Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
Afmælis-
kveðjal
Itilefni af tvítugsafmæli sjónvarps-
ins okkar þá ætla ég að rita hér
tvær afmælisgreinar minna má nú
ekki gagn gera þegar jafn merk stofn-
un á í hlut.
í ágætri grein er séra Emil Bjöms-
son fyrrum fréttastjóri sjónvarps ritaði
í síðustu Lesbók og bar heitið: „Eins
og að stökkva fram af klettum", segir
séra Emil meðal annars um hin fyrstu
ár íslensks sjónvarps: Ég ætla að stæla
frægt orðalag í veraldarsögunni og
heimfæra uppá þá fáu starfsmenn,
sem urðu að bera hitann og þungann
af sjónvarpsstarfseminni hér á landi
fyrstu árin: Sjaldan hafa jafnfáir unn-
ið jafnmikið og margþætt starf með
jafndijúgum árangri og glöðu geði.
Það starfaði enginn vegna launatekn-
anna, sem voru rýrar en vinnuálagið
óskaplegt, heldur vegna þess að þeir
fundu að þeir vom að taka þátt í braut-
ryðjandastarfí, skapa nýtt og áður
óþekkt í landinu, lifðu fyrir ánægju
og fullnægju sköpunargleðinnar,
hversdagsleiki var ekki til, engin
deyfð, enginn var leiður á þvi sem
hann var að gera, það var allt nýtt,
allt spennandi og krefjandi, ævintýri
líkast. Að vísu þrautir, sem varð að
leysa, eins og í ævintýmnum, og þá
var að leysa þær.
Slíkt var undur sköpunarinnar er
íslenskt sjónvarp fæddist og ekki er
ég frá því að _þetta undur hafi snert
þjóðarsálina. An þess að ég ætli að
freista þess að lýsa svipuðum tilfinn-
ingum og bærðust í bijósti þeirra er
velktust í áætlunarbátnum er hélt á
sínum tíma með Sölku Völku til Ós-
eyrar við AxarQörð: Þegar siglt er í
hráslagalegri skammdegisnótt með-
fram þessum ströndum, þá virðist sem
ekkert 5 heiminum geti verið öllu
ómerkilegra og þýðingarlausara en
svona lítið þorp undir svona háum fjöll-
um. Hvemig skyldu menn lifa á svona
stað? Og hvemig skyldu menn deyja?
Hvað skyldu menn segja hveijir við
aðra þegar þeir vakna á morgnana?
Já, án þess að ég freisti að lýsa tilfinn-
ingum þess er nálgast Óseyrar lands
vors þá minnist ég þess er ég var eitt
sinn staddur útá Reykjavíkurflugvelli
á leiðinni heim í pláss. Við hlið mér
stendur ónefndur ráðherra og segir:
Ja, nú er bara komið sjónvarp heim.
Það breytir nú miklu fyrir fólkið? Ég
svaraði fáu enda skildi ég ekki mikil-
vægi spumingarinnar, sigldur maður
til Reykjavíkur og pakksaddur af
Kanasjónvarpinu.
Núna skil ég mikilvægi þessarar
spumingar ráðherrans. Óseyrar lands
vors hurfu nefnilega af landakortinu
með tilkomu íslenska Rfkissjónvarps-
ins. Allt í einu sátu menn í þröngum
firði og horfðu á ráðherrana sína og
þingmennina á rabbi við ráðherra og
þingmenn höfuðstaðarins. Og svo bár-
ust fréttir og myndir af heimaslóðum
og allir íslendingar horfðu á þessi
undur á sama augnabliki. Blessaður
sjónvarpsstóllinn varð einskonar sam-
einingartákn þjóðarinnar og menn
spurðu ekki lengur Hvemig skyldu
menn lifa á svona stað? Og hvemig
skyldu menn deyja? Því ekki leið á
löngu þar til menn sáu til nágrannans
og áttuðu sig smám saman á því að
við búum öll á Óseyri við Axarfjörð.
Að mínu mati verður tvítugsaf-
mælis íslenska sjónvarpsins best
minnst með því að efla tengsl þess
við fólkið í landinu. Ekki bara við þá
sem búa í björtum þéttbýliskjömum
heldur ekki síður við þá íslendinga er
búa „ ... meðfram þessum strönd-
um“. í afmælisgrein númer tvö
minnist ég á hvemig ég tel persónu-
lega að þau tengsl verði best rækt.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/ SJÓNVARP
Ríkisútvarpið:
Breyt-
ingar á
dagskrá
Frá og með 1. október
hefst dagskrá rásar eitt kl.
6.45 með lestri veður-
fregna. Fréttir verða
sagðar kl. 7.00 en svo tek-
ur Morgunvaktin við að
þeim loknum. Þá verður
einnig breyting á lestri til-
kynninga og verða þær
lesnar kl. 7.25, 7.55 og
8.25 á morgunvaktinni.
Síðdegis verður sú
breyting að Bamaútvarpið
hefst kl. 16.20 en Síðdeg-
istónleikar kl. 17.03 að
loknum fréttum.
Þá verður breyting á
útsendingartíma Svæðisút-
varpsins fyrir Akureyri og
nágrenni, sem nú hefst kl.
