Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Washington: Ekkert samkomu- lag náðist á sjö- ríkja fundinum Washington, AP. SAMKOMULAG náðist ekki um markmið og leiðir í efna- hagsmálum á fundi 7 helztu iðnríkja heims, sem lauk í Washington á laugardag. Var Ungveijaland: Kúbumenn fljúgast á Búdapest.AP. KVEÐJA ÞURFTI til her- og lög- reglumenn til að skakka ieikinn, sl. laugardagskvöld, er kúbanskt verkafólk er starfar í Ungveija- landi, hélt þeim kveðjuhátíð er halda eiga heim til Kúbu á næst- unni. Kúbanska verkafólkið, á milii fímm og sex hundruð manns, hefur starfað í Ungveijalandi undanfarin ár, og hafði það safnast saman í Búdapest, hvaðanæva að úr landinu, til að taka þátt í hátíðinni. Lögregla var kvödd á staðinn, en réði ekki við neitt og það var ekki fyrr en hermenn mættu á stað- inn og tóku til sinna ráða, að átökunum linnti. mikill ágreiningur ríkjandi milli James H. Baker, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna annars vegar og Gerhards Stoltenberg, fjármálaráðherra Vestur-Þýzkalands og Kiichis Miyazawa, fjármálaráðherra Japans hins vegar. Bandarílqastjóm vill, að Japan- ir og Vestur-Þjóðveijar lækki vexti hjá sér og framkvæmi að auki ýmsar aðrar ráðstafanir til þess að efla hagvöxt, svo að þess- ar þjóðir kaupi meira af vömm af Bandaríkjamönnum og dragi þannig úr viðskiptahalla þeirra síðamefndu. Þetta var fyrsti fundur §ár- málaráðherra sjö helztu iðnríkja heims, síðan efnahagsfundur æðstu manna þeiira var haldinn í Tókíó í maí sl. Á fundinum nú var samþykkt yfírlýsing um „áframhaldandi nána samvinnu" ríkjanna 7 á sviði efnahagsmála. Þar kom fram bjartsýni varðandi horfur á hagvexti á árinu 1987 og því spáð, að verðbólga yrði áfram lítil en atvinna ætti eftir að aukast, þrátt fyrir það að at- vinnuleysi yrði áfram mikið í sumum löndum heims. AP/Símamynd Daniloff veifar til mannfjöldans, sem fagnaði honum við komuna til Frankfurt í fyrradag. Daniloff kominn til Bandaríkjanna Vill þakka Reagan persónulega Frankfurt og Washington, AP. BANDARÍSKI blaðamaðurinn Nicholas Daniloff flaug heimleiðis frá Frankfurt í gær. Hann sagði fréttamönnum að augljóst mætti vera að ásakanir Sovétmanna gegn sér væru tilbúningur einn og sagðist skulda Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta persónulegar þakkir fyrir að hafa sinnt máli sínu af kostgæfni. „Eina hugsunin, sem fer um huga minn... er gífurlegt þakklæti í garð forseta Bandarfkjanna, Ronalds Reagan, utanríkisráðherra þeirra, Georges Shultz, og að líkindum fjölda óhylltra starfsmanna utanrík- isráðuneytisins og bandaríska sendiráðsins í Moskvu". Hann þakk- aði sérstaklega Richard Combs, næstráðanda sendiherrans í Moskvu, en hann var Daniloff mjög innan handar þegar hvað heitast varð 1 kolunum í Kreml. Daniloff sagði að sér hefði ekki verið boðið til Hvíta hússins, en sagði að hann vildi koma þökkum sínum til Reagans og Shultz á fram- færi persónulega, þar sem forsetinn hefði svo mjög borið hag sinn sér fyrir brjósti. Daniloff flaug með áætlunarflugi Pan Am-flugfélagsins til Washing- ton. Að sögn fréttamanna var hann mun hressilegri að sjá en þegar hann kom frá Moskvu. Vísindamenn binda nú vonir við að unnt verði að lækna magasár með sýklalyjum. Vísindamenn telja ákveðna bakterín valda magasári ZANTAC og Tagamet eru mest seldu lyf f heimi. Bæði eru þau notuð til að lækna magasár. Sjúklingar fá flestir nokkurn bata eftir átta vikna meðferð. Hins vegar kunna nýjustu uppgötvanir