Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Skýrsla Ragnars Kjartans- sonar til fyrrum hluthafa og starfsfólks Hafskips hf. 5. Ætluð brot, sem tengjast veitingn af- slátta og eftirgjöf flutningsgj alda Á þeim 7 dögum, sem liðu frá 11. júní er Sakadómur samþykkti kröfu RLR um 14 daga framleng- ingu á gæsluvarðhaldi mínu og Björgólfs Guðmundssonar og þar til Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi þann 18. júní, voru skýrslutök- ur óverulegar og aðeins frumskýrsl- ur teknar um nokkur afsláttarmál, sem ég þekkti þó lítið til. Sunnudaginn 15. júní fór fram mjög „dramatísk" skýrslutaka, en að öðru leyti í góðu yfírlæti, við ágætan félagsskap og minnisstætt framhald. Auk spuminga um meint afslátt- armál tengdum bifreiðakaupum, sbr. hér að framan, em mér sérstak- lega minnisstæð tvö mál. 5.1. Mál tengt JL-byggingavör- um Eins og skýrðist í lq'ölfarið, hafði viðkomandi fyrirtæki fest kaup á glemll f eigu tiltekins þrotabús, sem verið hafði lengi í vörslu Hafskips hf. í tuttugu Qömtíu feta gámum. Til að liðka fyrir sölu glemllar- innar mun Hafskip hf. hafa fallið frá vemlegum hluta geymslukostn- aðar og vaxta, samtals að upphæð rúmlega kr. 500 þús. Endurskoðendur þrotabúsins, N. Mancher hf., virðast hafa gefíð sér að hér væri um falsað fýlgiskjal að ræða og að forstjóri félagsins hefði tekið út vömr hjá viðkomandi fyrir- tæki fyrir framangreinda upphæð. Rannsóknarfulltrúar fengu nú það vafasama hlutverk að fylgja eftir bollaleggingum N. Mancher hf., órökstuddum með öllu. Ég kannaðist ekki við þetta mál að neinu leyti, þótt reynt væri með tilþrifum að sannfæra mig um þennan glæp forstjórans. Spurðist ég fyrir um það hvort fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs og starfsmenn hans, sem mál þetta heyrði undir, hefðu verið kallaðir til skýrslutöku vegna afsláttarmála. Kom þá á daginn að það hafði ekki veríð gert né á þvi nok- kurra mánaða tímabili sem skýrslutökur fóru fram í skipta- réttinum! Gekk nú RLR í að kalla þessa menn til á meðan gæslufangar sátu við bókalestur og fengust þá á svip- stundu réttar skýringar, en glæpur- inn hvarf út í buskann. 5.2. Mál Bláskóga hf. og fleira. Forstjóri Hafskips hf. átti hlut í þessu fyrirtæki og ættingi minn veitti því forstöðu, og var til skoðun- ar hvort fyrirtækinu hefði verið hyglað. Hvað kom í Ijós? a) Samningsbundin viðskiptakjör hjá Hafskip hf. reyndust um 10—15% lakari en sambærilegra fyrirtækja í sömu grein og 15—20% lakari en Bláskógar fengu hjá Eimskipafélagi ís- lands í lg'ölfar gjaldþrots. b) Bláskógar höfðu um margra ára skeið átt við mikla fjárhagserfið- leika að etja og mun hluta skuldar hafa verið umbreytt f skuldabréf til nokkurs tíma, eins og iðulega átti sér stað í þessum rekstri. Þá höfðu verið afskrifað- ir nokkrir reikningar frá því í upphafí áratugarins, sem fyrir mistök Hafskips hf. höfðu ekki verið færðir út og höfðu safnað á sig geymslugjaldi og vöxtum. Gegnir furðu að endurskoðendur þrotabúsins, N. Mancher hf., skyldi ekki vanda hér betur til málatilbún- aðar, en þeim hefði t.d. átt að vera í lófa lagt að gera samanburð á samningum og meðferð mála eins viðskiptafyrirtækis síns, sem fékk um svipað leyti eftirgefna viðskip- takröfu, samtals að upphæð um hálf milljón króna, vegna fjárhags- legrar endurskipulagningar fyrir- tækisins og til að forðast gjaldþrot. Um samningsgerð þess gagnvart Hafskip hf. sá einn af eigendum Endurskoðunarmiðstöðvarinnar N. Mancher hf. og voru því hæg heima- tökin, ef áhugi hefði verið fyrir hendi. Mér virðist ókunnugleiki rann- sóknaraðila á rekstri skipafélaga og hvemig staðið er þar að við- skiptasamningum, hafí stuðlað að óeðlilegum málatilbúnaði og hamlað rannsókn. Mér er hinsvegar ekki kunnugt um að ítarleg rannsókn á viðskipta- kjörum, t.d. fyrirtækja fyrrám stjómarmanna, hafi leitt neina óeðlilega mismunun í ljós, og þaðan af síður glæpsamlegar athafnir. Skyldu menn í því sambandi minnast fullyrðinga fjölmiðla og ekki síður tiltekinna alþingis- manna i skjóli þinghelgi. 