Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 25 Atök á þingí sænska Alþý ðusambandsins Stokkhólmi, frá Pétri Péturssyni fréttaritara Morgunbladsins. FORSETI sœnska alþýðusambandsins (Lo) Stíg Malm, áttí ekki sjö dagana sæla & nýafstöðnu þingi sambandsins sem lauk hér í Stokk- hélmi s.l. föstudag, þingstörfín voru trufluð af sprengjuhótun sem reyndist vera gabb. Hitt var þó verra fyrir leiðtogann að fulltrúar sérsambandanna hnakkrifust um launamálin og um það hve mikið hver og einn œttí rétt á að fara fram á. Áttust þar við fulltrúar verkalýðsfélaga úr þungaiðnaði og verksmiðjufólks annars vegar og fulltrúar launþega hjá ríki og bæjarfélögum hins vegar. Á milli þessara aðila er djúp gjá sem leiðtogar sambandsins fá ekki lengur dulið í nafni samstöðunnar. Verður þetta vafalaust til þess að veikja stöðu sambandsins sem þrýstihóps gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Ýmsar greinar iðnaðarins hafa gengið mjög vel undanfarin ár hér í Svíþjóð og verið reknar með hagn- aði. Fulltrúar verkamanna telja sig hafa rétt til að hafa hönd í bagga með hvemig þessum arði skuli skipt. Launþegasamtök verkafólks hjá rfki og sveitarfélögum sem em í sambandinu era hins vegar orðin mjög íjölmenn og vel skipulögð. Fulltrúar þeirra ætla sér nú meiri hlut en áður innan sambandsins og í allsheijarsamningum. Þeir eiga nú í samningaviðræðum sem hafa strandað vegna þess að ríki og sveitarfélög hafa hafnað sáttatil- boði samninganefndarinnar og segja það allt of hátt. Segja tals- menn ríkisins, að aukinn launa- kostnaður hins opinbera muni leiða til verðbólgu, hærri skatta og al- mennra verðhækkana. Upp úr sauð á þingi Alþýðusam- bandsins er fulltrúi iðnverkamanna tók undir þessi vamaðarorð og sjón- armið atvinnurekenda og sakaði starfsmenn ríkis og bæja um að fara fram á hærri laun en önnur aðildarfélög sambandsins. Gekk hann svo langt að líkja þessum fé- lögum sínum við gauksunga sem launaði iðnverkamönnum og sam- bandinu í heild uppeldið og umhyggjuna með því að éta bæði samheijana og samtök þeirra út á gaddinn. Átti hann þar við að ríkis- starfsmenn hefðu jafnan haft hag af forystu iðnverkamanna í launa- deilum við atvinnurekendur. Ríkis- starfsmenn telja sig aftur á móti ekki fara fram á hærri laun en önnur aðildarfélög hafa fengið f sfnum samningum og töluvert var deilt um tölfræðilega útreikninga. En þessar deilur stofna hinni sam- ræmdu samningapólitík sambands- ins f hættu. Það er einsdæmi í sögu Alþýðu- sambandsins að aðildarfélög beijist þannig sfn á milli á meðan eitt þeirra er í miðri launabaráttu. At- vinnurekendur fá hér óvænta aðstoð og vart verður við því að búast að þessi sérsambönd sættist heilum sáttum á næstunni og þess- ar deilur geta jafnvel klofið Al- þýðusambandið. Stig Malm hefur fengið gagnrýni úr eigin röðum fyrir að hafa ekki verið búinn að sætta þessa aðila áður en þingið hófst. Deilt um flokksaðild Það var einnig annað mál sem olli ágreiningi á þessu þingi Alþýðu- sambandsins, sem var hið fyrsta eftir að Stig Malm var kjörinn for- seti þess. Hann hafði lýst því yfir að hann vildi afnema beina aðild verkalýðsfélaga að Jafnaðarmanna- flokknum. Þessi tengsl milli verka- lýðshreyfingarinnar og fiokksins hafa verið við lýði frá stofnun flokksins. Einstakir félagsmenn geta með sérstakri beiðni komist hjá því að teljast til flokksins, þótt félag þeirra sem slíkt geri það. Nú era um 900.000 þátttakendur í verkalýðsfélögunum í Jafnaðar- mannaflokknum vegna aðildar félganna að flokknum. Fjöldi þeirra einstaklinga, sem era í Álþýðusam- bandinu er rúmlega tvisvar sinnum hærri. Jafnaðarmannaflokkurinn og verkalýðshreyfingin hafa sætt vax- andi gagnrýni vegna þessa fyrir- komulags sem ekki er talið sæma í lýðræðisríki þar sem sjálfsákvörð- unarréttur einstaklingsins er virtur. Ýmsar raddir hafa einnig komið upp meðal jafnaðarmanna um