Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 17 „Ihalclið er óhugn- anlega sterkt“ eftir Fríðrík Sophusson Formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, skrifar í helgar- blað Þjóðviljans opið bréf til félaganna í flokknum. Formaður- inn metur stöðu stjórnmálaflokk- anna í upphafi kosningavetrar á grundvelli skoðanakönnunar DV. Fyrsta atriði í stöðumatinu hjjóðar svo: „íhaldið er óhugnanlega sterkt" Þessi einkunn, sem for- maður Alþýðubandalagsins gefur Sjálfstæðisflokknum nú á haust- dögum lýsir í senn vonbrigðum með eiginn árangur í stjómarand- stöðu og ótta við dóm kjósenda i næstu kosningum. Hvenær verður kosið? í framhaldi af fundi miðstjómar og þingflokks sjálfetæðismanna, sem haldinn var í Hveragerði fyrr í þess- um mánuði, hafa orðið nokkrar umræður um val á lqordegi. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur tekið af skarið og lýst þeirri skoðun að kjósa skuli eigi síðar en í apríl á næsta ári eða innan þeirra marka sem stjómarskrá- in ákveður að sé kjörtímabil. Með þessari ákvörðun hefur Sjálfstæðis- flokkurinn eytt óvissu og lýst jrfír því, að hann muni ekki standa að þingrofi, sem frestar kosningum fram á sumar. Innan Sjálfstæðisflokksins var áhugi á því að ná víðtæku samkomu- lagi um kosningar nú í haust, en formaður Framsóknarflokksins hafn- aði því. Ástæða þess að Sjálfstæðis- flokkurinn vildi samkomulag um að flýta kosningum var sú m.a. að kjara- samningar renna út um áramótin. Mikill árangur í efnahagsmálum á ekki síst rætúr að rekja til síðustu lq'arasamninga. Þegar þess er gætt að ríkið er mikilvægur aðili að kjara- samningum, beint og óbeint, er æskilegt að ný ríkisstjóm með nýtt umboð taki þátt í svo mikilvægum efnahagsaðgerðum sem kjarasamn- ingar em. Kjarasamningar skömmu fyrir kosningar ýta undir freistingar stjómarandstöðuflokka að hafa óæskileg áhrif á kröfugerð og samn- ingaviðræður aðila. Stjómarflokkum hættir til að kaupa sér frið til kosn- inga með ákvörðunum sem geta rejmst örðugar viðureignar fyrir nýja ríkisstjóm eftir kosningar. Jafnslæmt er að grípa til lagasetningar um samningamálin og láta kjósa um slík lög, en orð forsætisráðherra hafa verið skilin svo að það komi til greina, þegar hann ítrekað segir að kjara- samningamál geti leitt til vetrarkosn- inga. Það er gamalkunn staðreynd, að kosningaþing skila oft litlum árangri, enda eru stjómmálaflokkamir þá önnum kafnir við að viðra flokkssjón- armið og skerpa skilin við aðra flokka og lítt gefnir fyrir afsláttarsamninga sín á milli en slíkt er nauðsynlegt til að ná meirihlutafylgi við frumvörp og tillögur. Þegar rætt er um kosningar er fróðlegt að rifja upp, að kjörtímabilin hafa sjaldnast orðið full flögur ár, Fríðrik Sophusson „ Sjálfstæðis flokkurinn telur það mjög- mikil- vægt, að áfram verði haldið áþeirri braut að bæta afkomu þjóðarinn- ar með meiri verðmæta- sköpun, auknu athafnafrelsi og ráð- deild í ríkisbúskapnum.“ ef undan em skilin viðreisnarárin. Til dæmis hefur Framsóknarflokkur- inn átt aðild að a_m.k. 12 ríkisstjóm- um, en aðeins ein þeirra sat lögmælt kjörtímabil, þ.e. ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar 1974—1978. Það vekur því undmn, hve undrandi for- maður og varaformaður Framsókn- arflokksins verða, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn telur ekki ástæðu tii að yfírstandandi kjörtímabil verði lengra en fjögur ár. Þingstörf á kosningaþingi Á síðasta vetri fyrir kosningar munu ýmis mál koma upp, þar sem ljós verður ágreiningur stjómarflokk- anna. Eðli máls samkvæmt munu stjómarandstöðuflokkamir reyna að færa sér það í nyt. Fjárlagafrumvarpið er tilbúið og verður lagt fram við upphaf þings. í tengslum við kjarasamningana lækkaði stjómin skatta til að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. Ríkisstjóminni var ljóst, að þessar aðgerðir myndu valda halla á ríkis- sjóði í ár og næsta ár. Alþýðuflokkur- inn hefur lagt fram hugmyndir um hækkun beinna skatta, sem fallið hafa framsóknarmönnum vel í geð. Framtíðarlausn Sjálfstæðisflokksins er hins vegar samdráttur. í ríkis- búskapnum og aukin kostnaðaiþátt- taka neytenda opinberrar þjónustu til að tryggja nægilega þjónustu fyr- Brids Arnór Ragnarsson Tafl- og brids- klúbburinn Síðastliðið mánudagskvöld, 29. september, var haldinn aðalfund- ur félagsins. Flutt var skýrsla