Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 19 vatnsins Myndir Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Undirtitill Liber occultus vox er: „Ljóðið skilgreint sem spá- dómseiginleiki, sálgTeiningar- form og táknhrynjandi fyrir uppbyggingu forms/farvegs inn í Alheiminn." Einar Eldon fer greinilega dul- spekislóðir, en lætur ekki hjá líða að greina frá tilgangi sínum, skýra viðleitni sína. Hann leggur mikið upp úr þeim boðskap sem felst í eftirfarandi orðum: „Frumorkan eins og við fyrst skynjum hana er tvíkynja. Og ef litið er á æðstu guði sögunnar eru þeir flestir tvíkynja". Sett í ljóðlínur er þetta niðurstaðan: „Lífið er eins ljótt og nauðsynlegt og kvenmannslíkami./ Dauðinn er eins fallegur og nauð- synlegur og karlmannslíkami". Líf og dauði eru „tvær hliðar sama ástands“.“ Langir prósatextar með ljóðrænu ívafi túlka dulspekilærdóma Einars Eldons og ljóðin í bókinni eru á sömu nótum: í gegnum minnið flýtur Liljan fómfærð í brunni lífsins ferðast klædd skrautlegu munstri um sögur er pólar tveir virlq'ast í særingum alheimsins Snertir hörund hins fagra umbreytis er sendir út vitundarboga slegið bergmál eld hins innra dyr þessar opna fræ akursins í hugum veraldlegra ofskynjana. Þetta sýnishom er kannski ekki besta dæmið um ljóðagerð Einars Eldons. í ljóðunum eru fallegar línur sem gjalda þess að standa með öðrum lakari. „Á flóðinu tala ég ávallt til þín/ með myndum vatnsins“ er góð lína, en „ofinn samhljómur hijúfra handa/ hér til að upplifa líf‘ er lína sem þyrfti að orða betur, er í raun óort þótt hún sé skrifuð. Sama gildir um margt í þessum ljóðum. Þau eru flest of losaraleg. En það er vilji til að gera vel og margt bendir til þess að með meiri ögun geti árang- urinn orðið betri en í Liber ocultus vox. Dulúð er hluti alls skáldskapar og góð í hófí, en getur vægast sagt tröllriðið skáldum séu þau ekki á varðbergi. Alþjóðleg hryðjuverk Békmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Jillian Becker: The Soviet Connection: State Sponsorship of Terrorism, Institute for European Defence & Strategic Studies, 1985. Það fer ekki fram hjá neinum, sem á annað borð fylgist með al- þjóðamálum eða ferðast í öðrum löndum, að hryðjuverk eru orðin alvarleg plága í Vestur-Evrópu. Nú í sumar hefur hryðjuverkastarfsem- in haft þau áhrif, að verulega hefur dregið úr ferðamannastraumi á þessu svæði. Flestum er sennilega í fersku minni, hve aðgerðir Banda- ríkjamanna komu Evrópumönnum úr jafnvægi sl. vetur. Fæstir velta hins vegar fyrir sér orsökum þess, að gripið er til hryðjuverka. Um það efni eru enda skoðanir manna mjög skiptar. Hvaða aðgerðir eru réttlæt- anlegar til þess að vinna bug á hryðjuverkum? Það er alla vega ekki réttlætanlegt að grípa til þeirra ráða, sem svipta þegna þeirra ríkja, sem fyrir hryðjuverkunum verða, hefðbundnum réttindum sínum. Þau eru ekki allt of mörg ríkin í veröldinni, sem leyfa þegnum sínum að stjóma lífi sínu sjálfir að vem- legu leyti. Flest þeirra em í Vestur-Evrópu, sem einnig virðist vera helzta skotmark hryðjuverka- manna. í meginatriðum skiptast menn í tvo hópa, þegar rætt er um orsakir hryðjuverka. Annars vegar halda menn því fram, að ýmsar stað- bundnar orsakir valdi því, að menn telji sig knúna til að fremja hryðju- verk. I þessum hópi em ýmist þeir, sem vilja afsaka hryðjuverk og telja þau réttlætanlega baráttuaðferð fyrir málstað, ekki hvaða málstað, sem er, heldur þeim málstað, sem á sér gildar ástæður. Þetta má segja um ýmsa, sem em hlynntir málstað palestínumanna. Svo em þeir, sem telja hryðjuverk aldrei réttlætanleg neinum málstað til framdráttar. Sumir þeirra, sem hvað harðast fordæma hryðjuverk ýmissa borg- arskæmliða í Vestur-Evrópu virð- ast vera þessarar skoðunar. Hins vegar em þeir, sem telja að stað- bundnar ástæður hafi ekki úrslita- áhrif, heldur