Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 65
umferðarstjórn frávik frá þessari reglu, sem nýtt eru vegna þess að ella yrði ekki unnt að koma öllum flug- vélum er þess óska fyrir á þeim tímum sólarhringsins þegar umferðin er mestmegnis í eina átt, þ.e. í vestur um og eftir miðjan dag, og í austur seinni part nætur. 14. Austurhluti svæðis innanlands- deildar er utan drægis radars og fjarskiptatækja, sem notuð eru við stjómun flugumferðar í efri hluta loft- rýmis yfir Islandi. Það eru meira en 5 ár síðan stækk- un innanlandssvæðisins til austurs og norðurs átti sér stað. Þetta var m.a. gert til þess að halda heræfíngaflugi NATO utan svæðis innanlandssvæðis- ins og allt slíkt æfingaflug yfir haflð færi fram á svæði úthafsdeildar og truflaði ekki innanlandsflugið, þ.m.t. aðflug að flugvöllum austanlands. Tækjakostur til fjarskipta var ekki aukinn við stækkun svæðis innan- landsdeildar. 15. Ekki kom neitt fram við rannsókn málsins sem bendir til þess að vinnu- álag hefði verið mikið þegar umrædd atburðarás varð, bilun i tækjabúnaði eða einhver sérstök tmflandi atvik hafi átt þátt í að beina athygli flug- stjómarmanna frá hugsanlegri árekstrarhættu. Flugslysanefnd gerði m.a. rannsókn á umferðarmagni og talviðskiptum í innanlands- og úthafsflugstjórnar- svæði á tímabilinu kl. 1600—1700 þennan dag. Umferðarmagn var ekki mikið miðað við starfslið og viðskipti eðlileg. Tilskilinn fjöldi flugumferðar- stjóra var á vakt. 16. Við rannsókn málsins kom í ljós, að flugumferðarstjórar fóm, eftir at- vikið og áður en flugmálastjóra eða loftferðareftirliti var tilkynnt um það, í tækjasal radíódeildar, þar sem segul- bandsupptökutæki flugmálastjómar er, og hlustuðu án tilskilinná leyfa á upptöku talviðskipta. (Síðasttalda atriðinu er sleppt úr í fréttatilk. samgönguráðuneytisins. — Innskot Morgunblaðins.) Alyktanir og niðurstöður Flugumferðarstjórinn í innanlands- deild hefði ekki þurft að senda SK-292 strax yfir á vinnutíðni Gufunes kl. 1615, heldur gat hann haft flugvélina í beinu sambandi við innanlandsdeild lengur, enda var flugvélin enn langt inni í svæði innanlandsdeildar. Flugumferðarstjóranum í innan- landsdeild var kunnugt um að BA-85 var á leið inn í innanlandssvæðið í flug- lagi 310 og myndi flugvélin fá heimild til hækkunar í fluglag 330 frá úthafs- deild. Þrátt fyrir að hann hefði allar upplýsingar fýrir framan sig urn yflr- vofandi árekstrarhættu, hafðist hann ekkert að. Flugumferðarstjórinn í innanlands- deild áleit BA-85 ekki vera „sína umferð", heldur bæri úthafsdeild að sjá um hana og skipti hann sér ekk- ert af flugi vélarinnar, og treysti því að úthafsdeild sæi um aðskilnað innan síns svæðis. Framburður nemans í úthafsdeild þess efnis að hann hafl tekið tengil flugumferðarstjórans úr sambandi til þess að geta veitt flugheimild til Gufu- ness án tmflunar bendir til þess að neminn hafí unnið nokkuð sjálfstætt og talið sig vita hvað hann var að gera. Með tilliti til náms og reynslu nem- ans verður að telja að hann hefði átt að gera sér grein fyrir árekstrarhættu SK-292 og BA-85 á sama hátt og flug- umferðarstjóramir. Nemanum í úthafsdeild var full- kunnugt um SK-292 og flugumferðar- stjóranum hefði átt að vera það einnig, því ekkert bendir til þess að flugstjóm- arræman fyrir SK-292 hafi verið annars staðar en í stakknum frá því kl. 1610 a.m.k., er úthafsdeild veitti samþykki sitt fyrir hækkun SK-292 í fluglag 330. Engin frekari beiðni um hæðarbreytingu barst frá SK-292 og því ekki ástæða til að færa ræmuna úr