Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
V estur-Barðastrandarsýsla
Hrefnuveiðimenn sóttir heim:
Vantar höfn og meiri
kvóta til að bæta upp
missi hrefnuveiðanna
HREFNUVEIÐAR frá Brjánslæk hafa undanfarin ár verið ein aðal-
stoð byggðarinnar á Barðaströnd. Hún hefur staðið undir upp-
byggingu vinnslustöðvar Flóka hf. þar sem hefur verið unnið úr
skelfiski auk hrefnunnar. Þetta hefur ekki síst verið mikilvægt fyr-
ir byggðarlagið þar sem sauðfjárbúskapur lagðist um tíma niður
vegna riðuveiki.
/
Skipveijar á Halldóri Sigurðssyni ÍS 14 flytja bátinn til við bryggj-
una á Bijánslæk, svo að ekki falli undan honum meðan þeir landa.
Hafnarskilyrðin eru aðalvandamál útgerðar frá Barðaströnd. Kon-
ráð Eggertsson skipstjóri er lengst til vinstri, en Einar Kristinsson
(í bátnum) og Hákon Bjarnason (á bryggjunni) laga landfestarnar.
Þar sem ekki verður af hrefnu-
veiði í ár, heimsóttu Morgunblaðs-
menn vinnslustöðina og könnuðu
hljóðið í mönnum.
Ólafur Halldórsson er fram-
kvæmdastjóri Flóka hf. Hann
sagðist hafa byijað hrefnuveiðar
nánast af tilviljun. Aður veiddi hann
þorsk og rækju frá ísafirði, í félagi
við Konráð Eggertsson, en fyrir
áratug fengu þeir að veiða dálítið
af hrefnu úr ónýttum kvóta. 1978
fóru þeir að landa hrefnu og skera
hana á Bijánslæk. Var henni svo
ekið til ísafjarðar til vinnslu. 1979
settu þeir svo upp vinnsiustöð á
Brjánslæk og upp úr því var Flóki
hf. stofnaður, en hann er í eigu
þeirra félaga og nokkurra einstakl-
inga á Isafirði og Barðaströnd.
Ólafur er nú sestur að á Barða-
strönd.
Höldum áfram
af þrjósku
Skilyrði til útgerðar frá Bijáns-
læk eru mjög erfið og leyndi sér
ekki að ný höfn er mikið áhugamál
manna þar um slóðir. Þijá báta
hefur rekið upp þar og þeir eyði-
lagst. Bátamir verða að liggja við
bólfæri á Vatnsfirðinum eða halda
sjó ef svo ber undir. Sagði Ólafur
að það gæti ekki gengið svona til
lengdar. Menn hljóti að gefast upp
á að þurfa alltaf að vera um borð
í bátunum og geta ekki skroppið
heim nema við og við. Ný höfn sé
á teikniborðinu hjá Vita- og hafnar-
málastofnun en hún á að kosta 80
til 100 milljónir. En 30-40 milljóna
garður myndi hjálpa mikið til, sagði
Olafur. „Við höfum misst 3 báta
hérna, þar af tvo í einu. Þá hefðum
við átt að gefast upp, en maður
heldur þessu áfram af tómri
þijósku."
Að öðru leyti leist Ólafí vel á
útgerðarmöguleika frá Bijánslæk.
„Breiðaijörður er gullkista eins og
djúpið,“ en ef hrefnan hverfúr verða
þeir að fá eitthvað í staðinn og
horfa menn helst til rækjunnar. Þá
hafa þeir leitað að nýjum miðum
og tegundum, krabba, öðuskel og
ígulkeijum, en ekki farið út í veiðar
ennþá. „Ég er hræddur við að vera
að vasast í of mörgu í einu," sagði
Ólafur. Þá vildi hann taka fram að
öll þau skelfiskmið sem þeir nytja
eru ný. Þeir hafa fundið þau sjálf-
ir. „Eg er ekki í neinum vafa um
að það eru enn ófundin mið á
Breiðafirðinum," bætti hann við.
