Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Tröllaplast er langþolið og sérstaklega hannað sem rakavörn í nýbyggingum. Heildsölubirgðir KRÓKHÁLSI 6 • SÍMI 671900 að allir sem eru 65 ára og eldri hætti störfum. Síðan 1977 hefur verið í gildi samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sem tryggir þeim sem hætta störfum á aldrinum 60—65 ára 70% af fyrri heildarlaunum í eftirlaun. Hver sem lætur af störfum samkvæmt þessu skuldbindur sig til þess að hefja ekki neins konar launuð störf að nýju. Um það bil 70% sem geta hafa nýtt sér þetta. Þá hefur ríkið heitið þeim fyrir- tækjum styrkjum sem stytta vinnutímann til þess að fleiri geti fengið atvinnu. Þetta var hluti sam- komulags sem kallað hefur verið „samstöðusamningamir". Þar er gert ráð fyrir að þeir sem eldri eru en 55 ára geti farið að vinna hálfan daginn en haldi 80% fullra launa. Samkvæmt lífeyrisreglunum geta þeir sem eru á aldrinum 55—60 ára farið á eftirlaun og fá þá 70% launa. í báðum tilvikum er atvinnurekandi skyldugur til þess að ráða einhvem í staðinn, helst ungan atvinnuleys- ingja. Atvinnuþátttaka eldra fólks hef- ur minnkað stöðugt frá stríðslokum. 1980 vom 47% karla og 27% kvenna á aldrinum 60—64ra ára útivinn- andi. í aldurshópnum frá 65—69 ára unnu enn 12% karla og 6% kvenna. Sovétríkin Ellilífeyrisaldur er 55 ár hjá kon- um og 60 ár hjá körlum. Erfiðis- vinnumenn, svo sem námuverka- menn, skógarhöggsmenn og byggingaverkamenn geta hætt störfum fyrr, eða á aldrinum 45—55 ára. Hið sama gildir um starfsmenn í málm- og efnaiðnaði. Konur sem eiga 5 böm eða fleiri geta að vissum skilyrðum uppfylltum farið á eftir- laun fímmtugar. í Sovétríkjunum þekkjast ekki ellilífeyrisgreiðslur eins og þær eru í Svíþjóð. Eftirlaun em bundin skil- yrðum um að viðkomandi hafi stundað launavinnu. Venjulega er krafíst 25 ára starfs hjá körlum og 20 ára hjá konum til þess að öðlast fullan rétt til eftirlauna. Upphæð þeirra ræðst af fyrri launum. Lág- markseftirlaun þeirra sem uppfylla skilyrðin um lengd starfsævi em nokkm lægri en þau almennu lág- markslaun sem talin em nægja til framfærslu. Hæstu eftirlaun em svipuð meðallaunum. Þótt verkafólk nái ellilífeyrisaldri er það ekki skyldugt til þess að fara á eftirlaun. Það heftir hins vegar rétt til þess. Eftiriaunaþegar hafa sama rétt til atvinnu og allir aðrir þegnar. Starfsöryggi er tryggt með lögum. Fyrirtæki Sem þarf minna vinnuafl vegna hagræðingar ber skylda til að sjá öllum fyrir öðmm störfum í fyrirtækinu. Um það bil ijórðungur eftirlauna- þega er enn í vinnu. Ríkið hvetur menn til þess að halda áfram störf- um. Heimavinna er skipulögð handa þeim sem ekki geta unnið venjulega vinnu. Margir lífeyrisþegar sem stunda atvinnu, fá fullar eftirlauna- greiðslur auk launanna, en aðrir fá hálf eftirlaun auk launanna. Bandaríki Norður- Ameríku Almannatryggingar (sem byggj- ast á „Social Security Act“ eða lögum um félagslegt öryggi) tryggja m.a. ellilaun og ná til u.