Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Búist við fjögur hundruð manna fylgdar- liði og á annað þúsund blaðamanna „ÞETTA er stærsta tækifærið til landkynningar sem við höfum fengið í lengri tima,“ sagði Konr- áð Guðmundson hótelstjóri á Hótel Sögu. Ákveðið hefur verið að fylgdarlið Reagans og Gorbachevs dvelji á tveimur hót- elum í Reykjavík og er annað þeirra Hótel Saga. Fréttamönn- um og öðrum, sem ekki fá inni Kanna reynslu Dana af virð- isaukaskatti FJÓRTÁN manna nefnd fulltrúa fjármálaráðuneytisins, skattyfir- valda og atvinnuveganna er komin til Kaupmannahafnar að kynna sér reynslu Dana af virðis- aukaskatti. Á vegum flármálaráðuneytisins eru í nefndinni þeir Geir Haarde aðstoðarmaður ráðherra og Indriði Þorláksson skrifstofustjóri og Garð- ar Valdimarsson ríkisskattstjóri og Jón Guðmundsson deildarstjóri á vegum skattyfírvalda. Á vegum verkalýðsfélaganna og atvinnuveg- anna eru þeir Bjöm Þórhallsson og Björn Bjömsson frá ASÍ, fulltrúi VSÍ er Vilhjálmur Egilsson og Gunnlaugur Júlíusson frá Stéttar- sambandi bænda. Hjörtur Hjartars- son er fulltrúi Félags íslenskra iðnrekenda, Sveinn Hjörtur Hjalta- son frá Landsambandi íslenskra útvegsmanna, Magnús Finnsson og Sigurður E. Haraldsson frá Kaup- mannasamtökunum og Þorleifur Jónsson frá Landsambandi Iðnaðar- manna og Ámi Reynisson frá Félagi íslenskra stórkaupmanna. á hótelum, verður komið fyrir á einkaheimilum. Konráð sagði að verið væri að koma þeim, sem áttu bókuð her- bergi á hótelinu þann tíma sem fundurinn stæði yfír, fyrir annars- staðar og fá utanbæjarmenn til að breyta ferðaáætlun sinni til borgar- innar. „Við stefnum að því að láta þá hafa eins mikið af herbergjum og við getum. Best væri ef við gætum látið þá hafa öll herbergin, sem em 160,“ sagði Konráð. Hann sagði að önnur hótel væm einnig að reyna að losa sem flest herbergi og hótel utan Reykjavíkur, Örk í Hveragerði, Hótel Selfoss og í Keflavík yrðu fullbókuð. Aðrir möguleikar á gistingu em á einka- heimilum. Forsætisráðherra hefur lagt til að fundurinn verði haldinn á Kjarv- alsstöðum eða Hótel Sögu en engin ákvörðum hefur verið tekin um það ennþá. Konráð taldi ekki ólíklegt að Saga yrði fyrir valinu en þar er nýr fundarsalur og aðstæður ákjós- anlegar. Fundar- staðurinn? Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hótel Saga verði fyrir valinu sem fundar- staður leiðtoga stórveld- anna. Hótel Saga er talin hafa alla kosti heppilegs fundarstaðar. Hótelið stendur á bersvæði og auð- velt er að gæta þess dag og nótt. Þá er fundarað- staða mjög góð bæði fyrir stóra fundi og einkafundi leiðtoganna. MonranbUAið/Július Utanríkisnefnd Öldungadeildarínnar: Samningnrinn við ís- lendinga er einstakur Kona og tvö börn slasast KONA og tvö böm vora flutt á slysadeild í gær eftir harðan árekstur á mótum Vesturlands- vegar og Höfðabakka. Slysið varð með þeim hætti að jeppabifreið og fólksbifreið skullu saman á gatnamótunum. Konan og bömin vom í fólksbifreiðinni. Meiðsli þeirra munu ekki vera alvar- leg. Rainbowmenn fallast á samninginn án andmæla Washington. Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni fréttaritara Morgunblaðsins. „Varaar- og öryggissamstarf okkar við ísland er einstakt. Þessi samningur skapar ekki fordæmi fyrir flutninga á vistum tii annarra ríkja sem hafa bandarískt herlið í sinu Iandi,“ sagði Edward J. Derwinski aðstoðarutanrikisráðherra fyrir utanrikisnefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings í Washington í gær. „Við áformum engar aðrar undantekningar frá fraktforgangslögunum. Rikisstjórnin hef- ur skuldbundið sig til að standa vörð um þessi lög.