Velta Flóka hf. var 55 milljónir
í fyrra og þaraf voru 20 milljónir
—
„Við erum staðráðnir í að berjast
til síðasta blóðdropa," segir Ólaf-
ur Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Flóka hf., sem er
staðráðinn í að halda ótrauður
áfram útgerð þrátt fyrir erfiðar
aðstæður á Barðaströnd.
vegna hrefnuveiðanna. U.þ.b. 35
manns vinna hjá fyrirtækinu þegar
allt er í fullum gangi. í sumar hef-
ur verið unnið við skel meðan beðið
hefur verið eftir hrefnunni, en skel-
in er hvergi nærri nægt verkefni
fyrir stöðina að sögn Ólafs. Hefur
oft verið unnið í 5-6 klst. á dag,
en fólkið fær alltaf borgaða 8 tíma,
og sagði hann það gera reksturinn
erfiðan. Skelkvótinn er 950 tonn,
og þurfa þeir að fá meira til að
geta haldið stöðinni opinni. Ég trúi
ekki öðru en að við fáum rækju-
leyfi líka,“ sagði Ólafur. „Við erum
staðráðnir í að beijast til síðasta
blóðdropa."
Ægilega sár ótaf
hrefnunni
Það var verið að landa átta tonn-
um af skel úr Halldóri Sigurðssyni
ÍS 14 þegar blm. bar að garði, og
þurftu skipvetjar að færa bátinn
svo ekki.félli undan honum meðan
landað var úr honum.
Konráð Eggertsson skipstjóri
hefur stundað hrefnuveiðar frá
„Maður er ægilega sár yfir
hvemig farið hefur með hrefnu-
veiðamar,“ sagði Konráð
Eggertsson skipstjóri á Halldóri
Sigurðssyni ÍS 14, en hann hefur
verið á hrefnuveiðum frá 1974.
1974. Hann sagðist vera ægilega
sár yfir hvemig farið hafi með
hrefnuveiðina. „Eg trúi því ekki að
maður fái ekki að veiða í það
minnsta nokkrar hrefnur fyrir inn-
anlandsmarkað, menn eru orðnir
vanir að borða þetta héma fyrir
vestan. Fjöldi fólks hefur hringt og
spurt hvort við getum ekki útvegað
hrefnukjöt. Maður hlýtur þó að
mega skjóta sér í matinn.
Eg er alveg gáttaður á því tilfínn-
ingarugli sem er í kringum þessar
veiðar. Þær em alls ekki grimmdar-
legar. Menn hafa verið að fárast
yfir því að við notum kaldan skut-
ul. Það má alltaf hita skutiana, ef
einhveijum er þægð í því. Stað-
reyndin er sú að í 70% tilvika drepst
hrefnan þegar skutullinn hittir
hana, og ef hún drepst ekki strax
erum við með stóran, 458 kalíbera
riffíl sem maður er fljótur að skjóta
hana með. Það hafa sagt mér lækn-
ar sem em vanir að fást við skotsár
o.þ.h. að lostið sé svo mikið að þær
fínni ekkert til.“
Aðspurður sagði Konráð að hon-
um væri ekkert sérstaklega í nöp
við grænfriðunga. Þeir hafí gert
marga góða hluti s.s. að beijast
gegn mengun sjávar og að kjam-
orkuúrgangi sé fleygt í hafíð. „Sá
sem á raunvemlega sök á hvemig
komið er fyrir þessum veiðum er
Helgi Pé. Það væri enginn vandi
ef hann hefði haft vit á að halda
kjafti, en hann hræddi úr mönnum
vitið með pistlum sínum frá Banda-
ríkjunum. Það hefur sýnt sig að
Bandaríkjamenn vita upp til hópa
ekkert af þessu. Þá var SH líka
með í þessum hræðslukór, en Sam-
bandið hafði þó vit á að þegja.