6. Ætluð brot tengd greiðslu ferðakostnað- ar Um fáa liði hefur verið fjallað af meiri ósanngimi en erlendan kostnað félagsins. Sögur um 800 þúsund króna hótelreikninga, þús- und dollara svítur, golfferðalög og fleira eru bein ósannindi. Ferðakostnaður Hafskips hf. á árinu 1985 mun hafa numið tæp- lega 0,4% af veltu. Menn vora langdvölum erlendis og á stanslaus- um þönum, þannig að eðlilega stofnaðist til nokkur kostnaður án þess að orðalagið sukk eigi við. Meintan tvígreiddan kostnað þekki ég ekki og hefi í það minnsta ekki enn verið um hann spurður, en í nokkram tilvikum lögðu erlend dótturfyrirtæki út greiðslur á gisti- reikningum vegna samninga um afsláttarkjör, sem þau höfðu gert og er ekkert óeðlilegt við það nema síður sé. í örfáum tilvikum var greiddur ferðakostnaður fyrir aðila, sem vora óviðkomandi starfsemi félagsins, en rökstuðningur fyrir hendi að okkar mati og heildarapphæð óveraleg. 7. Ætluð brot tengd greiðslum til Björgólfs Guðmundssonar Hér er á ferðinni upplistun á 8 til 9 greiðslum, samtals að upphæð ca. 240—360 þúsund krónur. Mun hér aðallega hafa verið um að ræða ferðakostnað, styrki og ýmsa smá- reikninga, sem deilt hefur verið um hvort vora vegna félagsins, en skýr- ingar hafa að mestu fengist á. 8. Ætluð brot tengd við- skiptum við Reykvíska endurtryggingu hf. Hér er um að ræða fyrirtæki, sem að ósekju hefur orðið fyrir barðinu á umfjöllun og málatilbúnaði vegna Hafskipsmálsins. Fyrirtækið hafði 5 af 32 trygg- ingarsamningum Hafskips hf. og fékk engar veigameiri tryggingar nema í gegnum umtalsverðar lækk- anir á iðgjöldum. í gegnum fyrirtækið tókst á árinu 1981 að ná um 40% lækkun á skipa- tryggingum með endurtryggingum á franska markaðinum og á árinu 1985 munu iðgjöld á Lundúnamark- aði skv. tilboði hafa verið um 50% hærri en franska markaðarins. Þá tókst fyrirtækinu einnig að ná um 30% lækkun á gámatryggingum á árinu 1984. Þesir tveir samningar spöraðu Hafskip hf. um 30 milljón- ir króna. Það er Eimskipafélag íslands, sem nýtur nú þessara hag- kvæmu skipaiðgjalda. Reynt hefur verið að gera „þókn- un“ til Reykvískrar endurtrygging- ar hf. tortryggilega og bent á að það orðalag tíðkist ekki hjá öðram íslenskum tryggingafélögum — og hvað með það? Það vora ekki önn- ur íslensk tryggingafélög, sem spöraðu Hafskip hf. tugi milljóna í þessum efnum og ekki við því að búast að endurskoðendur og skipt- aráðendur gerðu grein fyrir þessari hagkvæmni í skýrslum sínum. Það virðist ekki hafa hentað í einhæfum málatilbúnaði þeirra. Skuldastaða Hafskips hf. við Reykvíska endurtryggingu hf. fyrir endumýjun skipatrygginga var síðustu þijú árin eftirfarandi.: 1. okt. 1983 skuldaði Hafskip hf. USD 27.273.- 1. okt. 1984 skuldaði Hafskip hf. USD 17.247.- l. okt. 1985 skuldaði Hafskip hf. USD 232.309.