stöðu 0, eftir að þessi heimild var veitt. Jafnframt skal bent á að innan- landsdeild tilkynnti úthafsdeild símleiðis kl. 1616 að SK-292 væri komin í fluglag 330. Einnig barst út- hafsdeild frá Gufunesi staðarákvörðun á SK-292 kl. 1626 fyrir stað 66°N/20°V í fluglagi 330. Allt bendir því til að ræman hafi verið í stakk í stöðu 0 þegar BA-85 var veitt heimild kl. 1630 í fluglag 330. Flugumferðarstjóranum i stöðu 0 í úthafsdeild hefði því átt að vera ljóst í að minnsta kosti síðustu 16 mínút- umar fyrir atvikið að um árekstrar- hættu BA-85 og SK-292 væri að ræða. Ofmat flugumferðarstjórans í út- hafsdeild á hæfni nemans til þess að sjá umferðarmyndina, kann að eiga MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 þátt í því að eftirlit með vinnu hans var ábótavant. All mikil umferð hafði verið fyrr um daginn, en þegar meginálag um- ferðarinnar var liðið hjá virðast hlutaðeigandi starfsmenn flugumferð- arþjónustunnar ekki hafa haldið vöku sinni, þannig að 15—20 mínútur liðu frá því að mistökin áttu sér stað, þar til tilkynningin barst frá flugvélunum um atvikið án þess að deildir innan- landsdeildar eða úthafsdeildar kæmu auga á undangengna árekstrarhættu. Við yfirheyrslur kom fram að flug- umferðarstjórum bar yflrleitt saman um að lengd vakta væri óhæfileg og æskilegt væri að stytta þær. (Þessum kafla er alveg sleppt út í fréttatilk. ráðuneytisins. — Innsk. Mbl.) Orsakir Telja verður að meginorsök atviks- ins hafl verið andvaraleysi og skortur á stöðluðum vinnubrögðum flugum- ferðarstjóranna í báðum deildum, innanlandsdeild og úthafsdeild, og nemans í úthafsdeild, eftir að megin- álag umferðarinnar minnkaði. Ennfremur má benda á óöguð vinnubrögð í flugumferðarstjóminni sem m.a. stafa af þjálfunarskorti og aðhaldsleysis af hálfu yfírstjómar hennar. (I fréttatilkynningu samgönguráðu- neytisins sagði eingöngu um orsakir flugumferðaratviksins: „Flugslysanefnd telur að meginor- sök atviksins hafí verið andvaraleysi og ekki nægjanlega stöðluð vinnu- brögð, sem m.a. stafl af þjálfunar- skorti." — Innskot Morgunblaðsins.) Tillögnr til úrbóta Nefndin gerði eftirfarandi tillögur til úrbóta: 1. Siþjálfun Það er mat FSN (Flugslysanefnd- ar), að eina raunhæfa úrlausnin til þess að tryggja að farið sé eftir stöð- luðum aðferðum við flugumferðar- stjóm, sé að bóklegri og verklegri síþjálfun verði komið á. 2. Starfsreglur Tryggt verði með eftirlitskerfl, að flugumferðarstjórar fari eftir starfs- reglum, sem kynntar séu á fullnægj- andi hátt og gefnar út í aðgengilegu formi. 3. Gerviþjálfi Skortur á tækjabúnaði til verklegr- ar þjálfunar er mikill og verður að verja verulegu fé til úrbóta, ef takast á að halda uppi markvissri síþjálfun í flugumferðarstjóm. Flugmálastjórn stefni að því að eignast hið bráðasta fullkominn gerviþjálfa þar sem fram fari verkleg kennsla, síþjálfun og hæfnipróf flugumferðarstjóra. Sam- hliða verður að koma upp starfsliði til undirbúnings og framkvæmdar þjálf- unar. 4. Fjarskiptakerfi Fjarskiptakerfí í þeirri deild sem stjórnar efri hluta loftrýmis yflr ís- landi verði bætt svo það geri flugum- ferðarstjórum kleift að hafa beint fjarskiptasamband við VHF-tíðni við flugvélar, sem þcim er ætlað að stjórna. 