Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 21 Munchner Xylophoniker Ténlist JónÁsgeirsson Sfðastliðinn laugardag voru haldnir f Langholtskirkju mjög sérkennilegir tónleikar, þar sem aðeins var leikið á ýmsar tegund- ir sflafóna, að vísu með smá aðstoð á gítar. Þessi sérkennilegi hljóðfærahópur nefnir sig Miinc- hner Xylophoniker en stjórnand- inn heitir Barbara Klose og auk þess að hafa stofnað þessa hljóm- sveit og kennt bömum sflafónleik, er hún orgelieikari. Efnisskráin var að mestu umritanir á verkum eftir eldri meistara, eins og eftir Telemann, Prátorius, Bach-feðga, Daquin, Schubert, Debussy og enduðu tónleikamir á léttleikandi lögum eftir Joplin og suður- amerískum dönsum. Sflafónleikur er ekki hversdagsatburður og þegar svo vel var leikið, sem hjá Miinchner Xylophoniker, þá er það í raun illt til að vita hversu fáir komu til að hlýða á skemmti- legan leik hópsins. Þama hefði mátt kalla til alla þá kennara sem starfa við tónmenntakennslu, þó ekki væri til annars en fá nokkra vitneskju um notkun svo frum- stæðra kennsluhljóðfæra, sem sílófónar em í hugum margra, og hversu hægt er að nota þau til að skapa eftirminnilegan tón- flutning. Hljómurinn í þessum hljóðfæmm er nefnilega undur- samlega fallegur og í hljóman oft eins og orgelhljómur og fellur því einkar vel að margs konar barokk- tónlist og þá ekki síst orgelverk- um, eins og t.d. í rondóinu „Le Coucou" eftir Daquin. Leikur Miinchner Xylophoniker var mjög vel útfærður, af smekkvísi og kunnáttu, svo að unun var á að hlýða. Norræni MFA-skólinn í fyrsta sinn á Islandi NORRÆNI MFA-skólinn er nú lialdinn í fyrsta sinn á íslandi. Skól- inn hefur starfað síðan 1980 þegar fyrsta námskeiðið á vegum hans var haldið í Finnlandi. Menningar- og fræðslusamböndin á Norður- löndum eiga öll aðild að þessu fræðslustarfi á vegum norrænnar verkalýðshreyfingar. Skólinn stendur tvær vikur á hverju ári til skiptis á Norðurlöndunum, að þessu sinni í Olfusborgum við Hvera- gerði dagana 5.-19. september. Markmið skólans er m.a. að stuðla að auknum kynnum fólks á Norðurlöndunum, kynna norrænt samstarf og auka þekkingu á kjör- um, menningu og samfélögum Norðurlanda. Á hveiju námskeiði er auk þessa tekið fyrir ákveðið efni, sem fjallað er um eins ítarlega og tveggja vikna námskeið leyfir. Að þessu sinni er meginefni nám- skeiðsins tengt menningarmálum. Sjö fulltrúar frá hvetju Norðurland- anna, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, auk þriggja íslend- inga sækja nú skólann. Allir fyrir- lesarar nú eru íslendingar. Þá er unnið að verkefnum og hópurinn fer í skoðunar- og kynnisferðir til höfuðborgarinnar og fleira. Námsstjórar eru Malín Olsson, framkvæmdastjóri MFA á Norður- löndum, og Þráinn Hallgrímsson, starfsmaður MFA. Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur Sími 44011. Pósthólf 167. Perstorp gólfið Slitsterk og varanleg lausn Perstorp gólfið er mjög slitsterkt. Það er harðara en^bseði eikar- og furuparkett. Þess vegna sjást engar rispur eför húsgögpft^ða skóhæla. Perstorp gólfio^pStir glóð og sterk efni. Perstorp gólfinu er auðvelt að halda hreinu og það er alveg viðhaldslaust. -Perstorp gólftð rnA’.leggja öfan á garnla gólfið, sgmjj^ur orðið gott undirlag. Perstorp gólfborðin eru aðeins 7 mm þykk, sem Ieysir áður eh þau verða til. gólfið er auðvelt og fljótlegt að leggja. t HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍIVISSON AðsjáHsögðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.