18.00 og stendur til 19.00.
Útvarpað er um dreifikerfi
rásar 2. Þessi breyting
útsendingartíma svæðisút-
varpsins tekur gildi
fimmtudaginn 2. október.
Valdir þættir
með prúðu-
leikurunum
■■■ í kvöld hefst í
1 Q 00 sjónvarpinu ný
A brúðumjmda-
syrpa með prúðuleikurun-
um þar sem sýndir verða
bestu þættimir frá gullöld
prúðuleikara Jim Hensons
og samstarfsmanna hans.
Hér sjáum við Jim ásamt
froskunum Kermit. Gestur
kvöldsins er Peter Sellers.
Bylgjan:
Þú syngur
- við spilum
í dag milli kl. 10-11 um
morguninn geta hlustendur
Bylgjunnar hringt þangað
og beðið um að fá óskalög-
in sín spiluð. En ekki nóg
með það. Ef menn vilja láta
verða af ósk sinni verða
þeir einnig að syngja við-
komandi óskalag. Söngur-
inn er síðan tekinn upp á
segulband og spilaður í
þættinum hans Péturs
Steins kl. 14 - 17.00 -
ásamt óskalaginu. Menn
geta svo borið saman báðar
útgáfumar. Að sögn dag-
skrárgerðarmanna Bylgj-
unnar er jafnvel ætlunin
að velja söngvara mánað-
arins í framtíðinni ef þetta
verður fastur liður á dag-
skránni.
Einnig mun Bubbi
Morthens líta við hjá Pétri
Steini í dag um hálffjögur-
leytið, með gítarinn, og
taka nokkur lög í beinni
útsendingu.
Marina Tsvetaéva
■■■■ Þriðji þátturinn
Ol 30 um rússnésk
^ A ljóðskáld fjallar
um Marinu Tsvetaévu, en
hún er, auk Önnu Akh-
matovu, sú rússneska
skáldkona sem hlotið hefur
mesta virðingu á þessari
öld. Tsvetaéva var meðal
þeirra skálda sem bjuggu
mörg ár í útlegð frá Sov-
étríkjunum og var hún
búsett bæði í Prag og
París, en árið 1979 flutti
hún aftur til Sovétríkjanna.
í þættinum verður sagt frá
lífi hennar og skáldskap,
en það sem einkennir ljóð
hennar fyrst og fremst er
hve persónuleg þau era.
Hún er mjög umdeild
skáldkona og hefur hlotið
meiri frægð erlendis en í
heimalandi sínu. Það er As-
laug Agnarsdóttir sem hefur
umsjón með þættinum.
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
1. september
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Rósalind dettur
ýmislegt í hug" eftir Christ-
ine Nöstlinger. Flrefna
Guðmundsdóttir og Jó-
hanna Einarsdóttir þýddu.
Þórunn Hjartardóttir lýkur
lestrinum.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.35 Lesiö úr forystugreinum
dagblaðanna. Tónleikar.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Guðmundur Sæ-
mundsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Land og saga. Umsjón:
Ragnar Ágústsson.
11.00 Fréttir.
11.03 Morguntónleikar
a. Divertimento eftir Jean
Franc-aix. Manuela Wiesler
og Julian Dawson—Lyell
leika á flautu og píanó.
b. Þrir þættir eftir Franz
Schubert. Edda Þórarins-
dóttir leikur á píanó.
c. Canzona eftir Girolamo
Frescobaldi. Páll Isólfsson
leikur á orgel.
d. Passacaglia i f-moll eftir
Pál isólfsson. Sinfóníu-
hljómsveit Islands leikur;
William Strickland stjórnar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Börn
og umhverfi þeirra. Umsjón
Sverrir Guðjónsson.
14.00 Miðdegissagan:
„Mahatma Gandhi og læri-
sveinar hans" eftir Ved
Mehta. Haukur Sigurösson
les þýðingu sína (25).
14.30 Noröurlandanótur.
Sviþjóö.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn — Á
Vestfjaröahringum: Umsjá
Finnbogi Hermannsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Stjórn-
endur: Kristín Helgadóttir
, ogSigurlaugM.Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Siödegistónleikar.
a. „Leonore", forleikur nr.
1. op. 138 eftir Ludwig van
Beethoven. Fílharmoníu-
sveit Berlínar leikur; Herbert
von Karajan stjórnar.
b. Fiðlukonsert nr. 1 í g-
moll eftir Max Bruch.
Kyung-Wha Chung og Kon-
unglega fílharmoniusveitin í
Lundúnum leika; Rudolf
Kempe stjórnar.
17.40 Torgið. — Bjarni Sig-
tryggsson og Adolf H.E.
Petersen.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Sagan: „Sonur elds og
ísa" eftir Johannes Hegg-
land. Gréta Sigfúsdóttir
þýddi. Baldvin Halldórsson
les (13).
20.30 Gömul tónlist.
21.00 Ýmsar hliðar. Þáttur í
umsjá Bernharðs Guð-
mundssonar.
