Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
21
Munchner Xylophoniker
Ténlist
JónÁsgeirsson
Sfðastliðinn laugardag voru
haldnir f Langholtskirkju mjög
sérkennilegir tónleikar, þar sem
aðeins var leikið á ýmsar tegund-
ir sflafóna, að vísu með smá
aðstoð á gítar. Þessi sérkennilegi
hljóðfærahópur nefnir sig Miinc-
hner Xylophoniker en stjórnand-
inn heitir Barbara Klose og auk
þess að hafa stofnað þessa hljóm-
sveit og kennt bömum sflafónleik,
er hún orgelieikari. Efnisskráin
var að mestu umritanir á verkum
eftir eldri meistara, eins og eftir
Telemann, Prátorius, Bach-feðga,
Daquin, Schubert, Debussy og
enduðu tónleikamir á léttleikandi
lögum eftir Joplin og suður-
amerískum dönsum. Sflafónleikur
er ekki hversdagsatburður og
þegar svo vel var leikið, sem hjá
Miinchner Xylophoniker, þá er
það í raun illt til að vita hversu
fáir komu til að hlýða á skemmti-
legan leik hópsins. Þama hefði
mátt kalla til alla þá kennara sem
starfa við tónmenntakennslu, þó
ekki væri til annars en fá nokkra
vitneskju um notkun svo frum-
stæðra kennsluhljóðfæra, sem
sílófónar em í hugum margra, og
hversu hægt er að nota þau til
að skapa eftirminnilegan tón-
flutning. Hljómurinn í þessum
hljóðfæmm er nefnilega undur-
samlega fallegur og í hljóman oft
eins og orgelhljómur og fellur því
einkar vel að margs konar barokk-
tónlist og þá ekki síst orgelverk-
um, eins og t.d. í rondóinu „Le
Coucou" eftir Daquin. Leikur
Miinchner Xylophoniker var mjög
vel útfærður, af smekkvísi og
kunnáttu, svo að unun var á að
hlýða.
Norræni MFA-skólinn í
fyrsta sinn á Islandi
NORRÆNI MFA-skólinn er nú lialdinn í fyrsta sinn á íslandi. Skól-
inn hefur starfað síðan 1980 þegar fyrsta námskeiðið á vegum hans
var haldið í Finnlandi. Menningar- og fræðslusamböndin á Norður-
löndum eiga öll aðild að þessu fræðslustarfi á vegum norrænnar
verkalýðshreyfingar. Skólinn stendur tvær vikur á hverju ári til
skiptis á Norðurlöndunum, að þessu sinni í Olfusborgum við Hvera-
gerði dagana 5.-19. september.
Markmið skólans er m.a. að
stuðla að auknum kynnum fólks á
Norðurlöndunum, kynna norrænt
samstarf og auka þekkingu á kjör-
um, menningu og samfélögum
Norðurlanda. Á hveiju námskeiði
er auk þessa tekið fyrir ákveðið
efni, sem fjallað er um eins ítarlega
og tveggja vikna námskeið leyfir.
Að þessu sinni er meginefni nám-
skeiðsins tengt menningarmálum.
Sjö fulltrúar frá hvetju Norðurland-
anna, Danmörku, Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi, auk þriggja íslend-
inga sækja nú skólann. Allir fyrir-
lesarar nú eru íslendingar. Þá er
unnið að verkefnum og hópurinn
fer í skoðunar- og kynnisferðir til
höfuðborgarinnar og fleira.
Námsstjórar eru Malín Olsson,
framkvæmdastjóri MFA á Norður-
löndum, og Þráinn Hallgrímsson,
starfsmaður MFA.
Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur
Sími 44011. Pósthólf 167.
Perstorp gólfið
Slitsterk og varanleg lausn
Perstorp gólfið er mjög slitsterkt. Það er harðara
en^bseði eikar- og furuparkett. Þess vegna sjást
engar rispur eför húsgögpft^ða skóhæla.
Perstorp gólfio^pStir glóð og sterk efni.
Perstorp gólfinu er auðvelt að halda hreinu og
það er alveg viðhaldslaust.
-Perstorp gólftð rnA’.leggja öfan á garnla gólfið,
sgmjj^ur orðið gott undirlag. Perstorp
gólfborðin eru aðeins 7 mm þykk, sem Ieysir
áður eh þau verða til.
gólfið er auðvelt og fljótlegt að leggja.
t
HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍIVISSON AðsjáHsögðu