- en þessi háa skuld sfðasta árið kom m. a. til af því að Reykvísk endur- trygging hf. mun fyrr á árinu hafa lagt út fyrir Hafskip hf. erlendan skipaviðgerðarkostnað. „Innistæða" búsins hjá Reykví- skri endurtryggingu hf. eftir gjald- þrot er hinsvegar tilkomin vegna skipatjóna, sem vora til meðferðar um veturinn og framyfír gjaldþrot. Einnig höfðu bússtjórar og endur- skoðendur þrotabúsins litið á sem „innistæðu" hjá Reykvískri endur- tryggingu hf. 10 milljón króna víxlareikning er það félag hafði að handveði sem baktryggingu m.a. vegna erlendra gámaábyrgða á veg- um Hafskips hf. Innheimtufé þessara víxla gekk hins vegar alltaf beint til Hafskips hf. Um eigin iðgjaldagreiðslur Björgólfs Guðmundssonar sbr. bif- reiðatryggingar o.fl. sem hann mun einu sinni hafa greitt skv. yfíriiti til Reykvískrar endurtryggingar hf. af hlaupareikningi, sem hann hafði undir höndum, gegnir sama máli og með nokkrar fleiri slíkar upp- hæðir, að þær áttu að mæta samningsbundinni innistæðu hans hjá Hafskip hf. og nema eingöngu litlum hluta hennar. Undir þessum afmarkaða lið var undirritaðs einnig getið í bréfí Ríkissaksóknara til RLR, en það reyndist á misskilningi byggt — ef til vill eingöngu vélritunarmistök?!! 9. Ætluð brot teng’d ráðstöfun skulda- bréfa vegna hluta- fjáraukningar Þessar ásakanir hefí ég átt mjög erfítt með að skilja og skilgreina sakargiftir. Fyrir liggur að forsvarsaðilar félagsins, það er fyrrverandi for- stjóri og undirritaður, afhentu Útvegsbanka íslands eigin skulda- bréf fyrir talsverthærri upphæð en samningar þeirra við félagið sögðu til umog eru nú persónulega í 9 milljón króna skuld gagnvart Útvegsbankanum. Er það vart þess eðlis að styðja kenninguna um vísvitandi blekkingar við hlutafjáraukninguna. Hins vegar hafa bússtjórar þrota- búsins aflað sér málshöfðunar- heimildar til ógildingar vegna meints formgalla á yfírlýsingu bók- aðri á stjómarfundi Hafskips hf. 21. febrúar 1985 um afhendingu hlutafjárskuldabréfa til Útvegs- bankans, en undir fundargerðina ritar ekki meirihluti stjómar. Nú er það svo að menn minnast ekki stjómarfundar í félaginu án tilskilins meirihluta, en iðulega kom fyrir af einhverjir stjómarmenn yfírgæfu fund áður en til afgreiðslu fundagerðar kæmi. Hins vegar var öllum stjómar- mönnum ljós tilgangur hlutaQárút- boðsins, þ.e. að auka ábyrgðir gagnvart Útvegsbankanum, þannig að hugsanlegt er að hér þurfí dóm- stólar úr að kveða og er almennt talið að Útvegsbankinn vinni það mál. Að öðra leyti stóð ekki á félaginu að undirrita þau framsalsskjöl, sem Útvegsbankinn óskaði eftir. Sakargiftir — niðurlag Hér að framan hefí ég gert grein fyrir sakargiftum eins og mér hafa verið kynntar þær og ég getað afl- að rnér upplýsinga um. Astæða er þó til að vekja at- hygli á að í fjölmiðlum hefur verið látið að þvi liggja að um væri að ræða umfangsmikil er- lend misferli og fóru skiptaráð- endur og skiptáforstjórar land úr landi í leit að slíkum glæpum. Mér er hins vegar ekki kunnugt um neitt slikt óg rannsóknaraðil- ar hafa ekki um það spurt. Hér er því um dæmigert flöl- miðlafleipur að ræða sem á sér enga stoð í veraleikanum. Eg held að öllum geti verið ljóst að hefði verið vandað betur til frum- rannsóknar í skiptarétti og málatil- búnaðar hefði a.m.k. ekki komið til þess réttarfarshneykslis, sem fólst í fjöldahandtöku og gæslu- varðhaldi. Mistök í málatilbúnaði rannsókn- araðila bera þeim ekki gott vitni, ekki síst þegar haft er í huga að þeir voru að rannsaka meint mistök annarra. Eitt er að vera beittur rangindum og ataður auri af Gróu á Leiti og gulu pressunni. Hitt er annað að vera fyrir mistök klofinn i herð- ar niður af þeim er eiga að gæta réttarfars í iandinu. Utvegfsbanki Islands Horfa verður á Útvegsbanka ís- lands og Hafskipsmálið í sögulegu samhengi. Þeir, sem til þekkja, vita að Hafskip hf. hafði í gegnum alla sína starfsævi staðið tæpt fjár- hagslega — eins og því miður allt of mörg íslensk atvinnufyrirtæki. Tvisvar var það að framkvæði Útvegsbankans að gengið var til meiriháttar endurskipulagningar á félaginu úr gjaldþrotastöðu, fyrst 1972/1973 og síðan 1977/78. Þá var það t.d. að frumkvæði bankans að Björgólfur Guðmundsson