Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 15 Allir hræðast — Allir Leiklist Bolli Gústavsson Leiklist/ Bolli Gústafsson Leikfélag Akureyrar. Herra Hú eftir Hannu M&kelk. Tónlist: Sven Sid. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardótt- ir. Leikmynd og búningar: Gylfi Gislason. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Leikritið Herra Hú eftir finnska skáldið Hannu Mákelá er hugþekkt verk, ljóðrænt og ber víða vitni skemmtilegri hugkvæmni höfund- ar. Það á erindi við kynslóðir, sem kjósa hrylling og spennu að dægra- dvöl. Höfundurinn vekur athygli á ráðaleysi og uppgjöf, sem hafa get- ið af sér ofbeldishneigð, sem um þessar mundir birtist í næsta fjöl- breyttum myndum. Herra Hú hefur tekið það hlut- verk í arf, að hræða böm og getur beitt ógnvekjandi göldmm, en er samt vansæll og „skíthræddur" sjálfur. Á þetta viðfangsefni Ieggur höfundurinn megináherslu, svo það bitnar að nokkru á leikritinu sem skemmtun fyrir yngstu áhorfendur. Bömin sakna sögunnar, sem stefnir að ákveðnu marki og vekur nauð- synlega eftirvæntingu. Ifyrri hluti verksins er of hægur og óræður. Þegar ég spurði átta ára sessu- naut minn um álit hennar á sýning- unni, þá svaraði hún: „Það koma alltof fáir fram á sviðið í einu og svo vantar alveg krakka." Ég er þessu sammála. Auk fastmótaðs söguþráðar krefjast bamaleikrit þess fremur en önnur leikhúsverk, að teflt sé fram fjölbreyttu og litríku persónusafni. Það hefur aukinn kostnað í för með sér. Ekki veit ég hvort spamaðarstefna hefur að ein- hverju leyti ráðið vali þessa leikrits, en sá gmnur læðist að manni og kannski er biýn þörf í huga, að framtíðarvelferð hvers leikhúss byggist á því að þar sé vel gert við bömin og því mega spamaðarráð- stafanir síst bitna á þeim. Leikstjórinn, Þómnn Sigurðar- dóttir, virðist vera stefnu höfundar trú og leggur alls enga áherslu á að stilla í hóf þeim endurtekningum, sem einkenna verkið og draga um of úr hraða þess. Leikmynd Gylfa Gíslasonar myndlistarmanns er framúrskarandi vönduð og skemmtileg og þá ekki síst borgar- myndin. A Gylfi mikinn þátt í þekkum svip sýningarinnar og Ingvar Bjömsson leikur af öryggi með ljós og skugga í þessum mynd- um. Eins em búningar, sem Gylfi hefur hannað, mjög vel gerðir, t.d. kötturinn ógurlegi, jurtin ennþá ógurlegri og vinur vatnsins, bjórinn. Sá síðastnefndi er leikbrúða, sem ásamt jurtinni vekur þá hugsun hjá áhorfanda, sem hér lætur álit sitt í ljós, að fleiri slíkar persónur hefðu mátt piýða verkið. Þeir félagar, Kristinn Öm Krist- insson, Finnur Eydal og Birgir Karlsson, leika tónlist Sven Sid af öryggi og skemmtilegum léttleika. Þrír nýráðnir leikarar fara með hlutverkin í þessari sýningu og bendir frammistaða þeirra til þess, að nokkurs sé af þeim að vænta. Skúli Gautason leikur herra Hú og sýnir hugleysi og leti þessa klaufska ógnvalds eins og til er ætlast. Hann kann vel til verka og ekki síst í lipr- um hreyfingum. Einar Jóhann Briem glímir við fimm hlutverk og skiptir um gervi og framgöngu næsta snöfurlega, svo einkennum hvers og eins er alltaf komið óbrengluðum og ljósum til skila. Það sama er hægt að segja um leik Ingu Huldu Haraldsdóttur, sem hefur með höndum jafnmörg hlut- verk. Hún leikur Rimmu, litlu stúlkuna sem ekki er svo auðvelt að hræða, á mjög eðlilega bemskan hátt. Þannig er þessi sýning jafn- framt kynning á nýjum starfskröft- um leikhússins, og virðist