að leysa þessi bönd og afmá þennan blett af flokknum, enda benda þeir á að verkalýðshreyfingin og flokkurinn hafi jafnan byggt á lýðræðishug- sjóninni. Það kom þó í ljós á Álþýðusambandsþinginu að meiri hluti verkalýðsforingjanna fylgdi ekki forseta sínum í þessu máli og var tillaga um að endurskoða þessa aðild felld. Nú er talið víst að til- laga sem liggur fyrir þjóðþingihu (Riksdagen) frá borgaraflokknum um að afnema þetta fyrirkomulag verði samþykkt vegna þess að kom- múnistar era einnig á móti því, að verkalýðsfélög gerist með þessum hætti aðilar að Jafnaðarmanna flokknum. Það nægir að þeir sitji hjá við atkvæðagreiðslu til þess að framvarpið verði samþykkt. Ígíslingu íBeirút Samtök sem nefnast „Byltíngarsveitír réttlætísins" sendu dag- blaði i Beirút þessa mynd nýlega af Bandarikjamanninum Joseph Cicippio sem samtökin tóku i gíslingu 17. september. Eiginkona hans hefur staðfest að myndin sé af eigin manni hennar. Ozal tapar fylgi í bæj- ^ arstjórnum PORS Ankara. AP. SULEIMAN Demirel, fyrrver- andi forsætísráðherra Tyrk- lands, var í morgun kallaður sigurvegarinn i aukakosningum til bæjarstjórna á ellefu stöðum i landinu. Flokkur Demirels Sannleiksflokkurinn, sem hann má þó ekki stýra opinberlega, fékk fjóra frambjóðendur kjörna af ellefu. Demirel sagði f morgun að úrslitin sýndu að Ozal forsæt- isráðherra ættí að afnema úr gildi bann við þátttöku fyrrver- andi stjóramálamanna og ljóst væri að stefna hans i efnhags- málum, sem beinist einkum að friverzlun og aukinni erlendri fjárfestingu, hefði ekki fengið hljómgrunn hjá tyrknesku þjóð- M/= ☆ ☆ ☆ Móðurlandsflokkur Ozals fékk kjöma sex af ellefu, en kjörfylgi minnkaði úr 44.3 prósentum ( 32 prósent miðað við sömu svæði í kosningunum 1983. Kosningaþátt- taka var mjög mikil, frá 80-95 prósent. Demirel var forsætisráðherra sex sinnum á áranum 1965-1980. Þótt Demirel megi formlega ekki taka þátt f stjómmálum, fremur en aðrir fyrrverandi pólitíkusar í Tyrklandi, fór hann þó um landið þvert og endilangt fyrir kosningamar nú og flutti mál Sannleiksflokksins. Ann- ar fyrrverandi forsætisráðherra Bulent Ecevit sem mátti heldur ekki vera í framboði, stofnaði flokk um þetta leyti í fyrra og er kona hans Rafsan Ecevit í forsvari hans. Hún var í framboði í borginni Iz- mir, en féll fyrir frambjóðanda Alþjóðlega þjóðarfiokksins sem er undir forsæti Erdan Inönu Sann- leiksflokkurinn er nú næst stærsti flokkurínn í Tyrklandi, en áður hafði flokkur Iönu verið talinn helztur sljómarandstöðuflokkurinn. PLO viðurkenn- ir morð á Israela Túnisborg, AP. TALSMAÐUR PLO, Frelsissam- taka Palestinumanna í Túnis, sagði að samtökin bæru ábyrgð á dauða israelsks manns á Gaza- svæðinu um helgina. ísraelinn, Chaim Azran, var stunginn til bana ( Gaza og sagði í tilkynningu PLO að „sveit píslar- votta Sabra og Chatilla" hefði tekið „útsendara Mossad" af lífi. r/1946H W8t\ STÓRKOSTLEG HELGI FRAMUNDAN! UUJ^RDAGS^KVÖLD Um næstu helgi verður að vanda míkið um að j| vera í ÞÓRSCAFÉ. :, ‘ ' * m Dans-ogý*" dægurlagasveitin > \A 1 SANTOS og SONJA J * 1 leíka fyrir dansí. \ \1 Jón Möller leíkur > \ V-\ \ \i n Ijúfa dinnertónlíst \' l J \ v fyrír matargesti. ÓMAR RAGNARSSON skemmtír matargestum ásamt undírleíkara sínum Hauki Heiðar. Þeír félagar flytja glænýja og bráðfyndna skemmtí dagskrá sem kítlar hláturstaugamar svo um munar. Á matseðlinum er fjórréttuð glæsimáltíð. Muníð að panta borð í tíma hjá veítíngastjóra í síma 23335. Forréttur: SPERGILSÚPA Milliréttur: J HUMARHALAR SL, í HVÍTVÍNSSÓSU Aðalréttur: " ÆRPIPARSTEIK Eftírréttur: VANILLUÍS PETER HEERING Ómar Ragnarsson Húsið opnað kl: 20.00 Jón og Óli sjá um að spíla öll nýjustu lögin í diskótekínu. Dískótekíð opnar ki: 20.00 opið tíl kl. 03.00 Snyrtilegur klæðnaður - aldurstakmark 20 ára. ÞÓRSCAFÉ; STÖÐUGT FJÖR f 40 ÁR!!! ☆ it
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.