Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986
55
Morgunblaðið á ferð með Juventus:
ÆFINGASKOR
•Sendumí •
PÓSTKRÖFU
„Þið hafið marg
víslega lykt hér“
— sagði Platini við Grindarvíkurhöfn
ÞAÐ VAR fjörugt í rútunni sem
flutti Juventus-liðið í skoðunar-
ferð um Suðurnes í gœr. Farið
var til Bessastaða, í Bláa lónið
og til Grindavíkur og voru piltarn-
ir orðlausir af hrifningu. Blaða-
maður Morgunblaðsins slóst í för
með liðinu, sem lagði af stað í
ferðina klukkan fjögur.
í upphafi ferðarinnar tóku strák-
arnir lagið og sungu nokkur létt
ítölsk lög. „Getum við fengið að
sjá forsetann," var spurt er rútubif-
reiðin nálgaðist Bessastaði. „Mikið
er þetta fallegt allt saman. En það
er ótrúlegt að sjá allt þetta hraun
og enga byggð, hvernig stendur á
þessu? En borðið þið alltaf fisk,"
þessar spurningar og margar aðr-
ar dundu á Dóru fararstjóra, sem
svaraði þeim öllum eftir bestu
getu.
Platini í forsetasætið
Aumingja eiginkonur
fslensku sjómann-
anna
Eftir að Bláa fónið hafði verið
skoðað var haldið til Grindavíkur.
„Það er nú alveg merkilegt hvað
þið hafið mikið úrval af lykt hér á
Islandi," varð Platini að orði er
ekið var niður að Grindavíkurhöfn.
„Hvernig stendur á því að menn-
irnir hafa byggt höfnina hér, það
er stórhaettulegt að koma hér að
ef eitthvert brim er að ráði,“ var
spurt. Þeim þótti ótrúlegt að hægt
væri að komast að svo erfiðri höfn
sem höfninni í Grindavík, á „þess-
um pínulitlu trébátum," eins og
þeir komust að orði. „Ekki mundi
ég vilja detta í sjóinn hér, ég mundi
örugglega deyja strax. Þetta er
alveg stórkostlegt, en aumingja
eiginkonur íslensku sjómannanna.
Eru þær nokkurn tíma rólegar,"
spurði Platini áhyggjufullur og full-
ur samúðar með ísiensku kven-
fólki. .
Morgunblafilð/Bjami
• Stefano Tacconl ritar nafn sltt
í gestabók Bessastaðakirkju.
Milanó á ftalíu og er hann lék á
móti Boniperti, núverandi forseta
Juventus, sem þá var leikmaður
liðsins. „Ég minnist hans sem eins
þekktasta leikmanns ítölsku knatt-
spyrnunnar og það er mér mikill
heiður og ánægja að hitta hann
aftur hér á íslandi við þetta tæki-
færi." Eftir málsverðinn tók
GianPiero Boniperti, forseti Ju-
ventus, til máls og þakkaði ráð-
herra stórglæsilegt boð fyrir hönd
Juventusmanna.
Eftirlit þjálfarans
Þeir eru ófáir sem öfunda þá
sem skara fram úr og eru í sviðs-
Ijósinu, en Morgunblaðsmenn
komust að því í gær að það er
hægara sagt en gert að vera í
þeim hópi. Auk mikils álags sem
hvílir á atvinnumönnum, f þessu
tilfelli leikmönnum Juventus, verða
þeir að fylgja ótalmörgum reglum
um boð og bönn. Eitt lítið dæmi
um þetta er atvik sem átti sér stað^
eftir hádegisverð liðsins á hótel
Sögu. Komið var að því að panta
matfyrir kvöldið og Laudrup spurði
hvort ekki væri hægt að fá sveppa-
eða aspassúpu. Marchesi, þjálfari
liðsins, tjáði honum að sllkur matur
væri fremur tormeltur og því ekki
við hæfi að neyta hans daginn fyr-
ir leik. Sveppasúpan verður því að
bfða betri tíma.
Btom.
Handball
Frábærir leður-
skór.
Litur: Blátt/hvítt.
Verð 2.494,-
Stærðir frá
3 1/2
Stenzel
Universal
Þrælsterkir leð-
urskór.
Litur:
Hvítt/svart.