mikils af þeim að vænta. Þýðing Njarðar P. Njarðvík er á vönduðu og eðlilegu máli og bless- unarlega laus við undanlátssemi við málleti og hvimleiða sérvisku tískunnar. Hinn ógnvekjandi herra Hú (Skúli Gautason). Albert og Landers í myndinni Gísl í Dallas. Gísl í Dallas Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Gísl í Dallas (Hostage Dallas). Sýnd í Laugarásbió. Stjörnu- gjöf: ★’A Bandarísk. Leikstjóri: Dwight H. Little. Handrit: M. Phil Sen- ini og Eddy Desmond eftir sögu J. Michael Liddle. Framleið- andi: J. Michael Liddle. Tónlist: Christopher Young. Kvik- myndataka: Peter Lyons Col- lister. Helstu hlutverk: Edward Albert, Audrey Landers og Joe Don Baker. Myndin Gísl í Dallas (Hostage Dallas), sem sýnd er í Laugarás- bíó, byijar á því að starfsmenn efnaverksmiðju í Dallas ráðast inn í Afganistan og stela nokkmm gashylkjum frá Sovétmönnum með tilheyrandi skothríð og sprengingum. Gashylkin em eit- urefnavopn og starfsmennimir ætla að finna mótefni gegn því heima í Dallas fyrir ríkisstjómina, þ.e. stjómina í Washington. En aðalkeppinautur starfsmanna efnaverksmiðjunnar í Dallas rænir gashylkjunum og þegar hann kemst að því að þau em stór- hættuleg hótar hann að láta gasið leka út yfir Dallas. Síðan ætlar hann að hverfa til Paragvæ. Hetjan í þessari undarlegu samsuðu er Tag Tagger sem Ed- ward Albert leikur sólbrúnn og sætur. Hann er ábúðarmikill og áhyggjufullur forstjori efnaverk- smiðjunnar en hann hefur ekki mikið að gera því skrifstofuna notar hann helst til heilsuræktar. Paige Starson, sem Audrey Land- ers úr sjónvarpsþáttunum Dallas leikur eins og hún væri enn í þátt- unum, er einhver frá Washington að fylgjast með gangi mála. Þessi tvö em gamlir vinir og ástin bloss- ar að sjálfsögðu þegar líða tekur á myndina. Skúrkinn King leikur Joe Don Baker eins og hann væri eldri bróðir JR. Það kæmi manni ekki á óvart þótt handritið hefði verið skrífað í hádegisverðarhléi hjá Golan og Globus áður en þeir urðu menn- ingarlegir. Tag er þessi venjulega ódrepandi, almáttuga Chuck Norris-týpa, dauðsföllum jafnvel náinna vina er tekið eins og rign- ingu og stundum verður myndin óvart fyndin líkt og þegar Tag skilar lausnargjaldinu fyrir gas- hylkin og missætti kemur upp á milli bófanna sem ná í það og þeir drepa hver annan á meðan Tag horfir undrandi á. Atvikið þegar gasið lekur út á tilrauna- stofu skúrksins og drepur starfs- menn hans er vel gert en annað kemur ekki á óvart. Að innan og utan Tónlist Jón Ásgeirsson Tónleikar sem haldnir vom á vegum Musica Nova í Norræna húsinu um síðustu helgi sýna að félagsleg samhygð hefur áhrif á aðsókn, því mjög fátt hlustenda kom til að hlýða á samleik Karl Antz baritonsöngvara og John Ehde sellóleikara. Þrátt fyrir að flutt væri eingöngu Skandinavísk tónlist og jafnvel fmmflutt eitt nýtt íslenskt, vora þeir áhugamenn um norræna tónlist, sem nú halda sér sjálfum hátíð í Reykjavík víðs fjarri. Tónleikamir vom tímasettir kl. 2 en vegna smáóhapps hjá cellistan- um töfðust tónleikamir, svo að undirritaður gat því miður ekki hlýtt á síðasta verkið, til að náð yrði á næstu tónleika. Tónleikamir hófust á Gondellied eftir Per Nörgárd, við texta eftir Nietzsche. Það var eitthvað í þessu verki sem olli því að það hljómaði ekki sann- færandi og er það líklega vegna tengsla tónhstannnar við textann og þá ef til vill vegna viðhorfa texta- höfimdar gagnvart list framtíðar- innar, en