Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 50
r 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
V
„é.g es cxb fam ó. ótefnurrjót. /Vtomma.
óogöi oA £9 gdet'i fencjið lanaSan joJclcann.
p'inn."
Ást er...
S-a3
... kámugar hendur
TM Reg. US. Pat Off.—aH rights raaarved
O t986 Los Angeles TJmes Syndicate
Þetta er höfundur krafta-
jötna-bókanna sem áritar
bækurnar!
Ég er í brúðkaupsferð. En
konan mín er heima til að
annast um búðina okkar!
HÖGNI HREKKVISI
„Vl€> EROAA KO/VHN HEIM ...þú MATT
LOSA 0ÍL8ELTIP MÓAJA / "
Myndin á klettinum
Útlínur myndarinnar
Þekkir einhver högg-
myndina í Rjúpnahlíð?
Finnbjöm Börkur Ólafsson skrifar:
Kæri Velvakandi
Við, sex vinir, Finnbjöm, Siggi,
Jónas, Kalli, Bragi og Daði, sem
búum í Seljahverfi, fórum einn dag-
inn í sumar í könnunarleiðangur
upp í hæðimar vestur af Elliða-
vatni. Efst á Rjúpnahlíð, sunnan
við Kjóavelli og örstutt frá útsýn-
isskífu sem þar er, fundum við
fallega úthöggna mynd af biðjandi
bami sem kiýpur. Myndin er högg-
vin út í klett. Þar sem ég var
nýbúinn að fá myndavél og hún var
með í förinni tók ég mynd af út-
höggnu myndinni og sendi hana
með þessu bréfí.
Okkur vinina langar til að vita
eitthvað meira um þessa úthöggnu
mynd. Getur einhver lesandi Vel-
vakanda frætt okkur eitthvað um
hana? Veit einhver hver hjó út Það væri mjög skemmtilegt að
myndina, hvenær og hvort það er fá að vita eitthvað meira um þessa
til einhver saga á bak við hana. fallegu mynd.
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski
nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.
Víkverji skrifar
Umræðumar um Hjálparstofn-
un kirkjunnar hafa leitt til
þeirrar eðlilegu niðurstöðu, að for-
ráðamenn hennar óska eftir hlut-
lausri úttekt þriðja aðila á
fjármálum hennar. Það er ekki unnt
fyrir stofnun sem þessa, sem á allt
sitt undir velvilja almennings að
sitja undir ásökunum um ámælis-
verða meðferð á fjármunum.
Víkveija finnst, að borið hafí á því
í meðferð sumra fjölmiðla á þessu
máli, að ekki hafí öllum þótt miður
að höggi væri komið á þessa ágætu
stofnun, sem starfar á vegum þjóð-
kirkjunnar. Víkveiji áttar sig ekki
á því, hvers vegna viðhorf af þessu
tagi hafa sett svip sinn á meðferð
málsins.
Sem betur fer er stjómarfari
þannig háttað hér á landi, að innan
stjómkerfísins gefst mönnum færi
á að leita úrræða til að fá niður-
stöðu, sem ætti að vera óumdeild,
í málum af þessu tagi. Er biýnt að
sem fyrst fáist slík niðurstaða að
því er Hjálparstofnun kirkjunnar
varðar.
XXX
A
Aforsíðu franska vikuritsins
l’Express, sem dagsett er 3.
október, er mynd af sveltandi
Eþíópiubúum og fyrirsögnin: Eþíóp-
ía - Hneyksli í hjálparstarfi. í ritinu
birtist viðtal við dr. Claude Mal-
huret, sem fer með mannréttinda-
mál í frönsku ríkisstjóminni, en
hann var í tíu ár framkvæmdastjóri
samtakanna Médecins sans fronti-
éres (Læknar án landamæra). Þar
segir hann, að það hafí komið í ljós,
þegar unnið var að því í Evrópu
og Bandaríkjunum að safna fé til
aðstoðar Eþíópíumönnum hafí
stjómvöld í Addis-Abeba, höfuð-
borg Eþíópíu, ekki aðeins legið á
liði sínu við að hjálpa hinum bág-
stöddu heldur einnig stuðlað að því
að það, sem vestrænar þjóðir lögðu
fram rynni til annarra en þeirra,
sem voru hjálpar þurfí.
Eftir að Malhuret hefur fært
frekari rök fyrir fullyrðingu sinni
um ranga meðferð á því, sem safn-
að var á Vesturlöndum, er hann
spurður að því, hvers vegna hafí
verið þagað jafn Iengi og raun ber
vitni um þessi mál. Hann svarar á
þann veg, að Eþíópía sé lokað land
og minnir á, að í nokkur ár hafí
ýmsir sagt, að mál þokuðust til
réttrar áttar í Kambódíu á sama
tíma sem Rauðu khmeramir vom
að drepa milljónir manna. Og hann
nefnir aðra ástæðu fyrir þögninni:
sumar hjálparstofnanir myndi eins-
konar „skriffræði hjálparastarfs-
ins“. Þær höfði til milljóna gefenda
og séu hneyksli upplýst þurfí að
útskýra þau fyrir milljónum manna.
XXX
ér er hreyft skuggalegri hlið
á vestrænu hjálparstarfí, sem
að lfkindum verður erfíðara að
skýra til botns en ráðstöfun þess
fjár, sem safnað hefur verið af
Hjálparstofnun kirkjunnar. I því
felst alvarleg ásökun á hendur
þeim, sem standa fyrir miðlun hjálp-
argagna, að þeir skuli vegna eigin
hagsmuna láta undir höfuð leggjast
að skýra frá því, ef stjómvöld
Eþíópíu hafa komið í veg fyrir að
þeir hlytu aðstoð, sem voru hjálpar-
þurfí.
í Eþíópíu situr kommúnistastjóm
að sovéskri fyrirmynd og hefur hún
mótað þá stefnu, að landbúnaður
skuli framvegis stundaður frá sam-
yrkjubúum. Milljónir manna létu
lífíð á sínum tíma, þegar þessu
búskaparháttum var komið á í Sov-
étríkjunum og síðan hefur Sovét-
mönnum verið um megn að
brauðfæða sig. Hið sama er uppi á
teningnum í Eþíópíu hin mikla neyð
í landinu er að töluverðu leyti af
mannavöldum; með stjómvaldsað-
gerðum er verið að svipta þjóðina
getu til að standa á eigin fótum. í
stuttu máli er skipulega unnið að
því að stofna enn einn fátæktarrík-
ið í nafni sósíalismans.