þ.b. 90% launafólks. Afgangurinn, en flestir þeirra starfa hjá ríkinu, hafa eigin lífeyrissjóði. Full eftirlaun fást við 65 ára aldur og gert er ráð fyrir a.m.k. 10 ára starfsævi. Þeir sem fara á eftirlaun fyrr, á aldrinum 62ja til 64ra ára, fá nokkm lægri eftirlaun en þeir sem bíða þar til þeir em 66—70 ára fá nokkm hærri. Upphæðin byggist á meðal- mánaðarlaunum viðkomandi sem reiknuð em á sérstakan máta. Lág- launafólk fær hærra hlutfal! tekna sinna í eftirlaun en hálaunamenn. Eftirlaunaþegar geta haft nokkr- ar vinnutekjur án þess að eftirlaun skerðist. Því eldra sem fólk er því hærri tekjur getur það haft án skerðingar. Fari vinnutekjur yfir þessi mörk skerðast eftirlaunin um upphæð sem svarar til helmings þeirra tekna sem em yfir mörkun- um. Fólk eldra en 72ja ára sætir ekki neinum skerðingum vegna vinnutekna. Helmingur launamanna nýtur réttar til eftirlauna úr sjóðum fyrir- tækja og em þessir sjóðir af ýmsu tagi. Af þessum helmingi hefur u.þ.b. helmingur einnig rétt til þess að fara á eftirlaun fyrr en ella eft- ir sérstökum reglum um greiðslur og starfsaldur. Þetta fyrirkomulag verður æ algengara. Eftirlaunaupp- hæðin tekur mið af vinnutekjum og starfsaldri hjá fyrirtækinu. Oft er kveðið á um það í reglum þess- ara sjóða eða kerfa, að ef eftir- lexan= . © 1HERMDTTT . -CUCCT Lexan Thermoclear plastið er ákjósanlegt í gróðurhús, sólstofur, skjólveggfyrirblómahorn, þak yfir blóm eða skjól á svalir. Lexan Thermoclear tvöfalt eða þrefalt er hagstætt í innkaupum — auðvelt í meðförum og brotnar ekki. Komið við hjá okkur í Ármúlanum... Lexan Thermoclear gefur ykkur tækifæri til að vera á meðal blómanna allt árið um kring. Lexan Thermoclear er framleitt af General Electric Plastics. JÓlflRPlflJTt Armúla 30—108 Reykjavík — sími 686002 launaþegi hefur störf annars staðar minnka eftirlaun eða falla niður, a.m.k. tímabundið. 1978 var breytt lögum um mis- munun á vinnumarkaði vegna aldurs, á þann veg, að ekki er hægt að segja manni upp störfum vegna aldurs sem yngri er en sjötugur. Sérstök rannsóknamefnd þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að enn hafl þessi lagabreyting ekki haft umtalsverð áhrif. Hlutfall vinn- andi manna minnkar stöðugt. Af körlum sem eru 65 ára eða eldri voru 18% við störf 1981 en voru 20&% 1978. Talan hefur verið óbreytt meðal kvenna síðan um 1970, um 8%. Samkvæmt niður- stöðum rannsóknar sem einnig fór fram á vegum þingnefndar hafa 11% þeirra sem enn eru við störf breytt áætlunum sínum um starfs- lok. Tveir þriðju hafa flýtt þeim. Mörg sjálfstæð eftirlaunakerfi fyr- irtækja umbuna þeim sem flýta starfslokum allt niður í 55 ár. Talið er að lagabreytingin sem fyrr var getið hafi ekki áhrif nema fyrirtæk- in hverfi frá þessari stefnu. Meðal aldraðra er mikill áhugi á hlutastörfum. Næstum helmingur karla sem eldri eru en 65 ára og rúmur helmingur kvenna á vinnu- markaði vinnur hlutastörf. Þátttaka aldraðra í starfsþjálfun og endurhæfingu sem styrkt er af ríkinu er lítil. Aðeins 4% þátttak- enda eru 55 ára eða eldri. Síðan 1969 hefur atvinnumála- ráðuneytið