Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þakka ykkur kærlega fyrir, rás 2
Útvarpshlustandi skrifar:
Ný útvarpsstöð, Bylgjan, sem
rekin er af einkaaðilum, tók til
starfa nú fyrir skömmu.
Það er athyglisvert hversu sjálf-
sagt hinum almenna borgara finnst
allt í einu að geta skipt yfír á ein-
hvetja aðra rás en ríkisútvarpið
þegar honum misbýður það efni sem
kjölturakkar útvarpsráðs matreiða
ofan í okkur. Allt í einu er það orð-
inn sjálfsagðasti hlutur í heimi, rétt
eins og að geta valið um fleiri en
eitt dagblað eða jógúrttegundir. Að
hverfa aftur til fyrra ástands virðist
óhugsandi og jafn fjarlægt og að
taka aftur upp skömmtunarkerfí
hvað varðar ávexti, litasjónvarp,
utanlandsferðir eða annan þann
munað sem til skamms tíma voru
álíka forboðnir ávextir og bjórinn
er í dag.
Menn skulu þó hafa það hug-
fast, að ekki eru margir mánuðir
síðan menn voru sóttir til saka og
dæmdir fyrir að framkvæma þenn-
an verknað, sem í dag þykir svo
sjálfsagður.
Reyndar var það ríkisútvarpið
sjálft sem plægði akurinn fyrir
auknu frjálsræði í fjölmiðlamálum
með því að setja á stofn rás 2. Þar
fengum við fyrst nasasjón af því
hversu ljúft það er að geta valið
um rásir.
En nú hefur rás 2 gegnt sínu
hlutverki, allavega sem hluti af
ríkisútvarpinu. Hvaða rök lúta leng-
ur að því að íslenska ríkið reki
útvarpsstöð, sem byggir efni sitt
að öllu leyti á léttmeti, í samkeppni
við einkaaðila? Einhvem veginn
fínnst mér að hlutverk ríkisins hljóti
að vera fólgið í öðru en dreifingu
popptónlistar. Ef við tökum það sem
sjálfsagðan hlut að ríkið reki áfram
poppstöð getum við þá ekki, með
jafn gildum rökum spurt af hveiju
ríkið reki ekki pulsuvagna,
skemmtistaði, pöbba eða tískuversl-
anir?
Ekki svo að skilja að ég vilji rás
2 feiga, hún á eflaust fullan rétt á
sér. Aftur á móti tel ég sjálfsagt
að hún verði seld einkaaðilum. Ríkið
getur síðan rekið áfram rás 1, sem
vissulega hefur mikilvægu menn-
ingarlegu hlutverki að gegna. Rás
2 hefur hins vegar þegar gegnt sínu
hlutverki. Þakka ykkur kærlega
fyrir, þið stóðuð ykkur vel.
DÖNSK
NYTJALIST
i miklu úrvali
Þessir hringdu .. .
Unglingarnir
einoka biðskýlin
3252-8058 hringdi:
„Ég bý rétt hjá Æfingaskóla
Kennaraháskólans og er orðin
langþreytt á þeim unglingum sem
hafa lagt. undir sig biðskýli SVR,
þar rétt hjá.
Krakkamir fara í sjoppuna sem
er þama á móti, kaupa sér sæl-
gæti og sígarettur og hanga svo
í biðskýlinu, reykjandi og dreif-
andi um sig sælgætisbréfí og
krotandi allskyns óhróður á bið-
skýlið. Ég veit að ég er ekki sú
eina sem hefur orðið fyrir óþæg-
indum af þessu og það nær ekki
nokkurri átt að fólk úr hverfinu
þurfí að hrökklast úr biðskýlinu,
sem er þó fyrst og fremst ætlað
því.
Mig langar til að beina þeim
tilmælum til forráðamanna Æf-
ingaskólans að eitthvað verði gert
í málinu og væri nær að setja upp
sjoppu í skólanum svo ungiingam-
ir þurfí ekki að fara út fyrir
skólalóðina."
Þjóðsöngnum
misþyrmt
Guðmundur Jónsson hringdi:
„Mér fannst íslenska þjóð-
söngnum misþyrmt þegar hann
var leikinn á landsleik Islands og
Frakklands. Undirspilið á hljóm-
borðið var heldur ekki nærri nógu
gott og ég held að lúðrasveitin
hefði getað gert þetta betur."
