Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 31 Rannsóknir á tannheilsu barna: „Sveitabörnin best sett, en börn í sjávarþorpum verst stödd“ - segir Sigfús Þór Elíasson, prófessor við Tannlæknadeild HÍ Það er eins gott að tennumar séu í lagi. „Bömin í sveitaskólunum koma best út úr könnuninni á meðan böra í sjávarþorpum koma verst út, sérstaklega eldri börnin,“ sagði Sigfús Þór Elíasson, pró- fessor við Tannlæknadeild Háskóla íslands, í samtali við Morgunblaðið um niðurstöður rannsóknar, sem hann hefur unnið að undanfarið ár um tann- heilsu skólabarna í landinu. Sigfús mun flytja erindi um eigin rannsóknir á ársþingi Tann- læknafélags íslands í dag sem sett verður að Hótel Sögu kl. 17.15. Sigfús tók 2.578 manna úrtak, 6, 12 og 15 ára bama víðsvegar að af landinu til að fá sem breið- asta mynd af ástandinu. Alls flokkaði hann staðina niður í 17 svæði: Reykjavík, Seltjamames, Hafnarfjörður, Kópavogur, Garða- bær, Akranes, Selfoss, sveitimar í Borgarfirði og Mýmm, Stykkis- hólmur, Akureyri og nærliggjandi sveitir, Húsavík og nágrenni og Egilsstaðir. Sjávarþorpin á Snæ- fellsnesi, Gmndarfjörður, Ólafsvík, Hellissandur og Rif flokkuðust sem eitt svæði og fjórir firðir fyrir aust- an land flokkuðust sem annað svæði þ.e. Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsljörður og Stöðvarfjörður. Þá vom sveitaskólar í Ámes- og Rangárvallasýslu taldir sem eitt svæði. Sigfús sagði að ástæðan fyrir því að hann tók úrtak 6 ára bama væri sú að bamatennur væm þá enn fýrir hendi og 6 ára jaxlar komnir. í ljós kom að 4,9 bama- tennur væm að meðaltali skemmd- ar eða viðgerðar í hveiju 6 ára bami og af þeim 822 bömum, sem skoðuð vom, var 131 bam eða 16,9% með allar bamatennur heil- ar. Að meðaltali vom 0,9 fullorðins- tennur í 6 ára bömum skemmdar eða viðgerðar, eða tæplega ein full- orðinstönn í hverju bami, og í öllum tilvikum var um 6 ára jaxla að ræða sem þá höfðu verið til staðar í bömunum aðeins í nokkra mán- uði. Til samanburðar við hin Norðurlöndin, þá er þar u.þ.b. 40% sama aldursflokks ekki með neina tönn skemmda, en það er einmitt eitt af markmiðum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar að 50% af 5-6 ára bömum sé með enga tönn skemmda, að sögn Sigfúsar. Tólf ára krakkamir hafa fengið flestar fullorðinstennumar, augn- tennur og framjaxlar hafa verið til staðar í eitt til tvö ár, 12 ára jaxlar að koma eða nýkomnir og em 12 ára böm oft á tíðum notuð sem viðmiðunarhópur til að meta ástand tanna. Fjöldi skemmdra, tapaðra og viðgerða fullorðinstanna í þeim em samkvæmt rannsókninni 6,6 að meðaltali og af 899 manna úrtaki tólf ára bama vom 3,6% eða aðeins 32 böm með allar tennur heilar. í 15 ára bömum vom að meðal- tali 11,1 tönn skemmd, töpuð eða viðgerð, en af 857 manna úrtaki þeirra var aðeins 1% eða 9 böm með allar heilar tennur, þar af þrír strákar úr sveitaskólum á Suðurl- andi. „Dreifbýlið, þ.e. sveitaskólamir, stóðu yfir höfuð best að vígi og Utankjörstaða kosning ATKVÆÐASEÐILL í prófkjöri Sjálfstæðismanna 18. október 1986. Jón Magnússon, lögmaður, Malarási 3 María E. Ingvadóttir, viðskiptafræðingur, Vallarbraut 20 Ragnhildur Helgadóttir, ráðherra, Stigahlíð 73 Rúnar Guðbjartsson, flugstjóri, Selvogsgr _ . Sólveig Pétursdóttir, lögfræðingur, P: Vilhjálmur Egilsson, hagfræðinp' 51 Albert Guðmundsson, ráðh' ji 68 Ásgeir Hannes Eiríkss'- A aður, Klapparbergi 16 Bessí Jóhannsdó^ -.astjóri, Hvassaleiti 93 Birgir ísl. ▼ .gismaður, Fjölnisvegi 15 Esther Guöi # ,-friarkaðsstjóri, Kjalarlandi 5 Eyjólfur Konra^unsson, alþingismaður, Brekkugerði 24 Friðrik Sophusson, alþingismaður, Skógargerði 6 Geir H. Haarde, hagfræðingur, Hraunbæ 