Morgunblaðið - 01.10.1986, Page 37

Morgunblaðið - 01.10.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 37 Frá fundí Félags áhugmanna um bókmenntir í Odda, húsi Hugvisindastofnunnar Háskóla íslands. Frummælendur og fundarstjóri. Talin frá vinstri, Andrea, Mörður, Jón Karl Helgason, Vilborg Dagbjartsdóttir, fundarstjóri, Valgeir og Silja. óvandaða textagerð. Valgeir lagði áherslu á það að textar væru gerðir til þess að vera sungnir og væru því ekki ljóð í þeim skilningi, heldur miklu fremur leiktjöld í stærra samhengi. Oft sé það þannig að í textum sé verið að yrkja til fólks í ákveðnu hugar- ástandi, svo sem til ástfangins fólks eða fólksí ástarsorg. Þá væri reyn- andi að yrkja þjóðfélagsádeilu, en það væri svolítið erfítt ef hún ætti að vera skemmtileg, það væri ekk- kert leiðinlegra en það sem væri leiðinlegt. Sýn utan- garðsmannsins Silja Aðalsteinsdóttir ræddi um textagerð Bubba Morthens í erindi Fundur Félags áhugamanna um bókmenntir „ Andartakið sem ræður ferðinni og nakin neyðin“ sínu. Hún sagði að hann hefði sýn utangarðsmannsins á samfélagið, eins og til dæmis Ásta Sigurðar- dóttir, Guðbergur Bergsson og Megas. íslenskt þjóðfélag hefði tek- ið miklum breytingum á undanfom- um árum og vaxandi hópur fólks teldi sig ekki lengur eiga samleið með samfélaginu. Bubbi reyndi að fletta ofan af lífsblekkingum fólks í textum sínum, hvort sem lífsblekk- ingin birtist í fíkniefnum eða einhverju öðru. Að lokum sagði hún að sér hefði oft fundist að það ætti að lesa ljóð Bubba fyrir böm og leiða þau með þeim hætti inn í ljóð- listina. Að loknum framsöguerindum voru umræður og sátu frum- mælendur fyrir svörum. - sagði Valgeir Guðjónsson, um það sem iðu- lega réð ferðinni í textasmíðum FÉLAG áhugamanna um bókmenntir hélt sinn fyrsta fund á laugar- daginn var, en félagið var stofnað nú í vor. Fundarefnið var „íslenskir dægurlagatextar, þróun þeirra og staða“. Mörður Amason og Andrea Jónsdóttir greindu þróunina og afmörkuðu umfjöllunina við undan- farin 25 ár. Einnig fluttu framsöguerindi Valgeir Guðjónsson, „Stuðmaður", sem fjallaði um efnið frá sjónarmiði textasmiða og Silja Aðalsteinsdóttir, sem fjallaði sérstaklega um texta Bubba Mort- hens. Hún hljóp í skarðið fyrir Indriða G. Þorsteinsson, sem átti að fjalla um texta frá sjónarmiði gagnrýnenda, en forfallaðist á síðustu stundu. Fjögoir tímabil í textasmíðum Mörður og Andrea létu þess get- ið í upphafí erindis síns að talsverðir erfiðleikar væru á því að afla sér fróðleiks um efnið, þar sem lítið hefði verið unnið að rannsóknum á þessu sviði og væri þama á ferð- inni þarft verkefni fyrir til dæmis nýstofnaða rannsóknastofnun Sig- urðar Nordal. Þau greindu þróunina í textasmíðum í fjögur tfmabil. Fyrsta tímabilið hefst á fyrri hluta sjötta áratugarins þegar tónlist Bítlanna hélt innreið sína, með hljómsveitum eins og Hljómum og Töktum og stendur fram undir 1970. Þetta tímabil einkenndist af því að þar til kvaddir menn voru fengnir til þess að semja textana, eins og Ómar Ragnarsson, Ólafur Gaukur og Þorsteinn Eggertsson, en hljómsveitarmeðlimir sjálfir gerðu þá ekki. Textamir vom í flestum tilfellum fremur innihalds- lausir og lítilsigldir. Textamir voru aukaatriði, ekki mikill metnaður lagður í þá og engin tilraun gerð í þeim til þess að túlka reynslu upp- vaxandi kynslóðar. Ein skýring á því að textamir voru á íslensku en ekki ensku, eins og síðar varð raun- in, töldu þau vera þá, að Svavar Gests, sem þá var fremstur í flokki