Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 15

Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 15 Ávísun á hækkað vöruverð — eftirJón Magnússon Avísun á hækkað vöruverð Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er frétt, sem lætur lítið yfir sér, en er stórmál fyrir neytendur. Skýrt er frá því, að útlit sé fyrir kvóta á egg og lqúklinga eins og segir í fyrirsögn blaðsins og ástæðan fyrir þessu er skv. fréttinni, að bændur í þessum greinum séu orðnir þreytt- ir á linnulitlu verðstríði. Bent er á í því sambandi að verð á eggjum sé nú talsvert lægra en fyrir einu ári. Sú hugsun sem þama kemur fram er ekki ný af nálinni. Hugleið- ingar um framleiðslustjómun á öllum þáttum búvöruframleiðslu hafa jafnan átt nokkum hljóm- gmnn, sérstaklega hjá þeim fram- leiðendum sem standast ekki samkeppnina og við það bætist að landbúnaðarforustan vinnur leynt og ljóst að því að ná öllum þáttum framleiðslunnar undir sinn hatt til þess að geta ráðskast að vild með hve mikið megi framleiða af hvaða vömtegund og hvemig verði á vor- unum verði haldið uppi með viðmið- un við eitthvað meðalbú, sem í raun er ekki til. Beiðni um verð- hækkanir Nái hænsnabændur samkomu- lagi um kvótafyrirkomulag og framleiðslustjómun þýðir það hækkað verð til neytenda, en eins og rakið er hér að framan em hug- myndimar settar fram beinlínis til þess að verð á þessum neysluvömm hækki. Itrekað hefur verið bent á það með verðsamanburði milli ára, að verðlag á framleiðsluvömm á ftjálsu greinunum svokölluðu, þ.e. kjúklinga-, eggja- og svínaafurðum, hækkar minna en þær vömr sem heyra undir opinbera verðlags- stjómun. í samræmi við það hefur markaðshlutdeild þessara afurða aukist á kostnað hinna. Kostir fijálsrar verðmyndunar hafa því verið neytendum til hagsbóta og lækkuð útgjöld heimilanna, en nú skal sett undir þann leka. Það er vissulega athyglisvert, að á sama tíma og stjómvöld lýsa yfir sem helstu markmiði í efnahagsmálum. að verðbólgan aukist ekki á ný, skuli landbúnaðarráðherra leitast við að koma á breytingum sem óhjákvæmilega hækka framfærslu- kostnað. Matvömr hér á landi em mjög dýrar, þær dýmstu í okkar heimshluta. Allt of stór hluti tekna heimilanna rennur því til kaupa á biýnustu nauðþurftum. Leita verð- ur leiða til að lækka þennan kostnað með það að markmiði að íslending- ar þurfi ekki að greiða meira fyrir mat sinn en aðrar þjóðir. Það er mikilvægasta atriðið til að bæta lífskjörin. Skipulag og uppbygging þeirra atvinnugreina, sem framleiða neysluvömr verður því að byggjast á hagkvæmni og meginforsendan fyrir því er sú að kostir fijálsrar verðmyndunar njóti sín. Stjómvöld ættu því að huga að öðmm leiðum en kvótafyrirkomulagi og víðtækri framleiðslustjómun því annars verður ekki séð að hægt verði að varðveita þann góða árangur sem náðst hefur í viðureigninni við verð- bólguna. Yfirlýsingar landbún- aðarráðherra að engn hafandi Á síðasta þingi knúði Jón Helgá- son landbúnaðarráðherra fram löggjöf sem veitti honum heimild til að leggja allt að 200% verðjöfn- unargjald á innfluttar kartöflur og vömr unnar úr þeim. Við umræður á Alþingi lýsti hann því yfir að þetta gjald mundi ekki valda verð- hækkunum til neytenda. Sú stað- hæfing var röng. Afleiðing af þeirri geðþóttaákvörðun Jóns Helgasonar að leggja á umrætt verðjöfnunar- gjald leiddi tit þeirrar hækkunar á framfærsluvísitölu sem varð til þess að hækkun vísitölunnar varð meiri en viðmiðunarmark kjarasamninga gerði ráð fyrir. Afleiðingin af þess- um gerðum ráðherra leiðir til þess að um 200 milljónir skipta um hend- ur miðað við heilt ár. Launakostnað- ur atvinnurekenda hækkar sem því nemur, en það kemur launþegum hins vegar ekki til góða því þeir gfreiða það til baka í hækkuðu vöm- verði. Þetta litla dæmi sýnir glöggt hve mikill kostnaðurinn er sem fólg- inn er í rangri stefnu og gefur jafnframt vísbendingu um hvað það skiptir miklu máli til að auka hag- sæld í landinu að matarverð lækki. Jón Magnússon „Allt of stór hluti tekna heimilanna rennur því til kaupa á brýnustu nauðþurftum, Leita verður leiða til að lækka þennan kostnað með það að markmiði að Islendingar þurf i ekki að greiða meira fyrir mat sinn en aðrar þjóðir.