21.30 Fjögur rússnesk Ijóð-
skáld. Þriðji þáttur: Marina
Ivanovna Tsvetajeva. Um-
sjón: Áslaug Agnarsdóttir.
Lesari með henni: Berglind
Gunnarsdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
SJÓNVARP
17.55 Fréttaágrip á táknmáli
18.00 Úr myndabókinni — 22.
þáttur.
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni: Ofur-
bangsi, Snúlli snigill og Alli
álfur, Alfa og Beta, Villi bra-
bra, f Klettagjá, Hænan
Pippa, Viö Klara systir og
Bleiki pardusinn. Umsjón:
Agnes Johansen.
18.50 Auglýsingarogdagskrá
19.00 Prúðuleikaranir — Valdir
þættir. 1. Með Peter Sellers
Ný brúðumyndasyrpa með
bestu þáttunum frá gullöld
prúöuleikara Jim Hensons
og samstarfsmanna hans.
Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
MIÐVIKUDAGUR
1. október
19.30 Fréttir og veður
20.00 Auglýsingar
20.10 Sjúkrahúsið i Svarta-
skógi (Die Schwarzwald-
klinik)
4. Líknardráp
Þýskur myndaflokkur í tólf
þáttum sem gerast meðal
lækna og sjúklinga í sjúkra-
húsi í fögru fjallahéraði.
Aðalhlutverk: Klausjurgen
Wussow, Gaby Dohm,
Sascha Hehn, Karin Hardt
og Heidelinde Weis. Þýð-
andi Jóhanna Þráinsdóttir.
21.00 Smellir
Bruce Springsteen II
Umsjón: Skúli Helgason og
Snorri Már Skúlason.
21.25 Flóttamenn '86
3. Palestínumenn.
21.40 Sextiu milljón króna
fuglabókin
(The Million Pound Bird-
book)
Heimildamynd frá breska
sjónvarpinu (BBC) um
bandaríska fuglafræðinginn
og málarann James Audu-
bon (1785-1851). Fyrsta
og frægasta bók hans, Fugl-
ar Amerfku, sem út kom
1826, seldist nýlega á upp-
boði fyrir 60 milljónir króna,
enda er hún eitt vandaðasta
prentverk sem um getur. f
. myndinni segir David Atten-
borough frá þessum merka
manni og sýnir verk hans..
Þýðandi Jón O.Edwald.
22.40 Fréttir í dagskrárlok.
22.20 Hljóðvarp. Ævar Kjart-
ansson sér um þátt i
samvinnu við hlustendur.
MIÐVIKUDAGUR
1. október
9.00 Morgunþáttur
í umsjá Gunnlaugs Helgason-
ar, Kristjáns Sigurjónssonar
og Sigurðar Þórs Salvarsson-
ar.
Guöríöur Haraldsdóttir sér um
barnaefni kl. 10.03.
12.00 Létt tónlist
12.00 Létt tónlist.
13.00 Kliöur
Þáttur í umsjá Gunnars Svan-
bergssonar.
15.00 Nú er lag
Gömul og ný úrvalslög að
23.10 Djassþáttur. — Jón Múli
Árnason.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
hætti hússins.
Umsjón: Gunnar Salvarsson.
16.00 Taktar
Stjórnandi: Heiðbjört Jó-
hannsdóttir.
17.00 Tekið á rás
Ingólfur Hannesson og Samú-
el Örn Erlingsson lýsa leik
Vals og ítalska liðsins Juvent-
us í Evrópukeppni meistara
liða sem háður er
Laugardalsvelli i Reykjavik.
20.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr-
ir Reykjavik og nágrenni — FM
90,1 MHz.
AKUREYRI
18.00—19.00 Svæðisútvarp fyr-
ir Akureyri og nágrenni — FM
96,5 MHz.
989
MIÐVIKUDAGUR
1. október
6.00- 7.00 Tónlist i morg-
unsárið.
Fréttir kl. 7.00.
7.00- 9.00 Á fætur með Sig-
urði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Siguröur lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur öll uppáhaldslögin og
ræðir við hlustendur til há-
degis.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00-14.00 Á hádegismark-
aði meö Jóhönnu Haröar-
dóttur. Jóhanna leikur létta
tónlist, spjallar um neyt-
endamál og stýrir flóamark
aði kl. 13.20.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn é
réttri bylgjulengd. Péturspil-
ar og spjallar við hlustendur
og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00-19.00 Hallgrímur Thor-
steinsson í Reykjavík
síðdegis. Hallgrímur leikur
tónlist, litur yfir fréttirnar og
spjallar við fólk sem kemur
við sögu.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00-21.00 Rósa Guöbjarts-
dóttir í kvöld. Rósa leikur
létta tónlist og kannar hvað
er á boöstólnum í kvik
myndahúsum, leikhúsum
veitingahúsum og víöar
næturlífinu.
21.00-23.00 Vilborg Halldórs
dóttir spilar og spjallar.
Vilborg snfður dagskrána
við hæfi unglinga á öllum
aldri, tónlistin er í góðu lagi
og gestirnir líka.
23.00-24.00 Vökulok. Frétta
menn Bylgjunnar Ijúka
dagskránni með frétta
tengdu efni og Ijúfri tónlist.