Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
51
Landgrunnslögin og
Atlantshaf sbandalagið
Jón Guðmundsson skrífar:
Fyrir nokkru birtist í Morgun-
blaðinu ágæt grein um Jóhann Þ.
Jósefsson þingmann Vestmannaey-
inga um áratuga skeið, og ráðherra
1947-49. Greinin birtist í tilefni af
því, að öld var liðin frá fæðingu
hans.
í grein þessari var m.a. minnst
á setningu landgrunnslaganna
1948, en Jóhann Þ. Jósefsson mun
hafa átt dijúgan hlut að máli þar.
Hér var um stórmerkilegt mál að
ræða, þar sem allar útfærslur land-
helginnar hafa byggst á fyrmefnd-
um lögum.
í þennan tíma voru eins og oftar
harðar deilur á vettvangi stjóm-
málanna. Það mátti því teljast vel
af sér vikið hjá stjóm Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar, er þá fór með
völd, að sameina alla flokka og
hvem einasta alþingismann um
landgrunnslögin, og koma þeim frá
þinginu ágreiningslaust. Mun þetta
hafa verið í fyrsta sinn sem allir
þingmenn - og raunar öll þjóðin -
sameinuðust í slíkum málum.
Á annað afrek stjómar Stefáns
Johanns Stefánssonar er skylt að
minna. En það var aðildin að Atl-
antshafsbandalaginu 1949. Það
tókst að gera ísland stofnaðila að
NATO, þrátt fyrir harða andstöðu,
-jafnvel ofsakennda og ofstækis-
áilla. En í þessu máli mun hlutur
Bjama Benediktssonar ekki hafa
verið minnstur. Og frá þessum tíma
hefur hvað eftir annað komið í ljós,
að yfírgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar er fylgjandi hinni vestrænu
samvinnu, sem nú hefur tryggt frið
í þessum heimshluta um áratuga.
skeið.
Stjóm Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar var hér við völd á tímum
mikilla efnahagsörðugleika. En hún
vann mörg mikilsverð verk, þrátt
fyrir alla erfíðleika. En það tvennt,
sem hér var á minnst, landgrunns-
lögin og aðildin að Atlantshafs-
bandalaginu em afrek, sem skylt
er að muna.
við vel hugsað okkur lengri tíma
og væri það sanngjamt miðað við
aukin heildarútsendingartíma út-
varps og sjónvarps. Eg vona að
samkeppni við fleiri sjónvarpsstöðv-
ar verði ekki til þess að við hin
heymarlausu gleymumst eða emm
sett til hliðar. Að við getum ekki
notið frettaágrips vegna útsending-
artíma þess í vinnutíma okkar. Það
sem við fömm fram á er að fá okk-
ar ágrip í fímm mínútur rétt fyrir
frettir. Ég skora á þá sem styðja
heymarlausa í þessu máli að láta í
sér heyra. Með kveðju Haukur Vil-
hjálmsson.
Vírvirkisnæla
týndist á sögu
Hlíf Böðvarsdóttir hafði samband:
Gyllt vírvirkisnæla með þremur
laufum tapaðist fyrir viku síðan í
Atthagasal Hótel Sögu á tónleikum
Hamrahlíðarskórsins. Ef einhver
hefur fundið næluna er hann vin-
samlegast beðinn um að hafa
samband í síma 30823.
Leðurkápa týndist
Elísabet hringdi:
Aðfaranótt sunnudagsins 21.
október tapaðist svört leðurkápa
fyrir utan Broadway. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 74044. Goð
fundarlaun.
Ljót aðf ör að
Hjálparstofnun
kirkjunnar
María Björgvinsdóttir hringdi:
Ég er alveg undrandi á Helgar-
póstinum að vera með þessi skrif
um Hjálparstofnun kirkjunnar. HP
vill meina að það sé betra að láta
erlent fólk ganga ffa þessu úti í
löndum. Ég skil ekki hvað á að vinn-
ast með því, það hlýtur að kosta
sitt líka. Einnig virðist manni á
yfírlýsingum Johönnu Sigurðar-
dóttur að hún ætli að gera þetta
að sakamáli. Ég vil oska Guðmundi
Sigurðssyni, framkvæmdastjóra
Hjálparstofnunar kirkjunnar, ails
hins besta, þetta er mjög góður og
viðkunnanlegur maður.
