurðar. Það hefur m.a. verið gefin út heildarútgáfa á verkum hans, sem er stórmerki- legt,“ sagði Sverrir. Menntastofnunin, sem sett verður á laggirnar, mun starfa á vegum Háskóla íslands, og verður hlutverk hennar að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynn- ingu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna. Sverrir sagði að skipað yrði í stjórn hinn- ar nýju menntastofnunar innan skamms. Menntamálaráðuneytið Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra setur hátíð í Þjóðleikhúsinu til minningar um Sigurð Nordal prófessor á aldarafmæli hans. skipar formann stjórnarinnar, heimspekideild Háskóla íslands einn stjórnarmann og háskólaráð þann þriðja. Stjórnin verður skip- uð til þriggja ára í senn. Mennta- málaráðherra kvaðst búast við að stofnunin hefði störf af fullum krafti á næsta ári, þegar búið væri að gera ráð fyrir henni í fjár- lögum. Starfsemi stofnunar Sigurðar Nordal mun m.a. felast í því að afla gagna um rannsóknir tengdar íslenskri menningu sem stundaðar eru í heiminum, bjóða erlendum fræðimönnum til Islands til að kynna rannsóknir þeirra og afla gagna til rannsókna. Stofnunin mun einnig gangast fyrir ráð- stefnum, umræðufundum og námskeiðum um íslenska menn- ingu. Þá mun hún styðja, eða standa fyrir, útgáfu rita um íslenska menningu og hafa for- göngu um kennslu í íslensku og íslenskum fræðum erlendis í sam- vinnu við aðila innan háskólans sem utan. Auk þess mun hún annast þjónustu við íslenska sendikennara ofl. Menntamálaráðuneytið mun sjá stofnuninni fyrir húsnæði og ann- arri starfsaðstöðu, en rekstur hennar verður greiddur af ríkisfé. Auk þess mun stofnunin væntan- lega hafa tekjur af gjöfum, styrkjum til einstakra verkefna, greiðslum fyrir umbeðin verkefni og tekjur af útgáfu, námskeiðum, ráðstefnum og annari þeirri starf- semi sem hún gengst fyrir. Tannlæknastofa Hef flutt tannlæknastofu mína að Snorra- braut 29, 5. hæð, í húsið gegnt Trygginga- stofnun ríkisins á horni Laugavegs og Snorrabrautar. Viðtalstímar eftir samkomulagi. Sími: 29355. Ketill Högnason. ARNARHÓLL H' 5 árfl, Við »PP og J 4 þessfl ðfrfl^riSag°nSÓSM q9 kt'- LéttsteiW® sorbet Aðalluktir, aukaluktir, vinnuljós, aftur- Ijós, samlokur og kastarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.