5. Tölvuvæðing Tölvuvæðing verði aukin og endur- bætt og hún tryggi, að eftirlitskerfl virki þannig, að mistaka verði vart og viðeigandi ráðstafanir verði gerðar áður en flugumferðaratvik eða slys eiga sér stað. 6. Forritun Kannað verði, hvort hentugt þyki að forrita skeytadreifingarkerfí flug- málastjómar þannig, að 10°V staðar- ákvarðanir á flug á vestlægum ferlum og 30°V staðarákvarðanir á flug á austlægum ferlum berist sjálfkrafa til stjómenda efri hluta loftrýmis yfír 65 íslandi, þ.e. ef viðkomandi flug áætlar *“■ flug inn í innanlandssvæði. Jafnframt birtist hjá þeim talviðskipti viðkom- andi flugvéla þar til flugumferðarstjóri í innanlandsdeild afþakkar slíkt. 7. Radarvæðing Flugslysanefnd leggur áherslu á, að sú aukna radarvæðing, sem nú er unnið að, verði-hraðað eftir mætti. 8. Vaktafyrirkomulag Flugslysanefnd leggur þunga áherslu á að vaktafyrirkomulag flug- umferðarstjórnar verði endurskoðað með það fyrir augum að stytta vaktirn- ar. 9. Hljóðupptökubúnaður Settur verði upp hljóðupptökubún- aður við hveija stöðu í flugumferðar- stjórn, sem flugumferðarstjórar geta notað sér til glöggvunar á fjarskiptum, sem hafa átt sér stað. 10. Varsla segulbanda Tryggja verður að farið sé eftir starfsreglum um meðferð og geymslu segulbanda svo óleyfíleg hlustun seg- ' ulbanda flugmálastjómar eigi sér ekki ( stað. (í fréttatilkynningu samgönguráðu- neytisins er getið um allar tillögur flugslysanefndar nema þá síðustu; um vörslu segulbanda. — Innskot Morgun- blaðsins.) Afangaskýrslan frábrugðin Áfangaskýrsla flugslysanefnd- ar frá 16. júní var að ýmsu leyti frábrugðin lokaskýrslu nefnd- arinnar um flugumferðaratvik- ið yfir Austurlandi 2. júní sl. Þar segir í köflum um orsaka- þætti, niðurstöður og tillögur til úrbóta: 1. Rétt er að taka fram að FSN (flugslysanefnd) gerði m.a. rannsókn á umferðarmagni og talviðskiptum í innanlands- og úthafsflugstjómar- svæði á umræddu tímabili. Ekki kom neitt frám við rannsókn málsins, sem bendir til þess að vinnuálag hefði ver- ið mikið þegar umrædd atburðarás varð eða einhver sérstök truflandi at- vik hafl átt þátt í að beina athygli manna frá hugsanlegri árekstrar- hættu. Vinnuálag virðist hins vegar hafa verið all mikið fyrr um daginn, og segist vaktstjóri hafa aðstoðað þá tvo flugumferðarstjóra sem voru að störfum í ACC/High, þeirri deild sem sér um stjórn efra loftrýmis yfir ís- landi, þegar með þurfti. Umferðar- magnið hafði minnkað það mikið að um kl. 16.30 sá einn flugumferðar- stjóri um stjóm flugumferðar í efra loftrýminu. 2. Reynsluleysi nemans í stöðu 0 í úthafsdeild og skortur á eftirliti með vinnu hans er orsakaþáttur í þessu atviki. Neminn hafði að baki 9 mán- aða nám í flugumferðarstjóm frá Kanada ásamt stuttu námskeiði hér heima sem lauk 20. maí með skriflegu prófí til réttinda í úthafsdeild. Að sögn nemans var ekki fjallað um úthafs- flugumferðarstjórn í námi hans í Kanada. Ofmat flugumferðarstjórans í úthafsdeildinni á hæfileikum nemans til að sjá umferðarmyndina kann að eiga þátt í því að eftirliti með vinnu hans var ábótavant. 3. Hugsanlegt er að þreyta starfs- manna hafi verið meðvirkandi orsök. Þegar umrædd mistök urðu eru liðnar um 9 til 9,5 klst. frá því að vakt hófst að morgni, þ.e. kl. 07.30. All mikil umferð hafði verið fyrr um daginn en þegar meginálag umferðarinnar er lið- ið hjá virðast menn ekki halda vöku sinni, þannig að 15 til 20 mínútur liðu án þess að nokkur taki eftir að um- rædd mistök hafa átt sér stað. 4. Austurhluti innanlands-svæðisins er utan drægis radars og fjarekipta- tækja efri hluta loftrýmis yflr íslandi, sem veldur því að tvenns konar að- ferðir við stjóm flugumferðar eru nú í notkun innan svæðisins eftir því hvar í svæðinu umferðin er. Það eru 5-6 ár síðan stækkun innanlandssvæðisins til austur og norðurs átti sér stað án þess að tækjakostur til ijarsldpta væri aukinn. Ekki er ljóst hvaða hag- ræði er af þeirri stækkun, þar sem innanlandsdeild getur í raun ekki beitt öðrum aðferðum við stjóm flugum- ferðar en úthafsdeild á umræddu svæði. Afleiðing þessara breytinga virðist einungis hafa skapað óþarfa og aukið vinnuálag á flugumferðar- stjóra í innanlands- og úthafsdeild, sem síðan hefur i för með sér óöguð vinnubrögð. 