vísindamanna að gera lyf þessi úrelt. Vísmdamenn hafa hingað til talið að magasár orsakist af hom- ónabreytingum í líkamanum sökum streitu. Hins vegar bendir nú margt til þess að ein ákveðin baktería valdi magasári. Ef þetta er rétt kann að reynast unnt að veita meðferð með ódýrum sýkla- lyQum. Bóluefni gegn magasári yrði þá innan seilingar. Rannsóknir síðustu tveggja ára benda til þess að samband sé á milli magasárs og bakteríu, sem nefnist á fræðimáli Campylobact- er pylorídis. Bakterían hefur fundist í níu af hveijum tíu þeirra, sem þjást af sári í skeifugöm og í sjö af hveijum tfu þeirra sem þjást af magabólgum. Dr. Barry Marshall, sem þá starfaði við Fermantle sjúkrahú- sið í Perth í Ástálíu, gerði mjög athyglisverðar tilraunir á sjálfum sér. Hann einangraði bakteríuna og sprautaði sig með henni. Brátt tóku meltingartruflanir og maga- bólgur að þjaka hann. Þá tók hann inn sýklalyf og efni, sem nefnist De-Nol og inniheldur frumefnið bismút, en talið er að það efni styrki slímhúð magans. Sjúkdómseinkennin hurfu á einum sólarhring. Ekki er vitað hvemig bakterían stuðlar að myndun magasárs. Hins vegar er ljóst að hún hreiðr- ar um sig undir slímúð magans og er talið hugsanlegt að bakterí- an éti á einhvem hátt upp slfmhúðina. Þannig verður mag- inn beskjaldaður fyrir magasýrum uns svo fer að lokum að sýrumar brenna gat á magavegginn. Vísindamenn við háskólann í Perth í Ástralíu hafa þegar hrint af stað umfangsmiklum rann- sóknum og munu niðurstöður þeirra liggja fyrir snemma á næsta ári. Undirbúningsrann- sóknir hafa þegar farið fram. Einn hópur magasjúklinga fékk lyf, sem hejira undir sama flokk og Tagamet og Zantac, en annar hópur fékk De-Nol og var hluti sjúklinganna jafnframt látinn taka inn sýklaljrf. Aðferðimar gáfust allar vel en þeir sjúklingar sem fengu De-Nol virðast hafa fengið varanlegan bata. Úr The Economist. Kína: Mistök sem ekki verða endurtekin Menningarbyltingarinnar minnst Peking.AP. VIKURITIÐ Peking Review, sem ritað er á ensku og gefið út af kínverskum stjórnvöldum, birti i gær grein um Menning- arbyltinguna, í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því henni lauk. Þar er komist að þeirri niðurstöðu, að árin 1966-76 hafi verið áratugur mistaka og öfgafullrar vinstristefnu og ekki sé liklegt að svipaðir hlutir endurtaki sig. Mikill §öldi bóka og greina hafa komið út að undanfömu, þar sem reynt er að skilgreina ástæður hinnar blóðugu byltingar og hrósað er þeim efnahagslegu framförum er orðið hafa á síðustu árum undir stjóm Deng Xiaoping. Ritstjóri blaðsins, Jiang Shanhao, skrifar greinina og segir að þrátt fyrir að augljóst sé að ákveðnir erfíðleikar séu framundan hjá kínversku þjóðinni, verði ekki aftur snúið inn á fyrri brautir. Hann minnist októberdagsins árið 1976, er tilkynnt var að Jiang Qing, ekkja Mao Tse-Tung, flokksleiðtoga og aðrir meðlimir “ljórmenningaklíkunnar“ hefðu verið handteknir og segir að al- mennur fögnuður hafí gripið um sig í Peking. Jiang heldur því fram, að ák- vörðun miðnefridar kínverska kommúnistaflokksins 1978, um Deng Xiaoping. að setja sókn til efnahagslegra framfara á oddinn, í stað stéttar- baráttu, hafí verið ein mikilvæg- asta ákvörðunin sem tekin hafí verið í sögu kínverska alþýðulýð- veldisins og e.t.v. í sögu Kína- veldis. Ekki sé ástæða til að óttast fráhvarf frá marxisma, ef verið sé að hverfa frá einhveiju sé það túlkun Sovétmanna á Marxisma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.