Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR I. OKTÓBER 1986 39 Klara Tryggva- dóttir — áttræð • xjj Klara Tryggvadóttir er áttræð í dag — og þessi orð sett á blað til að áma henni heilla um ókomin ár. Við sem bezt þekkjum hana eig- um erfítt með að trúa því að aldur hennar sé þetta hár — en beygjum okkur fyrir þeirri staðreynd, að fædd er hún 1. október 1906 — svo þetta hlýtur að vera rétt. Hvort henni líkar betur eða verr, trúi ég, að hefði hún fæðzt milli 1940 og ’50 þá væri hún í fylkingar- bijósti þeirra kvenna sem barizt hafa fyrir jafnfrétti á sem flestum sviðum, jafnt til menntunar og launa. Þá á ég að sjálfsögðu við þær konur, sem barizt hafa af heið- arleik og víðsýni. Kjör Klöru voru þau að fæðast sem „lausaieiksbam“, faðirinn kvæntur maður, móðir hennar ekkja með mörg böm. Af ýmsu því sem hún og aðrir hafa sagt mér þykir mér ekki ósennilegt að bama- vemdamefndir hefðu stundum látið mál hennar til sín taka, hefðu þær verið til. En mótlæti og reynsla hafa að- eins hert Klöm og styrkt — og þrátt fyrir alla erfíðleika stóð hún og Félag íslenskra sérkennara: Norskur fyrirlesari fjallar um skipan sér- kennslu í almennum skólum Að frumkvæði Félags íslenskra sérkennara flytur Monica Dalen, dósent við Statens Spesiallærer- högskole í Noregi, fyrirlestra víðsvegar um landið næstu daga og verður sá fyrsti haidinn í dag, miðvikudag, kl. 14.00 á fundi skólastjóra og yfirkennara í Gerðubergi í Reykjavík. Öll er- indin fjalla um skipan sérkennslu í almennum skólum og reynsl- una, sem draga má af nýbreytni- tilraunum Norðmanna á þessu sviði á síðustu árum. Monica Dalen er sérkennari og uppeldisfræðingur. Hún hefur auk almennrar kennslu og sérkennslu í grunnskólum starfað við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustuna í Haugasund skólaumdæmi og á Pedagogisk senter í Osló. Haustið 1975 var hún ráðin til sérkennaraháskólans í Bæmm. Hún hefur verið leiðandi í ný- breytnistarfí og staðið að merkum rannsóknum á tilraunum til sam- skipunar sérkennslu og almennrar kennslu í grunnskólum í Noregi. Auk þess hefur hún skrifað bæk- umar „Hjelpetiltak i Gmnnskolen" og ^Sökelys pá Tolærersystemet". A morgun, fímmtudag, flytur hún erindi kl. 13.30 á fundi með kennumm í Vesturlandsumdæmi í Gmnnskóla Borgamess, föstudag- inn 3. október kl. 13.30 á fundi kennara á Norðurlandi vestra á Blönduósi, laugardaginn 4. október kl. 13.00 á uppeldismálaþingi kenn- ara á Austurlandi að Eiðum og sunnudaginn 5. október kl. 14.00 á Akureyri. Síðasta erindið flytur hún svo mánudagskvöldið 6. oldóber kl. 20.00 í Borgartúni 6 í Reykjavík. stendur enn — teinrétt og glöð — sátt við allt og alla. Sterkust og stærst fínnst mér hún þó hafa verið þegar eiginmaður hennar, Hallgrímur Júlíusson, fórst með mb Helga við Faxasker í jan- úar 1950. Þá vom böm hennar 5 enn ung og öll í heimili hjá henni. Ekki fór Klara út á vinnumarkað- inn í þess orðs venjulegustu merkingu — heldur þrengdi að sér í húsi sínu við Faxastíg 33 í Vest- mannaeyjum, leigði herbergi og seldi fæði — studdi böm sín til mennta — allt án þess að taka lán eða leysa upp heimilið. Á Faxastígnum var oftast gest- kvæmt. Þar vom allir vinir bama hennar velkomnir og við þá rætt um dagleg vandamál — en oftar en ekki bar líka bókmenntir og ljóð á góma. Klara er bókelsk og sérlega ljóð- elsk og enginn sem við hana ræðir kemst hjá að heyra aðdáun hennar á Einari Benediktssyni, sem hún telur bera ægishjálm yfír önnur skáld — varla ein um þá skoðun. Þegar gos varð í Eyjum ’73 flutti Klara aftur til Reykjavíkur — þar sem hún raunar ólst upp frá 10 ára aldri og þar til hún flutti með bónda sínum til Eyja 1941. Hér hefur hún búið á Kleppsvegi 32 og gerir enn. Þar er gott að koma — öllum tekið af hlýju — ekki sízt þeim sem á einhvem hátt em minni máttar. Það tel ég raun- ar aðalsmerki Klöm hve lítilmagnar hafa ætíð átt forsvar hennar víst. Sjálf mun sú er hér stýrir penna hafa verið um fjögurra ára er kynni mín af Amdísi dóttur hennar hóf- ust — og síðan hefí ég litið á þær mæðgur sem hliðholla vini mína. Fyrir þessi nær hálfrar aldar kynni þakka ég nú af alhug — og* óska henni og flölskyldu hennar alls góðs í framtfðinni. Við konu eins og Klöm er ekki hægt að tala um ævikvöld þó árin séu orðin mörg. Innilegar kveðjur frá bónda mínum og bömum. Lifðu heil. L. Ben. Hún mun taka á móti gestum laug- ardaginn 4. október í sal Rafíðnað- arsambands íslands að Háaleitis- braut 58—60 eftir kl. 16. .Hin eina sanna IBMPC ein sem stendur alltaf fyrir sínu. Góðír íslendingar: Við viljum vekja athygli ykkar á hinni einu sönnu einkatölvu. Það merkilega er að hún kostar lítið meira en misjafnlega góðar eftirlíkingar og er jafnvel ódýrari ef tillit er tekið til alls þess sem fylgir í kaupunum. Dæmi: IBM PC hentar vel fyrir ritvinnslu með: 256K, 1 x360Kb diskettudrifi, mono skjá, Dos 3.2 stýrikerfi, lykla- borði, prentaratengi, basic hand- bók, Dos handbók, Guide to operation handbók, grunnnám- skeiði, stýrikerfisnámskeiði, sam- tals 2 dagar í tölvuskóla Gísla J. Jöhnsen sf. Alltþetta aðeins kr. 68.700 IBM PC með 20Mb seguldiski hentar vel fyrir bókhald fyrirtækja Aðeins kr. 98.700 VELJIÐ TRAUSTAN SAMSTARFSAÐIIjV Askriftarshnirm er 83033 GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Sími 641222. Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.