séu hryðjuverkin hluti af átökum austurs og vesturs og Sovétríkin standi að. baki, að minnsta kosti óbeint, ýmsum þeim hryðjuverkum, sem framin hafa verið á síðustu ámm og áratug. Jillian Becker er í seinni hópnum. Og í því riti, sem hér er til umfjöll- unar, reynir hún að leiða rök að því, að Sovétríkin leiki stórt hlut- verk í hryðjuverkum Vestur- Evrópu, ekki með því að styðja hryðjuverkamennina beint, því að það væri of hættulegt, heldur með því að veita þeim stuðning í gegnum ýmis fylgiríki sín í Austur-Evrópu eða til dæmis Kúbu. Skoðun hennar er ekki sú, að þessum hópum sé algerlega stjómað frá Moskvu, enda væri það fráleit skoðun. Hins vegar reyni Sovétmenn, eins og þeir mögulega geti, að físka í gmggugu vatni. Rökin, sem Becker færir fram fyrir skoðun sinni, em ívitnanir í heimsbyltingaráform sovézkra marxista, aðallega Leníns, sú stað- reynd að hryðjuverk eiga sér ekki stað, svo vitað sé, í Austur-Evrópu eða Sovétríkjunum, en eiga sér hins vegar stað hvað eftir annað í Vest- ur-Evrópu. Auk þess liggja fyrir ýmsar upplýsingar, sem benda til þess, að Sovétmenn styðji skæm- liðahreyfingar í Vestur-Evrópu. Hún leggur nokkuð upp úr morð- tilræðinu við páfann í Róm, en ég held, að skoðun bandaríska utan- ríkisráðuneytisins á því máli sé sennilegri: Ekki sé um að ræða skipulegt samsæri, sem Sovétmenn standi að baki. Af þeim rökum og upplýsingum, sem borin em á borð í þessu riti, er ekki hægt að draga neinar stór- ar ályktanir, eins og Jillian Becker vill. Það þarf engum í sjálfu sér að koma á óvart, að Sovétmenn físki í gmggugu vatni. En allt, sem hér er sagt, bendir ekki til neinnar skipulegrar áætlunar af hálfu Sov- étmanna. Auðvitað em upplýsingar af skomum skammti um þessi efni, en þær þurfa að vera ítarlegri áður en hægt verður £ið fallast á skoðun Becker. Hún leggur ýmislegt til í úr- bótaskyni. Ein tillaga hennar er sú, að þess sé ævinlega getið í fréttum, hvort skæmliða- eða þjóðfrelsis- hreyfingar séu studdar af Sovét- mönnum eða ekki. Hún nefnir sem dæmi Afríska þjóðarráðið, sem sé bersýnilega stutt af Sovétmönnum, enda hafi það komið fram í skýrslu, sem lögð var fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í nóvember árið 1982, svokallaðri Denton-skýrslu, sem fjallaði um öryggi og hryðjuverk. Ég veit ekki, hvort svoría nýbreytni hefði áhrif, en það er rétt, að sönn lýsing á því, sem um er rætt, er ævinlega til bóta. Ballettskóli Eddu^ Scheving Kennsla hefst í byrjun október. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa frá 5 ára. Innritun og upplýsingar í síma 38360 kl. 12— 15 og 20—21. Afhending skírteina fimmtudaginn 2. október kl. 15—19. Félag íslenskra listdansara Danskennarasamband íslands POKSra^.- f/W46WM 1986^1 STÓRKOSTLEG HELGI FRAMUNDAN! LAUCARDAGSKVÖLD ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Um næstu helgí mHBLe *«? verður að vanda ; - míkíft nm aft . áÉ&k . 1 míkiðumað vera í ÞÓRSCAFÉ. gi \ ^ orm '."i , Dans- og ———* dægurlagasveítín SANTOS og SONJA leíka fyrir dansí. \ \ Jón Möller leíkur V \ »V \ a \ ljufadínnertónlíst k'x 1 ” ' fyrir matargestí. I- ÓMAR RAGNARSSON skemmtír matargestum ásamt undírleíkara sínum Hauki Heiðar. Þeír félagar flytja glænýja og bráðfyndna skemmtí- dagskrá sem kitlar hláturstaugamar svo um munar. Á matseðlínum er fjórréttuð glæsímáltíð: Forréttur: Muníð að panta borð !2íSrPPAS0PA 1 t,ma hja veitin9astJÓra í innbökuð laxasneið síma 23335. Athugíð: Um síðustu helgi var uppselt. * \ A ■ IMi. i Aðalréttur: LÉTTSTEIKT LAMBAFILLÉ Eftirréttur: HNETUTRIFFLE Ómar Ragnarsson Húsíð opnað kl: 20.00 Jón og Ólí sjá um að spíla öll nýjustu lögín í dískótekínu. Dískótekíð opnar kl: 20.00 opíð tíl kl. 03.00 Snyrtílegur klæðnaður - aldurstakmark 20 ára. ÞÓRSCAFÉ; STÖDUGT FiÖR í 40 ' ÉHiiwæ ☆ it
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.