Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 23 Sýnatökudeilan: Deiluaðilar skýrðu sín sjónarmið á óform- legum fundi FULLTRÚAR loðnusjómanna og Síldarverksmiðja ríkisins áttu með sér fund í gær, þriðjudag, þar sem rætt var um deilu þessara aðila vegna nýrra reglna um sýnatöku á loðnu. Að sögn ísólfs Sigurðs- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra SR, gerðu aðilar grein fyrir viðhorfum sínum til málsins, en engar ákvarðanir eða samþykktir voru gerðar á fundinum. „Þessar viðræður fóru vinsam- lega fram. Við gerðum þeim grein fyrir okkar sjónarmiðum og rekstrarörðugleikum verksmiðrj- anna og þeir skýrðu sín sjónarmið “, sagði ísólfur. „Það má segja að þetta hafí verið óformlegar við- ræður þar sem menn skiptust á skoðunum og miðluðu upplýsing- um. Það var ekki ætlunin að semja um eitt eða annað á þessum fundi hvað sem síðar kann að verða", sagði hann. Löndunarbann, sem loðnusjó- menn settu á verksmiðjumar á Siglufirði og í Reykjavík frá og með hádegi á mánudag stendur enn og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu loðnusjó- menn ekki hafa í hyggju að aflétta því að svo stöddu, á meðan ekki hefur fundist lausn á þessari deilu. Á bæjarskrifstofum Siglufjarð- ar fengust þær upplýsingar að tap bæjarsjóðs vegna löndunargjalda, vatnsskatts og fleira væri um 65 til 70 þúsund krónur á dag, miðað við bræðslu 1.300 tonna af loðnu á sólarhring. Þar með talið er tap hafnarsjóðs upp á 35 til 40 þús- und krónur á sólarhring. Leið 4 Hagar-Sund, þar sem vagninn rann útaf á hinni óvenjulegu leið inn eftir Mos- fellssdal. Á innfelldu mynd- inni sést að bíll Hafnarfjarð- arlögreglunnar er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur eftir ákeyrsluna í Ullarnes- brekku í Mosfellssveit. inn á hæla honum, brást honum ökuleiknin og rann vagninn þá útaf veginum. Ökumaðurinn vildi þó ekki hleypa lögreglunni inn í vagn- inn mótþróalaust og neitaði hann að opna dymar. Þurftu lögreglu- mennimir því að brjóta rúðu á vagninum til að komast inn. Hörður Gíslason, skrifstofustjóri hjá SVR sagði að maðurinn hefði líklega komist inn á bílastæði SVR þegar hlið þess var opið, á meðan vagnar voru að streyma inn eftir að akstri var lokið. Hörður sagði að mannheld girðing væri umhverf- is bflastæðið og væri hliðið umrædda einnig mannhelt og lokað á flestum tímum, nema þegar vagn- ar hættu akstri á kvöldin. Vagninn, sem fór þessa óvæntu ferð áieiðis tilÞingvalla, er af eldri gerðinni, smíðaður 1968. Ekki urðu miklar skemmdir á vagninum, að sögn Harðar, nema hvað nokkur jarðveg- ur var undir honum, eftir að hann hafði runnið út af veginum, auk þess sem rúðan var brotin. Borgarráð: Ný götuheiti TVÆR nýjar götur fengu nafn á fundi borgarráðs í gær. Faxafen heitir gata sem liggur í suður frá Suðurlandsbraut, austan við Skeifuna. Hin gatan, Engjateig- ur, er í svokölluðum Sigtúnsreit og liggur samhliða Suðurlandsbraut frá Kringlumýrarbraut að Reykja- vegi. 99 Morgunblaðið/Júlíus. Olvaður maður tók strætisvagn traustataki: • • Okumaðurinn vildi fara Þingvallahring „ÉG HELD að hann hafi bara ætlað að fara einn Þingvallahring," sagði Guðlaugur Gíslason, einn lögreglumannanna sem lenti í að reyna að stöðva ölvaðan ökumann, sem stolið hafði strætisvagni í Reykajvík og haldið áleiðis til Þingvalla aðfararnótt sunnudags. Á leiðinni ók hann aftan á bifreið lögreglunnar úr Hafnarfirði og steyptist hún út af veginum skammt frá afleggjaranum til Þing- valla og lenti á umferðarskilti. Ökumaðurinn hélt þá áfram ferð sinni, en missti svo stjórn á vagninum inn í Mosfellsdal og rann vagninn þá útaf veginum. Vildi þá maðurinn ekki hleypa lögregl- nnni ínn í vagninn og þurfti hún að bijóta rúðu í vagninum til að ná til mannsins. Guðlaugur sagði að lögreglubfll- inn úr Hafnarfirði hefði verið staddur í Mosfellssveit þegar til- kynning barst á miðnætti um að strætisvagni hefði verið stolið af bflastæði SVR við Kirlqusand og var talið að ökuþórinn væri á ferð um Vesturlandsveg. „Við fórum þá niður að Brúarl- andi og var vagninn þá að koma niður brekkuna við Hlégarð. Ég fór strax á eftir honum þegar hann fór framhjá og við kveiktum á rauðu ljósunum. Hann ók ekki það hratt, þannig að við fórum framúr honum á tvö til þijú hundruð metrum. Ég beygði þá fyrir hann inn á hægri akreinina og fylgdist með hvort hann ætlaði að hlýða mér eða ekki. Ég dró eðlilega úr hraðanum og virtist hann líka vera að missa hrað- ann í brekkunni. Svo virðist eins og hann hafi náð að setja í ein- hvem gír og kom hann þá brunandi á okkur og gafst mér ekki tæki- færi á að komast undan honum. Um leið og lögreglumaðurinn, sem sat aftan í, Steingrímur Magnús- son, kallaði að hann væri að koma á okkur, reyndi ég að komast hrað- ar áfram, en það gafst bara ekki tími til þess. Bfllinn snérist í hálf- hring og kastaðist á umferðarmerki og hefur það sennilega vamað okk- ur frá því að velta," sagði Guðlaug- ur. Enginn slys urðu á mönnum við þetta óhapp, nema hvað Steingrím- ur fékk hnykk og er nú í hálskraga. „Það er rangt að við höfum lagt bflnum fyrir framan vagninn, eins og fram hefur komið í öðmm fjöl- miðlum. Það var aldrei um neina samfellda eftirför að ræða, því Reykjavíkurlögreglan kom ekki að okkur fyrr mörgum mínútum eftir að óhappið átti sér stað og sagði ökumaðurinn að hann hefði ekki orðið var við lögreglu, eftir óhapp- ið, fyrr en hann var kominn upp fyrir Laxnes," sagði Guðlaugur. Hann sagði að ökumaðurinn hefði verið talvert ölvaður og hafi hann verið búinn að gera ýmsar kúnstir við stýrið í Reykjavík áður en hann hélt út úr bænum. Hann fór t.d. yfir á rauðu ljósi og þving- aði ökumönnum, sem í vegi hans urðu, upp á umferðareyjur. Eftir að hafa ekið aftan á Hafn- arfjarðarlögregluna, ók maðurinn áfram inn Mosfellsdalinn, en eftir að lögreglan úr Reykajvík var kom- HAPPDRÆTTIDVAIARHEIMIUS ALDRAÐRA SJÓMANNA \umbo er m I » Die# áföstudag ■■ ■ —'—...............
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.