gengist fyrir starfsemi til þess að koma fólki eldra en 55 ára og atvinnulausum í störf sem nýtast samfélaginu. Þessi áætlun (Senior Community Service Employment Program, SCSEP) nær nú til allra ríkja og svæða í Bandaríkjunum og jókst umfang hennar mikið á áttunda áratugnum. Þeir sem taka þátt í þessu fá greitt kaup samkvæmt kjarasamningum, en auk þess fá þeir læknisskoðun og ráðgjöf um efnahagsmál og að- stæður á vinnumarkaði. Meira en 50.000 manns taka nú þátt í þess- ari áætlun. 80% þeirra eru eldri en 60 ára og 65% eru konur. Ríkið gengst einnig fyrir margs konar annarri starfsemi sem miðar að því að skapa öldruðum störf utan vinnumarkaðarins. Áætlun um „Fósturafa og -ömmu“ nær til um 50.000 bama á sjúkrahúsum, bamaheimilum og stofnunum. Þeir sem starfa að þessu verða að vera minnst 60 ára og hafa litlar tekjur. Vinnutíminn er 20 tímar á viku og launin lág en skattfrjáls. Um það bil 17.000 manns taka þátt í þess- ari starfsemi. Önnur áætiun sem einnig miðast við góðgerðarstarf- semi nær til 250.000 aldraðra. Þessi áætlun er kölluð „Rosknir sjálf- boðaliðar" eða „Retired Senior Volunteer Program" og beinir störf- um sínum að ýmsum samfélags- stofnunum, svo sem skólum, sjúkrahúsum, bókasöfnum og dóm- stólum. Þá er öldruðu fólki sem vill dvelja í heimahúsum eins lengi og unnt er veitt aðstoð. Launin fyr- ir 20 tíma á viku eru lág en skattfrjáls. Forstjórar á eftirlaunum og aðrir æðstu stjómendur og sérfræðingar fyrirtækja hjálpa góðgerðarfélög- um með ráðgjöf um efnahagsmál og stjómun. Þessi ráðgjöf er ókeyp- is, en greitt er fyrir útlagðan kostnað. Svona ráðgjafar eru til á um það bil 300 stöðum. Fjölmörg samtök reyna að styðja við bakið á öldruðum á vinnumark- aði eða reyna á annan veg að útvega þeim hagnýt störf. Söfnuðir reka oft eigin starfsemi. Stéttarfélög hafa mörg hver sérstakar deildir fyrir aldraða. Til em samtök aldr- aðra, svo sem „Þjóðarráð aldraðra" og „Samband bandarískra eftir- launaþega“. Bæði þessi samtök reyna að útvega félögum sínum atvinnu eða störf og taka jafnframt, þátt í opinberu starfi í þágu aldr- aðra. Japan Atvinnurekendur ábyrgjast eftír- laun fastra starfsmanna sinna. Eftirlaunaaldur er breytilegur en oftast á bilinu 55—57 ár hjá launa- fólki. í mörgum fyrirtækjum finnast engar reglur um eftirlaunaaldur. Eftirlaun em sjaidnast greidd mán- aðarlega, heldur em einskonar uppbót vegna missis fyrri launa og einatt greidd í einu lagi. Þrír fjórðu hlutar eftirlaunamanna fá eftirlaun sín greidd í einu lagi. 22% fá bæði eina stóra upphæð og mánaöar- greiðslur. Þeir sem ekki fá eftirlaun frá fyrri vinnuveitendum, t.d. sjálf- stæðir atvinnurekendur, tíma- kaupsmenn og þeir sem hafa verið í hlutastörfum, geta verið aðilar að lifeyrissjóði á vegum ríkisins. Þeir starfa samkvæmt lögum um velferð aldraðra. Þetta er ekki einn sjóður heldur margir og mismunandi regl- ur í þeim. Flestir em félagar í sjóði fyrir starfsmenn einkafyrirtækja. Eftirlaunaaldur karla er 60 ár og kvenna 55 ár. Full eftirlaun em bundin skilyrði