Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Vz SVÍN NÝTTEÐA REYKT Napoleon gæði Minni fita Betra eldi Lægra verð 235 kr. kg. Tilbúið í kistuna. KJÖTMIÐSTÖÐIN Sími 686511 Þú svalar lestraiþörf dagsins ' stóumMoggans! . MáJLlfc Dagskrá: Kl. 19.00 Bubbi Morthens — Nýaugu — MX-21 Kl. 22.00 Bubbi Morthens — Langi Seli & Skugg- arnir—MX-21 Forsala Grammið Laugavegi 17 Verð kr. 590,- “Ty.„ Opiö bréf tíl Ingólfs Guðbrandssonar eftir Helga Jóhannsson í fjölmiðlum að unanfömu hefur þú ásamt forsvarsmönnum annarra ferðaskrifstofa tjáð lesendum og hlustendum hug þinn varðandi ferða- vertíð þá sem nú sér fyrir endann á. Við samfögnum að sjálfsögðu góðri vertíð en að gefnu tilefni sé ég ástæðu til að gera athugasemd við það sem þú hefur haft fram að færa. Það er tæpast óeðlilegt að þú skul- ir aðspurður gera grein fyrir stöðu mála þinna eigin ferðaskrifstofu og láta í ljósi skoðanir þínar á ágæti sólarlandaferða sem slíkra þegar ijöl- miðlar leita eftir. Aftur á móti skýtur það nokkuð skökku við að þú sem formaður Félags íslenskra ferðaskrif- gtofa skulir uppheQa sólarlandaferðir beinlínis á kostnað annarra ákvörð- unarstaða, sérstaklega þegar haft er í huga hver raunveruleg staða mála er. Dæmi um þann villandi málflutn- ing eru nokkur en hið nýlegasta úr frásögn Morgunblaðsins fyrir stuttu þar sem haft er eftir þén „Það hefur verið breyting á ferðavenjum, fólk fengið sig fullsatt af rigningu Noið- ur-Evrópu og vill tryggja sér sól“. Nú er það svo að ég vil síst draga úr ágæti sólarferða til Miðjarðar- hafsins enda hafa þær sannað gildi sitt um árabil. En formaður fyrir félagi okkar má ekki gera sig sekan um svo ósanngjaman samanbuið sem að framan greinir, ekki síst þeg- ar til þess er tekið að hann er beinlínis rangur. Ég skal nefna eitt dæmi því til stuðnings. Það er bláköld stað- reynd, sem sýna má fram á með einfaldri talningu að fleiri farþegar feiðuðust í ár á vegum Samvinnu- feiða-Landsýnar í sumarhús í Danmörku og Hollandi (Norður- Evrópu) en með ferðaskrifstofunni Útsýn til Spánar, jafnvel að viðbættu Portúgal. Hitt er svo annað mál að sólarlandaferðir okkar hafa aldrei verið jafn vinsælar og í ár. Þannig er það hárrétt hjá þér að vinsældir sólarlandafeiða hafa líkast til aldrei verið meiri en á þessu sumri en gleymum því ekki heldur að norð- Helgi Jóhannsson urhluti Evrópu hefur aldrei verið jafti vinsæll og í ár — ef marka má okk- ar reynslu. Það ætti því að vera óþarfi að rökræða þessi mál frekar. Hvemig væri að fá hlutlausan aðila til að taka saman þessar farþegatölur svona til að upplýsa almenning um stöðu þessara mála. Ekki skal standa á okkar aðstoð svo verkið taki skamma stund. Það er trú mín að jafnvel slíkur samanburður yiði ák- vöiðunarstöðum Útsýnar meir til framdráttar en hitt, að upphefja eig- ið ágæti á kostnað annarra. Sam- keppni má vera hörð en samt heiðarleg. Raunar vil ég helst hallast að því að á stundum hafi verið rangt eftir þér haft í fjölmiðlum því á þeim tveimur árum sem við höfum setið saman í stjóm félags okkar hef ég kynnst annarri hlið á þér en þeirri sem helst er hampað á opinberum vettvangi. Ég er þess fullviss að far- sælt samstarf okkar að sameiginleg- um hagsmunamálum eigi eftir að skila skrifstofum okkar beggja dijúg- um fram á viS. Með vinsemd og viiðingu. Höfundur er framkvæmdstjóri Samvinnuferða-Landsýnar h/f og stjómarmaður í Félagi islenskra ferðaskrifstofa. Bergþóra Árnadóttír og Mecki Knif Tónleikaferð Bergþóru Arnadóttur og Mecki Knif: Halda 82 tón- leika á sex vikum BERGÞÓRA Árnadóttir og finnski gítarleikarinn og söngv- arinn Mecki Knif eru nú lögð af stað í sex vikna tónleikaferð um landið og ætla að halda alis 82 tónleika, bæði í skólum og i fé- lagsheimilum. Nýlega kom út snælda með skólaljóðum þar sem Bergþóra syngur sextán ljóð úr skólaljóðum og mun hún flytja þau nú í hring- ferðinni í skólum landsins. Á almennu tónleikunum verður mikið um nýtt efni ásamt eldri og þekkt- ari lögum. Mecki Knif hefur starfað með Bergþóru að undanfömu á ferðum hennar erlendis og hyggja þau á enn frekara samstarf. Þau hófu ferð sína með tónleikum í Vík og halda austur á firði næstu daga. I dag, 1. október, verða þau í Nesjaskóla og í kvöld að Hótel Höfn. Þaðan fara þau til Djúpa- vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð- ar, Fáskrúðsfjarðar, ReyðarQarðar, Neskaupstaðar, Eskiíjarðar, að Eið- um, til Egilsstaða, Vopnafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers, Húsavíkur og til Hafralækj- arskóla. Þá er ferðinni heitið í Mývatnssveit, á Lauga, í Bárðard- al, Hrísey, Ólafsfjörð, Dalvík, Hofsós og sem leið liggur vestur. Lokatónleikamir verða á Akranesi 7. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.