stjómar og reikningar lagðir fram. Þar sem ekki var hægt að ná í endurskoðendur félagsins vom reikningamir ekki sam- þykktir og ákveðið var að fresta kosningu stjómar og fleiri liðum til framhaldsaðalfundar sem ákveðinn hefur verið 9. október á öðm spilakvöldi hausttvímenn- ings. Ennfremur verður verð- launaafhending það kvöld. Við viljum hvetja alla þá spilara sem áhuga hafa á að spila hjá okkur að láta sjá sig eða skrá sig í símum 34611 hjá Gísla eða 72280 hjá Antoni. Við spilum í Domus Medica og byijum kl. 19.30 stundvíslega. Sjáumst hress við græna borðið. ir þá, sem minnst mega sín og mest þurfa á henni að halda. Bankamálin verða til umræðu í vetur. Sjálfstæðisflokkurinn vill reka viðskiptabanka í hlutafélagaformi, fækka ríkisbönkum og styrkja stöðu einkabankanna. Framsóknarflokkur- inn vill sameina tvo ríkisbanka. Sjálfetæðisflokkurinn telur eðlilegt að rýmka heimildir fyrir notkun er- lends áhættufjár í íslenzku atvinnulífí innan eðlilegra marka. Framsóknar- flokkurinn vill draga úr erlendu áhættufl ármagni og telur reyndar að fískeldisfyrirtæki, sem eru fjár- magnsfrek, eigi að vera í eigu „fólksins úti á landi". Útlendingar og Reykvíkingar eru settir á sama bás, ef marka má orð formanns þing- flokks Framsóknarflokksins. Þess ber þó að geta, að formaður Fram- sóknarflokksins telur það ekki sjálf- gefíð að taka beri mark á ummælum formanns þingflokksins jrfírleitt. Fýrr í þessum mánuði lýsti forsæt- isráðherra sig í útvarpsþætti sammála hugmynd Ólafs Ragnars Grímssonar um endurskoðun vamar- samningsins við Bandaríkjn á 3—5 ára fresti án þess að sérstök tilefni séu fyrir hendi. Formaður Alþýðu- bandalaglsins getur ekki leynt gleði sinni, þegar hann segir í fyrmefndu bréfi til félaganna í flokknum: „Sú staðrejmd að meirihiuti virðist vera fyrir endurskoðun herstöðvarsamn- ingsins mun setja sinn svip á þingið í vetur og kosningabaráttuna fram- undan." Þessi mál em tínd til hér til að sýna við hveiju má búast á síðasta þingi fyrir kosningar. Stjómarflokk- amir munu ekki beijast fyrir framhaldslífi ríkisstjómarinnar eftir kosningar. Allir stjómmálaflokkamir munu rejma að ná sem bestum árangri í kosningunum til að styrkja stöðu sína við stjómarmjmdun að þeim loknum. Staða Sjálfstæðis- flokksins er sterk Ríkisstjómin hefur náð vemlegum árangri í efnahagsmálum. Til stjóm- arsamstarfsins var stofnað til að ná tökum á verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun erlendis. Þetta hefur tekist. Lífskjör hafa batnað vegna aukinnar verðmætasköpunar. Frelsi hefur aukist á mörgum sviðum þjóðlífeins, þótt enn þurfí að gera betur. Fólkið ( landinu rekur þessar brejftingar til stefnu og starfa Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjóm. Þess vegna er staða flokksins góð. Sjálfstæðisflokkurinn telur það mjög mikilvægt, að áfram verði hald- ið á þeirri braut að bæta afkomu þjóðarinnar með meiri verðmæta- sköpun, auknu athafnafrelsi og ráðdeild í ríkisbúskapnum. Það er meira virði fyrir þjóðina, að Sjálf- stæðisflokkurinn fái nýtt umboð til að halda áfram á þeirri braut heldur en að ríkisstjómin sitji nokkmm vik- unum lengur við völd og hætti á að ghitra niður þeim árangri, sem náðst hefur. Sjálfstæðismenn ganga til starfa á kosningaþingi fullir bjartsýni. Arangur undanfarinna ára em aug- ljós og málstaðurinn á góðan hljóm- grunn meðal þjóðarinnar. Fólk gerir sér grein fyrir því, að hraði verð- bólgunnar nú er tífalt minni en hann var, þegar Alþýðubandalagið skilaði. af sér og lagði til að fylgt væri neyð- aráætlun út úr ógöngunum. Þess vegna er ótti formanns Alþýðubanda- lagsins ekki ástæðulaus þegar hann segin „íhaldið er óhugnanlega sterkt." Höfundur er varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og þingmaður Reykvúánga. Ágætu viðskiptavinir! Eins og Ijóst er orðið af fréttum höfum við selt stórmarkað okkar í Mjóddinni til Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis og tekur það við rekstri hans í dag. Fyrir liggur að kaupendur munu leitast við, með aðstoð núverandi starfsliðs, að bjóða sömu vöru og þjónustu og þið hafið svo vel kunnað að meta. Við hljótum því að óska þeim alls góðs og að verzlunin njóti áframhaldandi velvildar ykkar. Við færum ykkur innilegustu þakkir fyrir ánægjuleg samskipti sem við metum mikils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.