um iðgjaldagreiðslur . í minnst 20 ár. Upphæð launanna ræðst af því hve lengi menn hafa greitt iðgjöld af fyrri launum. Þegar mat er lagt á aðstæður eftirlaunaþega í Japan má ekki gleyma hefðbundnum skyldum bama, sérstaklega elsta sonar, til þess að sjá foreldrum sínum far- borða. Um það bil 70% þeirra sem em 65 ára eða eldri búa hjá bömum sínum. Eftirlaunafyrirkomulagið, lágur eftirlaunaaldur og sú staðreynd að margir fá eftirlaun sín greidd í einu lagi veldur því að margir aldraðir stunda launavinnu. Það er talið sjálfsagt í Japan að gamalt fólk vinni eins lengi og það hefur getu til. Um það bil helmingur heldur áfram að vinna hjá sama atvinnu- rekanda án þess að hætta störfum. Margir fá önnur störf eftir stutt atvinnuleysi en í báðum tilvikum em launin lægri en áður. 90% þeirra sem halda áfram hjá sama atvinnu- rekanda fá lægri laun og laun þeirra sem verða að skipta um húsbændur lækka hlutfallslega meira en hinna. 78% þeirra sem em á aldrinum 60—64 ára halda áfram að vinna og í hópi 65 ára karla og eldri vinn- ur 41%. Af eftirlaunaþegum í heild em 65% starfandi (55% launamenn og 10% með eigin rekstur). Afgang- urinn er atvinnulaus eða óvinnufær vegna veikinda. Aðeins 3—4% gefa ekki upp neina ástæðu til þess að þeir em hættir störfum. Lífeyrisþegar geta haft nokkrar launatekjur án þess að lífeyris- greiðslur skerðist. Þetta er þó misjafnt milli kerfa. Sumir sjóðir skerða lífeyrisgreiðslur ef tekjur vegna vinnu em háar. Margir skipta um starfsgrein þegar þeir fara á eftirlaun. Fjórð- ungur þeirra sem heldur áfram störfum hjá sömu húsbændum er settur til starfa sem ekkert eiga sameiginlegt þeim störfum sem þeir áður gegndu. Tveir þriðju hlut- ar þeirra sem fara í aðra vist fá önnur verkefni en þeir höfðu á gamla staðnum. Ríkisvaldið og stéttarfélögin reyna að hækka eftirlaunaaldur í 60 ár, en atvinnurekendur þtjóskast við. Ríkið veitir þeim fyrirtækjum lán og styrki sem bæta vinnuáð- stæður aldraðra. Samkvæmt lögum frá 1976 verða 6% starfsmanna fyrirtækis að vera 55 ára og eldri. U.þ.b. helmingur fyrirtækja sem hafa þúsund starfsmenn eða fleiri hafa náð þessu marki. Til em sér- menntaðir atvinnuráðgjafar fyrir aldraða og sérstök endurhæfingar- námskeið em haldin fyrir þá. Einnig em til vemdaðir vinnustaðir. Ríkið býður eftirlaunaþegum lán ef þeir vilja koma af stað eigin atvinnu- rekstri og atvinnurekendur sem vilja bæta við sig starfsfólki á aldr- inum 55—64 ára fá styrki. Eldra fólk fær atvinnuleysisstyrk lengur en aðrir ef það þarf á að halda. Samtök einstaklinga fást einnig við að útvega öldruðum atvinnu við hæfi. Sveitarstjómir fá eldra fólk til þess að halda fyrirlestra og stjóma námskeiðum. Hópar aldraðra hafa tekið sig saman um að reka viðgerðarþjón- ustu og íhlaupavinnu og skipta telq'unum á milli sín. Höfundur er framkvæmdastjóri Pensionarenas riksorganisation, sem eru stærstu samtök ellilífeyr- isþega íSvíþjM. Þýðingin ergerð að tiihlutan Sambands almennra lífeyrissjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.