Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Byggðaröskun, byggða- þróun, byggðajafnvægi Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. VERKSMIIMU Fullt hús af góðum og fallegum fatnaði á algjöru lágmarksverði. Dæmi: Góðar buxur á 350 kr. Skór frá 250 kr. Jogging-gallar á 1.590 kr. Pólóbolir á 400 kr. Úlpur frá 1.290 kr. Útsalan verður í fullum gangi út september. Og ekki þarf að ottast voru- þurrð þótt mikið seljist því alltaf bætast við nýjar vörur. L-í'- i: I H - húsið 4 AUÐ B R E K KU - KOPAVOGI í Opið: 10-19 virka daga/10-17á laugardögum — eftirBjörn Dagbjartsson Tvær skýrslur um byggðamál sem nýlega eru komnar út hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Báðar eru þær unnar að frumkvæði Alþingis þó ólíkar séu að upp- byggingu, málsmeðferð og niður- stöðum. Skýrsla svokallaðrar „Landnýtingamefndar" hefur verið gagnrýnd harkalega m.a. af þing- mönnum Framsóknarflokks (og Alþýðubandalags að ég held) fýrir að því er virðist raunsæja málsmeð- ferð og ályktanir um líklega þróun og skynsamlega. Hin, skýrsla „Byggðanefndar þingflokkanna", hefur einkum vakið athygli fyrir uppriQun á staðreyndum um þróun í búsetu manna á íslandi og tillögu meirihluta nefndarinnar um „þriðja stjómsýslustig" sem á að breyta því hvar menn setjast að á landinu. Framsóknar- áratugnrinn Hvað sem þessum skýrslum viðvíkur þá er mikið rætt um það úti á landi um þessar mundir að fólk flytjist frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og nágrennis. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem byggð á íslandi raskast með þessu móti. Ef við lítum bara til allra síðustu ára, t.d. frá 1971 þegar „Framsóknaráratugurinn" hófst, hefur þróunin verið stöðug í þessa átt með einstökum uppstyttum á milli. Á þessu árabili hefur Fram- sóknarflokkurinn löngum farið með landsbyggðarráðuneyti, landbúnað- ar og sjávarútvegs. Hveiju á nú að fara að breyta sem framsóknarráð- herrar hafa ekki getað gert í 15 á? Halda þeir að fólk mæni nú von- araugum til Framsóknarflokksins um breytingar á byggðaþróun? Hitt er þó alveg vist að þessi sifelldi söngur um að landsbyggðin sé að fara i auðn og að sífellt sé níðst á þeim sem úti á landi búa, það ýtir undir og flýtir fyrir byggðaröskuninni. Forsöngvarar í þessum bölmóðskór eru framsókn- armenn, dyggilega studdir af Alþýðubandalagsfólki. Þriðja stjórnsýslustigið Það hefur vafist fyrir ýmsum að skilja hvað feist í hugmyndum um þriðja stjómsýslustigið. Enn ver gengur sumum að trúa því að breyt- ing í þá veru muni hafa veruleg áhrif á þróun byggðar. Það er þó ljóst að þriðja stjóm- sýslustigið, hvort sem það yrði til í formi fylkja, sem samtök um jafn- Björn Dagbjartsson „Hitt er þó alveg víst að þessi sífelldi söngur um að landsbyggðin sé að fara í auðn og að sífellt sé níðst á þeim sem úti á landi búa, það ýtir undir og flýtir fyr- ir byggðaröskuninni. Forsöngvarar í þessum bölmóðskór eru fram- sóknarmenn, dyggilega studdir af alþýðu- bandalagsf ólki.“ rétti milli landshluta boða, í formi „súpersýslunef nda“ sem aðrir virðast hugsa sér, eða með enn öðmm hætti, mun stækka stjóm- sýslubáknið og auka skrifræði í landinu. Það er einkennilegt að tals- vert þessara breytinga virðast hafna hugmyndum um sammna og stækkun sveitarfélaga. Þar ætti þó ÞINGFLOKKUR Bandalags jafn- aðarmanna fagnar því að loksins skuli menn þora að gefa fiskverð frjálst, segir í frétt frá BJ. „Þó hér sé aðeins um eina fisk- tegund að ræða og þó verðfrelsi gildi aðeins í mánuð er þetta stórt framfaraspor. í Qögfur ár hefur frjálst fiskverð verið eitt aðalbar- áttumál Bandalags jafnarmanna af þeirri einföldu ástæðu að það er forsenda þess að rekstur sjávarút- vegs standi á traustum gmnni. Það vekur undmn hve hikandi að gilda sem áður að „sameinaðir söndum vér en sundraðir föllum vér“. Er til leið til byggðajafnvægis Töluverðu fé hefur verið varið á undanfömum ámm til atvinnusköp- unar og uppbyggingar í dreifbýli. Það hefur víða tekist að hindra fólksfækkun meðan framkvæmdir hafa staðið sem hæst, en sótt hefúr í sama farið þegar alvara lífsins og hinn eiginlegi rekstur „byggða- stefnufyrirtækjanna" hefur átt að sjá um framhaldið. Þessi aðferð eymamerkts íjármagns til dreif- býlisframkvæmda virðist ekki hafa dugað þó að hugsanlega væri ástandið enn verra án byggðasjóða fortfðar og nútímans. Hvað dregur fólk til höfuðborgar- svæðisins? Ymsir telja að þar vegi líklega þyngst nægilegt framboð á tiltölulega vel launuðum, þægileg- um þjónustustörfum, ekki síst hjá opinberum stofnunum, samkvæmt dularfullum lögmálum em þær allar staðsettar í Reykjavík. Sé þetta rétt þá gæti verið ein leið fær til að draga úr eða hindra byggðaröskun af þessum orsökum. I stað þess að beijast sífellt fyrir fjölgun eða flutningi ríkisstofn- ana og rikisstarfsmanna út á landsbyggðina mætti fækka þeim í Reykjavík. Með því að leggja niður eins og 1.000 eða 2.000 opinber störf í Reykjavík mundi fólksflóttinn úr sveitum þangað örugglega snarstöðvast. Fækkun rfkisstofnana er efni í aðra grein. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. og hræddir menn em að taka þetta skref í átt til þeirra viðskiptahátta sem tíðkast á Vesturlöndum, þrátt fyrir að ljóst er að íslendingar hafna áætlunarbúskap austantjaldslanda sem viðheldur illa reknum fyrir- tælg'um og heldur niðri launum. Nú þarf fískvinnslan að taka 300.000.000 kr. lán erlendis til rekstrar í mesta góðæri íslandssög- unnar. Því hvetur Bandalag jafnað- armanna til að verðákvörðun allra fisktegunda verði gefín frjáls þar sem það er eina varanlega lausnin á sífelldum vanda sjávarútvegsins." Bandalag jafnaðarmanna: Frjálsu fiskverði fagnað Kennsla hefst 2. október. Byijendur (yngst 5 ára) og framhaldsnemendur. 'inritun í síma 72154 kl 11-19. Einnig býður skólinn upp á kennslu í spænskum dönsum: FUWIENCO, JOTA SEVILLANAS o.fl. Félag íslenskra listdansara. Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING RUSSIAN METHOD BALLETSKÓLISIGRÍOAR ÁRmAAA SKÚLAGÖTU 32-34 <►<►<► GYLMIR/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.