Þörf á
karlaathvarfi
Jón Júlíusson hringdi:
Það er alveg eins þörf á karlaat-
hvarfí og kvennaathvarfi. Ég þekki
mörg dæmi þess að þegar menn
hafa komið heim úr vinnu og feng-
ið sér í glas að kvöldi hafí eigin-
eða sambýliskonur barið þá til
óbóta. Svo er hringt á lögregluna
og mennimir látnir dúsa inni í 24
tíma. Mér er spum, gilda ekki sömu
lögmál um karla og konur? Ég tek
það fram að ég er algjörlega á
móti ofbeldi á báða bóga.
Sigríður Friðriksdóttír hafði samband við Velvakanda vegna
þessarar myndar sem hún tók á 200 ára afmæli Reykjavíkur.
Hana langar til að gefa konunum eintak af myndinni og biður
þær um að hafa samband við sig í síma 14402.
gera. Þeir eiga að hætta með alla
fímm og tíkallaþætti.
Mótmæli
breytingu á
útsendingartíma
fréttaágripsins
Nýlega var skýrt frá því í blöðum
að áætlað væri að flytja dagskrár-
liðinn Fréttaágrip á táknmáli til
klukkan 17.55, en hann hefur hing-
að til verið sýndur rétt fyrir fréttir.
Sem einn af mörgum áhorfend-
um þessa þattar, vil ég mótmæla
þessum breytingum harðlega þar
sem þátturinn verður þá úr tengsl-
umvið aðalfréttatíma sjónvarpsins.
Ég er fæddur heymarlaus, bróðir
minn líka og ég er trúlofaður mikið
heymarskertri stúlku. Margt heym-
arlaust fólk á heymarlausa maka
og ættingja, en við emm flest heil-
brigð að öðru leyti. Vegna fötlunar
okkar þurfum við flest að vinna
yfirvinnu til að hafa sæmileg laun.
Við erum því ekki mjög mörg sem
höfum tækifæri til að sjá frétta-
ágrip klukkan 17.55.
Fimm mínútur er ekki langur tími
fyrir okkur. Satt að segja gætum
Þessir hringdu . . .
Síminn lokast
vegna Bylgjunnar
Ásta Gunnarsdóttir hringdi:.
Eiga þeir rétt á sér allir spum-
ingaþættimir og ruglið á Bylgjunni,
sem spanna yfir næst allan sólar-
hringinn? Þessir þættir draga þann
stóra dilk á eftir sér að ómögulegt
er að na í gegnum síman á þessum
tímum í lækni, ef slys eða bráðatil-
felli bæri að höndum, því allar línur
á Pósti og síma anna þessu ekki,
eftir því sem mér er tjáð hjá því
fyrirtæki.
Hvers á maður að gjalda? Á að
fynrbyggja að síminn sé það örygg-
istæki sem hann hefur verið í
gegnum árin? Ég hef ekkert á móti
Bylgjunni, en of mikið má af öllu
Sovéskir dagar 1986
með þátttöku listafólks frá Sovétlýð-
veldinu Úzbekistan
Nokkur dagskráratriði:
Föstudagur 3. okt.
Laugardagur 4. okt.
Sunnudagur 5. okt.
Mánudagur 6. okt.
Þriðjudagur 7. okt.
Fimmtudagur 9. okt.
Föstudagur 10. okt.
Laugardagur 11. okt.
Kl. 20.30: Opnuð svartlistarsýning í MlR-húsinu,
Vatnsstig 10.
Kl. 14: Opnuð sýning á listmunum f rá Úzbekistan
á Kjarvalsstöðum. Kl. 16: Opið hús á Vatnsstíg
10, fyrirlestrar, kvikmyndasýning, kaffiveitingar.
Kl. 14: Tónleikar og danssýning Söng- og þjóð-
dansaflokksins „Lazgi“ i Þjóðleikhúsinu. Miða-
sala ileikhúsinu.
Tónleikar og danssýning á ísafiröi.
Tónleikar og danssýning í Bolungarvík.
Kl. 20.30: Fyrirlestur dr. Einars Siggeirssonar á
Vatnsstíg 10. Efni: „Vísindaleg og atvinnuleg
áhrif, ættuð frá Úzbekistan, á íslenskar fram-
farir“.
Kl. 20.30: Tónleikar og danssýning á Hlégarði,
Mosfellssveit.
Kl. 15: Tónleikar og danssýning í félagsheimilinu
Gunnarshólma, Austur-Landeyjum.
MÍR
Dönsk
nytjalist
í miklu úrvali
Nú erum við HOLME
komin með GAARJD
OF COPENHAGFN
Skólavörðustíg 6, sími 13469