hljómplötuútgefenda á íslandi, gerði kröfu um að íslenskir textar væru á plötum sem hann gaf út. Á þessum tíma voru einnig lítil tengsl á milli þessara hljómlistarmanna og þeirra sem fengust við tilraunir í bókmenntum, ólíkt því sem gerð- ist í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem tónlistin og bókmenntimar voru tvær greinar á sama meiði. „Enska öldin“ Tímabilið 1970-75 vildu þau Andrea og Mörður nefna „Ensku öldina". Rætumar má rekja til hippatímabilsins og þeirra breyt- inga sem það hafði f för með sér. Farið var að gera kröfu til hljómlist- armannanna um að þeir semdu texta sína sjálfír, en því fylgdi ekki að þeir yrðu meiri að gæðum. Text- amir voru í flestum tilfellum ortir á ensku, en það hafði verið undan- tekning áður. Margar ástæður lágu til þessa. Ein er sú að á þessum tíma blundaði heimsfrægðin með íslenskum tónlistarmönnum, þótt hún léti á sér standa og þeim hefur ef til vill þótt auðveldara að yrlqa á ensku, tungumáli sem þeir þekktu verr en sitt eigið mál. Þá héldu margir tónlistarmenn því fram að enska væri hið alþjóðlega „rokk- mál", það væri ekki hægt að semja íslenska texta við rokklög svo vel væri. íslensk viðreisn Á árunum 1975-80 vilja þau Mörður og Andrea meina að eigi sér stað íslensk viðreisn í texta- gerð. Megas, Spilverk þjóðanna og Stuðmenn em þá komnir fram á sjónarsviðið og höfðu sýnt fram á að hægt væri að semja merkilega texta við íslensk rokklög, sem olli því að lagahöfundar lögðu meiri metnað í textana. Hljómlistin og bókmenntimar stóðu nær hvort öðru en áður hafði verið og draum- urinn um heimsfrægðina var á undanhaldi. Þá varð á þessum tíma breyting á dansstaðamenningu landans, þegar diskótekin héldu innreið sína. Atvinnumöguleikar hljómsveitanna lágu þá einkum í hljómleikahaldi og plötuútgáfu og fólk lét ekki hafa sig á hljómleika til þess að hlusta á erlend lög við útlenda texta. Árið 1980 verða enn straumhvörf að mati Marðar og Andreu og fjórða skeiðið hefst með innreið pönksins og komu Bubba Morthens fram á sjónarsviðið. Bubbi stendur fóstum fótum í rokkhefð, en hefur auk þess til að bera lífsreynslu verka- mannsins. Á textunum er pólitíkur blær og þeir hafa sterkan boðskap til að bera. Að mati Marðar og Andreu má segja að Bubbi myndi síðasta homið í þríhymingi, þar sem Stuðmenn og Megas eru hin homin tvö. Þeir hafi sýnt fram á að íslenskan sé fullgildur tjáningar- miðill í poppinu og það sé langur vegur á milli lagsins „Fyrsti koss- inn“, sem er á fyrstu plötu Hljóma og lagsins „Kona“, sem er á ný- justu plötu Bubba Morthens. Að lokum vörpuðu þau fram þeirri spumingu hvort texti væri ljóð? Texti orðskreyting- álagi „Á sínum tíma flosnaði ég upp frá námi til þess að gerast popp- ari. Það er tímanna tákn að nú sé verið að ræða þessi mál hér í Há- skólanum," sagði Valgeir Guðjóns- son í upphafi erindis slns. Hann sagði allan gang vera á því hvemig textar við dægurlög yrðu til, stund- um yrði textinn til á undan laginu, en alla jafna væm þó lögin orðin til á undan og textasmíðin fælist í því að fella tungumálið að laginu; að textinn væri orðskreyting á lag- inu ef svo mætti segja. Þeir væm iðulega ortir í tímahraki, það er „andartakið sem ræður ferðinni og nakin neyðin", sagði hann og taldi að til þess mætti iðulega rekja Við seljum síðustu FORD FIESTA bítana afárgerð 1986 Aætlao verð 315.200, 333.600, FORD FIESTA C 1000 3ja dyra 4ra gíra FORD FIESTA FIGHTER 3ja dyra 4ra gíra r\ SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.