5. Við rannsókn málsins hefur kom- ið fram að óöguð vinnubrögð og aðhaldsleysi, sem hafa fengið að við- gangast um langan tíma, auka líkum- ar á því að flugumferðaratvik geti átt sér stað. Óöguð vinnubrögð stafa meðal annars af þjálfunarskorti starfs- manna. Engin verkleg síþjálfun eða endurþjálfun fer fram fyrir flugum- ferðarstjóra eins og t.d tíðkast hjá flugmönnum. Flugumferðarstjórar fá enga tilsögn eða þjálfun í verklegri flugumferðarstjóm eftir að starfsrétt- indaprófum lýkur og em því dæmi um að meira en 30 ár séu liðin frá því að menn sóttu slík námskeið. Bók- legri kunnáttu flugumferðarstjóra virðist við haldið helst með útgáfu starfsreglna og eftirliti af hálfu eftir- litsmanns flugumferðarþjónustunnar. Ekki verður séð að neitt kerfí sé í gangi til að viðhalda og tryggja að eftir stöðluðum vinnubrögðum starfs- reglna sé farið. í hinni raunverulegu flugumferðarstjóm. Þannig segir einn flugumferðarstjóri í skýrslu hjá FSN: „Okkur er ekki kennt þetta á þennan hátt, en þetta er bara venjan." Og annar segir að ef unnið væri eftir starfsreglum „hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir umrætt atvik". Samantekt á niðurstöðum 1) Flugumferðarstjórinn að störf- um í úthafsflugstjórnardeild (OAC- stöðu 0) var að stjóma flugumferð sem var á leið inn í flugstjórnarsvæði inn- anlandsdeildar (ACC). a) Hann tilkynnti innanlandsdeild (ACC) um það, að hann ætlaði að hækka BA-85 úr fluglagi 310 í fluglag 330 og lét stutt svar innan- landsdeildar (OK) nægja sem samþykki fyrir þeirri ráðstöfun. b) Hann gaf BA-85 heimild í fluglag 330, þótt allar upplýsingar lægju fyrir í úthafsflugstjómardeild, að ferlar SK-292 og BA-85 myndu skerast í sama fluglagi og án að- skilnaðar um 16 mínútum síðar. c) Þegar beiðnin berst frá BA-85 um hækkun í FL-330 segir flugum- ferðarstjórinn: „Nemandinn tekur þetta til athugunar og telur að hún passi" og fær því samþykki mitt fyrir því. 2) Flugumferðarstjórinn sem var að störfum í innanlandsdeild flug- stjómarmiðstöðvarinnar í Reykjavík (ACC/High) stjómaði ekki umræddri flugumferð innan flugstjómarsvæðis síns. a) Hann hafði upplýsingar um flug SK-292 á leið í gegnum svæði sitt í fluglagi 330. b) Hann hafði upplýsingar um flug BA-85 á leið í gegnum svæði sitt á ferli sem skæri feril SK-292. c) Hann hafði upplýsingar um að BA-85 hafði óskað eftir sama flug- lagi og SK-292 og samþykkti að það yrði veitt af annarri flugum- ferðarþjónustudeild (úthafsflug- stjómardeildinni — OAC) með svari sínu OK. Hann ber þvi við að „í OAC var reyndur maður og ég treysti því að hann hefði heildar- myndina og lagði mig ekkert eftir því að kanna þessa krossingu". d) Hann gerði engar athugasemdir við það að önnur flugumferðar- þjónustudeild gaf hækkunarheim- ild inn í hans svæði, þótt upplýsingar lægju fyrir hjá honum um það, að ferlar flugvélanna myndu skerast innan hans svæðis í sama fluglagi og án aðskilnaðar. e) Hann skipti sér ekkert af flugum SK-292 og BA-85 eftir kl. 16.30 þótt þau væm innan flugstjómar- svæðis hans. Tillögnr til úrbóta Nefndin gerir eftirfarandi tillögur til úrbóta: 1. Verkleg þjálfun og nám í flug- umferðarstjórn. Það