Vasapeningar
vistmanna
Halldóra Gunnarsdóttir, að-
standi vistmanns á Sólheimum,
hringdi:
„Vegna fullyrðingar forstöðu-
manns Sólheima í Velvakanda,
27. ágúst, um að vasapeningar
vistmanna hafí ekki verið skertir,
vii ég leyfa mér að vitna í árs-
reikninga Sólheima, en þar
stendur undir liðnum „Skamm-
tímaskuldir“ að vasapeningar
vistmanna séu árið 1984 kr.
276.684 og árið 1985 sé þessi
skammtímaskuld enn fyrir hendi
og sé þá kr. 667.481.
Getur verið að ársreikningar
Sólheima séu ekki réttir? Ef þeir
eru réttir, sem maður hlýtur að
ætla, fá vistmenn þá greidda vexti
af þessu láni?“
Misskílningur
leiðréttur
Dótturdóttir Erlends Einars-
sonar hringdi:
„Mig langar til að leiðrétta
misskilning sem virðist hafa gert
vart við sig varðandi byggingu
húss sem afí minn, Erlendur Ein-
arsson, reisti á Breiðabólsstöðum
á Álftanesi.
Sá misskilningur virðist vera
kominn á kreik að Erlendur
Bjömsson hafí reist húsið en það
er rangt enda var Erlendur
Bjömsson einungis unglingur
þegar húsið reis. Erlendur Einars-
son fæddist hins vegar 1829 og
reisti húsið árið 1884.
Þetta er fyrsta steinhúsið sem
reis hérlendis að Bessastaðastofu
undanskilinni og var reist með
sama hætti og Alþingishúsið.
Þótt húsið sé farið að láta á
sjá vegna aldurs er það mjög
rammgert að allri byggingu enda
var vandað mjög til smíðarinnar.
Til dæmis hefur það staðist alla
jarðskjálfta sem orðið hafa á þess-
um tíma án þess að haggast."
Vöðlur gleymdust
við Kleifarvatn
í ft-ásögn í Veivakanda fyrir
skömmu, af vöðlum sem gleymd-
ust við Kleifarvatn í ágúst sl.,
féll niður tölustafur í öðm síma-
númerinu sem finnandi þeirra
getur hringt I. Ómar Aronsson,
eigandi vaðlanna, svarar í síma
82165 á daginn og 687291 á
kvöldin.
Góð póstþjónusta
Póstnotandi hringdi:
„Oft er kvartað undan slælegri
frammistöðu póstþjónustunnar,
en þess er sjaldan getið sem vel
er gert. Ég vildi því skýra frá því
að nokkmm sinnum hef ég fengið
póst frá Bretlandseyjum sem var
ekki nema þijá daga á leiðinni.
Hér hafa póstmenn látið hendur
standa fram úr ermum og eiga
þeir þakkir skilið fyrir það.“
Þakkir til rásar 2
H.D.S. hringdi:
„Mig langar til að koma á fram-
færi þökkum til umsjónarmanna
morgunþáttar Rásar 2 sl. föstu-
dag, fyrir að leyfa okkur að heyra
söng kvartettsins „Emils og Onnu
Siggu“. Þetta var mjög skemmti-
legur söngur og maður fyllist
bjartsýni að heyra í ungu söng-
fólki sem syngur svona fallega.
Þetta var ekki síst vel gert fyrir
það fólk sem er rúmfast eða á
stofnunum og kemst ekki í bæinn
til að hlusta."
Herðasjal gleymd-
ist í Optik
Kona hringdi úr Gleraugna-
versluninni Optik í Hafnarstræti
og sagði að síðan á afmæli
Reykjavíkurborgar, 18. ágúst,
hefði verið í óskilum í búðinni,
fínt, hvítt, heklað herðasjal sem
hefur líklega gleymst þar þá um
morguninn. Eigandi getur vitjað
þess í versluninni.
Nú erum við „ ®
kominmeð gaard
OK COPENHAGF.N
Skólavördustíg 6, sími 13469
límtré
sparar tyrir þig
Límtré fyrirliggjandi úr furu, eik og brenni.
Tilvalið efai fyrir þig til að smíða úr sjálfúm þér til ánægju -
og svo sparar þú stórfé um leið!
Hringdu í síma 621566 og við veitum
**1 I Borgartún 28 — simi 621566
Reykjavik
Og nú erum við í Borgartúni 28