Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐUR tfgmiMftMfe STOFNAÐ 1913 220.tbl.72.árg. MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óvæntur fundur leiðtoga Bandarikjanna og Sovétríkjanna: Gorbachev bauð tvær borg- ir - Reagan valdi Reykjavík TASS fréttastofan sovéska skýrði frá þvf skömmu fyrir klukkan 14 í gœr, að Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokks- ins, og Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ætluðu að hittast á fundi f Reykjavík 11. og 12. október. Morgunblaðinu barst þessi frétt frá Associated Press fréttastofunni klukkan 13.54 í gær en skðmmu áður haf ði verið boðað tíl árf ðandi blaðamannaf undar með f orsœtís- ráðherra og utanrfkisráðherra f Stiórnarráðshusinu klukkan 14.30. Um tvð leytíð gckk Ronald Reagan inn á blaðamannaf und f Wash- ington, þar sem George Shultz, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá lyktum DanUoff-málsins svonefnda. f fáum orðum skýrði Reagan frá ákvörðuninni um Reykjavíkur-f undinn. Tilgangur hans er að undirbúa fund þjóðarleiðtoganna f Washington síðar á árinu. Samkvœmt áreiðanlegum heimUdum Morgunblaðsins f Washington lagði Gorbachev til að fundur sinn með Reagan yrði h»lHínn £ Reykjavík eða annarri borg í Evrópu og valdi Reagan Reykjavík. Steingrímur Hermannsson, for- I bandaríski sendiherrann, komið til sætisráðherra, sagði, að vegna fundarins yrði að vinna gífurlegt undirbúningsstarf hér á landi næstu daga. Komst hann þannig að orði, að líkja mætti þessu við „hemaðar- astand" næstu tvær vikur. Talið er, að samtals verði um 400 manns í fylgdarliði leiðtoganna auk meira en 1.000 blaðamanna. Leiðtogarnir hefðu orðið ásáttir um að Reykjavík væri æskilegur fundarstaður og ríkisstjórnin hefði samþykkt að gera þeim kleift að hittast hér á landi og væri mikilvægt að bregðast ekki því trausti, sem íslendingum væri sýnt með þessu. Matthias Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, sagði það mikilvægt fyrir land og þjóð, að efnt væri til fundarins hér. Á fundi Reagans og Gorbachevs í Genf í nóvember síðastliðnum var ákveðið, að þeir myndu hittast í Washington í ár og Moskvu á næsta ári. Er ætlun leiðtoganna að ná samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar, ræða svæðisbundin deilumál og mannréttindamál. Und- anfarna daga hafa utanríkisráð- herrar landanna ræðst við í Bandaríkjunum um samskipti þeirra og hefur athyglin einkum beinst að handtöku Nicholas Ðanil- off, bandarísks blaðamanns, f Moskvu en hann var látinn laus á mánudag. Var þá ljóst, að alvar- legri hindrun fyrir fundi leiðtog- anna hefði verið rutt úr vegi. Skömmu eftir að skýrt hafði verið frá Reykjavíkur-fundinum í gær var sagt frá því, að sovéska andófs- manninnum Yuri Orlov hefði verið leyft að fara til Vesturlanda. Þá var greint frá því, að Gennadiy Zakharov, sovéskum starfsmanni hjá Sameinuðu þjóðunum, sem handtekinn var í Bandaríkjunum sakaður um njósnir hafi verið leyft að snúa til Sovétríkjanna auk þess sem skotið yrði á frest að reka 25 sovéska starfsmenn hjá Sameinuðu þjóðunum í New York á brott frá Bandaríkjunum. Reykjavík valin Steingrímur Hermannsson sagði, að Evgeni Kosarev, sovéski sendi- herrann, hefði gengið á sinn fund klukkan 9 á mánudagsmorgun og spurst fyrir um afstöðu ríkisstjórn- arinnar til þess að fundur leiðtog- anna yrði haldinn í Reykjavík. Skömmu sfðar hefði Nicholas Ruwe, fundar við sig og lagt fram sams- konar fyrirspurn. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra komu sér sam- an um að svara tilmælunum jákvætt. Um miðnætti á mánudags- kvöld var forsætisráðherra sagt frá því, að ákvörðun um fundarstaðinn hefði verið tekin í Washington og Moskvu og skýrt yrði frá henni opinberlega klukkan 14 að íslensk- um tfma á þriðjudag. Forsætisráð- •herra sagði, að fundurinn myndi ekki breyta ákvörðuninni um að setja Alþingi hinn 10. október. Eins og fram kemur f samtali við sovéska sendiherrann hér í blað- inu f dag nefndi Gorbachev ísland sem fundarstað. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum Morgunblaðs- ins f Washington tilgreindi Gorbachev í orðsendingu til Reag- ans Reykjavík og aðra borg í Evrópu og valdi Bandaríkjaforseti Reykjavík. Ríkisstjórnin fól nefnd embættis- manna að vinna að undirbúningi og skipulagningu vegna fundarins. Verður meðal annars hert á eftirliti með þeim mönnum, sem koma til landsins. Forsætisráðherra sagðist hafa rætt við forráðamenn Hótel Sögu um að hótelið yrði fundarstað- ur leiðtoganna en fleiri staðir gætu komið til álita, til dæmis Kjarvals- staðir, þar sem þeir Georges Pompidou, Frakklandsforseti, og Richard Nixon, Bandaríkjaforseti, hittust 1973. Sjá forystugrein á miðopnu, ísland f brennidepli, og fréttír á bls. 2,4,5,52,53 og baksfðu. H« *ad Kre»li« íeader HiStíhail roor. • 1 • •. ¦ • rr h !v. :'',:--'h -s.¦*>/•.. v : ' " Söguleg yfirlýsing Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, skýrir fréttamönnum frá því, að hann og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hafi ákveðið að hittast í Reykjavík á íslandi dagana 11. og 12. október nk. Sagði hann frá þessu á fréttamannafundi í Hvíta húsinu þar sem verið var að ræða um lyktir Daniloff-malsins og kom yfirlýsingin öllnin á óvart. Mikhail Gorbachev, leið- togi Sovétríkjanna, ásamt Wojciech Jaruz- elski, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins. Var myndin tekin á fundi þeirra í Moskvu í gær en þangað kom Jaruzelski á leið heim úr opinberri heimsókn í Kina. Tass- fréttastofan sovéska varð fyrst til að segja frá væntanlegum leiðtoga- fundi í Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.