hann snerist gegn Wagner og nýhugmyndum hans. Annað verkið var svo Ehdeantz eftir Hans Söderberg. Tónverkið er án texta og ber því heiti sem er samsláttur föðumafna flytjenda. Eftir Birgitte Alsted var flutt verk sem heitir Kindleins Schlaflied og þrátt fyrir að svona nútímaverk sé æði ólíkt þeirri tónun sem kemur fram í alls konar skringisteQum krakka, þá var ýmislegt sniðugt og skemmtilega kyndugt sem heyra mátti í þessu verki. A Vision Blur- red eftir Ruth Bakke er unnið yfir texta úr Markúsar guðspjalli og gert með þeirri „akademísku" for- skrift, að tæta textann í sundur, þannig að merking hans týnist en eftir stendur merkingarlaus skringileikur með stök orð. Að þama sé um að ræða baráttu gegn náttúmeyðingu nútímans er frá- leitt, hér er miklu fremur um að ræða þá firringu í listrænni hug- myndafræði, sem er sömu ættar og náttúraeyðingarhvötin. Síðasta vérkið sem undirritaður heyrði á þessum tónleikum __ var fmmflutn- ingur á verki eftir Áma Harðarson, við norður-amerískan veiðimanna- taxta. Verk Áma býr yfir sterkri tilfinn- ingatúlkun og á köflum nálgast hann textann en tvistrar honum ekki. Síðari hluti verksins er í raun sjálfstæð cellósóló, haganlega gerð en með sérkennilegri notkun á eins konar niðurlagi, fallandi fimmund nokkmm sinnum og dregin út úr verkinu með því að leika þetta nið- urlagsgildi „pizzicato". Þama er því nærri því um tveggja þátta verk að ræða og hvort fyrir sig ágætlega samið. Í heild vom þetta sérstæðir tónleikar og margt vel gert bæði hjá söngvara og cellista, en sem söngvari er hann raddlega illa staddur, sem vel má vera að henti þessari tónlist en að öðm leyti var allur flutningurinn sannfærandi og það sem best var, sérkennilegur og þar með töluverð nýjung. Kórsöngur — Norræn- ir tónlistardagar Tónlist Jón Ásgeirsson Sjöttu tónleikar Norrænna tón- listardaga vom haldnir í Langholts- kirkju og þar flutt norræn kórtónlist en einnig skotið inn einu rafverki, er ekki kom til íslands í tæka tíð fyrir raftónleikana sl. laugardag. Ffyrr um daginn vom fímmtu tón- leikamir haldnir en sökum þess að þeir vom tímasettir síðdegis á virk- um degi var ekki mögulegt að virkja neinn af gagnrýnendum blaðsins til að mæta þar, sem undirrituðum þykir miður. Kvöldtónleikamir í Langholtskirkju hófust á verki eftir Lars Johan Werle, sem nú er einna frægastur sænskra tónskálda, eink- um fyrir ópemr sínar. Verkið heitir Trees, við enskan texta eftir E.E. Cummings og samið fyrir kór, bari- ton-einsöng og orgelundirleik. Einsöngvari var Kristinn Sig- mundsson og kór Langholtskirkju söng undir stjóm Jóns Stefánsson- ar. Verkið er áheyrilegt en lítið spennandi og satt best að segja, er þessi sífelldi talleikur orðinn svolítið þreytandi, sérstaklega ef hann býr ekki yfir leikrænni spennu. Annað verkið var rafverk eftir Rolf Enström, er ber nafnið Direction og fátt annað að segja, að það ber sterkan svip af því sem einkennir flest rafverk, að vera aðeins hljóð. Þriðja verkið var Aida- söngur Jóns Nordal er Hljómeyki flutti og er það í þriðja sinn sem undirritaður heyrir verkið á stuttum tíma. Síðasta verkið heitir Waming to the rich, eftir Thomas Jennefelt. Þar mátti hevra taltónun notaða á áhrifamikinn hátt og var flutningur Hamrahlíðarkórsins undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur mjög áhrifamikill og gæddur sterkri dramatík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.