Það er alveg hrikalegt hvernig
þetta mál hefur farið. Við bemm
virðingu fyrir Halldóri. Hann hefur
greinilega ekki komist lengra með
góðu. En ég er alveg stórhneykslað-
ur að ekki skuli hafa mátt nota
NATO. Til hvers emm við í því ef
ekkert gagn er að því? Þetta er slíkt
sjálfstæðisspursmál fyrir okkur að
láta ekki aðra segja okkur hvað við
megum gera hér á landi.
Skelin hefur bjargað okkur. An
hennar væmm við famir á hausinn
með bát og stöð. En skelveiðar og
hrefnuveiðar rekast ekkert á. Við
getum stundað hrefnuveiði á sumr-
in frá maí fram í október ef því er
að skipta, en það er mikið undir
veðri komið, en ef vel gengur þurf-
um við alls ekki þann tíma til að ná
í þessi 40 dýr sem rætt var um að
við mættum veiða.
Hafnaraðstaðan
höfuð verkurinn
Við vomm á skel í vetur og aftur
nú í sumar. Það var dálítið tregur
afli fyrst í stað, en við höfum veitt
vel núna síðustu daga, emm með 8
tonn núna. Við fömm út um fjögur
að nóttu og komum að um fjögur
á daginn, fimm daga vikunnar. Nú
hafa bæst við tveir bátar á skelina.
„Það lifir ef vel árar“
— sagði Ragnar Guðmundsson bóndi á Brjánslæk sem keypti verslunar-
húsnæði útibús Kaupfélags Barðstrendinga á Krossholtum á Barðaströnd
RAGNAR Guðmundsson bóndi á
Brjánslæk, keypti verslunar-
húsnæði útibús Kaupfélags
Vestur-Barðstrendinga á Kross-
holtum á Barðaströnd. Hann
ætlar ekki að reka verslun þar.
Hann er einn stjórnarmanna
KVB og sagði hann um framtíð
kaupfélagsins „það lifir ef vel
árar“.
Ragnar sagði ekki ljóst hvað
hann gerði við verslunarhúsið.
Hann myndi selja það ef hann fengi
kaupanda, eða leigja það að öðmm
kosti. Hann keypti það fyrir u.þ.b.
2,3 milljónir króna, og gekk 800
þúsund króna inneign hans hjá
KVB, frá því að fé hans var skorið
niður 1984 vegna riðuveiki, upp í
kaupverðið. Afgangurinn er yfír-
Verslunarhús KVB á Krossholt-
um á Barðaströnd er nú lokað,
og engin verslun þar stunduð
lengur. Ragnar keypti það til að
sjá þvi fé sem hann átti inni hjá
kaupfélaginu borgið.
taka skulda sem á útibúinu hvíla.
Sagðist hann hafa gert þetta til að
sjá fé því sem hann átti inni í kaup-
félaginu borgið. Staða þess væri
slæm, en hann hélt nú samt að það
myndi lifa af erfíðleikana, „ef vel
áraði“.
Ragnar sagðist eingöngu hafa
búið með hross frá því að skorið
var niður, en í haust fær hann aft-
ur fé, 150 kindur norðan af Strönd-
um. Hann sagði það erfítt fyrir
marga bændur að byija sauðfjárbú-
skap að nýju. Menn séu búnir „að
éta upp bústofninn", og svo þurftu
þeir að kosta upp á dýra sótthreins-
un á Ijárhúsum og hlöðum. Hann
er þó bjartsýnn á framtíð sveitar-
innar þrátt fyrir að jarðir hafi verið
að fara í eyði. „Það er furða að
riðan reið ekki sveitinni að fullu,
en það bjargaði okkur að menn
vom margir búnir að byggja upp
áður en hún kom til sögunnar, og
Ragnar Guðmundsson bóndi á Bijánslæk. Gamli bærinn og kirkjan
í baksýn.