“ Fulltrúar Rainbow Navigation voru á hinn bóginn alls óhræddir við samninginn og sögðu tekjur sínar ekkert myndu rýrna. Utanríkisnefndin hélt í gær sér- um stýrði Charles Mathias öldunga- stakan fund um samning íslands deildarþingmaður. og Bandaríkjanna vegna flutninga Edward Derwinski kvað enn- fyrir vamarliðið á íslandi. Fundin- fremur núverandi ríkisstjóm ís- Valgerður Bjarnadóttir: „Kjósandinn hefur lokaorðið“ „ÞAÐ HEFUR löngum verið lenska á meðal stjórnmálamanna að halda að framvinda ráðist í bakherbergjum,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, er hún var spurð álits á þeirri ákvörðun þingmanna Bandalags jafnaðarmanna að stofna Félag frjálslyndra jafnaðar- manna, leggja BJ niður og ganga í Alþýðuflokkinn. Valgerður sagði að Bandalag er kjósandinn sem hefur lokaorð- jafnaðarmanna hefði einmitt verið stofnað til þess að mótmæla vinnubrögðum sem þeim, að láta framvindu stjómmálanna ráðast í bakherbergjum. „Ég á von á því að félagamir mínir gömlu, sem virðast fljótt hafa lært vinnubrögð vinnufélaga sinna við Austurvöll, eigi eftir að komast að því að það ið,“ sagði Valgerður Bjamadóttir. Aðspurð hvort hún í framhaldi þessa hygði á frekari stjómmála- þátttöku, sagði Valgerður: „Það er alveg ljóst að ég er að flytja af landi brott eftir hálfan mánuð, og hygg því ekki á neina stjóm- máiaþátttöku í bráð.“ Valgerður Bjaraadóttir Sjá bls. 32, Flokksstjórnar- fundur Alþýðuflokksins: Samþykkti inntökubeiðn- ina með lófataki lands mun vilhallari- hagsmunum Bandaríkjanna og Atlantshafs- bandaiagsins en aðrar íslenskar ríkisstjómir á síðari árum. Hann sagði að deilan um flutn- ingana hefði verið farin að ógna sambúð íslands og Bandaríkjanna. Derwinski óskaði þess fyrir hönd ríkisstjómar Ronalds Reagan að staðfestingu öldungadeildarinnar yrði flýtt svo sem kostur er. „Þessi litla þjóð hefur mikla þýð- ingu fyrir okkur," sagði Charles Mathias öldungadeildarþingmaður í lok fundar utanríkisnefndarinnar. „Það hefði farið illa ef þessi lausn hefði ekki fundist," sagði hann og fagnaði þvi að deila íslands og Bandaríkjanna væri leyst. Rainbow-menn voru hins vegar hvergi bangnir: „Ég hef fullvissu fyrir því að þótt hlutur Rainbow Navigation í vöruflutningum til ís- lands minnki, munum við samt sem áður halda 100% tekjum," sagði Mark Younge forstjóri skipafélags- ins við fréttaritara Morgunblaðsins í Washington í gær. „Við munum halda fullum tekjum og hafa óbreytt starfslið, rétt eins og fraktfor- gangslögin frá 1904 væru í fullu gildi." Rainbow Navigation sendi út fréttatilkynningu í gær þar sem Höfn: skipafélagið fellst á flutningasamn- inginn án andmæia. Skipafélagið lét sannfærast um að samkomulagið væri einsdæmi, hefði ekkert for- dæmisgildi og að önnur lausn hefði ekki verið möguleg. Þá telur Rain- bow Navigation að ísland og Bandaríkin hyggist aflétta þeim hömlum sem standa í vegi fyrir þátttöku bandarískra skipafélaga í almennum vöruflutningum til og frá íslandi. Víðir verð- ur Kaup- staður VERSLUNIN VÍðir f Mjódd- inni, sem Kron hefur fest kaup á, opnar f dag undfr nýju nafni, Kaupstaður. Að sögn Elísar Helgasonar, verslunarstjóra, verða starfs- menn versiunarinnar þeir sömu og voru hjá fyrri eigend- um. Hann sagðist vonast til að kjör þeirra yrðu einnig þau sömu, en starfsmenn voru yfir- borgaðir um 20%. Beint flug- til Glasgow ? Á VEGUM Flugstöðvarinnar hf, er verið að kanna möguleika á beinu flugi einu sinni í viku, milli Hafnar í Hornarfirði og Giasgow i Skotlandi. í gær héldu menn utan að kanna aðstæður í Glasgow og semja við hóteleigendur. Sjö manna vél frá Flugstöðinni hf., sem er í eigu Elíes- er Jónssonar, hefur verið fengin tii að annast þetta flug ef af verður. Hótel í Reykja- vík og nágrenni eru fullbókuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.