“ í dag fékk ég þær upplýsingar að verð á kartöflum væri 50% hærra en á sama tíma í fyrra. Verðjöfnun- argjald landbúnaðarráðherra veldur þar miklu en einnig það, að því er virðist að samkeppni á markaðnum er ekki virk, vegna þess að söluaðil- ar sem í raun starfa fyrir framleið- endur hafa nánast samræmt verð sín á milli. Slíkt er eftir þvf sem ég best fæ séð brot á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og hringamyndanir, sem sett eru til að vemda neytendur. Þegar verðlag á matvörum var gefíð fijálst, var það undirstrikað af Neytendasam- tökunum að þau teldu það til bóta enda væri þá við það miðað að sam- keppni um verðlagningu skilaði sér til neytenda. Jafnframt var á það bent, að verðlagsyfirvöld þyrftu stöðugt að vera á varðbergi gegn samkeppnishömlum sem miðuðu að því að halda uppi verðlagi á einstök- um vörum. Séu þær staðhæfingar réttar sem settar eru fram hér að framan um samráð stærstu söluað- ila á kartöflum um verðlagningu þeirra verður að setja þær undir verðlagsákvæði á ný. Slíkt er í raun þrautalending og íjarri því að vera góð, en er samt sá öryggisventill sem verður að nota þegar markaðs- starfsemin er trufluð hvort sem um er að ræða kartöflur eða aðrar vöru- tegundir. Frá því að Grænmetis- verslun landbúnaðarins geispaði golunni, blessuð sé minning henn- ar, hefur meðferð, framboð, gæði og verðlagning kartaflna verið með mun betra hætti. Það er því illt til þess að vita, að stjómvaldsákvarð- anir eins og þær sem landbúnaðar- ráðherra beitti sér fyrir í sumar skuli valda þeirri röskun á mark- aðnum að grípa þurfi til neyðarúr- ræða. Fyrir neytendur eða framleiðendur? Það er ekki hægt að samþykkja það, að stjómvöld beiti sér stöðugt fyrir aðgerðum sem hækka vöru- verð til neytenda. Það er ekki heldur hægt að samþykkja það að ákveðn- um framleiðsluþáttum sé haldið uppi á kostnað neytenda. Vömverð á brýnustu nauðsynjavörum þarf að lækka og það gerist ef stjóm- völd láta af því að taka fram fyrir hendumar á framtakssömum, dugmiklum framleiðendum. Neyt- endur krefjast þess að stjómvöld fylgi ákvæðum laga um neytenda- vemd og komi í veg fyrir samkeppn- ishömlur og óeðlilega verðlagningu í stað þess að þau leitist við að hækka vöruverð með aukinni mið- stýringu og kvótakerfi. Slíkt er tímaskekkja sem rýrir hag heimil- anna. Reykjavík, 10. september 1986 Höfundur er fyrrverandi formað- ur Neytendasamtakanna og var varaþingmaður Sjádfstæðisfiokks- ins. Flugleiðir: Vetraráætlun í innanlandsflugi Vetraráætlun Flugleiða í inn- anlandsflugi tók gildi á mánu- dag, 15. september. Hún verður með svipuðu sniði og sl. vetur og verða áfangastaðir samtals tíu. í tengslum við áætlunarferð- ir frá Reykjavík, verður síðan framhaldsflug til hinna ýmsu áfangastaða, sem Flugfélag Norðurlands, Flugfélag Austur- lands og Flugfélagið Ernir annast. Þegar vetraráætlun verður í há- marki, verður 31 ferð í viku milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fjórtán verða til Egilsstaða, fjórar til Hornafjarðar, sex til Húsavíkur, en þangað verður flogið alla daga vik- unnar nema laugardaga. Til ísa- Ijarðar verða 13 ferðir í viku, þijár til Norðfjarðar, ijórar til Patreks- Qarðar, sex til Sauðárkróks, 17 til Vestmannaeyja og tvær ferðir til Þingeyrar. Um jól, áramót og páska verður ferðum fjölgað eins og endranær. í vetur verður einnig boðið upp á sérstakar helgarferðir til Reykjavíkur og einnig frá Reykjavík til Akureyrar, Egils- staða, Hornafjarðar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til dæmis kostar helgarferð frá Akur- eyri til Reykjavíkur 5.359 krónur og er þá miðað við að gist sé í tvær nætur í tveggja manna herbergi. í Reykjavík er hægt að velja um Hótel Esju, Hótel Loftleiðir, Hótel Sögu, Hótel Borg og Hótel Óð- insvé. Frá Reykjavík til Akureyrar kostar helgarferð frá 4.869 krón- um. Þar er hægt að velja um gistingu á Hótel KEA, Varðborg, Hótel Akureyri, Hótel Stefantu og Gistiheimilinu Asi. Á Egilsstöðum er dvalið í Valaskjálf eða Gistihús- inu Egilsstöðum. Á Hornafírði er það Hótel Ilöfn og á öðrum stöðum Hótel Húsavík, Hótel ísaQörður og í Vestmannaeyjum er gist á Gest- gjafanum. BARNA- SKÓR Stærð: 20—27 Litir: blátt, hvítt, rautt, grátt. Verd1. 998,- 5% staðgreiðölu- afsláttur 21212 SÖLUMAÐUR - HEILDVERSLUN Heildverslun sem er að selja sumarfatnað, vill komast í samband við sölumann, karl eða konu, sem gæti keypt vörulager. Mtkill afsláttur. GóA vara. Fjögurra mánaða greiðslufrestur, vaxta- laust. Upplýsingar sendist augld. Mbl. fyrir fimmtudag- inn 20. þ.m. merkt: „Gott tækifæri". Reimar og reimskífur Tannhjól og keðjur Belgtengi Ástengi Vald Poulsen Suðurlandsbraut 10, sími 686499. SOEHNLE TÉKKVOGIR ÍOO kg. x 200 gr. | Úr ryðfríu stáli Eigin þyngd, aóeins 44 kg. OlAIUK GlSIASOVI A CO. HF. SUNDABORQ 22 104 REYKJAVlK SlMI S4BOO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.