ræðst þar til starfa og í samráði við ban- kann að undirritaður tók þar til starfa stuttu síðar. í báðum tilvikunum hefði Út- vegsbankinn tapað umtalsverðu fé við gjaldþrot og misst viðskipti, sem gáfu honum góðar tekjur. Þegar litið er til baka og atburða- rásin skoðuð, hefur Útvegsbankinn, ekki síst vegna framangreindra aðstæðna, staðið þéttar að baki fé- laginu en ella hefði verið. Mjög náið samband ríkti milli banka og félags, tíðir fundir og opinskáar viðræður. Hvað veðsetningar snerti fór fé- lagið að vilja bankans og leyndi hann engu. Björgunartilraunin var sameiginleg og má segja að aðilar hafí ekkert síður litið á sig sem fulltrúa bankans en hluthafanna, enda var bankinn í raun alla tíð „aðaleigandi" félagsins. Að hve miklu leyti Hafskipsmálið var síðan notað í þeim tilgangi að knýja fram uppstokkun bankakerf- isins, sem mun hafa staðið til í 15—20 ár, er ekki mitt að dæma um. Hitt er næsta víst að staða Útvegsbankans væri önnur f dag hefði bankanum verið heimilað að ganga til samninga við íslenska skipafélagið hf. eða eðlilegir samn- ingar náðst við Eimskipafélag íslands. Hitt er sjálfsagt bankamönnum ljóst að yrðu 10 erfiðustu viðskipta- fyrirtæki íslenska bankakerfisins gerð upp í dag, með svipuðum hætti og Hafskip hf.,væri hætta á að allt eigið fé bankakerfisins hyrfi sem dögg fyrir sólu. Sem dæmi má nefna að nýlega var togarinn Mercur seldur fyrir tæpar 300 milljónir króna. Skv. því er eigið fé íslenskra banka 31/12/ 1985 samsvarandi um 13 slíkum toguram. Þar af nær eigið fé 5 af 7 bönkum ekki verðmæti eins sliks togara. Niðurlag Mér er ljóst að ýmsir þeirra, sem ég sendi þetta bréf höfðu þegar- dæmt í málinu á grundvelli umfjöllunar í fjölmiðlum. Ef til vill hafðir þú einnig gert það. Svo mikil ósannindi hafa verið sett fram í málinu og rógskrifin verið með slíkum hætti að ég get vart láð þér það. Það verður á brattann að sækja fyrir okkur, sem voram í forsvari fyrir félagið, að fá allan sannleikann í málinu fram í dagsljósið. Margir hafa sagt svo mikið, að það mun reynast hinum sömu erfítt að taka hlutlaust á málinu. Ég hefí þó þá trú á íslensku rétt- arfari að það muni að lokum tryggja sanngjama niðurstöðu. Ég vil einn- ig leitast við að trúa að mistök í málsmeðferð í upphafi hjá skipta- rétti og N. Mancher hf. hafí verið raunveraleg mistök. Hvemig svo sem því víkur við þá mun ég beij- ast svo lengi sem þarf til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég hef áður minnst á, að þetta er a.m.k. í annað sinn á einum ára- tug sem mönnum er > að ósekju haldið langtímum í gæsluvarðhaldi. Víst vora sakargiftir þyngri í hinu málinu, Geirfinnsmálinu, og frelsis- sviptingin enn lengri. Sömu rann- sóknaraðilar að hluta til áttu einnig aðild að þeirri málsmeðferð og hafa ekki þurft að standa reikningsskil gerða sinna. í því máli varð að kalla á aðstoð erlendis frá til að leiða sannleikann í ljós, því að fslenskir rannsóknarmenn neituðu að horfast í augu við staðreyndir e.t.v. vegna neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla og neikvæðs almennings- álits. Þá eins og nú bragðust þeir þeirri skyldu að rannsaka jöfnum höndum sekt og sakleysi og þráuð- ust við að viðurkenna mistök sín. Ég tel að á okkur, sem í þessu lend- um, hvíli sú skylda að reyna að hindra að enn fleiri borgarar verði að ósekju sviptir frelsi vegna flaust- urslegra vinnubragða. Líðist yfír- völdum óátalið og refsingarlaust að valda mönnum þjáningum og var- anlegum álitshnekki að ósekju, er réttarríkið í hættu. Reykjavík, 30. september 1986, Með bestu kveðjum, Ragnar Kjartansson, fyrrv. stjórnarformaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.