Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Um störf lögmanna eftirJón Steinar Gunnlaugsson Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist sem leiðari í Tímariti lög- fræðinga fyrir skömmu. Er megin- efni greinarinnar birt hér með leyfi höfundar og samkvæmt tilmælum stjómar Lögmannafélags Islands meðal annars vegna opinberrar umræðu um störf lögmanna við innheimtu gjaldfallinna skulda. Meðal þeirra starfa sem unnin em af íslenzkum lögmönnum er innheimta á gjaldföllnum pening- akröfum. A undanfömum missemm hefur verið meira um vanskil pen- ingakrafna en áður þekktist. Er stóraukinn fjöldi skriflega fluttra mála fyrir dómstólum til marks um þetta. Astæðumar fyrir þessu em sjálfsagt margar. Líklega gætir fólk oft ekki nægilegrar varúðar þegar það stofnar til skuldbindinga. Er í þessu efni vafalaust um að ræða áhrif frá því ástandi undanfarinna áratuga á Islandi að sá maður hef- ur grætt fé sem hefur haft fé að láni. Nú er þetta ástand breytt, án þess að séð verði að hugsunarháttur landsmanna hafi breytzt að sama skapi. Ekki hefur svo bætt úr að kjör almennings hafa versnað á sama tíma. Niðurstaðan hefur orðið sú að mörgum hefur reynzt erfitt að standa við skuldbindingar sínar og innheimtumálum hefur fjölgað hjá lögmönnum og fyrir dómstólum. Nú nýverið þekkjast dæmi þess að fólk sem telur sig hafa orðið illa úti vegna erfiðra fjárskuldbindinga hafi beint spjótum sínum að ein- stökum lögmönnum og jafnvel lögmannastéttinni. Er jafnvel stundum svo að skilja að lögmenn- irnir eigi einhveija sök á erfiðleik- unum. Þegar að er gáð þarf engan að undra, þó að viðhorf af þessu tagi komi fram á erfíðleikatímum. Lögmennirnir eru í því hlutverki að koma fram gagnvart skuldurunum í umboði kröfuhafanna. Það eru lögmenn sem stefna mönnum fyrir dóm, mæta á heimilum þeirra til að gera aðför í eignum og krefjast síðan nauðungaruppboða á þeim. Og það er við lögmenn að skipta þegar greitt er af kröfum og samið um fresti á aðgerðum. Það er því ekkert skrýtið þótt fólk sem þarf að standa í þessu skuldabasli geri lögmennina að eins konar persónu- gervingum vandræða sinna og beini augum að þeim í þeirri mannlegu viðleitni að kenna öðrum en sjálfum sér um vandamál sín. Lögmenn eru vissulega fulltrúar kröfuhafanna. Þeim hefur verið trú- að fyrir því starfí að ná fram lögmætum rétti þeirra, þegar brotið hefur verið gegn honum. Lögmaður sem innheimtir gjaldfallna kröfu hefur því enga heimild til að veita afslætti og greiðslufresti nema með samþykki eiganda kröfunnar. Ef hann gerði það myndi hann bijóta gegn brýnum starfsskyldum sínum. Hitt þori ég hins vegar að fullyrða að langflestir lögmenn sem inn- heimtustörf stunda leggja sig fram um að greiða götu skuldara sem óska eftir umlíðan skuldar, a.m.k. í tilvikum þar sem lögmaðurinn tel- ur að viðkomandi skuldari sé að reyna að efna skyldu sína. Eru hagsmunir kröfuhafa og oft fólgnir í því að veita frest fremur en að ganga of hart fram. Fer oft mikill tími og fyrirhöfn hjá lögmönnum í að koma á_ samningum milli aðila um slíkt. Árásir á lögmenn vegna erfíðleika í skuldamálum eru því oftast mjög ómaklegar. í umræðum um erfíðleika manna vegna skulda og hlut lögmanna í því efni heur flogið fyrir að til séu lögmenn sem kaupi sjálfír gjald- fallnar kröfur af mönnum, jafnvel með afföllum, í því skyni að hagn- ast á innheimtu þeirra. Þessi starfsemi, ef rétt er, á ekkert skylt við lögmannsstörf og kemur því starfí slíkra manna sem lögmanna ekkert við. Spumingin um lögmæti starfsemi af þessu tagi ræðst af landslögum, og gera þau í þvi efni vitaskuld engan greinarmun á því hvort maður með lögmannsréttindi í leit að menntastefnu — málsgreinar leiðréttar í GREIN Ragnhildar Bjarnadótt- ur, „í leit að menntastefnu“, sem birtist sl. laugardag, féllu niður setningar sem brenglaði merk- ingu. Réttar eru málsgreinarnar þannig: „Kennarar sóttu fjölda nám- skeiða og sýndu almennan áhuga á að kynna sér nýtt námsefni og til- einka sér ný vinnubrögð. Hugmyndafræðileg umræða þró- aðist og snerist á seinnihluta áttunda áratugarins um þætti eins og virkni nemenda, sjálfstæð vinnu- brögð, skilning á lífí og kjörum annarra, fæmi í að tjá sig munn- lega og skriflega, ábyrgð á eigin vinnu o.s.frv." Öóítioft Hraunberg ' 79988 sept Sií H frá Jd. 14-18. % m 11111 \ itív. 9 jr 4 V. k \ á í hlut eða ekki. Sama er að segja um orðróm þess efnis að einhverjir menn með lögmannsréttindi séu grunaðir um brot gegn okurlögum. Slíkt kemur lögmannsstörfum ekk- ert við. Hinu er ekki að leyna að óvandaðir fjölmiðlar virðast telja það sér til framdráttar að prenta Jón Steinar Gunnlaugsson „Lögmannsstarfið ger- ir á margan hátt miklar siðferðilegar kröfur til þess sem það stundar. Þeim kröfum mætir hver og einn lögmaður fyrir sig. Eg tel íslenska lögmenn yfirleitt gera mjög strangar kröfur til sjálfra sín í starfi...