78 Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, Stigahlíð 87 ATHUGIÐ: Kjósa skal fæst 8 frambjóöendur og flest 12. Skal það gert meö því aö setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóöenda í þeirri röö sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboöslista. Þannig aö talan 1 skal sett fyrir framan nafn þess frambjóöanda sem óskaö er aö skipi fyrsta sæti framboðs- listans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskaö er aö skipi annaö sæti framboöslistans, talan 3 fyrir framan nafn þess sem óskaö er aö skipi þriöja sæti framboöslistans o. s. frv. FÆST 8 - FLEST 12 I TÖLURÖÐ Utankjörstaðakosning vegna prófkjörs um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu Alþingiskosningar fer fram virka daga í Sjálf- stæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 9.00 til 17.00 og á laugardögum frá kl. 10.00 til 12.00. Utankjörstaðákosningunni lýkur föstudaginn 17. október nk. Utankjörstaðakosningin er þeim ætluð sem fjarver- andi verða úr borginni prófkjörsdaginn 18. október nk., eða geta ekki kosið þá af öðrum ástæðum. Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörs- daginn og þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við alþingis- kosningarnar og undirritað hafa beiðni í sjálfstæðis- félag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Ráðlegging til kjósenda: Klippið út meðfylgjandi sýnishorn af atkvæðaseðli og merkið það eins og þér hyggist fylla út kjörseðil- inn. Hafið úrklippuna með á kjörstað og stuðlið þannig að greiðari kosningu. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík sjávarþorpin verst. Þessi munur kemur berlega í ljós þegar eldri bömin eru athuguð. Hvað þau varð- ar, grunar mig að krakkar í sjávar- þorpum hafi meiri möguleika á að afla sér tekna og eyða þeim í „fé- lagsheimilum" staðanna - sem eru sjoppumar. Annars staðar, þar sem ekki er eins mikið um atvinnutæki- • færi fyrir unglinga, t.d. á Seltjam- amesi, Suðurlandssveit, Garðabæ, Egilsstöðum, höfuðborgarsvæðinu nánast öllu og Selfossi, er ástandið heldur betra. Úti á landi em þetta mjólkurframleiðsluþorpin, sem koma hvað best út. Ég hef enga sönnun á þessu ennþá - þetta er aðeins mín tilgáta." Sigfús sagði að Akranes hefði komið mjög illa út miðað við aðra staði og einnig Hafnarfjörður miðað við önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Sigfús sagði að vissulega færi tannáta minnkandi hér á landi, en við værum u.þ.b. tíu árum á eftir nágrannaþjóðunum hvað þetta varðaði. „Við verðum að minnka sykumeyslu bamanna og vinna betur að fræðslu almennings um þessi mál - það em dæmi þess að sjoppur séu við hliðina á skólainn- gangi gmnnskóla, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi. Þessi svokallaða sjoppumenning þekkist ekki nema hér á landi, heilsubylt- ingin hefur ekki náð hingað betur en hún gerir og æskilegt væri að boðið yrði upp á skólamáltíðir a.m. k. í gmnnskólunum." Eins og fyrr sagði em 6,6 tennur að meðaltali skemmdar í 12 ára bömum hér á landi, en til saman- burðar vom 3,4 tennur 12 ára bama í Danmörku skemmdar í fyrra, 2,9 tennur 12 ára bama í Finnlandi 1984, 3,5 á meðal sænskra bama sama áldursflokks árið 1982, 3,1 f breskum 12 ára bömum 1983 og 2,6 tennur árið 1980 í bandarískum 12 ára bömum, samkvæmt upplýs- ingum frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni. Loðfóðruð barnastígvél með rennilás. Litur hvítt. Stærðir: 20-24 Loðfóðruð barnakuldastíg- vél. Litir rautt, blátt. Stærðir: 24-33. Loðfóðruð barnastígvél með frönskum rennilás. Litur bleikt, blátt. Stærðir: 20—27. VELTUSUNDI 2, 21212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.