Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 33 Svíþjóð: Neita aðild að morði Palmes Stokkliólmi, AP. TALSMAÐUR Kúrdíska verkamannaflokksins, PKK, sagði í viðtali á sunnudag, að „gagnbyltingarmenn" hefðu drepið Olof Palme og að nú reyndu þeir að koma glæpnum yfir á vinstrisinnaða, kúrdíska aðskilnaðarsinna. Tvö af stærstu dagblöðunum í Svíþjóð, Dagens Nyheter og Ex- pressen, hafa að undanfömu haldið því fram í óstaðfestum fréttum, að lögregluna grunaði fyrst og fremst félaga í PKK, marx-leninískum flokki, sem berst fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í Suðaustur-Tyrklandi, um að hafa myrt Palme. Sagði í báðum blöðunum í síðustu viku, að Kúrdamir hefðu viljað hefna þess á Palme, að tveir félagar þeirra höfðu verið dæmdir í ævilangt fang- elsi fyrir morð. I viðtali við Expressen sagði Huseyin Yildirim, talsmaður PKK í Svíþjóð, að orðrómurinn væri rógur einn og mnninn undan rifjum þeirra, sem ekki vilja að Kúrdar verði sjálfstæð þjóð. Þessir sömu „gagnbyltingarmenn" hefðu myrt Palme. Sænsk yfirvöld segja PKK vera samtök hryðjuverkamanna og saka félaga þeirra um að elta uppi og myrða þá menn, sem snúa baki við flokknum. Fyrir skömmu vom tveir Kúrdar dæmdir í ævilangt fangelsi í Svíþjóð fyrir að myrða tvo fyrrum félaga sína og féll annar dómurinn 26. febrúar sl., tveimur dögum áður en Palme var myrtur. Persaflóastríðið: írakar ráðast á þrjú olíuskip Baghdad, AP. IRAKAR skýrðu frá þvi á sunnudag að herþotur þeirra hefðu skot- ið flugskeytum af Exocet-gerð að þremur olíuskipum á Persaflóa. Einnig herma fréttir að ráðist hafi verið á franskt risaolíuskip. Að sögn heimildarmanna í Bahr- ain réðust herþotur Iraka á olíuskip- ið „Le Brissac" sem breska olíufélagið BP gerir út, á milli Abu Dhabi og íran. Franskt herskip kom til bjargar og fylgdi olíuskipinu til hafnar í Dubai. Þetta er í annað skiptið sem „Le Brissac" verður fyrir árás á þessum slóðum. Þá sagði yfirherstjóm íraka í Baghdad að hersveitir írana hefðu orðið fyrir miklum skakkaföllum í Bashra-héraði og að árás þeirra hefði verið hmndið. IRNA, hin opinbera fréttastofa Irana, sagði í gær að tvær herþotur íraka hefðu verið flæmdar á brott yfír Lorestan í vesturhluta íran. Á laugardag gerðu írakar loftár- ásir á fímm olíuvinnslusvæði í í mið- og vesturhluta Iran. Þær árás- ir virðast hafa verið gerðar í hefndarskyni við eldflaugaárás ír- ana á Baghdad á föstudag. Að sögn ríkisútvarpsins í Baghdad féllu 24 í þeirri árás og fjölmargir óbreyttir borgarar em sagðir hafa særst. Vika eftir af afvopn- unarráðstefnunni Stokkhólmi, AP. AÐEINS er nú vika eftir þar til afvopnunarráðstefnunni i Stokk- hólmi lýkur, en ráðstefnan hefur staðið yfir með hvíldum í 33 mánuði. Fulltrúar á ráðstefnunni eru varkárir í yfirlýsingum sínum og hófleg bjartsýni ríkir um möguleikana á því að samkomulag náist milli austurs og vesturs. Robert L. Barry, aðalsamninga- maður Bandaríkjastjómar, hefur bent á að takist samkomulag í Stokkhólmi sé það það fyrsta sinnar tegundar í sjö ár eða frá árinu 1979 að Salt II-samkomulagið var undir- ritað um takmörkun langdrægra kjamorkuflauga, en það samkomu- lag hefur ennþá ekki verið staðfest af stórveldunum. Bandaríkin, Kanada, Sovétríkin og öll Evrópuríki að undanskilinni Albaníu hafa setið á rökstólum í Stokkhólmi frá því í janúarmánuði árið 1984. Reynt hefur verið að ná samkomulagi um atriði eins og eft- irlit með heræfíngum hemaðar- bandalaganna og upplýsingar um hvenær og hvar þær fari fram. Þannig gæti hvort hernaðarbanda- lag um sig fylgst með heræfingum hins og minnkað líkumar á skyndi- árásum. Hugmyndin er jafnframt sú að reyna að minnka tortryggni milli ríkja og skapa gagnkvæmt traust. Helstu hindranirnar í vegi sam- komulags eru að mati þeirra sem eiga sæti á ráðstefnunni, það hversu víðtækar þær heræfíngar þurfa að vera, sem skylda verður um að til- kynna fyrirfram. Fleiri f oiigum sieppt úr haldi í Póllandi Varsjá, AP. STJÓRNVÖLD hafa veitt nokkrum leiðtogum „Samstöðu", liinnar óleyfilcgu pólsku verkalýðshreyfingar, sakaruppgjöf. Að sögn stjóm- valda hefur nú öllum pólitískum fpnguiu verið sleppt úr fangelsi. Með sakaruppgjöfinni vonast pólska stjómin til að bæta sam- skiptin við Bandaríkjamenn. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að viðskiptabanni Bandaríkjastjómar gagnvart Pólveijum verði aflétt, að allir póiitískir fangar fái frelsi á ný. Viðskiptabanni var lýst yfir fyrir rúmum ijórum árum þegar herlög voru sett til að bijóta starfsemi „Samstöðu" á bak aftur. Pótska stjórnin tilkynnti í gær að öllum þeim sem gerst hefðu sek- ir um „glæpi gegn ríkinu“ hefði verið veitt sakamppgjöf. Auk póli- tískra fanga er talið að þessi ákvörðun nái til um 20.000 glæpa- manna. Hins vegar tekur hún ekki til þeirra sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar vegna hryðju- verka, njósna eða skemmdarverka. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Ofanleitl 1, 108 Reykjavík. Námskeið fram til áramóta Námsgreinar Tímabil Multiplan 1 22.09-22.10 Lögfræði/verslunarréttur 22.09—22.10 23.09-26.11 23.09-23.10 29.09-13.10 30.09-04.12 13.10-17.10 13.10- 17.10 27.10- 26.11 04.11-04.12 Ritvinnsla Dbase III Sölumennska Viðskiptaenska I Project (verkáætlanir) Tölvubókhald Multiplan II Dbase III Frekari upplýsingar og innritun og 13—16 í síma 688400. Dagar mán.—miðv. mán.—miðv. þrið.—miðv. þrið.—miðv. mán.—miðv. þrið.—fimmt. má.,þr.,mi.,fi.,fö. mán,—miðv. mán.—miðv. þrið.—fimmt. fer fram milli Tími 17:30- 17.30- 19.10- 17.30- 13.30- 17.30- 15.00- 19.10- 17.30- 17.30- klukkan -18.50 -19.50 -20.30 -18.50 -15.00 -18.50 -16.40 -21.20 -18.50 -18.50 10-12 FAUfGIR FAIASKÁB\R A SÉRSTAKIEGA GÓDU VEREH Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kieift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánastóend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. Trésmiðjan i X i viðja Smiðjuvegi 2 Kópavogi sfmi 44444 þar sem góðu kaupin gerast. augljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.