“ óstaðfestar gróusögur um að lög- menn eigi hlut að okurlánum. Þykir söguburður um þetta sjálfsagt spennandi lesefni og er þá væntan- lega til marks um að menn geri meiri almennar kröfur til lögmanna en annarra. Hefur jafnvel verið gengið svo langt að eitt blaðanna hefur nafngreint lögmenn sem eiga að hafa tekið þátt í slíkri starf- semi, án þess að nein staðfesting þess hafi fengizt frá lögreglu eða öðrum sem um fjalla. Slík vinnu- brögð ber að harma, enda hafa þau í för með sér verulega hættu á að hinir nafngreindu einstaklingar verði að ósekju fyrir tjóni sem ekki verður bætt. Blaðamenn verða að hafa í huga ábyrgðina sem á þeim hvílir í svona málum. Þeir mega ekki láta undan freistingum um að auka sölu blaða sinna með óstað- festum söguburði um einstaklinga. í slíku háttalagi er fólgið siðleysi sem bannfært er á öllum heiðarleg- um blöðum. Lögmannsstarfíð gerir á margan hátt miklar siðferðilegar kröfur til þess sem það stundar. Þeim kröfum mætir hver og einn lögmaður fyrir sig. Ég tel íslenzka lögmenn yfír- leitt gera mjög strangar kröfur til sjálfra sín í starfi, m.a. með því að gæta þess að hagsmunir stangist ekki á og með því að leggja sig fram um að ná eftir löglegum leið- um rétti þess manns sem á er brotið. Lögmaður verður að vera sjálfstæður í starfí sínu og óháður opinberu valdi. Hann er það tæki sem menn eiga kost á að nýta sér, t.d. gegn misrétti og ofríki af hálfu ríkisins. Sjálfstæð og óháð lög- mannastétt er því nauðsynleg til að unnt sé að tala um réttarríki. Vonandi er vel séð fyrir þessu á Islandi. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur í Reykja vík og fyrrv. formaður Lögmannafélags Islands. Bæjarsljórn Dalvíkur: Aðalsteins Lofts- sonar fyrrverandi út- gerðarmanns minnst Dalvík. í UPPHAFI fundar I bæjar- stjórn Dalvíkur 9. septem- ber síðastliðinn minntist forseti bæjarstjórnar Aðal- steins Loftssonar fyrrver- andi útgerðarmanns á : Dalvík sem lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 1. september síðastliðinn, 71 árs að aldri. Risu bæjarfull- trúar úr sætum til að votta hinum látna virðingu sína. Aðalsteinn Friðrik Loftsson fæddist á Böggvisstöðum á Dalvík 2. júní 1915, sonur hjónanna Guð- rúnar Friðfínnsdóttur og Lofts Baldvinssonar útvegsbónda þar. Hann hóf ungur störf við sjóinn og árið 1940 útskrifaðist hann úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Fljótlega eftir það lét hann smíða fyrir sig bát á Akureyri og gaf honum nafnið Baldvin Þorvaldsson. Þar með hófst áralöng starfsemi hans að útgerðarmálum. Aðalsteinn endumýjaði báta sína og búnað og stækkuðu þeir eftir því sem tímar og tækni breyttust. Síðast átti hann ásamt öðrum Loft Baldvinsson EA 24, um 500 tonna fískiskip, og skut- togarann Baldur EA 124. Vegna heilsubrests seldi hann útgerð sína og fískiskip á árunum 1976—77. Aðalsteinn Friðrik Loftsson átti sæti í fyrstu bæjarstjóm Dalvíkur eftir að bærinn fékk kaupstaðar- réttindi árið 1974, en heilsa hans leyfði ekki langa þátttöku í bæjar- málefnum. Með Aðalsteini er Aðalsteinn Friðrik Loftsson genginn mikill athafnamaður og má fullyrða að á hans blómaskeiði hafí hann verið einn umsvifamesti athafnamaður á Dalvík, því auk útgerðar stundaði hann saltfisk- verkun og síldarsöltun. Auk þess að gera út héðan frá Dalvík stund- aði hann útgerð frá Suðumesjum um áraraðir. Eftirlifandi eiginkona Aðalsteins Loftssonar er Jónína Kristjánsdóttir og eignuðust þau tvö böm, EIsu, sem búsett er í Reykjavík, og Þor- stein Má, sem búsettur er á Dalvík. Minningarathöfn fór fram frá Dalvíkurkirkju 5. september síðast- liðinn, en útför hans var gerð frá Langholtskirkju í Reykjavík. (Fréttaritarar)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.