Verð kr. 2.253,-
Stærðir:
3 1/2-8 1/2
Frábærir blak-
skór.
Litur:
Hvítt/blátt.
Verð kr. 3.487,-
Stærðir: 5—11.
Speeder
Léttir nælon-
skór.
Litur: Blátt/hvítt.
Mjög góðir inn-
anhúss.
Verð kr. 1.093,-
Stærðir: 33—37.
V.M. 86
Frábærir skór.
Hvítt leður, blá
rönd.
Verð kr. 3.487,-
Stærðir:
7-11 1/2
Leikmennirnir voru frá sér
numdir af hrifningu er þeir sáu
Bessastaðakirkju og þeim fannst
afskaplega undarlegt að sjá aðeins
einn lögreglubíl og tvo lögreglu-
þjóna gæta forsetabústaðarins.
Þá áttu þeir erfitt með að trúa því
að menn ávörpuðu forseta lands-
ins með skírnarnafni. Þeir Nicola
Caricola og Antonio Cabrini voru
forvitnir að vita um kirkjusókn ís-
lendinga og muninn á kaþólskri trú
og Lúterstrú. Juventusmenn áttu
vart orð er þeir sáu Biblíuna frá
fyrri hluta 18. aldar sem liggur
frammi í kirkjunni. „Stelur enginn
svona dýrgrip," spurðu þeir og
hristu höfuðið yfir heiðarleika (s-
lendinga. „Hver á þennan stól,“
spurði Platini um leið og hann sett-
Morgunblaöiö/Bjami
• Buso og Scirea gera aö gamnl afnu vi6 Bláa lónlö.
MorgunblafiiS/Bjami
• Lelkmönnum Juventus leist ekkert á brímlö f Gríndavíkurhöfn.
SPORTVORUVERSLUN
INGOLFS
ÓSKARSSONAR
Klapparstíg 40.
Á HORNI KLAPmSJIGS
og mmsGöTu
S'.irm
Morgunblaðifi/Bjami
• Gert að gamni sfnu viö Bláa lónið. Hór hyggst Caricola fleygja tveimur félögum sfnum út f lónið.
Tacconi, Laudrup, Buso og Platini fylgjast meö og virðast skemmta sér vel yfir uppátækinu.
ist í stólinn þar sem forseti íslands
situr, er hann er viðstaddur mess-
ur í kirkjunni. „Nú, forsetinn?"
sagði hann. „Já, það var rétt hjá
mér að setjast hér. Ég finn mér
alltaf réttan stað,“ sagði hann og
skellihló.
Eins og Chernobyl
Áður en strákarnir yfirgáfu
Bessastaði rituðu þeir allir nöfnin
sín í gestabók staðarins og héldu
af stað í átt að Bláa lóninu.
„Agaleg lykt er þettal" hrópaði
Stefano Tacconi markvörður upp
yfir sig er rennt var í hlað. „Svei
mér þá. Þetta er eins og ég gæti
ímyndað mér Chernobyl!" sagði
Platini og spurði hvort allt spryngi
ekki í loft upp ef menn kveiktu sér
í sígarettu. Er menn höfðu verið
sannfærðir um að engin hætta
væri á ferð og gufan væri ómeng-
uð, lyktin væri af brennisteini og
Biáa lónið væri talið ein besta
lækning við húðsjúkdómum, drifu
drengirnir sig út og skoðuðu svæð-
ið. „Það væri nú gaman að fá sér
sundsprett hérna," sagði Antonio
Cabrini eftir að hafa dyfið höndinni
í lónið. „En maður fær örugglega
lungnabólgu þegar maður kemur
upp úr. Best að sleppa baðinu í
þetta sinn, því annars getum við
ekki leikið á morgun." Gert var að
gamni sínu og strákarnir voru heill-
aðiraf þessu náttúrufyrirbæri, sem
Biáa lónið er.
Glæsilegt boð
Albert Guðmundsson iðnaðar-
ráðherra og Valsari með meiru,
hélt glæsilegt kvöldverðarboð fyrir
stjóm Vals og Juventus í gær-
kvöldi. Boðið var haldið í ráðherra-
bústaðnum við Tjarnargötu og
hófst á því að ráðherra bauð gesti
sína velkomna. Hann sagði meðal
annars frá því er hann lék með