er mat flugslysanefndar, að eina raunhæfa úrlausnin til að tryggja að farið sé eftir stöðluðum aðferðum við flugumferðarstjóm sé reglubundin verkleg þjálfun. í slíkum verklegum æflngum kemur strax í ljós ef menn hafa tamið sér aðrar aðferðir en viður- kenndar em og gefst þar tækifæri til kennslu á þeim vinnubrögðum sem leiða til betri og ömggari þjónustu. Það er ljóst að verklegt nám í flugum- ferðarstjórn hefur verið stytt vemlega frá því sem áður var. Þannig var árið 1975 gert ráð fyrir eins árs starfs- þjálfun á vinnustað fyrir ffyrstu starfsréttindi, en í dag er gert ráð fyrir 5 mánaða starfsþjálfun fyrir sama áfanga. Flugslysanefnd hefur vissar efasemdir um að umrædd stytt- ing starfsþjálfunar sé raunhæf og taki nægilegt tillit til öryggisjónarmiða. I ljósi umrædds atviks virðist frekar þurfa að auka við og leggja meiri áherslu á verklega þjálfun en verið hefur. 2. Tækjabúnaður. Skortur á tækjabúnaði til verklegr- ar þjálfunar er mikill og verður að veria vemlegu fé til úrbóta ef takast á að halda uppi markvissri siþjálfun í flugumferðarstjóm. Geta má þess að nær sami tækjabúnaður er fyrir hendi í dag til umræddra verkefna og var fyrir 20 ámm. Samhliða fjárfest- ingu í nýjum tækjabúnaði verður að koma upp föstu starfsliði til undirbún- ings og framkvæmdar þjálfunar. Gefa verður kennumm kost á reglubundurr námskeiðum erlendis til viðhalds og endumýjunar kennara- og þjálfunar réttinda. Flugmálastjóm stefni hii bráðasta að því að eignast fullkomim gerviþjálfa, þar sem fari fram verklej kennsla, síþjálfun og hæfnipróf flug umferðarstjóra. Kannað verði hvort hægt sé að foi rita skeytadreyfingarkerfi flugmálí stjómar þannig að 10°V staðai ákvarðanir á flug á vestlægum ferlui og 30 °V staðarákvarðanir á flug á austlægum ferlum berist sjálfkrafa til þeirrar deildar, sem stjómar efri hluta loftrýmis yfir íslandi, þ.e. ef viðkom- andi flug áætlar flug inn í innanlands- svæði flugstjómarmiðstöðvarinnar. Jafnframt birtist hjá þeirri deild önnur talviðskipti viðkomandi flugvéla þar til flugumferðarstjóri 5 deildinni af- þakkar slíkt. Ennfremur að settur verði upp hljóðupptökubúnaður við hverja stöðu í flugumferðarstjóm, sem flugumferðarstjórar geta notað sér til glöggvunar á §arskiptum sem hafa átt sér stað. Komið verði upp íjarskiptakerfi hjá stjórnendum efri hluta loftrýmisins yflr íslandi, sem gerir flugumferðar- stjórum kleift að hafa beint flarskipta- samband við flugvélar á VHF-tíðni, sem þeim er ætlað að stjóma. 3. Starfsreglur. Lögð verði áhersla á að flugum- ferðarstjórar vinni nú þegar eftir settum starfsreglum. 4. Yfirstjóm Nauðsynlegt er að samskiptaörð- ugleikum flugmálastjóra og flug- umferðarstjóra linni nú þegar. Siglfirðingar sigruðu í sveita- keppni Siglufirði. SVEITAKEPPNI í skák var háð 13. september sl. að Hóli með þátttöku átta manna sveita frá Siglufirði, Dalvík, Ólafsfirði og Fljótum. Sveit Siglufjarðar sigraði, hlaut 41 vinning af 48 mögulegum. í öðru sæti var sveit Dalvíkur með 25 ’/2 vinning, þá sveit Fljótamanna með 18 vinninga og loks sveit Ólafs- fjarðar með 11 V* vinning. í í skák hraðskák sigraði sveit Sigluíjarðar með 19 V2 vinning af 24 möguleg- um. Sveit Sigluljarðar skipuðu Páll A. Jónsson, Guðmundur Davíðsson, Baldur Fjölnisson, Bjöm Hannes- son, Kristinn Rögnvaldsson, Bjarni Ámason, Smári Sigurðsson og Sig- urður Gunnarsson. Sveitakeppnin hefur farið fram árlega undanfarin þrjú ár og hafa Dalvíkingar sigrað þar til nú. Fréttaritari A <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.